Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 48
Þ ,ettalestuídagm.a. Deilur rísa um nýtt verzlunar- hús við Laugalæk. Hrafn Bach- mann og Haukur Viktorsson lýsa andstæðum sjónarmiðum. lOíymmMafoífo Tölvupappír Bls. 30/31/32/33. FORMPRENT Hverfisgolu 78. simar 25960 - 25566 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Borgarfsjaki á reki við Gjögur Morgunbladið/ RAX Þegar Morgunblaðsmenn voru á ferð norður i Ströndum í fyrradag, nánar tiltekið út af Gjögri, flugu þeir fram á þennan myndarlega ísjaka sem lónar skammt frá landi. Annar borgarísjaki var nokkrum kflómetrum fjær landi, en kuldinn í lofti á þessum slóðum minnti óneitanlega á þennan sendiboða íshafsins. Vill setja upp báta- leigu á Tjörninni SÖTT hefur verið um leyfi til þess að hafa bátaleigu á Tjörninni í Reykja- vík. „Ég lagði inn umsókn til borgar- stjóra fyrir skömmu og vonast eftir jákvæðum viðbrögðum,*' sagði Pétur Th. Pétursson, smíðakennari, í sam- tali við Mbl. „Hugmyndin er að hafa um 20 báta, kajaka og árabáta, á þeim hluta Tjarnarinnar sem liggur að Hljómskálagarðinum. Ég fékk hugmyndina þegar Árbúar voru með skemmtun í Hljómskálagarð- inum í sumar og sá ég um fram- kvæmdina fyrir þá. Þetta er vel framkvaemanlegt og yrði þá vænt- anlega um helgar yfir sumarið. Ég tel að þetta raski ekki fuglalífi, en auðgi hins vegar mannlífið við Tjörnina," sagði Pétur Th. Péturs- Nígeríumenn skulda íslenzkum skreiðarframleiðendum einn milljarð króna: Vilja breyta skreiðar- skuldum í lengri lán „VIÐ ERtJM nú ekki stórir skreið- arútflytjendur, en við eigum þó úti- standandi í Nígeríu tæpar 30 millj- ónir króna, eina milljón dollara, og sýnir þetta í hnotskurn við hvaða vanda er að eiga. Hér er um að ræða skreið, sem flutt var út til Nígeríu í lok síðasta árs, og átti að greiða hana í byrjun þessa árs,“ sagði Steinar Berg Björnsson, forstjóri Lýsis hf. í samtali við Morgunblaðið. Steinar Berg sagði ennfremur, að ekki hefði verið samið um neinn greiðslufrest í þessari send- ingu, hana hefði átt að greiða við afhendingu eða t upphafi þessa árs. Kaupendur hefðu greitt skreiðina strax inn á nígerskan banka, en ábyrgðir hefðu verið opnaðar þar. Greiðsla frá bankan- um væri hins vegar ekki komin enn og biði afgreiöslu þar. Sér væri kunnugt um að þannig væri ástatt hjá fleiri útflytjendum og væru bankar í Nígeríu nú að kanna hvernig þeir gætu leyst þessi mál. Stæðu þeir nú í samn- ingum við banka á Vesturlöndum og væru íslenzkir bankar með í þeim viðræðum. Væri meðal ann- ars rætt um að breyta þessum skuldum í þriggja ára lán, en Níg- eríumenn hafa áhuga á að breyta skuldum sínum í lán til lengri tíma. Steinar Berg sagði ennfremur, að ástandið í landinu undanfarið, meðal annars mikill samdráttur í olíuframleiðslu og ókyrrt stjórn- málaástand vegna kosninga, hefði haft mikil áhrif á efnahagsástand í Nígeríu. Menn vonuðust hins vegar til þess, að ástandið skánaði og greiðslur færu að skila sér. Sigurður Jóhannesson, deildar- stjóri í Seðlabankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ís- lenzkir skreiðarútflytjendur ættu nú um einn milljarð króna úti- standandi í Nígeríu. Sér væri hins vegar ekki kunnugt um að skuldir væru komnar í vanskil svo nokkru næmi. Þetta stafaði fyrst og fremst af því að upp á síðkastið hefði skreiðin verið flutt út með 6 til 9 mánaða gjaldfresti og á níg- erskum ábyrgðum og væru áb- yrgðir jafnvel ódagsettar. Áður hefðu nígerskir kaupendur yfir- leitt opnað ábyrgðir í evrópskum bönkum og hefðu greiðslur þá yf- irleitt skilað sér við afskipanir. Það væri hins vegar seljenda hér heima að taka ákvörðun um það, að hvaða kjörum þeir gengju í Nígerfu. Hannes Hall, framkvæmda- stjóri Skreiðarsamlagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í þessu væri ekki við kaupendur í Nígeríu að sakast. Seljendum hér heima hefði verið kunnugt um þá kaupmála, sem í boði voru í Níg- eríu og þann greiðslufrest, sem þar var farið fram á. Kaupendur hefðu staðið við sitt, en greiðslur hefðu tafizt í nígerskum bönkum. Akureyri: Dregur úr atvinnuleysinu Akureyri, 22. seplember. SAMKVÆMT upplýsingum frá vinnumiðlunarskrifstofu Akureyr- arbsjar voru 104 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri í ágústmánuði sl., 59 konur og 45 karlar. Skráðir voru í mánuðinum 1775 heilir atvinnu- leysisdagar, sem svarar til þess að 77 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Til samanburðar má nefna, að í júlímánuði voru skráðir 113 atvinnuiausir, eða ívið færri en í ágúst. Samkvæmt upplýsingum vinnumiðlunarskrifstofunnar hefur enn dregið úr atvinnuleysi það sem af er september, og er tiltölulega lítið um skráningar þessa dagana og margir, sem áð- ur voru á skrá hafa nú fengið atvinnu á ný, t.d. ræstingakonur við skólana, sem voru allmargar atvinnulausar í sumar og fram í september. GBerg. Sendinefnd íslands á allsherjarþingi SÞ í New York: Ferða- og uppihaldskostnaður gæti numið 1,5 milli. króna Ferða- og uppihaldskostnaður íslenskra embættis- og stjórnmálamanna í New York vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna gæti numið allt að hálfri annarri milljón króna. Er þá miðað við að allir þingflokkar muni eiga fulltrúa í sendinefnd íslands á þinginu, eins og venja hefur verið. Þingflokkarnir eru nú sex í stað fjögurra áður. Samkvæmt upplýsingum, sem enn fengið upplýsingar þing- Morgunblaðið fékk í gær í utan- ríkisráðuneytinu, hafa þing- flokkarnir ekki enn tilkynnt um óskir sínar í þessu efni. Éngin lög gilda um sendinefnd íslands á þing SÞ né heldur reglugerð, það er á valdi utanríkisráðherra hverju sinni hversu margir full- trúar sækja þingið, að sögn Þorsteins Ingólfssonar, sendi- fulltrúa. „Venjan hefur verið að þingflokkarnir sendi tvo hópa, sem hvor um sig situr þingið í þrjár vikur, eða sex vikur í allt,“ sagði Þorsteinn. „Við höfum ekki flokksformannanna um hvaða hátt þingmenn vilja hafa á — væntanlega stafar drátturinn m.a. vegna þess, að nú vilja menn reyna að spara eins og frekast er unnt á öllum sviðum. Við vitum t.d. ekki enn hvort þingflokkarnir munu allir eiga fulltrúa eða hvort skiptingin verður eitthvað meiri en venja er til.“ Ríkissjóður greiðir flugfar- gjald fulltrúanna og einnig dag- peninga fyrir þá daga sem full- trúarnir dvelja í New York. Far- gjald þangað og heim aftur kost- ar nú kr. 18.525 og mun sú tala áttfaldast eða tólffaldast eftir því hvort fulltrúarnir verða fjór- ir eða sex og er þá miðað við að tveir hópar fari á þingið. Dag- peningar í New York eru nú 3.818 krónur og sú upphæð yrði samanlagt kr. 641.440 fyrir fjóra þingmenn í tvisvar sinnum þrjár vikur en 962.161 fyrir sex þing- menn í tvisvar sinnum þrjár vik- ur. Gert er ráð fyrir að auk fasta- fulltrúanna í New York, sem eru þrír á sínum föstu mánaðarlaun- um þar, fari þrír embættismenn úr utanríkisráðuneytinu til New York vegna þingsins, auk utan- ríkisráðherra. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Mbl. fékk í ráðu- neytinu í gær, má reikna með að samtals muni þeir fjórir fá greidda dagpeninga í hámark 56 daga, eða liðlega 213 þúsund krónur. Þannig reiknast til, að ferð embættismannanna og full- trúa þingflokkanna sex muni kosta tæplega 1,5 milljónir króna en ferð embættismanna og fulltrúa fjögurra þingflokka tæplega 1,1 milljón króna. Að auki gæti komið til aukinn kostnaður vegna þingfarar- kaups, því venjan er að þing- flokkarnir tilnefni menn úr sín- um röðum til að sitja þingið og þarf þá oft að kalla inn vara- þingmenn, sem einnig þarf að greiða laun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.