Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 37 Mafían útvegar IRA vopn London, 8. september. AP. MAFÍUHREYFINGIN er nú byrjud að útvega írska lýðveldishernum (IRA) vopn í baráttu hans fyrir því að binda endi á yfirráð Breta á Norður- írlandi. Var þetta haft eftir William von Raab, yfirmanni bandarísku toll- þjónustunnar í dag. „Upp hefur kom- izt fyrir skemmstu, að IRA er farinn að snúa sér til skipulagðra glæpa- hreyfinga í Bandaríkjunum til þess að verða sér úti um þau tæki, sem IRA telur sig þurfa til starfsemi sinn- ar,“ sagði von Raab á fundi með fréttamönnum í dag. Von Raab sagði samt, að draga mætti eina jákvæða ályktun af þessu á þá leið, að nú væri það „áhugamönnum" erfiðara en áður að komast yfir vopn. í Bandaríkj- unum bíða nú sex írar þess, að verða dregnir fyrir rétt fyrir til- raunir til þess að komast yfir flugskeyti, byssur og rafeindatæki til framleiðslu á sprengjum, sem allt var ætlað IRA. Tveir Irar aðrir hafa þegar hlotið dóm í New York fyrir tilraunir til þess að kaupa vélbyssur af gerðinni M-16. Upp komst um þá félaga, er þeir vildu gera viðskipti við mann, sem var útsendari bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI) og þóttist vera vopnasali. Noregur: 4,1% atvinnu- leysi í ágúst ()sló, 8. september. AP. í NOREGI voru 4,1% atvinnufærra manna skráðir atvinnulausir í ágúst- mánuði á þessu ári, samkvæmt til- kynningu frá atvinnumálaráðinu i Noregi. Hlutfall atvinnulausra i Noregi i sl. ágústmánuði hækkaði úr 3,6% í júlímánuði á þessu ári, og úr 2,7% í ágústmánuði í fyrra. Um 68.700 manns voru skráðir at- vinnulausir í ágúst, þar af 40.800 karlmenn og 27.900 konur. Heild- artala atvinnulausra hefur aukist um 23.600 frá því í ágúst í fyrra og er um 40.300 yfir meðaltali at- vinnulausra í ágústmánuðum sl. 5 ára. Um 12.900 skráðra atvinnu- lausra voru unglingar innan tvi- tugs. B1 , B1 i B,"90 | E1 kl. 2.30 í dag, ^ rjn laugardag. [3J; Aðalvinningur; 101 Br Vöruúttekt fyrir kr. Bl B1 7000 E1 aggBlEJElGiggEl Sdfdfá Opíð frá 9—03 Aldurstakmark 20 ára Miðaverð 80 kr. Gott söngatriði Siguröur Johnny syngur sig inn í hjörtu áheyrenda eins og honum er einum Gott band Nýja Broadwaybandið undir stjórn hins eina og sanna Gunnars Þóröarsonar ásamt söngrununum Eddu Borg og Sverri Guðjónssyni leikur af snilld fyrir okkar ágætu prúðbúnu gesti. Borðapantanir í síma 77500. Aðgangseyrir kr. 120, - PONIK - kýlir á stuðið með lifandi tónlist í kvöld. Þetta er ekta stuðband og hefur gert það gott í Klúbbnum síðustu tvær helgar - Svo er það plastið, sem þeir Gummi og Balli sjá um að þeyta, öllum til öblandinnar ánægju. .. -•••4 Sími 85090 VEITINGAHÚS HÚS GÖMLU DANSANNA. Gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 9—2. Hljómsveitin Drekar ásamt hinni sívinsælu Mattý Jóhanns. Mætið tímanlega. Aðeins rúllugjald. Meísö/uNaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.