Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. OKTÓBER 1983 ÚR KAFFISTOFU ÞINGSINS — Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða málin f stuttu kaffihléi frá þingstörfum: Árni Johnsen, þingmaður Sunnlendinga, Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Norðurlands vestra, Egill Jónsson, þingmaður Austfirðinga, og Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar, þingmaður Reyknesinga. Bflafríðindi ráðherra falli niður: Réttur til þingrofs og útgáfu bráðabirgðalaga falli niður — þetta eru efnisatriði í frumvarpi Alþýðu- flokks og Bandalags jafnaðarmanna Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason, þingmenn Alþýðuflokks, flytja frumvarp til breytinga á tollskrárlögum, sem kveður á um að 14. tl. 3. gr. viðkomandi laga — og þar með fríðindi einstakra ráðherra varðandi eftirgjöf á aðflutningsgjöldum bifreiða — falli niður. Flutningsmenn telja þessi fríð- indi „stangast á við réttarvitund almennings“. Fastanefndir Alþingis: Kjörnar í sátt og samlyndi Fastanefndir Alþingis vóru kjörnar í gær. Samkomulag var milli þing- flokka um framboð. Ekki var stungið upp á fleirum í hverja nefnd en kjósa átti. Þar af leiðandi var sjálfkjörið í allar þingnefndir. Hvort þessi sáttvísi er fyrirboði um framhald þingstarfa skal ósagt látið. Þingnefndir 106. löggjafar- þingsins eru þann veg mannaðar: Aldrei framar þingrof eða bráöabirgðalög? Fram er komið á Alþingi frum- varp til stjórnskipunarlaga, sem felur í sér að 24. og 28. grein stjórnarskrár lýðveldisins íslands falli niður. Efnisatriði eru tví- þætt. Annarsvegar að felldur verði niður þingrofsréttur; hins- vegar að afnuminn verði réttur ríkisstjórna til að gefa út bráða- birgðalög. Flutningsmenn eru Guðmundur Einarsson og Kristín S. Kvaran úr Bandalagi jafnaðar- manna. Frumvörp til staðfest- ingar bráðabirgðalaga Tvö stjórnarfrumvörp til stað- festingar bráðabirgðalaga hafa verið lögð fram á Alþingi. Hið fyrra kveður á um staðfestingu bráðabirgðalaga frá 5. apríl sl. um viðauka við lög um Fiskveiðasjóð íslands; það síðara um staðfest- ingu á bráðabirgðalögum frá 27. maí sl. um ráðstafanir í sjávarút- vegsmálum. Endurmat á störfum láglaunahópa Jóhanna Sigurðardóttir (A), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) Guð- rún Helgadóttir (Abl.), Kristín S. Kvaran (BJ) og Kristín Halldórs- dóttir (Kvl.) flytja frumvarp um endurmat á störfum láglauna- hópa, svo og úttekt á hlut þeirra í tekjuskiptingu og launakjörum í þjóðfélaginu. Félagsmálaráðherra skipi 5 manna nefnd til starfans, er kveði sér til ráðuneytis sérfróða aðila í vinnumarkaðsmálum, vinnurannsóknum og starfsmati (láglaunanefnd). Fjár ve i tinganef ind skipuð 10 mönnum Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp, í samráði við alla þing- flokka, er kveður á um fjölgun í fjárveitinganefnd Sameinaðs þings í 10 menn. Þar með geta all- ir þingflokkar fengið fulltrúa í þessari valdamestu nefnd þings- ins. Breyttar kosningareglur Kristín S. Kvaran og Guðmund- ur Einarsson, þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna, flytja frum- varp til laga um breyttar kosn- ingareglur, sem fela m.a. í sér að kjósandi geti, ef hann svo vill, val- ið frambjóðendur af fleiri en ein- um framboðslista. Utanríkismálanefnd Sameinaðs þings Ólafur Jóhannesson (F), Ólafur G. Einarsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Gunnar G. Schram (S), Kjartan Jóhannsson (A), Guð- rún Agnarsdóttir (Kvl.) og Svavar Gestsson (Abl.). Varamenn: Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Þorsteinn Páls- son (S), Friðjón Þórðarson (S), Tómas Árnason (F), Hjörleifur Guttormsson (Abl.), Karl Steinar Guðnason (A) og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.). Allsherjarnefnd Sameinaðs þings Þorsteinn Pálsson (S), Eggert Haukdal (S), Ellert B. Schram (S), Ólafur Þ. Þórðarson (F), Guðrún Helgadóttir (Abl.), Jóhanna Sig- urðardóttir (A) og Stefán Bene- diktsson (BJ). Atvinnumálanefnd Sameinaðs þings Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Egill Jónsson (S), Eggert Haukdal (S), Þórarinn Sigurjónsson (F), Kolbrún Jónsdóttir (BJ), Jóhanna Sigurðardóttir (A) og Garðar Sig- urðsson (Abl.). Fastanefndir efri deildar FJÁRHAGS- OG VIÐSKIPTA- NEFND: Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Lárus Jónsson (S), Valdimar Indriðason (S), Tómas Árnason (F), Ragnar Arnalds (Abl.), Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) og Eiður Guðnason (A). SAMGÖNGUNEFND: Egill Jónsson (S), Árni Johnsen (S), yaldimar Indriðason (S), Tómas Árnason (F), Kolbrún Jónsdóttir (BJ), Karl Steinar Guðnason (A) og Skúli Alexandersson (Abl.). LANDBÚNAÐARNEFND: Egill Jónsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Helgi Seljan (Abl.), Davíð Aðalsteinsson (F), Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) og Kolbrún Jónsdóttir (BJ). SJAVARÚTVEGSNEFND: Árni Johnsen (S), Lárus Jónsson (S), Egill Jónsson (S), Tómas Árnason (F), Karl Steinar Guðnason (A), Skúli Alexandersson (Abl.) og Kolbrún Jónsdóttir (BJ). IÐNAÐARNEFND: Lárus Jóns- son (S), Þorvaldur G. Kristjánsson (S), Egill Jónsson (S), Davíð Aðal- Starfsaðstaða þingflokka - þing- flokksformenn Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa áfram starfsaðstöðu fyrir þingflokka í Alþingishúsinu ▼ið Austurvöll; Alþýðubandalag á efri heð »ið hlið áheyrendapalla, en hinir flokkarnir á jarðhteð. Sam- tök um kvennalista fá aðstöðu til fundahalds í Þórshamri, í ncsta nágrenni þinghúss, og Bandalag jafnaðarmanna að Vonarstrrti 8, en brði þessi hús eru i eigu Alþing- is. í þeim og Skjaldbreið við Kirkjustrrti hafa þingmenn skrifstofuherbergi, hver fyrir sig. Formenn þingflokka eru: Ólaf- ur G. Einarsson í þingflokki sjálfstæðismanna, Páll Péturs- son í þingflokki framsóknar- manna, Eiður Guðnason í þing- flokki Alþýðuflokks, Ragnr Arn- alds í þingflokki Alþýðubanda- lags, Guðrún Agnarsdóttir hjá Samtökum um kvennalista og Guðmundur Einarsson hjá Bandalagi jafnaðarmanna. Framlög til fatlaðra og aldraðra skert mest — greinargerð frá Ragnari Arnalds fgrrv. fjár- málaráðherra Það sem helst einkennir fjár- lagafrumvarpið fyrir nrsta ár er stórfelld skerðing á framkvrmda- framlögum til málefna aldraðra, öryrkja og þroskaheftra og til hvers konar lista- og menningar- mála. Eru upphæðir frumvarpsins flestar þær sömu og í fjárlögum yfirstandandi árs, þrátt fyrir verðbólgu sem að sjálfsögðu jafngildir miklum niðurskurði. í mörgum tilvikum er einmitt um þá starfsemi eða sjóði að ræða sem reynt var sérstaklega að efla í tíð fyrri stjórnar. Sem dæmi um þessa afdrifa- ríku stefnubreytingu í félags- og menningarmálum má nefna að framkvæmdasjóðir fatlaðra (ör- yrkja og þroskaheftra) og aldr- aðra fá nær óbreytta krónutölu, þrátt fyrir mikla verðbólgu milli ára; sama gildir um flestöll framlög til lista, m.a. styrki til innlendrar kvikmyndagerðar. Byggingar þjónustustofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga, skólar, heilsugæslustöðvar, hafnir og dagvistunarstofnanir, fá aðeins 11% hækkun milli ára. Framkvæmdir við Þjóðar- bókhlöðu eru stöðvaðar, en á hinn bóginn virðist ekki skorta fé, þegar ný flugstöð er annars vegar, og nemur erlend lántaka til þeirrar smíði rúmlega eitt hundrað milljónum króna. Þróunaraðstoð við fátækar þjóð- ir er einnig skorin verulega niður með óbreyttri krónutölu og sama gildir um framlög til æskulýðsmála. Ýmsir stærstu útgjaldaþættir væntanlegra fjárlaga eru þó enn ómótaðir og í algerri óvissu, t.d. fjáröflun til vegagerðar og hús- næðismála. Þá er óljóst með öllu hvort og hvernig verður náð fyrirhuguðum 2,5% sparnaði á heildarlaunagreiðslum ríkisins, en sú fjárhæð nemur rúmum 160 milljónum kr. Ekki hefur heldur verið upplýst með hvaða aðferð- um á að skerða greiðslur sjúkra- og lífeyristrygginga um 300 milljónir kr. eins og boðað er f þessu frumvarpi. Gengið er út frá því í frum- varpinu að hin gífurlega kaup- skerðing, sem eykst með hverri vikunni og nemur nú f haust um 25—30%, verði varanleg allt næsta ár. Ragnar Arnalds í athugasemdum með frum- varpinu er býsnast yfir því, að reiknitala fjárlaga þessa árs varðandi verðbólguaukningu milli ára skyldi reynast verulega lægri en raunveruleg verðbólgu- þróun og er því heitið að nú verði breyting á. Það er rétt, að um mjög langt skeið hefur ávallt verið veru- legur munur á verðbólguáætlun fjárlaga og raunverulegri þróun mála. I þessu nýjasta frumvarpi er reiknað með því, að verðbólg- an hér verði 6—8% frá upphafi til loka árs, og verður hver að dæma um hvort þessi sfðasta verðbólguspá ber vott um tíma- mótamarkandi raunsæi. Samkvæmt frumvarpinu verða niðurgreiðslur á matvör- um hlutfallslega miklu minni en greiðslur þessa árs, enda krónu- talan í frumvarpinu lægri en nemur niðurgreiðslum í ár. Mat- vörur munu því stórhækka í verði á næsta ári af þessari ástæðu einni. Samhliða fjárlagafrumvarpi fyrir nrsta ár hefur ríkisreikningurinn fyrir árið 1982 verið lagður fram. Þar kemur fram að rekstraraf- gangur nemur 849,5 millj. kr. eða um 9% af útgjöldum. Þessi mikli afgangur ásamt afgangi áranna 1980 og 1981 auðveldar rekstur ríkissjóðs í erfiðu ári. Ragnar Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.