Morgunblaðið - 24.09.1983, Side 1

Morgunblaðið - 24.09.1983, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 218. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Prentsmiöja Morgunblaösins Þota fórst með 112 Abu I)habi, 23. september. AP. BOEING 737-farþegaþ«ta frá flugfé- laginu Gulfair hrapaði í fjallshlíð 50 km norðaustan flugvallarins í Abu Dhabi í gær, er hún var á leið inn til lendingar. 112 manns voru um borð í þotunni, farþegar og áhöfn, og fórust allir. Flugmálayfirvöld í Abu Dhabi greindu frá atburðinum og sögðu þotuna hafa verið á leið frá Karachi í Pakistan í venjulegu farþegaflugi. Björgunarsveitir fóru strax á vett- vang, einnig sérfræðingar frá flug- félaginu. Sögðu þeir lítið hægt að segja um tildrög slyssins á þessu stigi, en „svo virtist sem slys hafi átt sér stað“, því þotan hefði skyndilega orðið alelda. Þeir sögðu einnig að slysið hefði greinilega borið mjög skyndilega að, því það varð allt í einu sambandslaust við þotuna 20 mínútum áður en hún átti að lenda, en állt hafði verið í stakasta lagi fram að því. Fljótlega hvarf þotan síðan af ratsjám. Draga úr fjárstreymi til SÞ Washington 23. september. AP. ÖLDUNGADEILD bandaríska þings- ins samþykkti í gær með yflrgnæfandi meirihluta að skera verulega niður fjárveitingar til starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en hlutur Bandaríkjanna hefur lengi verið mjög stór á þeim vettvangi. Það var öldungadeildarþingmað- urinn Nancy Kassebaum sem bar fram tillöguna og vakti hún tals- verðar deilur þrátt fyrir að hún hafi verið samþykkt með 66 at- kvæðum gegn 23. Tillagan felur í sér niðurskurð bandarískra fjárút- láta til Sameinuðu þjóðanna að upphæð sem mun nema 500 milljón- um dollara næstu 4 árin. Niður- skurðurinn mun hefjast á fjárlaga- árinu sem hefst 4. október, en þá verða framlög Bandaríkjanna skor- in niður um 21 prósent. Næstu þrjú fjárlagaárin verður niðurskurður- inn síðan 10 prósent hvert ár. „Sameinuðu þjóðirnar verða að halda fast um pyngju sína alveg eins og aðrir, auk þess eru Banda- ríkjamenn orðnir dauðleiðir á því að hlaða undir óvini okkar og gagn- rýnendur. Þessi niðurskurður mun segja meira en mörg orð um afstöðu okkar," sagði frú Kassebaum í sam- tali við fréttamenn. Hóta að loka Hor- muzsundi Nýju Delhi, 23.septeniber. AP. ÍKANIR ítrekuðu hótun sína í gær um að loka hinu mikilvæga Hormuzsundi ef Prakkar létu verða af því að selja írökum flmm Super Etenard orrustu- þotur.llm Hormuzsund sigla olíu- flutningaskip með nær alla þá olfu sem flutt er til Mið-Austurlanda svo eitthvað sé nefnt. Það var Abbas Honardoost, að- stoðarolíumálaráðherra frans sem lét þessi orð falla á olíuráðstefnu í Nýju Delhi. Sagði hann að íranir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að ír- akar gætu gert þeim skráveifur. Ef ein leiðin væri að loka sundinu, myndu þeir gera það. Símamynd AP Stund milli stríða, ungur drúsi kastar mæðinni. Saumað að Marcosi: Miklar óeirðir í Manila í gær Manila, 23. september. AP. FJÖLMENNT LIÐ lögreglu í Manila, höfuðborg Filippseyja, var kallað til í gær, er þúsundir eyjaskeggja flykktust út á götur til að mótmæla stjórn Ferdinands Marcosar. Til mikilla átaka kom skammt frá forseta- bústaðnum og nokkrar mjög fjölmennar mótmælagöngur aðrar voru skakkaðar. Ólætin í gær komu aðeins degi eftir að Marcos hafði hótað því í kjölfarið á miklum óeirðum, að beita enn meira valdi til að berja niður mótmælin. Sagði hann eftir slagsmálin í fyrra- dag, að hann hefði heimilað lög- reglumönnum að skjóta alla þá sem hefðu í frammi mótmæli og létu sér ekki segjast að láta af þeim. Þá hefur Marcos ýjað að því að hann gæti vel hugsað sér að hneppa landið í herlög verði stjórnarandstæðingar ekki til friðs. Enginn lét lífið í óeirðunum í gær, en um hressileg slagsmál var þó engu að síður að ræða og fjöldi ungmenna varð að leita sér lækninga eftir kylfur lög- reglumanna. Fjölmennt lið mót- mælenda kom einnig saman við bandaríska sendiráðið og þar lét lögreglan til skarar skríða er ungmennin æptu til lögreglu- mannanna að þeir væru „brúður Marcosar". Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar efndu til blaðamanna- funda í höfuðborginni í gær og þar lýstu þeir yfir hver um ann- an þveran að ólætin nú væru að- eins upphafið, ólgunni myndi ekki linna fyrr en Marcosi hefði verið komið frá völdum. Sögðu foringjarnir að Marcos gerði sér greinilega enga hugmynd um hversu alvarlegt ástandið væri og hversu höllum fæti hann í raun stæði, úr því að hann leyfði sér að hafa í hótunum við sjálfa þjóðina. Minnkandi líkur á vopnahléi í Beirút Beirút, Líbanon, 23. september. AP. UM SKEIÐ í gær benti allt til þess að vopnahlé myndi taka gildi í Líbanon klukkan 10.00 í dag. Háttsettir embættismenn sögðu að aðeins ætti eftir að afgreiða I nokkur smáatriði. Þau smáatriði virtust hins vegar hafa vaxið mjög er leið á daginn, því síðustu fregn- ir í gærkvöldi hermdu að „nýir | snagar" hefðu myndast og óvíst I væri með vopnahléð. Saudi-arabíski milligöng- umaðurinn, Rafik Hariri, sagði fréttamönnum í gær að sam- I komulag væri í nánd og eftir að vopnin væru þögnuð í dag myndi Fahd konungur Saudi Arabíu bjóða deiluaðilum til friðarráð- stefnu til Saudi Arabíu. Að sögn Hariris var góður hljómgrunnur meðal deiluaðila og ætti aðeins eftir að ryðja til hliðar nokkrum smáatriðum. Seinni partinn í gærkvöldi voru hins vegar blik- ur á lofti. Walid Jumblatt, leið- togi drúsa, tók að heimta að friðargæslusveitirnar allar yrðu að hverfa umsvifalaust á brott, að öðrum kosti myndu drúsar halda áfram skothríðinni. Þá taldi Jumblatt að taka bæri til- lit til Sýrlendinga, en framtíð Líbanon væri mjög samofin framtíð Sýrlands. Hart var barist í Líbanon í gær, bæði áður en vopnahléð virtist vera að fara út um þúfur, og ekki síst eftir að þáð virtist ljóst. Drúsarnir og shítarnir héldu uppi ákafri skothríð á Beirút úr fjallastöðvum sínum og síðdegis rigndi sprengjum og eldflaugum þeirra yfir stöðvar bandaríska friðargæsluliðsins. Særðust tveir landgönguliðar bandaríska flotans. Bandaríkja- menn svöruðu skothríðinni eins og áður síðustu dagana, bæði frá herskipum og með fallbyssum á landi. Sprengjuhríðin stóð enn yfir er sólin var sest.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.