Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 27 Meginstefnan að fjalla um málefni sem ráðherrar flokksins hafa með að gera „VIÐ HÖFUM undirbúið margar mjög vandaðar ályktanir og fengið til liðs við okkur mjög hæfa menn til þess. Varðandi það hvað mál eru tekin fyrir hefur verið fylgt þeirri meginstefnu að fjalla um málaflokka sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa með að gera, og er þetta hugsað til þess að leggja þeim lið,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna í samtali við Morgunblaðið, en hann var inntur eftir því, hvernig málefnaundirbúningur fyrir þing SUS nú um helgina hefur gengið. „Auk þessa," segir Geir, „verð- ur að sjálfsögðu mjög ítarleg stjórnmálaályktun. Loks höfum við tekið fyrir sérstak viðfangs- efni, sem er nýmæli og köllum við það „Atvinnuþróun og há- tækniiðnaður". í tengslum við þetta mál höfum við fengið til liðs við okkur þrjá valinkunna sérfræðinga, til þess að flytja stutt kynningarerindi, en þetta eru dr. Ingjaldur Hannibalsson iðnverkfræðingur, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, Jón Erlendsson verkfræðingur.forstjóri upplýs- ingaþjónustu Rannsóknaráðs og Jón Hjaltalín Magnússon verk- fræðingur. Þessir menn munu skýra frá því hvaða möguleika við íslendingar eigum í raftækniiðnaði og öðrum há- tækniiðnaði og við teljum að þetta sé svið sem hafi orðið út- undan í pólitískri umræðu, en hins vegar sé mjög mikilvægt að marka stefnu í því. Þess vegna höfum við tekið þarna visst frumkvæði sem við vonumst til að flokkurinn fylgi eftir. Sam- hliða þessu verður síðan á þing- s Geir H. Haarde inu samþykkt stefnumarkandi pólitísk ályktun um þessi mál,“ sagði Geir. „Ég tel að tvær ályktanir verði meginályktanir þingsins, annars vegar ályktunin um atvinnu- þróun og hátækniiðnað og hins vegar stjórnmálaályktunin, en einnig verða ályktanir um utan- ríkis- og öryggismál, skóla- og menntamál, iðnaðar- og orku- mál, efnahags- og viðskiptamál og húsnæðis- og samgöngumál, auk fleiri ályktana sem upp koma á þinginu,“ sagði Geir. Geir gat þess að á þinginu yrði fjölmenni og kvaðst hann vænta þess að þar yrðu málefnalegar umræður um málin og þær yrðu til þess að styrkja sambandið og Sjálfstæðisflokkinn í þeim átök- um sem framundan eru á kom- andi vetri. 31 1 -J 1 , • ir =1 . s? I HANDBÓK H i i 1983 1984 Handbók fyrir framhalds- skólanema Heimdallur hefur gefið út 2. ár- gang Handbókar fyrir framhalds- skólanema. Bókin er í vasabrots- stærð, 68 bls. í bókinni eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nemendur, s.s. um nám að loknu stúdentsprofi, námslán og námsstyrki, skóla- dagatal, upplýsingar um al- þjóðasamtök sem Island er aðili að, upplýsingar um samtök ungra sjálfstæðismanna o.fl. Að þessu sinni er áhersla lögð á friðarmálefni til upplýsinga fyrir framhaldsskólanema. Ný stjórn Heimdallar Á Aðalfundi Heimdallar þann 10. september sl. var kosin ný stjórn félagsins og þar var einnig ný formaður kjörinn. Meðfylgjandi mynd er af hinni nýju stjórn. Á myndinni eru frá vinstri í neðri röð: Eiríkur Ingólfsson ritari, Haukur Þór Hauksson varaformaður, Sigurbjörn Magnússon formaður og Bergljót Friðriksdóttir. í efri röð eru frá vinstri: Benedikt Bogason, Sigurbjörn Þorkclsson, Þór Sigfússon, Árni Sigurðsson, Baldvin Einars- son gjaldkeri og Svanbjörn Thoroddsen. Dagskrá SUS-þingsins Föstudagur 23. september. Kl. 16.00. Þingsetning (Kristalssal- ur). Ávarp Sigurbjörn Magnússon, formaður Heimdallar, ávarp Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, ávarp Jörgen Glenthöj, formaður NUU. Ræða Geir H. Haarde, formaður SUS. Nefndakjör og önnur upphafsstörf þingsins. Kl. 18.00 nefndarstörf hefjast, kl. 20.00 —, kl. 24.00 kvöldvaka í Valhöll. Laugardagur 24. september. Kl. 09.00 nefndir starfa á Hótel Loftleiðum, kl. 11.00 umræður um skýrslu stjórnar — afgreiðsta reikn- inga — lagabreytingar. Kl. 12.00 mat- arhlé, kl. 13.30 „atvinnuþróun og há- tækniiðnaður (Kristalssal). Lesarar: Dr. Ingjaldur Hannibalsson iðnaðar- verkfræðingur, Jón Erlendsson verk- fræðingur, Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur. — Fyrirspurnir. Kl. 15.00. —. Kl. 18.30 almennar umræð- ur, kynning ályktana. Kl. 19.30 hátíð- arkvöldverður (Víkingasalur). Aðal- ræðumaður Davíð Oddsson, borgar- stjóri. Sunnudagur 25. september. ,K1. 09.00 nefndarstörf á Hótel Loftleiðum, kl. 12.00 hádegisverður, kl. 13.00 almennar umræður, af- greiðsla ályktana, stjórnarkjör, kl. 18.00 þingslit. SUS-þingið: Þátttakendur á SKRÁDIR þátttakendur á þingi Santbands ungra sjálfstæðismanna nú um helgina eru hátt á þriðja hundrað, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Gerði Thoroddsen, framkvæmdastjóra sus. Rúmlega helmingur þingfulltrú- anna er utan Reykjavíkursvæðis- ins og einnig gat Gerður þess að um fjórðungur þeirra væru konur, en það er óvenjuhátt hlutfall kvenna á SUS-þingi. þriðja hundrað Síðast var SUS-þing haldið í Reykjavík árið 1967, en síðasta þing sambandsins var haldið á Vestfjörðum. Að sögn Gerðar hefur undirbún- ingur þingsins gengið mjög vel og meðal nýmæla sem þar eru má nefna barnagæslu, sem verður laugardag og sunnudag. Sagði Gerður það vera gert til þess að auðvelda sem flestum að taka þátt í störfum þingsins. Alþjóðleg ráðstefna um ávana- og fíkniefnamál DAGANA 26. til 30. september næst- komandi verður haldinn hér á landi alþjóðleg ráðstefna um ávana- og fíkniefni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavík, þar Skreiðarframleid- endur með fund BOÐAÐUR hefur verið fundur með skreiðarframleiðendum til að ræða vanda skreiðarverkunar og hagsmuna- mál skreiðarframleiðenda. Fundinum, sem boðaður hafði verið 30. septem- ber, hefur nú verið frestað til 5. októ- ber. Á fundinn mæta ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Matthías Á. Mathiesen og flytja ávörp. Búast má við að skreiðarframleið- endur fjölmenni á fundinn, enda mikill vandi sem skreiðarfram- leiðslan á nú við að etja. sem bæði (slenskir vísindamenn og erlendir munu flytja erindi og svara fyrirspurnum. Að þessari ráðstefnu standa Áfengisvarnaráð, fyrir hönd heil- brigðisráðuneytisins, og Alþjóða- ráðið um áfengis- og fíkniefnamál (ICAA) í Sviss. Markmið ráðstefnunnar er að leita raunhæfra leiða til lausnar á þeim vanda sem neysla ávana- og fíkniefna veldur á grunvelli reynslu og rannsókna víða að úr heiminum. Á ráðstefnuna koma fyrirlesarar víða að með mikla reynslu og þekk- ingu á hinum ýmsu sviðum þessara mála. Á þessari ráðstefnu er dregin saman víðtækari þekking í ávana- og fíkniefnamálum en áður hefur verið gert hér á landi, að því er segir í frétt frá undirbúningsaðilum ráðstefnunnar. Nýskipaður sendiherra Svíþjóðar ÞANN 13. september sl. afhenti nýskipaður sendiherra Nvíþjóðar, hr. Gunn- ar Dahlström, forseta íslands trúnaðarbréf sitt og sést hann á myndinni ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands og Matthíasi Á. Mathiesen viðskiptaráðherra sem var viðstaddur afhendinguna. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta (slands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Ráðstefna fóstra og þroskaþjálfa um nám þeirra og starf í DAG, laugardaginn 24. september, gangast Fóstrufélag íslands og Fé- lag þroskaþjálfa fyrir sameiginlegri ráðstefnu um menntunarmál þess- ara stétta, stöðu þeirra í dag og framtíðarskipan. Ráðstefnan verður haldin á Grettisgötu 89 og stendur frá klukkan níu f.h. til fimm e.h. Að hálfu menntamálaráðuneyt- isins mun Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri koma og kynna fram- haldsskólafrumvarpið, en fóstra og þroskaþjálfi munu kynna stefn- ur félaganna í menntunarmálum. Markmið ráðstefnunnar er að kynna nám og starf þessara stétta og athuga möguleikana á sam- starfi í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.