Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Fulltrúar á þingi Verka- mannaflokksins, sem haldið var í Brighton á Englandi fyrir um hálf- um mánuði, fengu með engu móti leynt ánægju sinni. Að vísu var ánægjuefnið ekki á dag- skrá þingsins og þess vegna ekkert um það fjallað opinberlega en hvar sem tveir menn eða fleiri komu saman var augljóst á andlitum þeirra hvert umræðuefnið var. Þeir Ijómuðu eins og sól í heiði. Það, sem gladdi Verkamannaflokks- fulltrúana svona innilega, var nýj- asta hneykslismálið í Englandi, framhjáhald Cecil Parkinsons, formanns íhaldsflokksins og við- skiptaráðherra í stjórn Thatchers, mannsins, sem átti ekki hvað minnstan þátt í niðurlægjandi ósigri Verkamannaflokksins í kosningunum í júní sl. Þórðargleði Verkamanna- flokksfulltrúanna er skiljanleg en hún skiptir hins vegar ekki máli, heldur þær pólitísku afleiðingar, sem hneykslið mun hafa og hefur þegar haft fyrir Parkinson sjálf- an og íhaldsflokkinn. í fyrsta lagi er ljóst, að vonir Parkinsons um að verða forsætisráðherra síðar meir eru nú úr sögunni og í öðru lagi hefur orðið veruleg breyting á hinu pólitíska andrúmslofti í Bretlandi. Verkamannaflokkur- inn kemur nú fram sem samein- aður á ytra borðinu a.m.k. en í fyrsta sinn í langan tíma virðist Margaret Thatcher eiga undir högg að sækja. Eða eins og John Smith, talsmaður Verkamanna- flokksins, sagði um leið og það gelti í honum gikkurinn: „Heilum bílfarmi af bananahýðum hefur verið dreift eftir Downing- stræti." Ástasambandið stóð í átta ár Ástasamband Cecil Parkinsons og fyrrum einkaritara hans, Söru Keays, er ekki nýtt af nálinni og því hefur það vakið furðu manna, að ekki skuli hafa orðið hljóðbært um það fyrr en nú. Sara er ein af þessum myndarlegu miðstétt- arstúlkum, sem íhaldsþingmönn- unum þykir svo gaman að hafa í þjónustu sinni, og hún réð sig fyrst til Westminster, í þjónustu Parkinsons, fyrir meira en átta árum. Allir, sem til hennar þekkja, bera henni vel söguna. Hún er myndarleg, kynþokkafull og alltaf boðin og búin til að rétta vinum sínum hjálparhönd. Sem sagt, „hin ákjósanlegasta eigin- kona fyrir íhaldsþingmann" eins og einn kunningi hennar komst að orði. Þótt skrýtið sé þá reyndi Park- inson aldrei að fara í felur með samband sitt við Söru og jafnvel þegar árið 1976 voru þau þekkt í sumum hópum sem elskendur. Ástæðan fyrir því, að þeim tókst að leika þennan leik í öll þessi ár án þess að blöðin gerðu sér mat úr, er sú, að meðal breskra þing- manna eru það óskráð lög, að út á við megi ekkert misjafnt segja um kollegana og einkalíf þeirra. Þrátt fyrir það liggur í augum uppi, að árum saman hafa tugir ef ekki hundruð manna vitað um samband milli þeirra. Vildi reyna að gleyma Parkinson Ekki virðist ástæða til að efast um, að þau Parkinson og Sara hafi raunverulega verið ástfangin en Parkinson gat hins vegar aldr- ei gert það upp við sig hvort hann ætlaði að skilja við konu sína, Ann, eða hætta sambandinu við Söru. Af skiljanlegum ástæðum fór henni smám saman að leiðast þófið og þar kom, að hún sagði upp hjá Parkinson og réðst i þjónustu Roy Jenkins í Brússel, á síðasta ári hans sem formanns fyrir framkvæmdastjórn Efna- hagsbandalagsins. Þar ætlaði hún að reyna að gleyma Parkin- son en hann sá um, að hún fengi ekkert tækifæri til þess. Hann hringdi í hana, skrifaði henni og nauðaði í henni að koma aftur til starfa fyrir hann. Þegar starfi hennar hjá Roy Jenkins lauk var Þessi mynd var tekin af þeim Cecil Parkinson og Margaret Thatcher á þingi breska íbaldsflokksins fyrir ári. Þá fór öllu betur á með þeim en nú. Parkinsons Ástalíf eins ráðherrans getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir bresku stjórnina Sara Keays. Myndin var tekin fyrir framan beimili systur hennar. það líka einmitt það, sem hún gerði. I vor vissi Sara, að hún var ófrísk og þá fékk hún loksins, að hún hélt, talið Parkinson á að skilja við konu sína og taka upp sambúð með sér. Hann vildi hins vegar bíða með skilnaðinn fram í ágúst, þegar þingið færi í frí og um hægðist, og Sara samþykkti það. Thatcher vissi allt Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, vissi örugglega allt um þetta mál þegar hér var komið sögu nema e.t.v. það, að Sara var ófrísk. Forsætisráðherrann hefur líka ágætis aðstöðu til að fylgjast með kynferðislífi samráðherra sinna og allar upplýsingar um slíkt eru færðar til bókar sem trúnaðarmál. Það eru fyrst og fremst agastjórar flokkanna, sem bera sögurnar í hann, enda er það skylda þeirra að hafa eyrun opin fyrir hvers kyns slúðursögum, sem hugsanlega gætu komið sér illa fyrir flokkinn eða stjórnina. Átta ára framhjáhald eins af ráðherrunum hefur því ekki verið neitt leyndarmál. Jafn augljóst er, að Thatcher gat ekki rekið Parkinson bara vegna þessa máls. Ef hún tæki upp á því að reka alla ráðherra, sem hafa verið ótrúir konum sínum, er hætt við, að heldur fátæklegt yrði um að lit- ast á ríkisstjórnarbekknum. Þegar breska þingið fór í frí í ágúst sagði Parkinson konu sinni, að hann ætlaði að fara frá henni. Ann Parkinson, sem er skörungur mikill og kona, sem veit hvað hún vill, sannfærði hins vegar mann sinn um að það væri best fyrir hann að fara hvergi. Cecil Park- inson er mörgum góðum kostum Margaret Thatcher hefur jafn- an lagt mikla áherslu á þær dyggðir, sem kenndar eru við Viktoríu drottningu. Parkin- sons-málið kemur sér því illa fyrir hana, enda er það efni þessarar skopmyndar, sem birtist í The Sunday Telegraph. Viktoría stendur yfir Thatcher, blóðrjóðri af skömm, og á mið- anum stendur „hneyksli búinn en viljafesta virðist ekki vera einn af þeim. „Ætlarðu að giftast Cecil Parkinson?“ í ágúst sl. varð Sara Keays fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Hún var með vinkonu sinni í íbúð í Suður-London þegar dyrabjöllunni var skyndilega hringt. Þegar hún opnaði dyrnar glampaði framan í hana blossinn frá ljósmyndavél og blaðamaður frá Daily Mirror kallaði til henn- ar: „Ætlarðu að giftast Cecil Parkinson?" Sara skellti aftur hurðinni en fyrir utan biðu blaða- mennirnir eftir henni í tveimur bílum. Eftir nokkra stund ákváðu þær vinkonurnar að reyna að komast í burtu og tókst að hrista af sér annan bílinn en hinn fylgdi þeim eftir eins og skugginn þar til ekki tókst betur til en svo, að bílarnir rákust saman. Frá því að þetta gerðist hefur Sara kviðið þeim degi þegar blöð- in færu að velta sér upp úr ásta- málum hennar og Parkinsons. Mest af öllu óttaðist hún þó, aö hún yrði útmáluð sem einhver hjónadjöfull, lauslætisdrós, sem tælt hefði sómakæran mann frá konu og börnum. Vinir hennar og kunningjar voru íhaldsmenn og í kringum flokkinn snerist allt hennar líf. Hún mátti ekki til þess hugsa að verða þar að ein- hverjum utangarðsmanni og ákvað því að gera það lýðum ljóst þegar sagan birtist, að það væri hún, sem hefði verið órétti beitt. Hinn dæmigerði Thatcher-maður f mörg ár hefur verið litið á Parkinson sem hinn dæmigerða Thatcher-mann. Hann er sonur járnbrautastarfsmanns, studdi Verkamannaflokkinn á yngri ár- um og komst til vegs og virðingar fyrir eigin dugnað. Hann kvænt- ist konu sinni, Ann Jarvis, árið 1957 og gerðist um leið forstjóri fyrir byggingarfyrirtæki, sem afi hennar hafði stofnað árið 1905. Þegar hann varð ráðherra varð hann að sjálfsögðu að hætta því starfi en konan hans tók þá við og hefur veitt fyrirtækinu, sem er afar ábatasamt, forstöðu síðan. Margaret Thatcher kom snemma auga á hæfileika Parkinsons og árið 1981 gerði hún hann að for- manni íhaldsflokksins og fékk honum sæti í ríkisstjórninni. Cecil Parkinson hefur samt sem áður aldrei stutt Thatcher jafn dyggilega og hún hefur stutt hann og jafnan gert meira úr ágreiningi þeirra en efni hafa staðið til. Þá hefur hann vafa- laust verið að hugsa um framtíð- ina og talið rétt að leggja áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart Thatch- er. Framaferill hans í pólitíkinni er nú á enda að öllum lfkindum en þegar allt kemur til alls geta afleiðingarnar af hneykslinu jafnvel orðið enn þungbærari fyrir Thatcher. Thatcher í vanda Thatcher ákvað að hlífa Park- inson og konu hans við þeirri niðurlægingu, sem fylgir brott- rekstri úr ríkisstjórn, en um leið virtist hún vera að leggja blessun sína yfir hneyksli, sem brýtur gegn öllum hugsjónum hennar um heilbrigt fjölskyldulíf. Svo er það líka óttinn við annað hneyksli. Nú þegar blöðin eru komin á bragðið er eins víst, að þau gefist ekki upp fyrr en þau hafa grafið upp annað og það þarf ekki nema eitt í viðbót til að verulega fari að hrikta í stoðun- um. Hætt er við, að lokadómurinn um Cecil Parkinson verði honum til lítillar ánægju. Þegar Sara Keays fór til Brussel hafði hann tækifæri til að binda enda á sam- band þeirra en gat það ekki. I ágúst sl. ætlaði hann að gera hreint fyrir sínum dyrum, skilja við konu sína og kvænast Söru en hann var ekki maður til þess heldur. Af öllu því, sem Margaret Thatcher geðjast ekki að, hefur Cecil Parkinson gerst sekur um það versta: Hann er veikgeðja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.