Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 11 Maöur sem hlýtur aö eiga urmul af skósíöum regnkápum var aö snupra okkur fyrir þaö í rabbpistli í blaöi um daginn hvaö viö hér sunnanlands og vest- an værum orðin iöin viö aö úthúöa veöráttunni. Þetta var um þaö leyti sem bændur hér um slóöir voru farnir aö kalla þaö brakandi þurrk ef elgurinn náöi þeim ekki nema í ökkla, sólin var álíka fá- séöur gestur hjá okkur og templari á Borgarbarnum og bæjarvinnuæskan var ekki farin aö taka lit eftir tveggja mánaöa þrotlaus- an stuöning viö skófluna. I fyrrgreindum pistli minnti maöurinn okkar á hnattstööu þessa eylands okkar og spuröi meö nokkrum þjósti, en því miöur ekki aö ósekju, hvort viö værum virkilega ekki búin aö átta okkur á því enn aö viö værum ekki beinlínis stödd á sömu breiddargráöu og búsk- menn og hottintottar. Hér erum viö og hér megum viö dúsa, var rauöi þráöur- inn í ádrepu þessa harö- svíraða raunsæismanns. Aftur á móti láöist hon- um alveg aö geta þess aö þegar viö islendingar ger- umst fjálgir um tíöarfariö, þá meinum viö i níu tilvik- um af tíu alls ekkert meö því. Viö gætum þessvegna rétteins byrjaö aö hamast viö aö krossbölva skrúf- járnum eöa á hinn bóginn upphafiö lofgjörö um súrheysgryfjur. Viö erum einungis aö þessu gjálfri til þess að hella oröum í tóm, aö uppræta ónotalegar þagnir. Kötturinn veltir sér á hrygginn þegar hann vill vera vingjarnlegur og hundurinn dillar rófunni, en mannskepnan tekur til við að ryöja úr sér einsk- isnýtum og augljósum staöreyndum um veöurfar síöustu daga sem sá sem fyrir veröur tekur síöan undir einsog hann eigi lífiö aö leysa. „Þetta er nú meiri blíö- an (eöa rosinn)." „Þaö má nú segja." „Og ekki var gærdagur- inn lakari (eöa skárri)." „Ekki aldeilis." „Nú, og í fyrradag ætl- aöi maöur bókstaflega aö stikna lifandi (eöa frjósa í hel)." Veðurfariö er þrauta- lending mannsins í veisl- unni sem kemst í sjálf- heldu bakviö stofupálm- ann og mænir þar einsog illa geröur hlutur á ósýni- legan punkt yfir hausnum á kvenmanni sem hann þekkir hvorki á sporö né hala og sem er álíl.a upp- litsdjörf og hann og gónir þarafleiöandi líka einsog hún hefur orku til á ósýni- legan punkt yfir hausnum á honum. Eftir tuttugu mínútna geiflur, brettur, ræskingar og drynjandi þögn mannar svo ann- aöhvort sig loksins uppí að koma meö lausnarorö- iö. „Þetta er nú meiri indælis (eöa óþverra) veöráttan," stamar hann eöa hún; og getur þá haf- ist fyrrgreindur boltaleikur meö tíðarfarið þar sem báöir aöilar keppast viö aö ausa út upplýsingum sem hinn hefur þegar á reiöum höndum. Einungis veöurfræöing- um sýnast hér ailar bjargir bannaöar. Þeir geta engu fremur rofiö óbærilega þögn meö athugasemdum um veðrið, en til dæmis læknirinn getur veriö þekktur fyrir við samskon- ar kringumstæöur aö fleyta sér á því aö segja hressilega uppyfir mann- skapinn: „Ég var aö gramsa í belgnum á einum í morgun og þaö var nú Ijóta aðkoman." Og eiga veöurfræöingar aö þessu leyti ákaflega bágt. „Sumariö" sem okkur var boöiö uppá aö þessu sinni (aö hörmungum Borgfiröinga og Vestfirö- inga ólöstuöum) var óneit- anlega sérdeilis vel til þess falliö aö menn gætu tafs- aö á sömu dauöhreinsuöu lýsingaroröunum dag eftir hráblautan dag. Sömu- leiðis man ég ekki til þess aö ég hafi áöur átt jafn auövelt meö aö lesa veör- iö úr uppliti fólksins. Viö fórum í sólarleit í ágúst og misstum af henni fyrst fyrir noröan og þá niöur endi- langa Austfiröina, en vor- um loks svo hundheppin aö aka framá hana í Öræf- unum þar sem hún birtist af einhverjum misgáningi í fulia fjóra klukkutíma. Þá breyttist ekki einasta svipurinn á landinu eins og hendi væri veifaó, held- ur líka og ekki síður á fólk- inu sjálfu. Menn kunnu sér ekki læti, léku viö hvern sinn fingur. Menn stöövuöu bíl- ana sína þar sem þeir voru staddir á þjóöveginum og þustu útí sólskinió. Menn flettu sig klæöum, breiddu sig móti sólinni, trölluöu og sungu. Grettur uröu aö gleiðbrosum, hlédrægir framhleypnir, ókunnugir aldavinir. Þaö var friöur á jöröu og menn voru bók- staflega aö rifna af ást til náungans. Á þessari stundu hefói mátt leysa öll ágrein- ingsmál þessarar seigdug- legu en sundurlyndu þjóö- ar á svo sem tveimur og hálfri mínútu. Pólitíkusarnir okkar heföu runniö saman eins og kvikasilfur í undirskál. Svavar hefói hlaupiö uppum hálsinn á Stein- grími, Hjörleifur jóölaö ástaróö til álkónga, Geir hoppaö á einum fæti niöur meö Kvíá hrópandi vígorð verkalýösins og Ásmundur sprottiö uppúr Alþýöu- sambandskassanum eins og honum einum er lagiö, organdi með sinni mátt- ugu rödd: „Auðkýfingar allra landa sameinist." Þaö vantar meira sól- skin á islandi. Einsog mér sýnist Hið eilífa umræðuefni Gísli J. Ástþórsson „Það var friður á jörðu og menn voru bókstaflega aö rifna af ást til náungans“ Ný búgrein að Gásum í Eyjafirði: „Sérlega áhuga- verður búskapur“ — segja hjónin Gylfi Traustason og Guðrún Björk, sem rækta angórukanínur Guðrún hefur haft veg og vanda að angórakanínuræktinni. Akureyri, 18. neptember. AÐ GASUM í Eyjafirði, rétt norð- an Akureyrar, búa ung hjón stórbúi. Þau heita Gylfi Trausta- son, ættaður frá Ólafsfirði, og Guð- rún Björk Pétursdóttir, ættuð úr Fljótum. Þau búa þarna ásamt fjórum börnum sínum og 20. október næstkomandi eru liðin 10 ár frá því þau hófu þar búskap. Búskapur þeirra byggist fyrst og fremst á nautgriparækt. í fjósi eru 42 mjólkandi kýr auk geldneyta, alls um 100 nautgrip- ir. Þá hafa þau örfáar kindur og hesta, mest til gamans að eigin sögn og eins til þess að börnin kynnist dýrunum. En ekki er það í sjálfu sér fréttnæmt að vel sé búið í Eyjafirði. Enda segja bæði hjónin og leggja á það mikla áherslu, að sé ekki hægt að reka búskap myndarlega og hag- kvæmt í Eyjafirði, þá sé hvergi hægt að búa á landinu. En þau hjón hafa nú byrjað á nýrri búgrein, sem okkur þótti for- vitnileg, nefnilega ræktun ang- órakanína með það fyrir augum að selja af þeim ullina, sem er afar verðmæt og það sem meira er, það er nægur og góður mark- aður fyrir ullina bæði innan- lands og utan. Að sögn Gylfa er. það Guðrún sem stendur fyrir þessari nýju búgrein og ber alla ábyrgð á. „Já, mér datt svona í hug að fara út í þetta þegar ég sá fram á að við hefðum til þess húsnæði," sagði Guðrún. „Þessi ræktun þarf ekki ýkja stórt húsnæði, að- eins er skilyrði að halda megi því frostlausu. Dýrin eru geymd í búrum, en þau eru ákaflega meinlaus og þægileg í allri um- gengni. Vinna við þennan nýja búrekstur er ekki mikil, en mikil nosturvinna. Angórakanínur gjóta 3—4 sinnum á ári, allt að 12 ungum í senn, þannig að við- koman er mikil. Dýrin gjóta fyrst 6—7 mánaða gömul og sfð- an á um það bil fjögurra mánaða fresti. Þetta er að mínu mati sérlega áhugaverður búskapur. Talið er að hvert dýr eigi að skila af sér um það bil einu kílói af ull á ári og í dag er ullarkílóið selt á 1.000 krónur. Meginuppistaðan í fóðri dýranna er hey, en áætlað er að hvert dýr þurfi að auki um 50 g af fóðurbæti á dag, þannig að talið er að um það bil 40% af tekjum fari í fóðurkostnað," sagði Guðrún Björk. Að áliti hjónanna á Gásum er grundvöllur fyrir þessa nýju búgrein ekki síðri en hins al- menna og viðurkennda búskap- ar, sem rekinn hefur verið á ís- landi um aldir. Aðspurð töldu þau, að þarna væri fundinn arð- vænlegur búskapur, sem engin vandræði væru með að losna við afurðir, hvort sem væri hér inn- anlands eða til útflutnings, t.d. hefðu Þjóðverjar lýst sig reiðu- búna til að kaupa alla þá angóra- ull, sem til félli í landinu. Ekki tekur langan tíma að koma sér upp bústofni í þessari nýju atvinnugrein. Þau hjón fengu í febrúar sl. fimm dýr frá Hildisey í Austur-Landeyjum. Nú telur bústofninn 50 dýr, og hafa þau þegar selt nokkur líf- dýr til ýmissa aðila á Norður- landi og hyggjast halda því áfram. Ræktun angórakanina er þegar hafin á 4—5 bæjum í Svarfaðardal, eitthvað í ólafs- firði og Eyjafirði. Einnig mun vera hafinn slíkur búskapur í Bárðardal, þannig að augljóst er að fleiri en ungu hjónin á Gásum í Eyjafirði hafa trú á að þarna sé um arðvænlegan búskap að ræða. (;Bere

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.