Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 r, A/lógur þinn. hefu’r koVnist <X larvd d eybieyju." ... að dansa að- eins hvort við annað. TM Req US Pat Off.—all nqhts reserved ©1983 Los Ar>gel©s Times Syndicate l»ykir þér hann ekki vera full áfjáður í að tekið verði eftir heið- ursmerkjunum? HÖGNI HREKKVÍSI //£G HEUP V/£? HÖFU/W AlUR L/ERT NO«UP NÝTT \ pA<S • • • " 70 ár frá því Slökkvilið Keflavíkur var stofnað Skúli Magnússon, Keflavík, skrifar: Velvakandi. Er ég heyrði fyrir skömmu, að slökkvilið ísafjarðar ætti 100 ára afmæli á þessu ári og BÍ hefði af því tilefni ákveðið að gefa Isfirð- ingum 100.000 kr., rifjaðist upp fyrir mér, að fleiri slökkvilið eiga afmæli á þessu ári. Á þessu ári eru liðin 70 ár frá upphafi skipulagðra eldvarna í Keflavík. Þessa afmæl- is hefur að vísu ekki verið minnst á neinn hátt og því trúlegt, að það sé á fárra vitorði. Upphaf að sérstöku slökkviliði í Keflavík má rekja til bréfs sem Stjórnarráðið skrifaði hrepps- nefnd Keflavíkurhrepps í okt. 1911. Þar var bent á, að sam- kvæmt lögum væru kauptún með 300 íbúa eða fleiri skyldug að hafa til taks slökkvilið ef til eldsvoða kæmi. I bréfinu var ennfremur listi yfir áhöld sem fylgja skyldu slíku liði. í apríl 1912 ákvað hreppsnefnd kaup á dælu og ýmsum áhöldum, og fé til kaupanna var útvegað. Hins vegar mun eitthvað hafa dregist að brunadælan kæmi til landsins frá útlöndum, en ýmis smærri áhöld voru keypt. Hinn 13. mars 1913 undirritaði Hannes Hafstein „Reglugerð fyrir eldvarna- og slökkvilið í kauptún- inu Keflavík". Öðlaðist reglugerð- in gildi 15. apríl s.á. (Sbr. Stjórn- artíðindi 1913, B-deild, bls. 26-30.) Reglugerðin er í 14 greinum. í 1. gr. segir að sérstök nefnd sjái um brunavarnir í kauptúninu. I nefndinni áttu sæti: Agúst Jóns- son, hreppstjóri, form., Sigurður Þorkell Jónsson, slökkviliðsstjóri, og Arnbjörn ólafsson, kaupmað- ur. Slökkviliðið skiptist í 3 aðal- flokka: I. Slökkvilið: a) Slökkvivélalið. b. Vatnsburðarlið. II. Húsrifs- og bjarglið. III. Lögreglulið. Engin sérstök lögregla var þá í Keflavík og því nauðsynlegt að hafa sérstakt lið til að halda uppi reglu á brunastöðum. Lengst af var notast við véldæl- ur, en stríðið sem hófst 1939 hefti öll áform um endurnýjun tækja- búnaðar hjá slökkviliðinu. Liðið var þó endurskipulagt á þessum árum. En í raun og veru var það mjög vanbúið við að takast á við mikinn eldsvoða, og fylgdi engan veginn þeirri þróun byggðar sem var í Keflavík á þessum árum. Um 1933 var keypt véldæla sem notuð var þangað til slökkviliðs- bíll kom 1948. Sú dæla var notuð við brunann í samkomuhúsinu Skildi 1935. En í stríðsbyrjun fór hún að ganga úr sér og oft gekk erfiðlega að setja hana í gang þeg- ar á þurfti að halda. Árið 1943 samdi þáverandi lög- reglustjóri í Keflavík, Alfreð Gíslason, við ameríska herinn, um að slökkvilið hans veitti aðstoð ef eldur kæmi upp í þorpinu. Þetta var gert að áeggjan hreppsnefnd- ar, þar sem tækjabúnaður var svo lélegur. (Faxi, des. 1943.) Hefur slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli jafnan veitt mikla aðstoð og mjög oft forðað frá stórbrunum. Strax eftir að stríðinu lauk 1945 var reynt að fá notaðan slökkvibíl frá setuliðinu. En slökkvibíll kom ekki fyrr en um sumarið 1948. Þetta var nýlegur bill af Ford- gerð. Sá bíll var lengi í notkun, en hefur nú fengið hvíld frá störfum. (Faxi, nóv. 1945.) Kristinn Reyr skrifaði stundum gamanpistla I Faxa. Hann minnist komu fyrsta slökkviliðsbílsins til Keflavíkur á þessa leið: „Brunabíll vor hélt inntöku sína í plássið á dögunum. Lét dæluna ganga við íshústjörn, hver tæmd- ist á svipstundu, en Seltjörn tók að flæða yfir bakka sína, og ógna Grindvíkingum. Þá þrýsti slökkvi- liðsstjóri vor á frammíhnapp bíls- ins og íshústjörnin fékk vatn sitt aftur. Svo var mikill sogdælunnar kraftur. Mun nú í ráði að selja gömlu aftaníkerrurnar þangað sem aldrei kviknar í.“ (Faxi, júní 1948.) Strax í júní 1913 fékk bruna- málanefnd lóð við Hafnargötu þar sem reist var hús yfir slökkvi- áhöldin. Það hús var seinna hækk- að og stækkað. Þar var lengi raf- stöð Keflavíkur. Einnig voru þar skrifstofur Keflavíkurbæjar og seinast lögreglustöð. En eins og margar góðar stofnanir lenti slökkviliðið á hrakhóla með tól sín þegar að kreppti við Hafnargöt- una. Frá Hafnargötunni lá leið liðsins inn í Olíusamlag við höfn- ina, þá í Áhaldahús Keflavíkur- bæjar, þá bifreiðaverkstæði sér- leyfisbifreiðanna og seinast í þvottahús sérleyfisbifreiðanna. Sumarið 1967 flutti liðið loks inn í eigið húsnæði, nýreista slökkvi- stöð við Hringbraut. Þessir hringdu . . Rafhlöðurnar geta verið banvænar Þorvaldur Björnsson hringdi: Mig langar til að koma áleiðis að- vörun til þeirra sem eiga ung börn, í sambandi við litlu rafhlöðurnar, sem eru mikið notaðar á heimilun- um. Þær eru stórhættulegar börn- um, sem oftast hafa gaman af því að handfjatla þessa litlu sívalninga og jafnvel stinga þeim upp í sig. Staðreyndin er nefnilega sú að ef barn gleypir rafhlöðu getur það verið banvænt vegna þess hve mikið kvikasilfur er í þeim. Erlendis hafa, í sumum löndum, verið gerðar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að böm geti náð í rafhlöður af þeirri stærð sem auð- velt er að gleypa. Til dæmis með því að láta fólk skila rafhlöðunum aft- ur til framleiðanda, eftir notkun. Foreldrar ættu því aðgæta vand- lega að því hvort nokkrar slíkar rafhlöður eru á heimilunum, þar sem litlar hendur geta náð til þeirra. Má nýta kartöflurnar Húsmóðir í Breiðholti hringdi: Mig langar til að varpa fram einni spurningu. Er það rétt skilið hjá mér að kartöflubændur á Suð- urlandi ætli aðeins að taka upp kartöflur til útsæðis, en skilja hitt eftir í moldinni? Ef svo er, finnst mér þarna illa farið með jarðar- gróður og ég sting upp á að kart- öflubændur leyfi kaupstaðarfólki að koma og taka upp nýjar kartöfl- ur í soðið, gegn vægu gjaldi. Mér er kunnugt um að til dæmis i Noregi tíðkast það að almenningi er leyft að koma og tína jarðarber og epli, gegn ákveðinni upphæð á hvert kíló, þegar uppskeran er svo mikil að eigendur ná ekki að nýta hana sjálfir. Sama f'nrist m’’r ð gæti nú átt við þessar smáu íslensku kart- öflur, sem eru eins og allir vita hreint sælgæti beint I pottinn. Sjá á eftir sín- um besta vin Kinar l>ór Einarsson, Hellissandi, hringdi: Mikið hefur verið fjallað um hunda upp á síðkastið og langar mig til að koma með eina sögu sem gerðist nýlega og er heldur dapur- leg. Þannig er að ég átti hund skosk-íslenskan, sem hefur alla tíð reynst mér hinn besti félagi. Fyrir nokkru var ég að baða hundinn og láðist að setja á hann hálsólina aft- ur. Hvutti fór á flakk og endaði á ólafsvík. Þar gerðist síðan það að lögregla staðarins tekur hann næsta samstundis og aflífar og hendir á haugana. Var gefin sú ástæða að hundurinn hefði glefsað i dreng, en hvorki hafði það atvik verið kært né barnið hlotið meiðsl eða borið kennsl á hundinn. Það er heldur bagalegt að sjá á eftir sínum besta vini í slíkar hendur, þar sem hvorki er hirt um að kanna hver eigi hundinn eða hvað hann hefur gert af sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.