Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 42

Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Jón með flesta leiki JÓN Gunnlaugsson hefur leikiö flesta Evrópuleiki Skagamanna, eöa sautján talsins. Jón Alfreösson hefur leíkiö sextán Evrópuleiki, en þessir kappar hafa nú báöir lagt skóna á hilluna. Árni Sveinsson kemur næstur meö 14 leiki ásamt Jóhannesi Guöjónssyni, sem einnig er hættur, þannig aö Árni mun örugglega slá met Jóns næsta sumar. Guöjón Þóröarson hefur leikiö 13 leiki, Karl Þóröarson hefur leikiö 10, svo og Matthí- as Hallgrímsson og Teitur Þóröarson. Alls hafa 36 leik- menn spilaö Evrópuleiki fyrir ÍA. Akraborg breytir áætlun SKAGAMENN hafa í gegnum árin notiö dyggs stuönings áhorfenda en þaö er mál manna aö stuöningur þeirra hafi aldrei verið jafn öflugur og í sumar. Því mun Akra- borgin í fyrsta skipti breyta áætlun sinni daginn sem leik- ið er og mun hún fara frá Akranesi kl. 16 og til baka aö leik loknum kl. 20.30. í gtldi veröur afsláttarverö meö Akraborginni svo og meö Flugleíöum og Arnarflugi og veita flugfélögin nánari upp- lýsingar um þaö. Aögöngumiöaverö er 150 krónur í stúku, 100 krónur í stæöi og 50 krónur fyrir börn. Þess má geta, aö Sveinn V. Garöarsson mun sjá um rútu- feröir til og frá Laugardalsvelli aö Akraborg og kostar miöinn 30 krónur. Miöarnir eru seldir i forsölunni. 100 manns koma með Aberdeen LIÐ Aberdeen kemur hingað til lands daginn fyrir leikinn. í för meö liðinu veröur stór hópur stuðningsmanna, alls um 100 manns. Þá eru 15—20 blaöamenn væntanlegir frá Skotlandi til þess aö skrifa um leikinn. Forsala FYRRI leikur ÍA og Aberdeen í Evrópukeppni bikarmeist- ara fer fram á Laugardalsvell- inum á miðvikudaginn og hefst kl. 18.00. Búist er viö mikilli aösókn aö leiknum og hefur veriö ákveöiö aö forsala veröi í versluninni Óöni og Bókaversl- un Andrésar Níelssonar á Akranesi. Hefst hún á mánu- daginn. í Reykjavík veröur svo for- sala í Turninum á Lækjartorgi frá hádegi á þriöjudaginn. FC • Eric Black skorar fyrra mark Aberdeen í úrslitaleik Evrópukappni bikarhafa gegn Real Madrid í fyrra í Gautaborg. 300 leikskrár til Bretlands SKAGAMENN hafa frá upphafi gefið út vandaöa leikskrá fyrir hvern Evrópuleik og veröur svo einnig nú. Skráin veröur seld gegn vægu gjaldi og rennur þaö fé til uppbyggingar unglinga- starfs á Akranesi. Skráin hefur fyrir löngu hlotiö söfnunargildi og margir hafa safnað henni frá upp- hafi. Þá hefur þaö gerst núna í fyrsta skipti að stórar pantanir hafa borist frá útlöndum og ný- lega voru sendar 300 leikskrár til Bretlands. Skagamenn maeta hinu geysisterka Aberdeen-liði á miðvikudag: „Allt getur gerst á góðum degi“ — segir Hörður Helgason, þjálfari Akurnesinga „OKKAR aöalmarkmið í leiknum veröur aö spila vel og skemmta fólki. Viö lofum ekki sigri, en ég held aö allt geti gerst á góöum degi,“ sagöi Höröur Helgason, þjálfari Skagamanna á fundi vegna Evrópuleiksins viö Aber- deen á miövikudaginn kemur á Laugardalsvelli. „Við erum í stööu til aö taka áhættu í leiknum og það munum viö gera. Sumariö hefur veriö gott hjá okkur og fólkiö mun örugglega standa vel á bak viö okkur. Þaö er liðsheildin sem skiptir máli, ekkl aö vera meö fullt af góöum einstakl- ingum. Þaö sýndi sig best í lands- leiknum í Hollandi á dögunum," sagöi Höröur. Varla þarf aö fara mörgum orö- um um liö Aberdeen. Liðiö sigraöi í Evrópukeppni bikarhafa á síðasta keppnistímabili er þaö vann Real Madrid í úrslitaleik í Gautaborg 2:1. Þaö var ein helsta stjarna liös- ins, hinn 19 ára gamli Eric Black, sem þá skoraði fyrra mark Aber- deen, en hann hefur undanfariö veriö mjög í sviösljósinu enda tal- inn einn efnilegasti leikmaöurinn í Skotlandi í dag. Þá eru margir aörir frægir í lið- inu, og ber þar fyrstan aö telja Gordon Strachan, sem vakti mikla athygli í heimsmeistarakeppninni á Spáni i fyrra meö skoska landsliö- inu. Það er öruggt aö hann fer frá Aberdeen eftir þetta keppnistíma- bil, enda slást stórliðin í Englandi um aö fá hann til sín. Framkvæmdastjóri Aberdeen, Alex Ferguson, hefur nýlega skrif- aö undir nýjan 5 ára samning viö félagið. Hann kom til félagsins frá St. Mirren 1978 og undir hans stjórn hafa gæfuhjólin byrjað að snúast fyrir alvöru hjá félaginu. Hann sagöi í nýlegu blaöaviötali aö hann væri bjartsýnn á árangur félagsins næstu árin. „Takmarkiö er aö vinna a.m.k. einn titil næstu 5 árin,“ segir Ferguson. „Keppikefliö í vetur er aö standa sig vel í Evrópukeppninni en helsta takmarkið er að veröa skoskur meistari. Þá er möguleiki á því aö komast í Evrópukepþni meistara- liöa. Fyrir þremur árum kepptum viö í þeirri keppni en vorum slegnir út af Liverpool. Þá vorum viö ekki tllbúnir í slaginn en nú tel ég aö liðiö sé tilbúiö í baráttuna viö sterkustu liö Evrópu,“ sagöi Fergu- son í sama viötali. Gæti orðiðhörkuleikur Frammistaöa Akurnesinga í Evr- ópukeppninni hefur yfirleitt veriö • Höröur Helgason góö og liöið hefur leikiö marga eft- irminnilega leiki. Þaö varö fyrst ís- lenskra liöa til aö vinna sigur á heimavelli þegar Omonia frá Kýþur var lagt aö velli á Laugardalsvellin- um haustiö 1975 4:0 í sögufrægum leik. Seinna sama haust mættu Skagamenn þáverandi Evrópu- meisturum bikarmeistara, Dynamo Kiev. Leikiö var á Melavellinum í nóvember aö viöstöddum á fimmta þúsund áhorfendum. Sov- étmennirnir unnu 2:0, eftir aö Skagamenn höföu misnotaö víta- spyrnu og skoraö sjálfsmark. Haustið 1978 var leikiö viö Þýska- lands- og bikarmeistara Kölnar og varö jafntefli, 1:1, eftir aö Skaginn haföi leitt leikinn allan tímann. Haustiö 1979 voru mótherjar ekki ófrægara liö en Barcelona, þáver- andi Evrópumeistari bikarmeist- ara. Barcelona vann mikinn heppnisigur, 1:0, í einum besta og eftirminnilegasta lelk í Evrópu- keppni. Alls hafa Skagamenn spil- aó 18 leiki í Evrópukeppni, unniö einn, gert tvö jafntefli og tapaö 15. Nú er rööin komin aö þriöju Evr- ópubikarheimsmeisturunum, sem Skagamenn dragast gegn. Aber- deen tryggöi sér titilinn sl. vor meö því aö sigra Real Madrid 2:1 eins og áöur sagöi. Allir eru sammála um aó Aberdeen sé eitt besta og skemmtilegasta llö Evrópu um þessar mundir. Skagamenn eru líka í miklum ham, eins og árang- urinn undanfarnar vikur talar skýru máli um. Liöið er blanda af leik- reyndum köppum og ungum og • Um 100 Skotar mæta á leikinn til að styöja Aberdeen. Eflaust veröa einhverjir þeirra jafn glæsi- lega til fara og þessir herramenn. efnilegum og er til alls líklegt í vió- ureigninni gegn Aberdeen. Því má búast viö hörkuleik á Laugardals- vellinum á miövikudaginn. — SH Einkunnagjöf Morgunblaðsins: Sigurður efstur — en margir rétt á hæia honum NÚ ER aöeins ein umferö eftir í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu, en Eyjamenn eiga eftir aö leika viö Valsmenn og Blik- ana. Leikur Vals og ÍBV verður þann 17. september en Blikarnir fara til Eyja þann 20. sept. og leika þar. Staöan í einkunnagjöf Morg- unblaösins fyrir þessa síöustu umferö er mjög jöfn og spenn- andi. Þaö er aöeins einn leik- maöur sem er með meöalein- kunnina 7,00 í sumar og er þaö hinn ungi og bráöefnilegi Sigurö- ur Jónsson frá Akranesi. Þaö er þó ekki útséö um þaö hver verður efstur þegar upp veröur staöiö því skammt á eftir Siguröi koma fimm leikmenn meö meöaleinkunnina 6,90 og eiga þeir allir mikla möguleika á aö sigra, leiki þeir eins vel meö liðum sínum í lokaleiknum og þeir hafa gert til þessa. Einn þessara leikmanna, Höröur Hilm- arsson úr Val, hefur þó aöeins leikið sjö leiki meö Val í sumar en hinir fjórir hafa allir leikiö fjórtán leiki eöa meira meö liöum sínum. Þessir leikmenn eru: Þorsteinn Bjarnason ÍBK, Siguröur Grét- arsson UBK, Ómar Jóhannsson og Tómas Pálsson en þeir leika báöir með ÍBV. Efstu menn eru annars þessir: Siguröur Jónsson ÍA 7,0 Ómar Jóhannsson ÍBV 6.9 Tómas Pálsson ÍBV 6,9 Siguröur Grétarsson UBK 6,9 Þorsteinn Bjarnason ÍBK 6,9 Höröur Hilmarsson Val 6.9 Ragnar Margeirsson ÍBK 6.8 Siguröur Halldórsson ÍA 6,8 Sigþór Ómarsson ÍA 6.8 Sveinbjörn Hákonarson ÍA 6.8 Siguröur Lárusson ÍA 6.8 Guömundur Þorbjörnsson Val 6.8 Jóhann Torfason ÍBÍ 6,7 Kristján Jónsson Þrótti 6.6 Þorsteinn Ólafsson Þór 6,6 Bjarni Sigurösson ÍA 6.6 Guöbjörn Tryggvason ÍA 6,6 Valþór Sigþórsson ÍBV 6.6 Næstu leikmenn eru meö 6,5 í meðaleinkunn og síöan koma þeir hverjir á fætur öörum niöur töfluna en alls er 51 leikmaöur sem hlotið hefur meöaleinkunn- ina 6,0 eöa þar yfir. Ef athugað er hvaöa liö á flesta menn meö háar einkunnir kemur í Ijós aö þaö eru nýbak- aöir Islands- og bikarmeistarar. Skagamenn hafa 10 leikmenn sem hlotiö hafa 6,0 í meöalein- kunn og þar af er aðeins einn leikmaöur meö 6,0 — allir hinir eru hærri. Ekki fæst skoriö úr hver verö- ur stigahæstur fyrr en eftir leik ÍBV og UBK sem fram fer í Eyjum þann 20. september, en víst er aö margir koma til greina sem sá leikmaöur sem hæstu meöal- einkunnina hlýtur. — sus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.