Morgunblaðið - 24.09.1983, Side 35

Morgunblaðið - 24.09.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 35 Útlán Ferðamálasjóðs á verðlagi hvers árs Útlán Ferðamálasjóðs á verðlagi ársins 1982 Útlán Ferðamálasjóðs aukast að raungildi Ferðamálsjóður er einn af stofnlánasjóðum ríkisins og er hlutverk hans að stuðla að byggingu gisti- og veitingahúsa á landinu og einnig að bæta á annan hátt skilyrði til móttöku ferðamanna, innlendra sem erlendra, svo og aðbúnað þeirra. Á árunum 1981—’82 voru heildarútlán Ferðamálasjóðs kr. 25.308.000 á verðlagi hvors árs um sig. Séu útlán ársins 1981 fram- reiknuð til verðlags 1982, nema heildarútlán þessara tveggja ára tæp- um 30 millj. kr. I síðasta hefti Ferðamála, fréttabréfs Ferðamálaráðs, er fjallað um starfsemi sjóðsins. Þar segir ennfremur: Meðai þeirra framkvæmda sem lánað var til, var hið nýja Hótel ísafjörður og stækkanir á Hótel Borgarnesi, Hótel Reyni- hlíð og Hótel Bæ á Kirkjubæj- arklaustri. Þá var og lánað til byrjunarframkvæmda við stækkun Hótel Sögu og til upp- steypu hótela á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Svo sem framangreind upptalning ber með sér, er lánað til fram- kvæmda víðsvegar um landið, en alls voru veitt lán til 27 aðila á þessu tveggja ára tímabiii. Ef athuguð eru útlán Ferða- málasjóðs á hverju ári, sem lið- ið er síðan núgildandi lög um skipulag ferðamála voru sett á miðju ári 1976, og þau fram- reiknuð til ársins 1982, kemur í ljós að það ár eru útlánin hæst að raunvirði. Til fróðleiks eru hér útlans- tölur síðustu þriggja ára (í þús. kr.), bæði á verðlagi hvers árs og verðlagi 1982. Eins og sjá má, er aukning á útlánum. Ef hinsvegar ætti að anna eftirspurn eftir fjár- magni, þá yrði Ferðamálasjóð- ur að fá heimild til mun meiri lántöku og einnig þyrfti fram- lag ríkissjóðs að aukast. Ekki síst þyrfti ríkisframlag til niðurgreiðslu á lánakjörum Ferðamálasjóðs, en þau eru meðal hinna þyngstu er þekkj- ast hérlendis. Það er einnig svo, að þeir aðilar sem fengið hafa lán til hinna ýmsu verkefna í ferðaþjónustinni eiga, margir hverjir, erfitt með að standa í skilum, og kemur það að sjálf- sögðu mjög mikið niður á starf- semi sjóðsins. Vegna þessa takmarkast útlánageta hans ntjög og mikill tími starfs- manna fer í að sinna vanskila- málum. Það er því mjög mikil- vægt að gripið verði til ein- hverra aðgerða til hjálpar skuldurum, svo ekki þurfi að koma til fullnustuaðgerða. Ef lánakjörin væru niður- greidd, þá væri hægt að vinna mun skipulegar að uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar. Ferða- málasjóður gæti þá, undir for- ystu Ferðamálaráðs, átt frum- kvæði að ákveðnum fram- kvæmdum víðsvegar um landið, boðið heimamönnum lán á við- ráðanlegum kjörum til þeirra framkvæmda og verið þannig mjög hvetjandi aðili í uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar. Eins og áður sagði þarf aukið ríkisframlag til Ferðamála- sjóðs, til þess að lánakjör hans geti orðið viðunandi. Sam- kvæmt gildandi lögum (frá 1976) skal árlegt framlag ríkis- sjóðs til Ferðamálasjóðs nema ekki lægri upphæð en 40 millj. g.kr. Ef sú upphæð er fram- reiknuð með byggingarvísitölu, ætti lágmarksframlag ríkis- sjóðs á yfirstandandi ári að vera 7,4 millj. kr. en ekki þær 439 þús. sem fengust. Sem dæmi um það hve núverandi ríkisframlag er lítið hlutfall af veltu sjóðsins, þá má geta þess að á sl. ári voru greidd vaxta- gjöld lántakenda 30,2 millj. kr. en framlag ríkissjóðs aðeins kr. 330 þús. fram í ullarlopa og bandi, þar sem út voru flutt 367,8 tonn, borið saman við 470,0 tonn á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er um 22%. SKINNAVARA Skinnavöruútflutningur dróst saman um nær 44% á umræddu tímabili, þegar út voru flutt 178,9 tonn, borið saman við 320,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára var aðeins um 20%, eða um 70,1 milljón króna, borið saman við 58,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. VÖRUR TIL SJÁVARÚTVEGS Útflutningur á vörum til sjávar- útvegs jókst á umræddu tfmabili um 27%, þegar alls voru flutt út 1.233,8 tonn, borið saman við 974,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er um 148%, eða um 58,4 milljónir króna á móti um 23,6 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. niðurlagðar SJÁVARAFURÐIR Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum dróst saman um 5% á tfmabilinu, þegar alls voru flutt úr 1.254,5 tonn, borið saman við 1.315,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 124%, eða tæplega 154,9 milljónir króna, borið saman við 69,2 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. KÍSILGÚR Útflutningur á kfsilgúr dróst saman um 12% fyrstu sjö mánuði ársins, þegar samtals voru flutt út 13.436.9 tonn, borið saman við 15.251.9 tonn á sama tímabili í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 89%, eða 68,9 milljónir króna, borið saman við 36,5 millj- ónir króna á sama tímabili í fyrra. MÁLNING OG LAKK Útflutningur á málningu og lakki jókst um 150% fyrstu sjö mánuði ársins, þegar samtals voru flutt út 1.006,0 tonn, borið saman við 402,9 tonn á sama tímabili í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 440%, eða tæplega 36,7 milljónir króna, borið saman við 6,8 milljónir króna á sama tfma- bili í fyrra. VIKUR Útflutningur á vikri jókst um 130% á umræddu tfmabili, þegar alls voru flutt út liðlega 17.268,6 tonn, borið saman við 7.504,2 tonn á sama tfma f fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 520%, eða liðlega 13,55 milljónir króna, borið saman við 2,2 milljónir króna á sama tfmabili f fyrra. ÞANGMJÖL Útflutningur á þangmjöli jókst á tímabilinu um 38%, þegar alls voru flutt út um 1.057,2 tonn, bor- ið saman við 764,0 tonn á sama tímabili f fyrra. Verðmætaaukn- ingin milli ára er um 201%, eða um 6,6 milljónir króna, borið sam- an 2,2 miíljónir króna á sama tímabili f fyrra. BROTAJÁRN Útflutningur á brotajárni jókst um 33% á umræddu tímabili, þeg- ar alls voru flutt út 4.966,3 tonn, borið saman við 3.742,7 tonn á sama tímabili í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 122%, eða 10,25 milljónir króna, borið saman við 4,62 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Minning: Hallberg Halldórs- son fv. kaupmaður Við andlát Hallbergs, vinar míns og frænda, varð ég því miður að láta ógert að minnast hans á prenti, en nú get ég látið verða af því, einmitt réttu ári eftir fráfall hans. En hann andaðist 24. sept- ember 1982. Hallberg fæddist að Borgarkoti á Skeiðum í Árnessýslu 4. maí 1910. Foreldrar hans, Sigríður Guðjónsdóttir og Halldór Einars- son, höfðu þá ekki stofnað heimili, og varð það til þess að hann ólst upp utan foreldrahúsa, en hjá ágætu fólki á góðu heimili, þótt fátæklegt væri. Hallberg var talinn greint og efnilegd' barn, sem lærði hvaðeina, sem unnt var á afskekktum sveita- bæ. Skólagangan var þá aðeins nokkur farkennsla, en grundvöllur uppeldisins var fyrst og fremst guðsótti og góðir siðir og starf. Já, einmitt að læra að vinna öll hin venjulegu sveitastörf, úti og inni á öllum árstíma, allt sem viðkom venjulegum sveitabúskap þess tíma. Umgengnin jafnt við menn og skepnur með góðum hug til alls og allra, var einmitt snarasti þátt- urinn í námi fyrsta bekkjar í skóla lífsins. Og ég fullyrði, að sú undir- staða reyndist Hallberg, eins og svo mörgum fleiri ungmennum þess tíma, ekki minna virði en ým- islegt í bóklegum fræðum seinni tíma. Um tvítugsaldur má svo segja, að hann legði út í hið raunveru- lega líf. Fyrst til Eyrarbakka og svo til Vestmannaeyja. Þangað tlutti margt á þeim tíma af ungu og dugmiklu fólki, einkum af Suð- urlandi, og þangað kom Hallberg 1933. Þar var þá uppgangur í gró- andi bæjarfélagi, og tók hann þá hvað sem bauðst og hlífði sér hvergi við hvað sem var. Snemma byrjaði hann að vinna við verslun- arstörf. Reyndist hann við þau sérstaklega vel látinn fyrir lipurð, heiðarleika og góða umgengis- hæfileika. Þannig vann hann sig upp í þeim störfum, sem varð til þess, að hann setti á stofn eigið fyrirtæki, verslunina Borg í Eyj- um, sem hann svo rak um 20 ára skeið, eða fram að gosinu 1973. En þá varð hann að flytjast með straumnum þaðan til Reykjavík- ur. Þar keypti hann verslunina Skerjaver, sem hann svo rak með- an heilsan leyfði, allt fram undir andlát hans. Þannig urðu verslunarstörfin aðallífsstarf Hallbergs. En ef ég ætti að skilgreina nánar uppistöð- una í lífsvef hans, þá var hún sam- tvinn af þrem meginþáttum. Sterkum vilja, trúmennsku og heiðarleika og ívafið í þann lffsvef var hans eðlislægi eiginleiki að koma sér ætíð og alls staðar vel, sem einmitt leiddi til þeirrar góðu þjónustu, sem honum var svo eig- inlegt og lagið að veita í öllum samskiptum við hvern sem var. Þótt aðalstarf hans byggðist þannig á einkaframtaki, þá var hann einnig mikill og sannur fé- lagshyggjumaður, í þess orðs besta skilningi, enda er það að mínum dómi og reynslu besti grundvöllur góðra mannlegra samskipta, að þeir þættir, fram- tak og félagshyggja fylgist að og falli saman. Hallberg var glaðværð og léttur í skapi að eðlisfari og naut sín vel í góðra vina hópi, en líka þar var hann heill og einlægur, fastur fyrir og ákveðinn í að halda öllum gleðskap innan vissrar smekkvisi og reglu. Eins og ósjalfrátt lifði hann í meginatriðum eftir hinni gullvægu reglu: „hvað sem þú vinnur í verki eða leik, þá verðu þér öllum til“. Hallbergi varð 5 barna auðið. Öll eru þau hin mannvænlegustu og er mér vel kunnugt um að þeim hefir yfirleitt hlotnast sá eiginleiki föðursins að koma sér alls staðar vel. Það er líka besta óskin sem ég get borið fram þeim til handa og áfram- haldandi afkomendum Hallbergs, að þeim megi í hvívetna auðnast langt og farsælt líf í anda þess besta, sem frá foreldrunum er fengið. Eftirlifandi eiginkona Hall- bergs er Irma F. Pöhls. Hún kom hingað ungur stúdent frá Ham- borg í Þýskalandi. Hefir hún reynst manni sínum með afbrigð- um góður lífsförunautur, ekki ein- asta sem eiginkona og móðir, held- ur einnig í öllum störfum hans, og með ómetanlegri hjálp og fórnfýsi í sambandi við vanheilsu, sem hann átti nokkuð við að stríða. Tengdaforeldrar Hallbergs lifa enn og búa í Hamborg, þau eru nú öldruð hjón, og eðlilega hallar nokkuð undan fæti hjá þeim heilsufarslega eins og gengur. En þótt vík hafi þar verið milli vina, þá hafa fjölskyldurnar ætíð brúað þá vík með heimsóknum á víxl og innilegum vináttusamskiptum, eftir því sem ástæður hafa leyft. Hallberg kunni manna best að meta vinskap tengdaforeldranna og þau kunnu líka að meta hinn ágæta, íslenska tengdason. Slík samskipti og vinátta er jafnan svo mikils virði til gæfu og gengis í mannlegum samskiptum. Vildi ég gjarnan að til þeirra Pöhls-hjóna bærist kveðja samúðar og þakk- lætis frá okkur hjónum hér, fyrir þá vinsamlegu kynningu, sem við fengum af þeim, og þá ágætu mót- töku og leiðbeiningu sem dóttir okkar fékk hjá þeim, er hún á sín- um tíma kom fyrst alókunnug og ung til náms í Þýskalandi. Frú Irma var mjög fljót aö ná tökum á íslensku máli og tileinka sér íslenska háttu og siði, svo að við, sem best þekkjum til, lftum á hana sem einlæga vinkonu, já eig- inlega sem sannan og góðan ís- lending. Um leið og ég bið Guð að blessa minningu Hallbergs, þá enda ég þessi fátæklegu orð mín með hjartans þökk fyrir langa og góða kynningu af þeim hjónum. Jafn- framt vona ég, að frú Irma megi ennþá eiga hér langa og góða framtið sem íslendingur, meðal hinna mörgu íslensku vina og kunningja sem hún hefir unnið sér hylli hjá með allri framkomu sinni hér á landi, bæði í störfum og vinsamlegum samskiptum á öllum sviðum. Ilalldór Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.