Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 19 Sigurður Sigurðsson og Vilhelm G. Kristinsson rifja upp atvik fri liðnum dögum fyrir bókina „Komiði sæl!“. Myndin er tekin á heimili Sigurðar að Espigerði 2 í Reykjavík. Vaka með viðtalsbók við Sigurð Sigurðsson fymim fréttamann: „Komiði sæl!“ BÓKAFORLAGIÐ Vaka mun senda frá sér á jólamarkaðinn hressilega viðtalsbók við Sigurð Sigurðsson, fyrrum íþróttafréttamann útvarps og sjónvarps, sem Vilhelm Kristinsson hefur skráð. Bókin mun heita „Komiði sæl!“ en sú kveðja var eins konar vöru- merki Sigurðar öll þau ár sem hann starfaði við fréttamennsku hjá útvarpi og sjónvarpi. Samkvæmt upplýsingum for- lagsins er frásögn Sigurðar mjög lifandi og opinská varðandi það sem gerðist bakvið tjöldin f ríkis- fjölmiðlunum þá áratugi, sem Sig- urður sinnti þar hinum ólíkustu störfum og segir hann ekki síst frá ýmsu, sem ekki var hægt að segja í hljóðnemann. Svipað gildir um skoðanir Sigurðar og frásagnir sem tengjast íþróttahreyfingunni, ekki síst upprifjanir hans úr keppnisferðum íslenskra íþrótta- manna til útlanda á norræn og evrópsk stórmót og ólympíuleika. Þetta er fyrsta bókin, sem Vil- helm Kristinsson skrifar, en hann starfaði lengi við fréttamennsku, þar af áratug á fréttastofu út- varpsins. Hann er nú fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. í bók þeirra Sigurðar og Vil- helms, „Komiði sæl!“, munu á fjórða hundrað manns koma við sögu og verða birtar margar myndir, sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. Akranes: Sjúkrahúsið fær góðar gjafir Akranesi, 20. september. NÝLEGA afhenti Kvenfélag Akra- ness sjúkrahúsinu á Akranesi að gjöf lyftubaðkar í handlæknisdeild við athöfn, sem fram fór í sjúkrahús- inu. Viðstaddir athöfnina voru stjórnarmenn sjúkrahússins, yfir- menn þess, auk kvenna úr kvenfé- laginu. Þórdís Björnsdóttir, formaður Kvenfélagsins, afhenti gjöfina en Ríkharður Jónsson veitti henni viðtöku fyrir hönd sjúkrahússins. Segja má að Kvenfélag Akran- ess sé á margan hátt „óskabarn" sjúkrahússins, en allt frá þvi að hafist var handa við byggingu sjúkrahúss hafa kvenfélagskonur verið mjög örlátar í gjöfum til þess og sýnt því mikla ræktarsemi á allan hátt. Kvenfélagið rekur sölubúð í sjúkrahúsinu og vinna konurnar Jólaóratoría Schiitz frumflutt á Akureyri 1977 VEGNA frétta um verkefni Polýfón- kórsins á starfsárinu 1983—1984, þar sem sagt er að Jólaóratoria Heinrich Schiitz verði frumflutt f vetur, óskum við að koma eftirfarandi á framfæri: Fimmtudaginn 15. desember 1977 var Jólaóratoría Heinrich Schútz frumflutt í Akureyrarkirkju. Flytj- endur voru auk Passfukórsins á Ak- ureyri hljómsveit Tónlistarskólans ásamt kennurum og einsöngvararn- ir Lilja Hallgrímsdóttir, Jón Hlöð- ver Áskelsson og Sigurður Demetz Franzson, stjórnandi var Roar Kvam. þar til skiptis í sjálfboðavinnu. Afrakstur búðarinnar er síðan notaður til kaupa á ýmsum hlut- um líkt og nú átti sér stað. Þá var sjúkrahúsinu nýlega af- hent að gjöf málverk til minn- ingar um Elínborgu Sigurðardótt- ur ljósmóður. Gefendur málverks- ins eru Sigurður B. Sigurðsson og fjölskylda og Enrique Llorens og fjölskylda. Elínborg starfaði á sjúkrahúsinu sem ljósmóðir, en hún lést fyrir aldur fram. JG. rw'- Krislin Guðmundsdóllir Kegina Stefnisdóllir Helfja Daníelsdóllir Krislján Sigurðsson Snorri Ingimarsson Ráðstefna Um konuna og heilbrigðismálin haldin í Kristalsal Hótels Loftleiða, Reykjavík, sunnudaginn, 16. október 1983 og hefst kl. 9.00. FormaöurSambands Alþýöuflokkskvenna, Kristín Guömundsdóttir, setur ráðstefnuna. Ráöstefnustjóri: Kristín H. Tryggvadóttir, kennari. 9.05 Erindi: Kynning á kvenlegum liffærum og starfsemi þeirra: Regína Stefnisdóttir, hjúkrunarfræöingur og kennari. Meðganga/fæðing: Helga Daníelsdóttir, yfirljósmóöir Mæöradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Brjósta- og móðurlífskrabbamein: ~ Kristján Sigurösson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands. Snorri Ingimarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum. Getnaöarvarnir og fóstureyðing: Þóra Fischer, sérfræðingur í kvensjúkdómum. Geöheilsa kvenna á breytingarskeiöum: Svanlaug Árnadóttir, geöhjúkrunarfræöingur. Hver er reynsla þín af heilbrigöiskerfinu, hverjar eru hugmyndir þínar um breytingar: Þórdís Þormóðsdóttir, húsmóöir. Hvernig er skipulagi heilbrigöisþjónustunnar háttaö á íslandi: Páll Sigurðsson, ráöuneytisstjóri. 9. Hvernig er hægt aö hafa áhrif á forgangsverkefni innan heilbrigöisþjónustunnar: Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaöur. Kl. 10.00 Kaffihlé. Kl. 12.00 Hádegisveröarhlé. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Pallborösumræöur: Þátttakendur eru fyrirlesarar ráöstefnunnar. Fyrirspurnir frá þáttakendum. Stjórnandi: Gréta Aöalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Kl. 18.00 Ráöstefnuslit. Kl. 1. 2. 3. -4 5. 8. Gréta Aðalsteinsdóttir Ráðstefnan er öllum opin Ráðstefnugjald er kr. 400,00 (innifalið m.a. fiskréttur, súpa, kaffi). Þátttaka tilkynnist í síma 29244 kl. 9—5. SAMBAND ALÞÝÐUFLOKKSKVENNA Þóra Fischer Svanlaug Árnadóttir Páll Sigurðsson Þórdís Þormóðsdóttir Lux HELGARFERÐIR - VIKUFERÐIR Flug og gisting aaj Verð frá krónum Ath. einnig feröamöguleika til Parísar Nánari upplýslngar fást hjá Söluskrif- stofum Flugleiða umboðsmönnum og ferðaskrlfstofum. FLUGLEIÐIR . Gott fólk hjá traustu félagi *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.