Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 48
Tölvupappír
!■■■ FORMPRENT
Hverlisgotu 78. simar 25960 25566
Bítlaæðið
1
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983
66 færri slösuðust í umferöinni fyrstu 9 mánuðina í ár miðaö við sama tíma í fyrra — fækkunin er: 8 börn, 10
konur, 10 karlar, 3 vélhjólapiltar, 26 ökumenn og 14 farþegar. Álitlegur hópur þegar saman er kominn.
Morgunblaðið/Friðþjófur.
Veruleg fækkun umferðarslysa í ár
FYRSTU níu mánuði ársins slösuðust 140 manns í
umferðinni í Reykjavík og er það mikil fækkun frá
í fyrra en þá slösuðust 206 manns í umferðinni
fyrstu níu mánuðina samkvæmt skýrslum emb-
ættis lögreglustjóra. Því hafa 66 færri slasast í ár.
Alls hlutu 59 alvarleg meiðsli fyrstu níu mánuðina
í ár samanborið við 91 í fyrra.
Þrettán börn slösuðust í umferðarslysum í ár en
21 í fyrra. Tíu konur slösuðust er þær urðu fyrir
bifreið en 20 í fyrra. Fjórtán karlar slösuðust en 23
í fyrra. Tíu ökumenn vélhjóla hafa slasast í ár,
samanborið við 13 í fyrra. Þá hafa 38 ökumenn
slasast og 40 farþegar samanborið við 64 og 54 í
fyrra. Aðeins reiðhjólaslysum hefur fjölgað — 15
slösuðust í ár samanborið við 11 í fyrra. Þá má
geta að þrjú banaslys hafa orðið í umferðinni í ár
samanborið við fjögur í fyrra.
Utanrfkisþjónustan:
Laun lækka um 9%
frá árinu 1983
GRUNNLAUN starfsmanna utanrfkisþjonustunnar lækka um 9% fra arinu
1983 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 1984. Segir í athugasemdum með
frumvarpinu að þetta sé gert til samrærais við skerðingu launa hérlendis og
skerðingu námslána.
„Þarna er um að ræða lækkun á
svokallaðri staðaruppbót. Ég er
ekki farinn að sjá þetta í sjálfu
frumvarpinu, en þetta á við um
svokallaða staðaruppbót, sem
starfsmenn utanríkisþjónustunn-
ar fá, mismunandi mikla eftir því
á hvaða stöðum þeir eru. Staðar-
uppbót er hluti af launum, en
þetta þýðir, að því er okkur skilst,
5—6% lækkun launanna," sagði
Ingvi S. Ingvarsson ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, er
Mbl. spurði hann álits á þessari
launalækkun.
Ingvi sagði einnig, að þó
kannski væri ekki hægt að segja
að ákvörðun þessi væri sanngjörn
reiknaði hann ekki með mótmæl-
um. „Við viljum ekki standa í vegi
fyrir því að unnt sé að spara. Eg
held að menn taki þessu og að þeir
skilji aðstöðuna," sagði hann.
Mbl. spurði Albert Guðmunds-
son fjármálaráðherra hvort þarna
væri átt við staðaruppbót eins og
ráðuneytisstjórinn telur, og hvort
þarna gæti verið um lægri upphæð
að ræða en 9%. Hann svaraði:
„Staðaruppbót? Nei. Þarna er um
það að ræða að launin verða skert
um 9%. Ráðuneytið fær 9% minna
til ráðstöfunar og því er um beina
9% lækkun að ræða.“ Um ástæðu
þessa sagði hann að þetta væri til
samræmis eins og fram kæmi í
skýringum með frumvarpinu.
„Allir sem eru á launaskrá hjá
ríkinu, hvort sem þeir eru hér
heima eða erlendis, — þjóðin öll
verður að skilja það að við verðum
að standa saman og ná árangri í
baráttunni við verðbólguna. Fólk
má ekki verða hissa, þegar menn
gera eitthvað annað en að tala um
að gera hlutina," sagði fjármála-
ráðherra.
Tumi er mikill gæðahundur,
segja eigendur hans.
Morgunbladid/Júlíus.
Jarðstöðin Skyggnir arðbært fyrirtæki:
Fjárfesting Mikla norræna
skilar sér tvöföld árlega
Fjögurra ára barn
lést eftir raflost
FJÖGURRA ára gamalt barn lést í
gærkvöldi eftir að hafa fengið raf-
lost á heimili á Seltjarnarnesi. Allt
bendir til að það hafí fengið raf-
straum úr innisjónvarpsloftneti.
Barnið lést skömmu eftir að komið
var með það í sjúkrahús.
Aldrei er nógsamlega varað við
innisjónvarpsloftnetum, sem hægt
er að tengja við rafmagnsinn-
stungur. Fyrir nokkrum árum
urðu alvarleg slys hér á landi af
þeirra völdum.
Ákærður fyr-
ir hundahald
Embætti ríkissaksóknara hefur
gefíð út ákæru á hendur Ólafí
Olafssyni fyrir að halda hund eftir
að hafa verið birtur dómur fyrir
óleyfílegt hundahald í maí á síð-
astliðnu ári. Þann 11. maí 1982 var
gerð dómsátt í málinu. Þetta er
fyrsta ákæran sem gefín er út af
þessu tagi — það er hundaeigandi
er ákærður fyrir að halda hund eft-
ir að dómur hefur gengið í máli
hans, en hingað til hafa menn að-
eins einu sinni verið dæmdir fyrir
sama hundinn og ekkert frekar að-
hafst í rnálínu.
„Ég er mjög undrandi á þessu
þó ég geri mér vissulega grein
fyrir að hundahald er bannað. Ég
hef enn ekki séð ákæruna, þannig
að ég get lítið sagt,“ sagði Ólafur
í samtali við Mbl. í gær. „Tumi er
ákaflega gæfur og hefur aldrei
gert flugu mein,“ sagði ólafur
Olafsson.
MIKLA norræna ritsímafélagið hefur árlegan hagnað af jarðstöðinni
Skyggni og sæsímastrengnum Scotice, sem nemur liðlega tvöfaldri fjár-
festingu félagsins við byggingu stöðvarinnar á sínum tíma. Sæsíma-
strenginn hefur fyrirtækið afskrifað að fullu fyrir allmörgum árum, svo
segja má að þessi greiðsla frá íslensku póst- og símamálastjórninni komi
eingöngu fyrir afnotin af Skyggni, skv. upplýsingum Gústavs Arnar,
yfírverkfræðings Pósts og síma.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag kostaði
jarðstöðin Skyggnir á sínum tíma,
1978—1980, hálfa sjöttu milljón
dollara. Mikla norræna ritsímafé-
lagið á 3/8 hluta í stöðinni, sem
þá voru um 650 milljónir gamalla
króna, eða um 6,5 milljónir ný-
króna. Á síðasta ári voru Mikla
norræna greiddar fyrir einkarétt
sinn á símasambandi milli íslands
og annarra landa 2,3 milljónir
SDR, sem eru um 68 milljónir
króna á gengi dagsins i dag, skv.
upplýsingum sem Mbl. hafði eftir
fjármálastjóra Pósts og síma-
málastofnunarinnar.
Gústav Arnar sagði í samtali
við blm. Morgunblaðsins í gær-
kvöldi, að hlutur Mikla norræna í
landa. Komið hefur fram, að sím- I ur til Mikla norræna. Hækkar fé-
töl til útlanda eru dýrari hér en í lagið kostnað símtala héðan um að
nágrannalöndunum og að mis- minnsta kosti þriðjung, eins og
munurinn rennur að mestu óskipt- I fram kom í Mbl. á þriðjudaginn.
Formannskjör í Sjálfstæðisflokki:
Þrír þingmenn
komnir í framboð
í GÆR var kunnugt um, að þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir
Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson,
höfðu tekið ákvörðun um að gefa kost á sér til formennsku Sjálfstæðis-
flokksins á landsfundi flokksins, sem hefst hinn 3. nóv. nk. Geir
Hallgrímsson, utanríkisráðherra, skýrði frá því í fyrradag, að hann
mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á ný, en hann hefur gegnt
formennsku I Sjálfstæðisflokknum sl. 10 ár.
Kjör formanns á landsfundi opnu Morgunblaðsins í dag er
Sjálfstæðisflokksins fer fram á stutt umsögn frá þingmönnun-
þann veg, að engar ákveðnar til- um þremur um ástæður þess, að
lögur eru gerðar og landsfund- þeir gefa kost á sér til þessa
arfulltrúar geta kjörið hvaða starfs ásamt yfirliti um náms-
sjálfstæðismann, sem er. Á mið- og starfsferil þeirra.
Skyggni hafi verið um ein milljón
SDR (sem er meðalgengi helstu
gjaldmiðla heims) og þá upphæð
fengi félagið til baka rúmlega tvö-
falda árlega. „Það er því alveg
augljóst, að það verður mikið
hagsmunamál fyrir okkur að eign-
ast stöðina sjálfir um leið og hægt
verður, um áramótin 1985—’86.
Það verður okkur mjög hagkvæmt
að eiga stöðina einir og reka hana,
því vitaskuld getum við sjálfir vel
notað þessa peninga til að lækka
símakostnað hér heima og til eigim
afskrifta."
Mikla norræna ritsímafélagið
hefur rétt til að ákvarða gjald
fyrir símtöl á mestum hluta leið-
arinnar milli íslands og annara