Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
35
fólk í
fréttum
Bond-stúlkur í
Kaupmannahöfn
+ Nýjasta Bond-myndin, „Octopussy", var
frumsýnd í Kaupmannahöfn nú fyrir
skömmu og þar sem Roger Moore sjálfur
gat ekki komið, þá sendi hann í sinn stað
tvær stúlknanna, sem eru honum innan
handar í myndinni. Það voru þær Tina
Hudson og Mary Stavin. Mary, sem er
sænsk-ensk, er þekktust fyrir búskapinn
með George Best, knattspyrnusnillingnum
fyrrverandi, og enn segist hún elska hann
þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið.
Myndin af þeim stöllunum var tekin í Hot-
el Scandinavia og er Mary Stavin sú ljós-
hærða.
Diana með töskuna
góðu.
Diana kann að nýta hlutina
+ Það hefur verið sagt um Diönu
prinsessu, að hún sé hinn mesti
eyðsluseggur. Þurfi mikla peninga
og kaupi og kaupi föt og hendi
þeim þegar hún hefur gengið í
þeim einu sinni.
Nú hafa konunghollir Bretar
hins vegar fengið sönnun fyrir
því, að Diana kann líka að spara
og nýta hlutina vel. Það var þegar
einhver glöggskyggn blaðamaður
veitti því athygli, að Diana hefur
verið með sömu axlartöskuna í
þrjú ár og það meira að segja
tösku, sem ekki getur hafa kostað
nein ósköp á sínum tíma.
Það, sem er sérstakt við þessa
tösku, er að hún fékk hana að gjöf
þegar hún trúlofaði sig en hvorki
hún né hirðin vill segja hver gef-
andinn var.
Dýr sundbolur
+ Þegar leikkonan Lisa Hart-
mann fer í sund hefur hún alltaf
með sér nokkra lífverði. Ekki til
að bjarga henni frá drukknun því
Lisa er synd sem selur, heldur til
að passa upp á sundbolinn. Bolur-
inn hennar Lisu er nefnilega bród-
eraður með 19 gimsteinum og 91
perlu af dýrustu tegund. Án hans
væri hún níu milljónum króna fá-
tækari.
COSPER
COSPER 9224
— Nei, þá vil ég heldur Hauk Morthens.
TOYOTA
SAUMAVÉLAR
KOSTABOÐ Á KJÖRGRIPUM
TOYOTA 7200 EL KR. 12.289,-
Skólaboró og
StÓlar sem henta
öllum aldurs-
hópum
ISKRIFSTOFU HUSGOGN
V*V»y«V^»WC«M*;»>W»"*’»Wk\W.V\V.NSNNV.V.V.,.V.V.SVV.,.-.,.'t,X".V
HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211
PE 82 stóllinn hefur skapað sér fastan sess hér á landi
vegna gæða sinna og hagstæðs verðs. PE 82 fæst bæði
með og án arma og hægt er að stilla setu og bak eftir
hentugleikum.
Og til að hafa rétta birtu við námið eða tómstunda-
störfin eigum við mikið úrval LUXO — lampa.
PE 83 — borðið er nýjung.
Borðið má hækka og lækka að
vild og halla borðplötunni eftir
því sem best hentar hverju
sinni. PE83 — borðiðer tilval-
ið til náms og tómstunda.