Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Leikfimi fyrir konur: Átak í megrun Leikfimi, vigtun og matseöill sérstaklega saminn fyrir þetta námskeiö. Nýtt nám- skeiö hefst 17. okt. Skráning í fullum gangi. Mánud., þriöjud. og miövikud. kl. 20.40. Fimmtud. kl. 21.30. Leikfimi fyrir karla: Old Boys Þriöjud. og fimmtud. kl. 19.00. Jane Fonda, tennis, nýr heitur pottur úti, gufuböð, þrektæki, sjúkraþjálfari. Veggjatennis (Racquetball og squash). Ennþá eru nokkrir tímar lausir í þessari frábæru íþrótt. Komiö og kynnist þessu nýja sporti á íslandi. Þrekmiðstöðin ekki bara venjuleg líkamsræktarstöö heldur aö- eins meira og dálítið ööruvísi. Dalshrauni 4 • Símar 54845, 53644 fijmpjJiM Undanfarna 18 mánuði hefur Stjómunarfélagið boðið námskeið í Visi- calc og Supercalc, en þau forrit eru í hópi svokallaðra „spread sheet“ for- rita. Nú hefur verið ákveðið að hefja kennslu á Multiplan, sem er í sömu fjölskyldu og áðurnefnd forrit, en Multiplan býðst nú á allmörg tölvu- kerfí, sem til sölu eru hérlendis. MARKMIÐ: Markmið námskeiðsins er að gefa stjómendum og öðmm sem starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga innsýn í hvemig nota má tölvur á þessu sviði, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Multiplan býður. EFNI: - Áætlanagerð - Eftirlíkingar - Flókna útreikninga - Skoðun ólfkra valkosta - Meðhöndlun magntalna jafnt og krónutalna. Námskeiðið krefs ekki þekkingar á tölvum. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja tileinka sér þekkingu á forritinu Multiplan. LEIÐBEINENDUR: Páll Gestsson, flugumferðar- stjóri, starfar nú hjá Flug- umferðastjóm og sem ráðgjafi við tölvuáætlanagerð. Valgeir Hallvarðsson vél- tæknifræðingur. Lauk prófi f véltæknifræði frá Odense teknikum 1978, en starfar nú sem rekstrarráðgjafi hjá Hag- vangi h/f. TÍMI: 24.-26. október 1983, kl. 9-13, 5. og 7. desember kl. 9-13, samt. 12 klst. Síðumúli23, 3. hæð. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunnarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. Astjórnunarféiag ^vÍSIANDS ISá23 „Hálft í hvoru“ hygg- ur á tónleikaferðalag - kynnir nýja plötu sína „Áfram“ SÖNGHÓPURINN „Hálft í hvoru“ hyggur nú á tónleikaferð um landið til að kynna efni nýrrar breiðskffú sem þau senda frá sér um þessar mundir. Ber skífan nafnið „Áfram“ og hefur að geyma tólf iög, sem tfll eru samin af meðlimum sveitarinn- ar. Tvð þessara laga, lögin „Upp ( sveit“ og „Sitthvað er bogið“, komu reyndar út á smáskífu í takmörkuðu upplagi í sumar, en sú plata er nú ekki lengur fáanleg í verslunum. Allt efni nýju plötunnar er sam- ið og útsett af sveitarlimunum nema eitt ljóð eftir örn Arnarson. Nokkrir aðstoðarmenn lögðu hönd á plóginn við gerð plötunnar, þar á meðal þeir Pálmi Gunnarsson, bassaleikari, Sigurður Karlsson, trommuleikari, og Guðmundur Ingólfsson, píanisti. Strengjasveit úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leikur og í nokkrum laganna, und- ir stjórn Kjartans ólafssonar. Tónleikaferðin hófst reyndar um síðustu helgi með tónleikum á Isafirði, Flateyri og Suðureyri, en framundan eru tónleikar bæði um austan- og norðanvert landið. „Hálft í hvoru" mun á næstunni skemmta á eftirtöldum stöðum: Vík í Mýrdal, föstudag 14. október, Höfn, Hornafirði, laugardag 15. okt., Djúpavogi og Stöðvarfirði, sunnudag 16. okt., Fáskrúðsfirði, mánudag 17. okt., Neskaupstað, þriðjudag 18. okt., Seyðisfirði, miðvikudag 19. okt., Reyðarfirði, fimmtudag 20. okt., Egilsstöðum, föstudag 21. okt., Borgarfirði eystra, laugardag 22. okt., Kirkju- bæjarklaustri, sunnudag 23. okt. (FrétuUlkrnnmg). 1. VtVPt AVN ididas^ Fjórir verðlaunahafanna: Helga Björg er önnur frá vinstri. Verðlaunahafar í þekjulitakeppni Hörpu Málningarverksmiðjan Harpa hf. gekkst fyrir þekjulitasamkeppni í sýningarbás sínum fyrir börn allt að 13 ár aldri á Iðnsýningunni. Keppnin naut mikilla vinsæla og meira en 1800 börn á aldrinum 2ja til 13 ára máluðu myndir, enda eru þeim Hörpu-þekjulitirnir að góðu kunnir, m.a. úr skólum og af barnaheimilum. Síðastliðinn sunnudag var til- kynnt um úrslit í keppninni. Dómnefnd skipuðu myndlistar- mennirnir Ragnar Kjartansson, formaður, og Ragnhildur Stef- ánsdóttir auk Þórarins Kópssonar starfsmanns Hörpu hf. í ræðu sem Ragnar Kjartansson flutti við þetta tækifæri sagði hann, að ótrúlega mörg lista- mannsefni leyndust meðal þátt- takendanna og að margar mynd- irnar væru frábærar. Það hafi verið vandaverk fyrir dómnefnd- ina að velja 30 beztu myndirnar úr þessum mikla fjölda, því fjölmarg- ar myndir hafi vissulega komið til greina. Þessi hlutu vasa-diskó í verð- laun: 1. verðlaun: Helga Björg Arnardóttir, 6 ára, Breiðvangi 73, Hafnarfirði. 2.-5. verðlaun: Elín Garðarsdóttir, 9 ára, Lyng- móum 2, Garðabæ. Helena Hákonardóttir, 11 ára, Hraunbæ 188, Reykjavík. Ingvar Valgeirsson, 11 ára, Engi- mýri 10, Akureyri. Ragnhildur Sigurðardóttir, 13 ára, Grafarholti, Mosfellssveit. Auk þess fengu 25 börn kassa af Hörpu-þekjulitum. Allir þátttakendur fengu viður- kenningarskjöl frá Hörpu til minningar um skemmtilega keppni. (Úr fréttatilkynningu.) Ný íslensk plata — Bonjour Mammon Ný íslensk plata kom út fyrir skemmstu og ber hún nafnið Bon- jour Mammon. Tveir bræður, Páll og Sigubjörn Sigurbjörnssynir, standa að baki plötu þessari. Þeir eru báðir fæddir Reykvíkingar, en búa nú á ísafiröi og leika þar m.a. með danshljómsveitinni í Gúttó. Á þessari plötu er að finna 9 lög, sem öll eru samin af þeim bræðrum, utan eitt. Það samdi bróðir þeirra, Árni, sem nú er látinn. Er platan tileinkuð hon- um. Allir textar eru einnig samdir af þeim Páli og Sigur- birni. Báðir syngja þeir bræð- urnir, auk þess sem Páll leikur á bassa. Auk þeirra tveggja koma nokkrir kunnir tónlistarmenn við sögu á plötunni. Má þar nefna Magnús Stefánsson, fyrr- um trommuleikara Egó, Vil- hjálm Guðjónsson, eitt sinn gít- ar- og saxófónleikara í Galdra- körlum og Sigurð Gröndal, fyrr- um gítarleikara hljómsveitar- innar Árbliks. Platan var tekin upp í hljóð- verinu Hlust og stjórnaði Rafn Sigurbjörnsson upptökunni. Út- gáfufyrirtækið Sápa gefur plöt- una út og er þetta fyrsta plata fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.