Morgunblaðið - 10.09.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 10.09.1983, Síða 44
„Atvinnumannalandsliðin" ÍSLAND ;:n| ÍRLAND 4J- LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Þorskafli togaranna í ágúst: 36% samdráttur miðað við sama mánuð á síðasta ári * Gífurlegt áfall fyrir togaraútgerðina, segir Ágúst Einarsson Ekið á tvo drengi á leið heim úr skóla TVEIR DRENGIR á leið heim úr skóla slösuðust í umferðarslysum f gær. Ellefu ára gamall drengur skarst á enni þegar hann varð fyrir bifreið á gatnamótum Meistaravalla og Hringbrautar laust eftir klukkan 13. Drengurinn var á reiðhjóli á leið heim úr Melaskólanum, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Tólf ára gamall drengur slasað- ist þegar bifreið var bakkað á hann í Drápuhlíð. Drengurinn, sem var einnig á reiðhjóli, mun hafa verið á leið heim úr Hlíða- skóla. Óttast var að hann hefði fótbrotnað. Ágætis veður „ÞAÐ ER nú hugmyndin hjá okkur að um helgina veröi aðal- lega ágætis veður. Skýjað og hægur vindur og ekki kalt og lít- ið um næturfrost. Ég þori ekki að lofa því að þurrt verði um allt land, en ekki búumst við við úrhelli," sagði Trausti Jónsson, veður- fræðingur er Morgunblaðið innti hann eftir því hverju spáð væri um helgarveðrið. Þreföldun rækjuafla RÆKJUAFLINN í ágúst síðastliðn- um þrefaldaðist næstum miðað við sama mánuð í fyrra. Nú hafa alls 1.307 lestir borist á land, en í fyrra voru þær 490. Það skal tekið fram, að hér er um djúprækju að ræða. Það sem af er árinu er rækjuaflinn um 2.000 lestum meiri en í fyrra og er sú aukning nær eingöngu í djúp- rækjuveiði. Að sögn Ágústs Einarssonar, viðskiptafræðings LÍÚ, er þetta í kjölfar aukinnar sóknar, og þess, að nú virðist rækja vera hér á miðunum í meiri mæli en áður. Sagði hann þetta vera ánægjuleg tíðindi. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið og gat þess, að aukin rækjuveiði væri mjög þýðingarmikil fyrir út- gerðir og fiskvinnslu, sérstaklega á Norðurlandi og Vestfjörðum. Rækjuaflinn, það sem af er ár- inu, er 8.603 lestir en var sama tímabili í fyrra 6.607. FLUGLEIÐIR HF. hafa flogið með 419.955 farþega það sem af er þessu ári í áætlunarflugi, og er það um 5 þúsund farþegum fleira en miðað við sama tíma, 31. ágúst, í fyrra. Þá voru farþegar 414.918. Aukningin er ein- göngu vegna mikillar aukningar á leið- inni yfir Norður-Atlantshaf til Banda- ríkjanna, því færri hafa flogið innan- lands og á áætlunarleiðura til Evrópu í ár en í fyrra, að því er Sæmundur Guð- vinsson blaðafulltrúi Flugleiða tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. ÞORSKAFLI landsmanna dróst saman um tæp 28% í ágústmánuði nú miðað við sama mánuð í fyrra. Þorskafli báta er svipaður nú og í fyrra, en þorskafli togara minnkaði um 36,3%. Ef bornir eru saman fyrstu 8 mánuðir áranna nú og í fyrra kemur í Ijós að samdráttur í þorskafla nemur 20,6% eða alls Sæmundur sagði, að fram til síð- ustu mánaðamóta hafi Flugleiðir flutt 168.427 farþega yfir Norður- Atlantshaf, en frá janúar til sept- ember í fyrra voru farþegarnir á þessari leið 137.143. Aukningin er því 22,8% milli ára. Aukningin er enn meiri ef miðað er við það, að milli áranna 1981 og 1982 jukust far- þegaflutningar Flugleiða um 32%. Samdráttur hefur á hinn bóginn orðið í innanlandsfarþegaflutning- um Flugleiða fyrstu átta niánuði rúmum 62.000 lestum. „Þessar tölur staðfesta almennt léleg aflabrögð og það er útlit fyrir að þorskaflinn verði á bilinu 300 tii 320 þúsund lestir. Það eina, sem hins vegar vekur bjartsýni, er rækjuaflinn. Hann hefur skipt sköpum fyrir mörg skip, sérstak- lega fyrir norðan og austan. Þess- þessa árs að sögn Sæmundar. Fram til 1. september flugu 149.850 manns á innanlandsáætlunarleiðum félags- ins, en á sama tíma í fyrra voru far- þegarnir orðnir 166.913. Samdrátt- urinn er því 10,2%. Sæmundur Guð- vinsson sagði ástæðurnar einkum vera þrjár; minni fjárráð fólks, mjög erfitt tíðarfar í janúarmánuði síð- astliðnum, og svo hefði veðráttan í sumar orðið til þess að fella þurfti niður margar ferðir með útlendinga til Vestmannaeyja, en þar væru far- ar tölur staðfesta nokkurn veginn það, sem við var búist í vor og það hefur ekkert batnað með afla- brögð," sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, er Morgunblaðið bar þessar tölur undir hann. „Þessi gífurlegi samdráttur þorskafla togaranna kemur mér þegar sem í flestum tilvikum reyndu ekki aftur næsta dag alla jafna, líkt og íslenskir farþegar gera, sem þurfa að fara milli landshluta. A áætlunarleiðum Flugleiða milli íslands og annarra landa í Evrópu hafa flogið 101.678 farþegar fyrstu átta mánuði þessa árs, en þeir voru 110.862 á sama tíma í fyrra. Sam- drátturinn nemur 8,3%. Ekki liggja fyrir tölur um aðra fólksflutninga Flugleiða það sem af er þessu ári, svo sem í leiguflugferðum til sólar- landa. verulega á óvart. Þetta er veru- legur samdráttur, en auk þess hefur orðið samdráttur í öðrum afla togara, fyrst og fremst karfa. Því er hér gífurlegt áfall fyrir togaraútgerðina að ræða. Sam- drátturinn í heild, það sem af er árinu, nemur tæpum 63.000 lest- um. Samdráttur í afla bátanna var kominn fram eftir vetrarver- tíð, svo staða togaranna vírðist enn ætla að versna. Þetta gjör- breytir þeim reikniforsendum, sem við hefur verið miðað, í talna- virki Þjóðhagsstofnunar um af- komu togara. Hún gerði ráð fyrir því, að afli síðari hluta þessa árs yrði svipaður og á sama tímabil í fyrra. Samkvæmt þessum tölum verður um enn frekari samdrátt að ræða en gert var ráð fyrir. Afli togaranna í ágústmánuði hefur dregist saman um 16% miðað við sama tíma í fyrra. Það er því skelfilegt ef þessi þróun heldur áfram og við horfum fram á mikil vandræði, verði svo. Samdráttur- inn í ágúst jafngildir því að þorskafli hvers einasta togara í eigu landamanna hafi minnkað um 90 lestir miðað við sama mán- uð í fyrra," sagði Ágúst Einars- son, viðskiptafræðingur LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á þessum tiðindum. Flugleiðir: Farþegaflutningar yfir N-Atlantshaf hafa aukist um 22,8% frá því í fyrra Samdráttur í innanlandsflugi og áætlunarflugi til Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.