Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 234. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hemaðarátök á Persaflóa: írakar sökjkva 2 skipum Irana Rpirút. 12. október. AP. Beirút, 12. október. AP. Herskipafloti íraks sökkti í dag tveímur skipum frá íran í nordaustanverö- um Persaflóa. Var annað skipið hluti af skipalest, sem var á siglingu vestur af Kharg-eyju, er írakar réðust á það. Hitt íranska skipið var herskip, sem var sökkt er það reyndi að koma skipalestinni til hjálpar. Þá gerðu herþotur frá frak jafnframt harðar loftárásir á herstöðvar Irana á landi. Skýrði útvarpið í Bagdad frá þessu í dag og var þar ennfremur sagt, að íranir hefðu haldið uppi ákafri fallbyssuskothríð á hafnarborgina Basra í Suður-írak og valdið þar talsverðum skemmdum á mannvirkjum. Af hálfu íranskra stjórnvalda var ekkert sagt um þessa atburði í dag, en tekið fram, að írakar hefðu skotið af fallbyssum á borg- ina Abadan yfir sundið Shatt El- Arab og valdið þar nokkru tjóni. Arabaríkin við Persaflóa leggja nú mikið kapp á að fá Sýrlands- stjórn til þess að opna að nýju olíuleiðslur þær frá írak, sem liggja um Sýrland, en stjórnin í írak lofi þvi í staðinn að beita ekki sprengjuþotum þeim af gerðinni Etendard, sem hún hefur fengið frá Frökkum, til þess að hindra olíuflutninga frá íran. Er Araba- ríkjunum mikið í mun, að olíu- flutningar um Persaflóa stöðvist ekki og hafa látið í veðri vaka, að þau muni sjálf grípa til róttækra ráðstafana til þess að tryggja það. Bandarísk flotadeild er nú á leið til Indlandshafs til þess að vera þar til taks, eftir hótanir ír- anskra stjórnvalda síðustu daga um að loka Hormuz-sundi i sunn- anverðum Persaflóa og hindra þannig alla siglingar olfuflutn- ingaskipa þar. í bandarísku flota- deildinni eru þrjú herskip, þeirra á meðal herskipið Tarawa, sem er um 40.000 tonn að stærð. Um borð í skipunum eru 2.000 sjóliðar. Kakuei Tanaka, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sést hér veifa til blaðaljósmyndara, er hann gekk úr réttarsal í Tokýó í gær, þar sem hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og stórsektir af undirrétti. Sjá Tanaka dæmdur á bls. 23. Simamynd AP Nicaraguæ Puerto Corinto í ljósum logum Managua, 12. október. AP. UPPREISNARMENN í Nicaragua gerðu í dag árás á höfnina í Puerto Corinto, helztu hafnarborg landsins, og kveiktu þar í fjórum olíugeymum með þeim afleiðingum, að gifurlegir eldar geisuðu þar í allan dag án þess að nokkuð yrði við þá ráðið. Ottazt var, að eldarnir kynnu enn að breiðast út til fleiri olíugeyma. „Ef það gerist, þá mun þessi borg þurrkast út,“ var haft eftir Javier Pichardo, yfirmanni stjórnarhersins í Nicaragua. Um 15.000 af 25.000 íbúum Pu- erto Corinto voru fluttir brott í dag, eftir að kveikt hafði verið í olíugeymunum, en í einum þeirra voru geymdar yfir 5 milljónir lítra af olíu. Sprungu geymarnir hver af öðrum með ofboðslegum gný og stigu eldtungurnar og reykjar- strókarnir hátt til himins. Miklar skemmdir urðu á vörugeymslum og mannvirkjum við höfnina, svo að óvíst er, hvort höfnin í Puerto Corinto verður nothæf á næst- unni. Ef veruleg truflun verður á samgöngum um höfnina, kann slíkt að hafa enn meira tjón í för meó sér en nú er orðið, því að Pu- erto Corinto er helzta olíuútskip- unarhöfn Nicaragua. Tíu manns særðust í þessari árás uppreisnarmanna, sem er önnur árás þeirra á Porto Corinto á einum mánuði. Nora Astorga, utanríkisráðherra landsins, kenndi bandarísku leyniþjónust- unni CIA um að hafa aðstoðað uppreisnarmenn í landinu við að gera árásina. Cecil Parkinson og Ann, kona hans. Mynd þessi var tekin fyrir utan heimili þeirra í London í gær. AP-sfmamynd. Afdrifaríkt framhjáhald London, 12. október. CECIL Parkinson, ráðherra í bresku stjórninni, sem nú á barn í vændum með hjákonu sinni, Söru Keays, væri nú utanríkisráðherra ef hann hefði kunnað fótum sínum forráð. Það var breska blaðið The Times, sem skýrði frá þessu í gær, þriðjudag. Cecil Parkinson sóttist mjög eftir utanríkisráðherraembættinu og nokkrum vikum fyrir kosn- ingarnar í júní sl. gaf Thatcher það í skyn við hann að hann fengi embættið. Þá þegar var hún búin að ákveða að láta Francis Pym fara. Þetta breyttist þó allt saman aðeins nokkrum klukkustundum eftir að kjörstöðum var lokað en þá settust þau Thatcher og Park- inson á rökstóla og ræddu framtíð hans. Parkinson gerði þá forsæt- isráðherranum grein fyrir því f hvaða vanda hann væri staddur og þar með voru framadraumar hans foknir út í veður og vind. Sjá „Parkinsons-málið" á bls. 14. Þjóðarsorg í S-Kóreu: Utför hinna myrtu Seoul, 12. oklóber. AP. GERT er ráð fyrir, að ein milljón manna muni koma saman við útför þeirra 16 Suður-Kóreumanna, sem myrtir voru í sprengingu hryöju- verkamanna í Burma sl. sunnudag. Á minningarathöfnin að fara fram á eyju í Han-fljóti, sem Seoul stendur við, en útförin fer fram á vegum stjórnar Suður-Kóreu. Fjórir ráðherr- ar úr stjórn landsins voru á meðal þeirra, sem fórust í sprengingunni. Fjöldi háttsettra embættismanna og virðingarmanna frá ýmsum löndum er þegar kominn til Suöur-Kóreu og eru í þeirra hópi Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Shintaro Abe, utanríkisráðherra Japans. Lögreglan í Burma tilkynnti í dag, að hún hefði handtekið tvo menn en drepið þann þriðja, er hann reyndi að komast hjá hand- töku með því að flýja. Voru þessar handtökur í tengslum við spreng- inguna í Rangoon á sunnudag. Hins vegar var ekkert um það sagt, hvort mennirnir væru frá Norður- eða Suður-Kóreu. Ráðgert er, að Kim Sang-Hyup, forsætisráðherra Suður-Kóreu, flytji ávarp við útförina, en einnig munu trúarleiðtogi Búddatrúar- manna í landinu og tveir prestar, annar kaþólskur en hinn mótmæl- endatrúar, flytja þar minningar- í dag orð. Hinir látnu verða síðan jarð- settir í þjóðargrafreit Suður- Kóreu. Að útförinni lokinni verður hald- inn mikill fjöldafundur í Seoul, Astafundur í útvarpssal Osló, 12. október. Frá fréttariUra MorgunblaANÍns, Per A. Borglund HLUSTENDUR „íltvarp Osló“ í Noregi urðu heldur betur undrandi nótt eina fyrir skömmu. Eftir að venjulcgri útsendingu var lokið, tóku að heyrast stunur og muldur og fleiri hljóð á öldum Ijósvakans, sem gáfu það ótvírætt til kynna, að tveir elskendur hefðu komiö sér fyrir í útvarpssal. Síðar kom á daginn, að óvið- komandi par hafði læðst inn í upptökuherbergið til ástarfund- ar. Atvik þetta hefur vakið mis- munandi viðbrögð hjá hlustend- um, enda þótt margir þeirra hafi gert sér grein fyrir hinu broslega við það. Utvarpsstjórinn hjá „Út- varp Osló“ hefur þó harmað at- vikið mjög og segist vona, að það endurtaki sig ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.