Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 21 eftir Kjartan Norðdahl Því meir sem maður hugleiðir þann voðaatburð er Rússar skutu niður farþegavél frá Suður-Kóreu, því óskiljanlegri verður hann. Allt í sambandi við þetta mál er svo óþolandi órökrétt og sjálfu sér ósamkvæmt. í fyrsta lagi að vélin skyldi yfirleitt villast inn á þetta svæði. í öðru lagi að Rússarnir skyldu skjóta hana niður og í þriðja lagi framkoma þeirra eftirá, hvort sem þeir játa mistök eða ekki. Það er eins og þeir skilji alls ekki, að jafnvel þótt njósnasaga þeirra væri rétt myndi það á eng- an hátt afsaka eða réttlæta að tor- tíma farþegum, sem í því tilfelli hefðu orðið að skoðast sem gíslar. Séu hinar tvær skýringarnar, sem fram hafa komið, íhugaðar vand- lega, kemur í ljós að fátt eða ekk- ert er þar skiljanlegt og rökrétt. Hin vestræna skýring Það er helst að skilja af útlegg- ingum hinna ýmsu fréttamiðla, að það sé í rauninni ekkert svo voða sérstakt þótt vélin hafi farið þarna útaf leið, eða villst af réttri leið eins og það er orðað. Mannleg mistök er sagt, og bent á að þetta hafi komið fyrir áður þónokkrum sinnum víða um jörð. Ekki dettur mér í hug að neita þessu né hinu að seint verður komið í veg fyrir mannleg mistök. Það sem er svo sérstakt við þessi mistök er hversu mikið gat verið í húfi, væru þau gerð. Eitt er að fara útaf leið þar sem venjulegar aðstæður ríkja, annað að villast inn yfir eldrautt hernaðarlegt púðursvæði þar sem slík taugaveiklun ríkir að ekkert má útaf bera. Það má ekki gleyma því, að milli Suður-Kóreumanna og Rússa hef- ir ríkt og ríkir fullkomin tor- tryggni. Þeir hafa ekkert stjórn- málasamband sín á milli og trúa því versta hvor um annan. Suður- Kóreumenn hljóta því að alast upp við ótta í garð risans í norðri og þess sem hann er megnugur að gera — og vís til þess að gera. Nú liggur flugleið sú sem flogin er frá Anchorage í Alaska til Seoul í Suður-Kóreu nærri rússnesku svæði sem er talið „super“- viðkvæmt frá hernaðarlegu sjón- armiði séð, og þess vegna eðlilegt að flugmenn frá KAL sýni meir en venjulega eftirtekt og varkárni þegar flogið er þarna nálægt. Það væri raunar bæði rökrétt og skilj- anlegt að þeir teldu stórhættulegt, að fara inn í sovéska lofthelgi á þessum stað. Maður skyldi því ætla, að í hvert skipti sem leiðin lægi þarna hjá. væri allt um borð notað til að tryggja sem best að ekki væri far- ið af leið — einmitt þarna. Ekki aðeins hin afarnákvæmu sjálf- Kjartan Norðdahl „Það er mér hulin ráð- gáta, hvers vegna þessir menn kjósa nú í miðju friðartalinu að opinbera nakta ásýnd grimmdar og ósveigjanleika, eins og til þess eins að undir- strika að Rússagrýlan sé einmitt ekki grýla heldur sannleikur.“ virku siglingatæki (ons/ ins), því það vita allir flugmenn að óvart getur verið vitlaust stimplað inn í tölvuna, heldur einnig önnur eldri tæki og er radarinn þar öruggast- ur. í honum má sjá landið fyrir neðan líkt og horft væri á landa- kort og er sérstaklega þægilegt að miða sig út með honum ef eyjar eða auðþekkjanlegir skagar eru framundan á flugleiðinni, en þannig háttar einmitt til á þessu svæði þarna við Kamchatska- skaga og Sakhlin-eyju. Það þarf enginn að segja mér að suður- kóresku flugmennirnir noti ekki radarinn í hvert skipti sem þeir fljúga þarna framhjá og því þarf hvorttveggja að hafa gerst í einu — radarinn bilað og siglingatækn- in brugðist, einmitt þar sem allra- síst skyldi. Það sem ég er að segja með þessu er, að það er alveg óhugs- andi annað en suður-kóresku flug- mennirnir hafi, með sitt eigið lífs- öryggi í huga ekki síður en ann- arra, svo sannarlega ætlað sér að vera vel fyrir utan sovéska loft- helgi. Samt sem áður, og alveg óskiljanlega, lenda þeir langt útaf leið, og það kostar þá og alla um borð lífið. Hér er ekki verið að ásaka hina ógæfusömu áhöfn, bil- anir og mistök er nokkuð sem fylgir manninum, heldur er verið að undirstrika, að hér hljóta mjög óvenjulega lúmsk atvik að hafa átt sér stað, sem óhemjuþýðingarmik- ið er að fá upplýst, ekki síst nó þegar úrræðaleysi og taugaveikl- un æðstu stjórnenda sóvét-hersins er komin í ljós. Þá finnst mér rétt að benda á þá staðreynd, sem er hvorttveggja í senn gremjuleg og sorgleg, að bandaríski herinn á Japanseyjum fylgdist allan tímann með þessum harmleik þarna austur frá án þess að gera neina tilraun til að að- stoða eða aðvara hina villuráfandi farþegavél, sem stefndi í stór- hættu. Hér sjá menn eftirminni- legt dæmi þess, hversu allt er ómanneskjulegt í kringum þessar hermaskínur. Farþegaflug kemur hernum ekki við og þess vegna er ekki sagt orð, aðeins fylgst með. Það væri vel þegið, ef einhver, sem vit hefði á, gæti upplýst, hvers vegna tæki (radar og eftirlitsvél- ar), sem er án afláts beint að þessu víghreiðri Sovétmanna, eru ekki notuð til aðvörunar í svona neyðartilfellum, þar sem auðsjá- anlega er stefnt í aðgerðir, er gætu hleypt af stað styrjöld. Nú gæti einhver haldið að ég væri að gefa í skyn að vélin hafi lent inná sovésku yfirráðasvæði, ekki óviljandi heldur viljandi, og þá skulum við líta á hina rússn- esku skýringu. Hin austræna skýring Þeir segja að um njósnaflug hafi verið að ræða, skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Þessi skýring virkar á mig eins og máttlítil yfirklórstilraun ringl- aðra stjórnmálamanna eftir að hernaðarmaskína þeirra hefir gert hroðaleg og ófyrirgefanleg mistök, sem þeir geta samt ekki hugsað sér að viðurkenna, því þá væru þeir að viðurkenna að þeir réðu engu um það sem herinn gerði. Það þarf ekki mikla röksemda- færslu til að sýna fram á að þessi njósnaflugskenning fær ekki stað- ist, en ef nefna á það augljósasta, þá má byrja á að benda á hversu ólíklegt það er, að Bandaríkja- menn geti ekki fengið upplýsingar sínar með öðrum hætti en þessum, sem minnir á löngu liðna tíð. Það veit hvert mannsbarn að stórveld- in njósna hvort um annað með að- stoð gervihnatta, háfleygra her- þota, leyniþjónustu og svikara o.s.frv. Jafnvel þótt maður gæfi sér að samt hefði verið um einhvers kon- ar njósnaflug að ræða, væri það engu að síður út í bláinn, því að vita hefði mátt fyrirfram, með 100% vissu, að auðvitað yrði slíkt flug stöðvað, þ.e. vélin neydd til lendingar eða skotin niður. Það veit hver einasti flugmaður að far- þegavél eins og þessi hefir enga möguleika til þess að komast und- an herþotum, hvað þá heldur flug- skeytum frá þeim, sem leita ein- faldlega uppi hitann frá útblæstr- inum og granda vélinni óhjá- kvæmilega. Þar duga engar flug- kúnstir til þess að komast undan. Og þá er komið að öðru sem er alveg óskiljanlegt í þessu máli. Hafi Rússarnir, hversu ólíklegt sem það má teljast, trúað því í raun og veru að um njósnaflug hafi verið að ræða, hvers vegna í ósköpunum reyndu þeir þá ekki að ná vélinni niður án þess að granda henni alveg (hvort sem þeim var hlýtt eða ekki) og eyðileggja þar með trúlega öll hugsanleg „njósnagögn"? Á maður að trúa því að flugtækni þeirra og vopna- búnaður dugi ekki til að ná vél niður með því að laska hana á réttum stöðum án þess að gjör- eyðileggja? Hvílíkt vatn hefði það ekki orðið á myllu „friðaráróðurs" Sovétmanna, hefðu þeir getað sannað njósnir á Bandaríkin með þessum hætti. Jafnvel þótt það væri rétt sem rússnesku orrustu- flugmennirnir halda fram, að Kóreuvélin hafi ekki sinnt aðvör- unum, sem ógerningur er að trúa, þvi vel mátti vita hvað það gat kostað, þá hefði verið betra, úr því sem komið var, að láta hana eiga sig. „Njósnavélin" átti aðeins ör- skammt eftir ófarið til að komast út úr sovésku lofthelginni og því væntanlega búin að ljúka „verk- efninu" og þá um leið búin að koma „upplýsingunum" á fram- færi eftir sínum leiðum og því al- veg tilgangslaust að skjóta hana niður. Þá hefðu Sovétríkin getað borið fram mótmæli eftirá og sagt sem svo: „Þarna sjáið þið. Við erum góðu strákarnir. Við vissum að þetta var njósnavél en vildum ekki skjóta hana niður því við vissum að saklausir farþegar voru um borð. Við viljum frið.“ í stað þess kjósa þeir, eftir yfirvegun, að skjóta vélina niður, til þess eins að kalia yfir sig gífurlega reiði og hatur um heim allan og eyðileggja þar með gersamlega fyrir sér allt friðartalið. Eftirleikurinn Þá er ekki síður óskiljanlegt hvernig Rússarnir halda á þessum málum eftirá. Ekki heyrist eitt orð frá þeim um að þeim þyki þetta leitt (þeir gætu sagt það jafnvel þótt þeir héldu áfram með njósnasöguna sína), hvað þá að þeir bjóði bætur. Þvert á móti hreykja þeir sér af „afrekinu" og segjast fúsir að vinna önnur álíka ef tækifæri gefst á ný. í sambandi við margnefndan „svarta kassa" ætti hverjum manni að vera ljóst, að eina leiðin til að koma í veg fyrir að hvor aðili um sig saki hinn um falsanir væri auðvitað að fulltrúar frá báð- um blokkum yrðu viðstaddir rann- sókn á innihaldi kassans, finnist hann á annað borð. Það eina sem ég skil í þessu máli er, að nú höfum við verið vitni að hryggilegri staðfestingu þess, að þessu stórveldi, sem getur margsinnis tortímt öilu lífi á jörð- inni, er stjórnað af mönnum á stigi slíkrar spennu og taugaveikl- unar, að þeir myndu sennilega fyrirskipa árás ef gæsahópur birt- ist á skerminum á röngum stað. Þunglamaleikinn er þar að auki svo mikill, að því er virðist, að ekki gefst tími til að ráðfæra sig við æðstu ráðamenn ríkisins þegar virkilega reynir á. Þá virðist tæknin ekki vera meiri, þegar allt kemur til alls, en svo, að þeir geta ekki tekið niður eina farþegavél í sæmilega heilu lagi. Þeir gátu ekki einu sinni gengið hreint til verks, úr því að ódáðaverkið var á annað borð ákveðið, og tortímt „óvinin- um“ á augnabliki, svo enginn þyrfti að þjást, heldur þurfti til þess tólf eilífðarlangar mínútur. Ekkert, alls ekkert manneskju- legt er tengt þeirra hlut í þessum mikla harmleik. Það er mér hulin, óhagganleg ráðgata, hvers vegna þessi menn kjósa nú, í miðju friðartalinu, að opinbera nakta ásýnd grimmdar og ósveigjanleika, eins og til þess eins að undirstrika að „Rússagrýl- an“ sé einmitt ekki grýla heldur sannleikur. Það er til máltæki sem segir: „Betra seint en aldrei". Það er enn ekki of seint fyrir rússneska ráðamenn að viðurkenna mannleg mistök og bæta ofurlítið um, draga eitthvað úr þeim sársauka og álitshnekki sem þetta sorglega atvik hefir valdið. Þá, ef til vill, myndu opnast dyr sem nú eru harðlæstar. Kjartan Norðdahl er ílugmaður hjá Flugleiðum. LAUGARDAGUR omim io-4 E/Ð/STORG111 Vörumarkaðurinn M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.