Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 44

Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Ég neyðist víst til að afpanta pelsinn, úr því þú ert að fara til hennar mömmu þinnar? HÖGNI HREKKVlSl „VIE> SLEVMDUM KATTAMATMUM Vöxum viö hvert eitt spor Gunnar Þórir Halldórsson skrifar: „Kæru borgarbúar. Hrein borg gerir gönguna fegurri og maður verður létt- ari í fasi. Ég gekk einn fagran eftirmiðdag um hið marglita Austurstræti okkar. Sólin skein og blíður blær strauk vanga. Vellíðan. Margmenni á öllum aldri. Notaði vel gerðar gangstéttar, hellurnar sem borgin hefur látið í té. Já, svo hönduglega. Smekkvísi lag- hentra í þjónustu. Allt til fegrunar og þæginda, sem margur oft, því miður, gefur of lítinn gaum. Sem dæmi: Varð að taka hliðarspor á göngu minni vegna gulra hráka, er einhver hefur í gáleysi sínu skilið eftir á svo mjög óheppi- legum stað. Þetta vakti mig til umhugs- unar sem áður fyrr, og fölva sló á göngugleði mína. Virðulegi borgari. Sýndu einnig þeim tillitssemi er kynnu að koma gangandi á eftir þér. Vöxum við hvert eitt spor.“ Löggjafinn ætti að tak- marka rjúpnaveiðina Rjúpnaveiðimaður skrifar. „Kæri Velvakandi. Fréttir hafa borist um, að mikið muni um rjúpu norðan- lands og því sennilegt að nokk- uð muni einnig vera um hana annars staðar á landinu. Rjúp- an flögrar til og frá um landið, ekki síst þegar fer að harðna veður og snjóalög hylja hag- lendi hennar. Fyrr á árum var mikið gengið til rjúpna á íslandi, einkanlega í sveitum Þingeyjarsýslnanna, þótt víðar væri einnig. Mikið þurfti að hafa fyrir því að ná í rjúpurnar, sem halda yfirleitt til hátt til fjalla. Hin síðari ár hafa menn notfært sér tæknina til þess að ná til þessara fugla og er ég þar kominn að efninu. Heyrst hefir að menn fari til rjúpna á vélsleðum, oft mörgum saman og smali rjúpunni þang- að þar sem hún er síðan strá- drepin á auðveldan hátt, með hálfgerðum hríðskotabyssum. Þessi drápsherferð gegn rjúp- unni er viðurstyggileg og ætti að banna hana með öllu. Látum vera þótt menn gangi til rjúpna með eins eða tveggja skota haglabyssur, en marghleypur ætti að banna með öllu. „Að gera út á rjúpu“ er orðið alvarlegt mál. Margir menn hafa það fyrir atvinnu að ganga til rjúpna og sjást þá ekki fyrir í veiðigræðginni. Gróðabrall í rjúpnaveiði er óhugnanlegt fyrirbæri og ætti löggjafinn að takmarka þessa veiði með ein- hverjum hætti. Ég legg til að mönnum verði heimilt að veiða 20 stk. hverjum um vertíðina. Allt annað er græðgi, fjár- græðgi, sem er viðurstyggileg. Hafa verður þó í huga, að þeir bændur, sem vilja veiða meira í apafóstri 0895-9579 skrifar: „Kæri Velvakandi! ' Ég er hér einn Tarzan-blaða- lesandi og langar til að bera fram kvörtun til Siglufjarð- arprentsmiðju. Ég hef lesið fyrrnefnd blöð frá upphafi og landi sínu, ættu að hafa til þess rétt, en allir aðrir yrðu að sætta sig við takmarkaða veiði.“ þótt þau flest góð. En upp á síð- kastið hafa þau versnað svo mikið að ég tel þau varla lestr- arhæf. Ég væri ekki að kvarta undan þessu ef ég vissi að ekkert væri hægt að gera til úrbóta. En ég held að ég viti ástæðuna fyrir þessu, nefnilega að upp á síð- kastið hafa verið birtar gamlar sögur sem eru bæði illa teiknað- ar og með ömurlegum sögu- þræði. Þess vegna langar mig til að spyrja þann eða þá sem sjá um Tarzan-blöðin hjá Siglufjarð- arprentsmiðjunni: Af hverju eru þið með svona gamlar og lélegar sögur? Ég er viss um að margir taka undir þessa ósk mína um að fá NÝJAR OG GÓÐAR SÖGUR. Að lokum: Bætið blaðið meðan þið eigið kost á því! Ég vænti svars. Virðingar- fyllst." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinuni um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru íbendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvsðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Siglufjarðarprent- smiðja og Tarsan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.