Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 45

Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 45 n iii . VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS VKAmÉPxmwixt Óþægileg gusa öeint í andlitið Marta Þorsteinsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Svo er mál með vexti, að um daginn fékk ég bréf frá Pósti og síma, þar sem mér var tilkynnt, að ég væri ekki lengur á skrá yfir þá, sem hafa frían síma, en það hef ég verið í rúmt ár. Ég hringdi í Tryggingastofnun ríkisins og spurði, hvernig á þessu stæði. Svarið var: Jú, þetta stafar af þvi að greiðslur til þín úr lífeyrissjóði hafa hækkað umfram leyfilegt mark (mánaðargreiðslur til mín úr þessum lífeyrissjóði nema nú rúmum 2.000 krónum). Ég sagði, að niðurfellingin gæti ekki stafað af þessum sökum, þar sem hækk- un greiðslnanna væri óveruleg miðað við verðlagshækkanir. Jú, sagði konan í Tryggingastofnun- inni: Það breytir engu, jafnvel þótt hækkunin hafi ekki verið nema 10 krónur frá því í júní, um- fram vissa prósentutölu. Og konan sagði mér, að ekkert tillit væri tekið til þess, við hvers konar að- stæður viðkomandi byggi. Ég er ein í heimili, var 65% ör- yrki áður en ég sótti um ellilifeyri og varð auk þess fyrir því óláni í vor að slasast alvarlega, svo að ég er enn ósjálfbjarga af þeim sökum og upp á aðra komin með alla hluti. Mér finnst þetta óþægileg gusa beint í andlitið og spyr: Hvenær .;rum við, sem komin erum á átt- ræðisaldur eða meira, búin að borga með þrældómnum? Þarf líka aö nota lífeyrissjóði okkar, sem tekið hefur verið í af lágum iaunum okkar í gegnum tíðina, til að styrkja hina og þessa, alla í'remur en okkur sjálf? Hvar eru allir þeir stjórnmála- .nenn, sem eru að berjast fyrir málstað þeirra sem minni máttar eru og þurfa á aðstoð að halda? ilvar er Albert með sitt stóra og góða hjarta? Er þetta liður I sparnaðaráformum ríkisstjórnar- innar? Væri ekki nær að selja Póst og síma með öllum hans „tap- rekstri“?“ Skyldu ekki margir líta í eigin barm? F.FJ., Akureyri, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þökk sé Sighvati Björgvinssyni fyrir grein hans í Dagblaðinu Vísi 20. september, „Hver fer í gapastokk Sjálfstæðisflokks- ins?“. Skyldu ekki margir úr flokki okkar sjálfstæðismanna líta í eigin barm og hugsa: Er ég sek/sekur um ósanngirni, ill- girni og að hugsa aðeins um eig- in hagsmuni? Svo sannarlega þyrftu margir að blygðast sín, því að margir hafa bara horft á Geir Hallgrímsson, en ekki hlustað á heilsteyptan og ábyrg- an málflutning hans. Þökk sé Geir. Blessun i'ylgi framtíð hans og störfum á ókomnum árum. Hugljúf fram- J haldssaga á ; slæmum útsend- ingartíma Unnur Benediktsdóttir liringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka Ríkis- útvarpinu fyrir hina hugljúfu | framhaldssögu, Drengirnir á Gjögri, sem nú er verið að lesa í útvarpinu. Saga þessi er eftir Bergþóru Pálsdóttur, sem hefur skrifað margar góðar barna- og j unglingabækur. Ég hef hitt að máli marga, bæði unga og gamla, sem hafa ánægju af lestri þessarar sögu, enda er hún vel lesin af Jóni Gunnarssyni leik- ara. En einn galli er á gjöf Njarðar. Hún er lesin á mjög óheppilegum tíma, eða kl. 20.00 á þriðjudags- og miðvikudags- kvöldum. Við sem erum heima- | kær viljum gjarna horfa á frétt- j ir sjónvarpsins, sem eru á sama ! tíma. Marga hlustendur hef ég heyrt velta því fyrir sér, hvers vegna óskir þeirra séu svo lítils virtar, því að þetta er ekki fyrsti upplestur góðs efnis á fréttatíma | sjónvarpsins, og hefur það | margoft áður verið átalið. iSÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Þar voru bæði Ameríkanar og Kanadamenn. Rétt væri: Þar voru bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn. 2-úoof Hetcnöack / 4-öoor sedan Komdu og kynntu þér af eigin raun allan búnað, sérstök gæði og frábær- an frágang, sem tryggir Honda sæti meðal vönd- uðustu bíla í heimi. >4ccord 1 Tökum notaða Honda-bíla upp í nýja. Athugið opiö í dag, laugardag frá kl. 1—5. HONDA A ISLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SIMAR 38772 — 39460. Buxur Fernar buxur Barnabuxur Sértilboð á buxum í stærðunum 25 - 30 kaupirðu tvennar buxur færðu |pær þriðju í kaupbæti. Föt Stakir jakkar Vetrarjakkar Blússur og sumarjakkar Peysur Skyrtur frá Vesti Bolir Ýmislegt í 50 króna horninu. kr. 200,- kr. 700,- kr. 100,- kr. 100,- kr. 1.200,- kr. 500,- kr. 400,- kr. 200,- kr. 200,- kr. 50,- kr. 100,- kr. 50,- Opið laugardag 10-16. flDflm#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.