Morgunblaðið - 10.09.1983, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
43
• Bresku stórhlaupararnir Steve Owett og Steve Cram háóu mikið
einvígi í gærkvöldi í mfluhlaupi á Crystei Palace-leikvanginum í Lund-
únum. Heimsmeistarinn í 1500 m hlaupi, Cram, sigraði í hlaupinu en
niöi ekki að setja nýtt heimsmet. Tími hans var 3:52,56 m(n. Á mynd-
inni mé sjá hvar Cram sigrar Owett.
&TDK
TRKT nnrl fourthmost! FlasKhack to Steve Cram
Steve Cram:
„Ég er sá besti“
— Cram sigraði Owett í mílunni í gær
London, 9. september. AP.
BRESKI stórhlauparinn og
heimsmeistarinn Steve Cram
sígraði í gærkvöldi félaga sinn,
heimsmethafann í 1500 m hlaupi
Steve Owett, er þeir mættust í
míluhlaupi á Crystal Palace-
leikvanginum í London í mflu-
hlaupi. Cram sigraði ( hlaupinu
sem var geysilega spennandi frá
upphafi til enda á 3 mínútum
52:56 sek. Owett varð annar, fókk
tímann 3,52:71 mín. Einvígi þeirra
félaga hafði vakið gífurlega at-
hygli og var uppselt á Crystal
Palace-leikvanginum ( gær jafn-
framt var sjónvarpaö beint frá
mótinu víða um Evrópu. Margir
áttu von á því að nýtt heimsmet
yrói sett í mflunni en svo varð nú
ekki.
„Ég var ekki viss um sigur minn
fyrr en ég komst yfir marklínuna
rétt é undan Owett. Og jafnframt
vonast ég til að hafa sannfært
menn um það aö ég er nú besti
1500 m og míluhlaupari heims,“
sagöi Cram viö fréttamenn AP eftir
keppnina.
Cram varö heimsmeistari í 1500
m hlaupi í Helsinki í síöasta mán-
uöi, og jafnframt hefur hann unniö
þaö mikla afrek aö hafa ekki tapaö
míluhlaupi nú í rúmlega tvö ár.
Þriöji maður í hlaupinu í gær varö
Waigwa frá Kenya, hljóp á 3,55:78
mín.
Þess má geta aö Owett setti nýtt
heimsmet í 1500 m hlaupi nú fyrir
nokkrum dögum og hljóp þá viö
frekar erfiöar aöstæöur. Hann lýsti
þá yfir aö hann gæti gert enn bet-
ur. Owett hefur veriö í fremstu röö
um langt skeiö og viröist sífellt
geta bætt viö sig þó svo aö hann
hafi nú tapaö í gærkvöldi. Cram
hefur veriö í mikilli framför og
stendur nú ekki lengur í skuggan-
um af þeim Owett og Coe.
Aðalfundur Þróttar
• Aðalfundur knattspyrnufélags-
ins Þróttar og aðalfundur hand-
knattleiksdeildar félagsins veróa
í Þróttarheimilinu laugardaginn
17. september.
Hverjir nsla f
UEFA-sætið?
— Gífurleg barátta á botninum
ÁTJÁNDA og síðasta umferó í 1.
deild íslandsmótsins ( knatt-
spyrnu fer fram um helgina. Mót-
ið klárast ekki þar sem liö ÍBV á
eftir aö leika tvo leiki sem fresta
Surfti. ÍA hefur þegar tryggt sér
ilandsmeistaratitilinn og er
mjög vel að honum komiö. En
baráttan nú í síóustu umferöinni
stendur um fallið niöur ( 2. deild
svo og UEFA-sæti. Leikirnir ( sfö-
ustu umferðinni eru þessir:
18. umferö:
í sig veöriö í síöustu leikjum eiga
tvo leiki eftir og hafa 14 stig. Þeir
standa því nokkuö vel að vígl. ÍBK
á leik á heimavelli gegn ÍBÍ og meö
sigri geta þeir komiö sér í 17 stig.
Ef viö lítum á efri liöin þá má sjá
aö liö KR þarf aöeins 1 stig til þess
aö tryggja sór sæti ( UEFA-
keppninni ef UBK missir eitt af
þeim fjórum stigum sem þeir eiga
möguleika á aö fá. Liö ÍBV er nú
þegar komið í Evrópukeppni bikar-
hafa þar sem þeir léku til úrslita í
bikarkeppni KSÍ gegn ÍA.
Sá möguleiki er líka fyrir hendi
aö Þór frá Akureyri komist í
UEFA-keppnina svo og Víkingar,
sigri þeir Valsmenn á morgun.
Vinni bæöi liðin meö sama marka-
mun fer Þór í Evrópukeppnina þar
sem liðiö er meö hagstæöara
markahlutfall. Allir leikirnir í 1.
deild í dag hefjast kl. 14.00.
— ÞR.
• Þórsarar og Víkingar kljást um boltann um síöustu helgi. Bæöi lið
eiga möguleika á UEFA-sæti. Allt fer þó eftir úrslitunum í Eyjum í dag.
10.9. ÍBKrÍBI 10.9. Þór:UBK
10.9. ÍBV:KR 119. Þróttur.ÍA
10.9. Valur:Vík.
Og fyrir þessa síöustu umferö er
staöan (deildinni svona:
ÍA 17 11 2 4 29:11 23
KR 17 5 9 3 18:19 19
Þór 17 5 7 5 19:17 17
Víkingur 17 4 9 4 19:18 17
Þróttur 17 6 5 6 24:31 17
UBK 16 5 6 5 19:16 16
ÍBV 15 5 5 5 25:20 15
ÍBK 17 7 1 9 21:27 15
Valur 16 5 4 7 24:30 14
ÍBÍ 17 2 9 6 16:25 13
Staöan getur varla veriö jafnari
og þaö er ekki gott að spá um þaö
hvaöa lið þaö verða sem falla
niöur. Ljóst er þó aö róður ísfirð-
inga veröur þungur. Þeir eiga aö-
eins einn leik eftir og hafa 13 stig.
Valsmenn sem hafa verið aö sækja
Ellert
til ítalfu
Formaður KSÍ, Ellert B.
Schram, kom ekki heim meó
landsliöinu í knattspyrnu í fyrra-
kvöld. Hann fór til Italíu þar sem
hann situr stjórnarfund hjá knatt-
spyrnusambandi Evrópu, UEFA,
og jafnframt veröur minningar-
athöfn um nýlátinn forseta UEFA,
Artemio Franchi.
Ellert sagöi aö þaö yröi vand-
fundinn eftirmaöur í hans staö.
Franchi heföi verö mjög vinsæll
maður meöal starfsmanna sinna
og unniö mikiö og óeigingjarnt
starf fyrir sambandið um langt ára-
bil. Þá var hann í forystuhóp þeirra
sem fóru meö knattspyrnumál í
heimalandi sínu, ítalíu. — ÞR.
Carl Zeiss Jena, móther jar ÍBV á þriðjudag:
Leikur agaða og skemmti-
TBl7)
lega knattspyrnu
• Austur-þýska knattspyrnuliöiö Carl Zeiss Jena.
Á ÞRIÐJUDAGINN veröur leikur
ÍBV og a.-þýska liðsins Carl
Zeiss Jena í Evrópukeppni fé-
lagsliöa á Kópavogsvellinum og
hefst viöureignin kl. 18.00.
Carl Zeiss Jena er eitt þekkt-
asta knattspyrnufólag þeirrar
miklu íþróttaþjóöar Austur-
Þjóöverja og þykir leika mjög ag-
aöa og skemmtilega knatt-
spyrnu. Þaö er því tvímælalaust
mjög áhugavert fyrir knatt-
spyrnuáhugafólk hér aö sjá þetta
góöa liö í keppni viö Eyjamenn.
Carl Zeiss Jena á sér ekki
langa sögu aö baki en þeim mun
glæsilegri. Félagiö var stofnaö
áriö 1954 og hóf aö leika í Ober-
liga (1. deild) áriö 1957 og hafn-
aöi þá í 4. sæti. Félagið hefur
þrisvar orðiö DDR-meistari,
1963, 1968 og 1970. 9 sinnum
hefur félagið hafnaö í 2. sæti í
Oberliga og 4 sinnum í 3. sæti.
Óneitanlega glæsilegur ferill.
Raunar hefur félagiö ekki nema
einu sinni hafnaö neöar en í 6.
sæti í deildarkeppninni öll þessi
ár. Þá er þaö athyglisvert aö á
þessum 26 árum hefur félagiö
haft aöeins tvo þjálfara, G.
Buschner 1957—1971 og H.J.
Meyer hefur veriö þjálfari liösins
frá 1971 og er enn.
Carl Zeiss Jena hefur 4 sinnum
orðið bikarmeistari, siöast áriö
1980. Félagiö hefur 15 sinnum
leikiö í Evrópukeppnum, alls 77
leiki. Félagiö hefur sigraö í 37
leikjum, gert 14 sinnum jafntefli
og tapaö 26 leikjum. Markahlut-
fallið er 126—98 mörk. Bestum
árangri hefur félagiö náö í
Evrópukeppni bikarhafa
1980—'81 þegar liöiö lék til úr-
slita í keppninni viö Dynamo Tbil-
issi en tapaöi leiknum 1—2. Á
leiö sinni í úrslitin lagöi Carl Zelss
Jena aö velli ekki ómerkari liö en
AS Roma, Valencia, Newport
County og Benfica.
i liöi Carl Zeiss Jena eru marg-
ir þekktir og snjallir leikmenn.
Má þar til nefna Rúdiger
Sschuphase varnarleikmann og
framherjann Anreas Bilau sem
báöir eru fastamenn í a-þýska
landsliöinu. Jurgen Raab fram-
herji er í Olympíuliöi A-Þýska-
lands. Þá eru í liðinu tveir leik-
menn sem leika meö B-landsliö-
inu. Þá má geta um markvörö
liðsins, Hans-Ulrich Grapenthin,
en hann hefur tvívegis veriö val-
inn knattspyrnumaöur ársins í
DDR.
Þaö er því alveg Ijóst að það
veröa engir aukvisar sem mæta
Eyjamönnum á Kópavogsvellin-
um á þriöjudaginn.