Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 9 tnáfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 210. þáttur í mannanafnabók Her- manns Pálssonar segir um kvenmannsnafnið Una að það merki hamingjusöm kona. Það sýnist vera góð þýðing. Orðið er augljóslega skylt samhljóða sögn, una, undi, unað, en hún er náskyld að uppruna og merkingu sögninni að unna, ann, unni, unnað (unnt) = elska. Stundum er beygingum þess- ara sagna blandað saman. Af sama stofni og þessar sagnir eru mörg orð góðrar merk- ingar, svo sem unun, unaður, yndi, von, ósk og ást. Má sú kona vel við una sem Una heit- ir. Enda þótt nafnið hafi svo góða merkingu sem raun ber vitni, hefur það aldrei verið al- gengt. í Landnámabók er að- eins nefnd ein Una, engin í Sturlungu. í manntalinu 1703 er 51 Una, en þeim er svo mis- skipt á landið, að frá og með Borgarfjarðarsýslu að og með Húnavatnssýslu er aðeins ein. Síðan skiptir snögglega um, því að 12 eru í Skagafjarðar- sýslu, en það er hálfu meira en í nokkurri annarri sýslu. í manntalinu 1910 hétu 103 konur Unu-nafni, og á tímabil- inu 1921—’50 urðu þær 80. Frægust Una úr bókmennt- um okkar er líklega sú sem segir frá í þjóðsögunni um dansinn í Hruna. Móðir (eða eiginkona) hins gjálífa Hruna- prests reyndi eftir föngum að bjarga honum, og því kvað hinn skuggalegi gestur í Hruna þetta erindi: Hátt lætur í Hruna, hirðir þangað bruna; svo skal dansinn duna að drengir megi það muna. Enn er hún Una og enn er hún Una. Og svo var náttúrlega skáldkonan Una Jónsdóttir i Vestmannaeyjum. Samsvarandi karlmanns- nafn, Uni, er enn sjaldgæfara en kvenmannsnafnið. t Land- námu eru aðeins Uni danski og Uni sá sem dalurinn er kennd- ur við, í Sturlungu enginn. Ár- ið 1703 er enginn Uni, 1910 að- eins þrír og á öllu tímabilinu 1921—’50 eru fjórir sveinar skírðir þessu góða nafni. ★ Notkun tölvu og annarra véla getur sett leiðinlegt yfir- bragð á mál okkar, ef ekki er brugðist við í tíma. Sumar skrifstofuvélar virðast hafa verið með þeim ósköpum að geta ekki sett kommur (brodda) yfir stafi, og sé ég ekki betur en þetta sé farið að smita út frá sér í óvandaðri skrift. Mér er í minni hversu lengi ég rýndi skilningsvana ofan í mannsnafn í opinberri skýrslu, það sem stafsett var HUNN. Þarna var komið kommulaust hið sjaldgæfa mannsnafn Húnn. Ekki skiptir litlu hvort skrifað er Barður eða Bárður, Lyður eða Lýður, Malfriður eða Málfríður, Rosa eða Rósa, Runa eða Rúna. Annan háska ber tölvusetn- ing blaða og bóka með sér, en það er tilviljanakennd skipting milli lína. Nú má sjá mörg dæmi þess í blöðum, að vélar og menn láti þar nótt sem nemur í þess konar skiptingu. Henni er jafnvel þröngvað upp á orð sem eðli sínu samkvæmt skiptast ekki, svo sem dra-ga. Skringilegasta dæmi af þessu tagi sá ég hér í blaðinu fyrir skömmu. Þá var orðinu pen- ingaupphæðir skipt svo, að í fyrri línunni var peningaup og í hinni síðari phæðir. Látum nú ekki tæki og vélar taka af okkur völdin. Þess er engin þörf. Kommur (brodda) yfir stafi, þar sem það á við, og rétt skipting milli lína í prent- verki. Sú er krafan. Þá skuldar engin Runa Barðardottir nein- um haar peningaup-phæðir. Þá finnst mér einnig afar óviðkunnanlegt að setja 0 (núll) framan við tölustafi í dagsetningum og öðru sam- bærilegu, dæmi 01.01. 1983, sama sem 1.1. eða fyrsta janú- ar 1983; eða 01.09. sama sem 1.9. eða fyrsta september. í kafla- eða þáttaskilum ým- issa lærdómslegra ritgerða má líka tíðum sjá þetta merking- arlausa núll notað mjög við of. ★ Skal svo fella niður kvartan- ir um vélgert (ekki velgert) mál og birta í staðinn mönnum til fróðleiks og skemmtunar tvo kafla úr gamalli kennslu- bók í náttúrufræði. Höfð er stafsetning bókarinnar Hand- ritin og fornsögurnar eftir Jónas Kristjánsson: Fyrri klausan er um merki- legan hval: „Er hvalr í sæ er heitir aspedo... Þá er hann hungrar lýkr hann upp munn sinn, ok sem nökkurn ilm láti hann út fara. En litlir fiskar kenna ilm ok samnask saman í munn hans. En þá er muðr hans er fullr, lýkr hann saman munn sinn ok svelgr þá.“ í síðara lagi segir frá und- arlegum fugli: „Einn fogl er í Ánni Níl, sá heitir hidris ... Segir þat frá honum at hann banar koko- drillo. Þat er náttúra ok vandi hans: Þá er hann sér kokodrill- um sofa, klínisk hann leiri og hleypr í munn kokodrillo, er hann sefr á árströndu, ok rífr ok slítr hann allan innan, ok setr í gegnum kvið hans ok at honum dauðum." ★ Enn hef ég verið beðinn að reyna að andæfa eignarfalls- fælninni, eða kannski með öðr- um orðum að mælast til þess að fólk segi t.d. vegna örvænt- ingar, ekki örvæntingu, eða til Sigrúnar og Sigurbjargar, ekki til Sigrúnu eða Sigurbjörgu. Ekki var eignarfallsfælninni fyrir að fara hjá áðurnefndri Unu Jónsdóttur í Vestmanna- eyjum. Hún kvað: Þær ég átti þrautum í, þeirra mjnning aldrei farga, Jónína, Ólafía mín, Ástríðar og Sigurbjargar. rai Fasteignasala — Bankastrssti SÍMAR 29680 - 29455 — 3 LÍNUR Opiö í dag Stærri eignir Brekkubær Ca 200 fm raöhús á 2 hæöum og bíl- skúr. A 1. hæö er eldhús og stórar stof- ur. Gert er ráö fyrlr arnl. Uppl eru 4 svefnherb. Mjög góö elgn. Akv. sala. Verö 3,3—3,4 mlllj. Vesturberg Parhús ca. 130 fm og fokheldur bílskúr. Ibúóin er stofur og 3 svefnherb. og eldhus meó þvottahúsi innaf. Vinsœl og hentug stærö. Verö 2,5—2,6 millj. Miövangur Hf. Endaraöhús á 2. hæöum, ca. 166 fm ásamt bilskúr. Niöri eru stofur, eldhús og þvottahús. Uppi 4 svefnherb. og gott baóherb. Teppi á stofum. Parket á hinu. Innangengt í bílskúr. Verö 3—3,1 millj. Vallarbraut Góö ca. 150 fm efri sérhæö ásamt bílskur Mikil og góö eign. Ekkert áhvíl- andi. Ákv. sala. Verö 2,5—2,7 millj. Skaftahlíö Ca. 115 fm ibúó á 3. hæö i góöri blokk. Mjög stórar stofur og 3 svefnherb. Hægt aö taka viöbótarherb. af stofu. Mjög góö sameign. Ákv. sala. Neshagi Ca. 125 fm sérhæö á 1. hæö i þríbýli. Samllggjandi stofur og 2 herb. Suöur- svalir. Ákv. sala. Verö 2—2,1 millj. Fossvogur Fokhelt parhús á 2. hæöum ca. 210 fm viö Ánaland. Nlöri er gert ráö fyrir stof- um, eldhús meö þvottahúsi innaf og 1. herb. Uppi eru 4 stór herb. og baö. Arinn i stofu. Teikn. á skrifstofu. Veró 2.2 millj. Rjúpufell Fallegt raöhús efst i Rjúpufelli ca. 210 fm. Stór og góöur bílskúr. Á hæöinni sem er ca. 140 fm eru stofur, 3 svefn- herb , stórt baóherb. eldhús meö búri og þvottahúsi innaf. Allar innróttingar mjög góöar. í kjallara eru 70 fm sem búió er aó pússa og má innrétta fyrir sérhúsnæöi eöa sameina haBÖinni. Verö 2,9 millj. Rauðageröi Ca. 220 fm oinbýll á 2 haaöum ♦ ris og bilskúr. Skilast tokhelt Verö 2.2 millj. Laugateigur Miöhæö í þribýll, ca. 117 fm, og 30 fm bílskúr. ibúöin er rúmgóö meö 2 svefn- herb. og hægt aö gera 3|a svefnherb. úr boröstofu. Góö stofa og stórt eldhús. Tvennar svallr. Verö 1800—1850 þús. Dalsel Fallegt raöhús á þremur hæöum ca. 230 fm. Á mióhæö eru stofur, eldhús og forstofuherb. Uppi eru 4 svefnherb. og baó. Kjallari ókláraöur. Fullbúió bílskýli. Verö 2.6 millj. 3ja herb. íbúöir Norðurbær Hf. Glæsileg ca. 96 fm ibúö á 3. hæö. Mjög góöar innréttlngar. Þvottahús Innaf eldhúsi. Verö 1450 þús. Framnesvegur Ca. 75 fm íbúö á 2. hæö. 2 stofur, herb. og baö meö sturtu. Ákv. sala Laus 1. des. Verö 1200 þús. Hraunbær Ca. 95 fm ibúö á 3. hæö ásamt bílskúr á góöum staö i Hraunbæ. 2 svefnherb., stofa, gott baöherb. og eldhús meö þvottahúsi innaf. Góö ibúö. Laus fljót- lega. Veró 1600 þús. Öldutún Hf. Ca. 80—85 fm íbúö á 2. hæö i fjórbýli, ásamt góöum bílskúr. Skammmt frá Öldutunsskóla Björt ibúö meö góöum innréttingum. Suöursvalir. Verö 1,5 millj. Brekkubær Ca. 96 fm ósamþykkt ibúö í kjallara. Parket á gólfum, mjög björt og skemmtileg ibúö. Ekkert áhvílandi. Verö 1200 þús. Leirubakki Góö ca 90 fm ibúó á 3.hæö. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Nýtt parket á eld- húsi. Ákv. sala. Verö 1400 þús. Tjarnarból Góö ibúö á jaróhæö í blokk ca. 85 fm. Ákv. sala. Verö 1300—1350 þús. Kaldakinn Hf. Ca. 85 fm risibúó i þríbýli i góöu stein- húsi. Nýstandsett baöherb. Suóursvalir. Verö 1250 þús. Nýbýlavegur 3ja—4ra herb. ibúö ca. 90 fm á jarö- hæö i steinhúsi. Stofa og 2—3 herb. Góöar innréttingar, sér inngangur. Verö 1250 þús. Friörik Stefánsson viöskiptafræöingur. Ægir Breiöfjörö sölustj. EINBÝLISHÚS í SMÍÐUM Höfum til sölu myndarlegt 230 fm ein- býlishús úr timbri meö bilskúr, byggt skv. arkitektáteikningu á fallegum staó á Álftanesi. Fokhelt. Verö: ca. 1800 þús. HAFNARFJÖRÐUR SUNNUVEGUR Vönduö 4ra herbergja 2. hæö i tvíbýl- ishúsi. Grunnflötur íbúöarinnar er alls um 115 fm. Ibúöin skiptist m.a. i 2 stof- ur og 2 svefnherbergi. Vandaöar inn- réttingar. Viöbyggingarréttur. Verö 1950 þús. KRUMMAHÓLAR 2JA HERBERGJA Falleg. ca. 55 fm ibúö á 3. hæö í lyftu- húsi meö fullfrágengnu bílskýli. íbúóin sem er meö góöum innréttingum og nýjum teppum, er meö noröursvölum. UGLUHÓLAR 3JA HERBERGJA Glæsileg ca. 90 fm íbúö á 1. hæö i nýlegu fjölbýlishúsi. íbúöin sem er meö vönduóum innréttingum, skiptist i stóra stofu, meö suöursvölum og 2 svefn- herbergi. Lítiö áhvílandi. Laus fljótlega. Verö ca. 1400 þús. FRAMNESVEGUR 3JA HERBERGJA Lítil en falleg risíbúö i steinhúsi. Litiö áhvilandi. Góö kjör. Laus fljótlega. Verö ca. 900 þúa. RAÐHÚS BREIÐHOLTI Nýtt glaBsilegt raöhús á tveimur hæöum á fögrum útsýnisstaö. Eignin er alls ca. 200 fm aö gólffleti meö innbyggöum bílskúr. Eignin er ekki alveg fullbúin en allt sem komiö er er af vönduöustu geró. Vsrö 2,8 millj. GARÐASTRÆTI 3JA HERBERGJA Rúmgóö og endurnýjuó ibúó i kjallara. 2 stofur, 2 stór svefnherbergi. Eldhús og baöherbergi meö nýlegum innrétt- ingum. Ný teppi. Sér þvottahús. Vsrö 1200 þús. IÐNAÐARLÓÐIR Til sölu á besta staö i austurborginni vestan Elliöaáa 2 byggingarlóöir, sam- tals um 3.500 fm. MIÐLEITI STÓR 2JA HERB. M. BÍLSK. Ca. 85 fm ibúó á 2. hæö i fjölbýlishúsi i nýja miöbænum. Til afhendingar tilb. undir tréverk í nóvember. SKOÐUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS OPIÐ í DAG LAUGARDAG KL. 1—4 Atlt Vajlnsson lögfr. Suöurlandshraut 18 84433 82110 Hafnarfjöröur Til sölu meðal annarc Reykjavíkurvegur Lítið 2ja herb. steinh. með bílskúr. Samþykkt teikning lyrir 2ja hæöa húsi á leiöinni. Hólabraut Nýtt 250 fm parhús, 2 hæðir og kjallari meö innbyggðum bíl- skúr. Mjög fallegt útsýni. Suðurvangur 3ja—4ra herb. falleg og vönduö íb. á 3. hæö (efsta hæð). Verö kr. 1400—1450 þús. Álfaskeió 2ja herb. íb. á 3. hæð m. bíl- skúr. Verð 1,2 millj. Nönnustígur Járnvariö timburhús, hæö og ris, um 100 fm alls, á rólegum staö. Hamarsbraut 5 herb. járnvariö timburhús, hæð og ris, á rólegum og fögr- um útsýnisstaö. Sléttahraun 2ja herb. íb. á 3. hæö. Verö kr. 1,1 millj. Hringbraut 4ra herb. miöh. i steinhúsi. Góöur bílskúr. Lækjargata 3ja herb. nýstandsett risíb. f timburh. Verð kr. 1 millj og 50 þús. Hringbraut 3ja herb. 65 fm risíb. í steinh. Fallegt útsýni. Garöavegur 3ja herb. risíb. í timburhúsi. Álfaskeiö 3ja herb. íb. á 1. hæö. Sór þvottahús og nýtt eldhús. Bíl- skúr fylgir. Verö 1450 þús. Granaskjól Glæsileg efri hæö 145 fm í tvi- býlishúsi. Allt sér. Bílskúr. Vogar Vatnsleysuströnd 130 fm vandaö timbureininga- hús, skiþti möguleg á eign á höfuöborgarsvæöinu. Laust 1. okt. Verð kr. 1,4 millj. Opiö í dag frá kl. 1—4 FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 — S:50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. Allir þurfa híbýli Uppl. í síma 20178 laugardag og sunnudag Sóleyjargata Einbýlishús á þremur hæöum. Húsiö er ein haBÖ, tvær stofur, svefnherb., eldhús, baö. önnur hæö, 5 svefnherb., bað. Kjallari 3ja herb. íbúö, bílskúr fyrir tvo bíla. ★ Hraunbær Ca 120 fm 4ra herb. íbúö á 3. hæð (efstu) ein stofa, 3 svefn- herb., eldhús, baö. Suöursvalir. Falleg íbúö og útsýni. ★ Lundarbrekka 3ja herb. íbúö á 3. hæö. Góö ibúö. ★ Raðhús Raöhús í smíðum meö inn- byggöum bilskúr í Breiöholti. Falleg teikning. ★ Hafnarfjöröur Raöhús á tveim hæöum. Bil- skúr. Góöur garður. ★ Breiöholt 3ja herb. íbúö. Góð íbúö. ★ Kópavogur 2ja herb. íbúö á 1. hæö með innbyggöum bílskúr. ★ Norðurmýri 3ja herb. íbúð á 1. hæö. 1 stofa, 2 svefnherb., eldhús, bað. Suö- ursvalir. ★ Vantar — vantar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúöir. ★ Vantar — vantar Raöhús, sérhæðir. ★ Garöabær Gott einbýlishús, jaröhæö, hæö og ris meö innbyggöum bílskúr auk 2ja herb. ibúöar á jaröhæö. Húsiö selst t.b. undir tréverk. ★ Raðhús í smíðum á besta stað í Ár- túnshöföa. Möguleiki á tveimur íbúðum í húsinu. Hef fjársterka kaupendur að öllum stæröum húseigna. Verðmetum samdægurs. Heimasími sölumanns: 20178 HIBYLI & SKIP Garóastræti 38. Sími 26277. Jón Ólatsaon Gisli Ólafsson. lögmaöur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.