Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 ást er... ... aö gera gott úr mistök- um hans. TM Rea U.S. Pit. 0(1 — aN rigMs reserved c 1981 Loe Angetes Times Syndicete IjíHu t'ins «)> þú sért ekki systir mín, því mi(> lanfrar art gera hana þarna afltrýriísama. láttu ekki skotiA geiga! HÖGNI HREKKVÍSI Lát mig minnast ábyrgðar minnar Droplaug- arstaðir virðast gleymast E.Í.V. skrifar: „Kæri Velvakandi. Ef þú hefur pláss í einhverju horni hjá þér, mættir þú minnast á, að það indæla og fórnfúsa fólk, sem ver dýrmætum tíma sínum í að skemmta og stytta stundir eldri borgara okkar á þeim dval- arheimilum, sem eru hér í borg og nágrenni, mætti muna eftir að við eigum nýtt og prýðis gott dvalar- heimili við Snorrabraut, Droplaug- arstaði. Það er eins og þetta vel gerða fólk sem heimsækir Grund o.fl. heimili gleymi að á Drop- laugarstöðum er ágætt hljóðfæri og myndband og margt annað sem hægt er að nota til dægrastytt- ingar fyrir dvalargesti ef einhver lítur til þeirra og eyðir með þeim smá tíma. Það er ails ekki þörf á löngu og vönduðu dagskrárefni, en bara að sýna þessu fólki smá vinsemd og láta það finna að það er ekki alveg gleymt af okkur samborgurunum. Þetta fólk er jú búið að þjóna okkur yngri borgurunum vel og dyggilega langa ævi, og því finnst nú fimmtudagskvöldin (sjón- varpslausu kvöldin) stundum daufleg. Þó gera þær ágætu stúlk- ur sem þarna vinna allt fyrir fólk- ið sem þær hafa tíma til, með kvöldvökum og fl. En það er til- breytni fyrir þetta fólk að sjá ný andlit endrum og eins, og það hef- ur nægan tíma til að hlusta. Vilt þú vinsamlega minnast á þetta ef þú átt smá horn laust við tækifæri í því plássi í blaðinu sem þér er ætlað. Ég á móður nokkuð aldraða þarna og hef svolítið orðið vör við að Droplaugarstaðir virðast gleymast í þessu efni. Kærar þakkir." Svafar Bjarnason, Kópavogi, skrifar: „Velvakandi. Þá er umferðarvikan á enda runnin og langt liðið á norræna umferðaröryggisárið. öllum hefur boðist þátttaka og skulum við vona, að menn hafi notfært sér það og lært eitthvað af því. Til dæmis það að hafa bifreiðir sinar í lagi, í stað þess að aka á þeim eineygðum eða hljóðkútslausum, svo að dæmi sé tekið. Sá sem hefur skilið mikilvægi þessa þáttar í umferðinni og tekið sig á i þeim efnum, hefur um leið stuðlað að öryggi sínu og annarra, að betri umferðarmenningu. En það er þetta með tímaleysið, sem angrar mörg okkar. Við meg- um ekki vera að neinu. Við höfum varla tíma til að fara í vinnuna. Tíminn er svo naumur, að við megum ekki við að missa svo mik- ið sem eina sekúndu. Þess vegna eigum við svo bágt með að taka tillit til erfiðra aðstæðna í um- ferðinni. (Það er verið að tala um að við eigum að haga akstrinum eftir aðstæðum hverju sinni.) Við höfum hreinlega ekki tíma til þess. Og svo naumur er tíminn, að við megum ekki einu sinni vera að því að kveikja ökuljósin. Það er skrýtið að þurfa að segja þetta, en það er sannleikur samt. Það vitum við vel, því að við sjáum ljóslausa bíla í röðum, þegar full ástæða væri til að hafa ökuljósin á. Og ökumennirnir eru oft svo sofandi, að þeir hafa ekki sinnu á að kveikja ljósin, þó að við bend- um þeim á það með því að blikka ljósum. Og ég spyr: Hvað fleira gæti ekki hent þessa ökumenn, vegfarendur góðir? Hvort sem við erum akandi eða gangandi, skulum við nú hugsa með hlýjum hug og hjarta um allt það sem við eigum sameiginlegt. Loks langar mig til að láta eftir- farandi ferðabæn fylgja með þess- um orðum: Drottinn Guð, veit mér vernd þína og lát mig minnast ábyrgðar minnar, er ég ek þessari bifreið. í Jesú nafni. Amen.“ Útvarpsdagskráin dæmigerð fyrir steinrunna kerfiskalla H.G. — þreyttur útvarpshlustandi skrifar: „Velvakandi. í sumar lágu fyrir niðurstöður skoðanakönnunar þeirrar sem Ríkisútvarpið efndi til meðal hlust- enda. Þær sýndu aðeins það sem ðll- um var löngu orðið ljóst nema ráða- mönnum útvarpsins, sem sé að yfir- gnæfandi meirihluti hlustenda vildi fá mun meira af popp- og rokktón- listarþáttum og létta viðtalsþætti með tónlist inni á milli, eins og laugardagseftirmiðdagsþættina { sumar. Og nú átti maður von á, að ráðamennirnir tækju sig á með lækkandi sól og vetrardagskrá og byðu hlustendum upp á nýja og ferska dagskrá, þar sem leitast væri við að fara eftir niðurstöðum skoð- Þessir hringdu .. . Leiðrétting Skúli Möller, formaður karla- kórsins Fóstbræðra hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — I Velvakanda í dag (miðvikudag) anakönnunarinnar (allavega f aðal- atriðum): þungir menningarþættir fengju að finna fyrir niðurskurð- arhnífnum, en létta efnið aukið sem því næmi. En hvað gerist? Jú, svarið er: Nákvæmlega ekki neitt. í vetur skal útvarpsdagskráin vera jafnhundleiðinleg og áður, ef ekki leiðinlegri (í refsingarskyni?). í stað allra skemmtilegu tónlistar- þáttanna sem maður átti von á, verða sömu grautfúlu kvöldvökurn- ar, sinfóníuvælið, ljóðalesturinn og framhaldssögurnar. Ekki svo að skiija að þessir leiðindaþættir megi ekki heyrast í útvarpinu, öðru nær (einhvers staðar verða vondir að vera). En hvaða tilgangi þjónar það eiginlega, að t.d. nú á föstudaginn er haft eftir 5764—3498, að karlakórinn Fóstbræður hafi komið fram í tilteknum sjón- varpsþætti. Þarna var um að ræða Karlakór Reykjavíkur. í framhaldi af því sem þarna er sagt er rétt að taka fram, að Fóstbræður hafa ekki komið fram í sjónvarpsþætti enn sem komið er. Um margra ára skeið voru kjólföt hefðbundinn klæðn- aður karlakóra og halda Fóst- bræður enn tryggð við þá hefð, einn karlakóra í landinu, og klæðast ætíð kjólfötum á opin- berum tónleikum, hvort heldur er innan lands eða utan. verður stanslaust sinfóníuvæl frá kl. 14.30 — 17.10, tveir heilir klukku- tíma þættir í lotu, og ekki nóg með það, heldur skal bæta hálftlma við um kvöldið, auk þess sem hálftfma skammtur verður fyrr um morgun- inn. Þá er hinn ágæti þáttur Guð- mundar Benediktssonar, Upptaktur, látinn víkja (að sjálfsögðu) yfir á þann tíma sem Þriðjudagssyrpa hafði í sumar. En hvar er þá Þriðju- dagssyrpa? Jú, jú, hún er bara horf- in og ekkert komið í staðinn. Sömu sögu er að segja um laugardagseft- irmiðdagsþættina, sem bar mjög hátt í könnuninni. Það er búið að taka þá út af dagskrá og setja ein- hvern hámenningarlegan listaþátt f staðinn!!! Það er sama hvar drepið er niður: Útvarpsdagskráin er alveg dæmi- gerð fyrir steinrunna kerfiskalla, sem virða óskir hlustenda að vett- ugi. Og til að kóróna heimskuna eru allir þeir sem voga sér að setja upp eigin útvarpsstöðvar miskunnar- laust lögsóttir og tæki þeirra gerð upptæk (minnir helst á aðgerðir stjórnvalda fyrir austan járntjald). Það er augljóst mál, að útvarps- ráð verður að gera sér grein fyrir, að það er gersamlega óhæft til að reka útvarp. Það verður þvi að þola sam- keppni frá frjálsum útvarpsstöðv- um, sem undir ströngum lögum myndu bjóða hlustendum upp á vandað útvarpsefni, sem þeir vilja hlusta á. Og það er einmitt mergur- inn málsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.