Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Ctlitsteikning af frystihúsinu sem fyrirhugað er að reisa á Rifi. Þetta er norðurhliðin sem snýr út að höfninni. Uppbygging Hraðfrystihúss Hellissands hf.: „Stefnum að því að taka fisk til söltunar strax í þessum mánuði" — segir Rögnvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Yfirlitsmynd af Rifshöfn, sem sýnir vel staðsetningu nýja frystihússins. UNNIÐ ER af kappi við að endur- reisa fiskhúsin á Hellissandi sem urðu eldi að bráð þann 17. ágúst sl. og er gert ráð fyrir að þar verði aftur hægt að taka á móti fiski til söltunar í þessum mánuði. Þá hef- ur verið ákveðið að endurbyggja ekki frystihúsið á sama stað, held- ur reisa nýtt frystihús á Rifi. Þegar hefur verið hafist handa við það verk og er stefnt að því að bygging- in verði fokheld um miðjan des- ember og komin í gagnið einhvern tíma næsta sumar. „Undirbúningur þessarar framkvæmdar hófst strax dag- inn eftir brunann, því mikilvægt er að geta hafið að minnsta kosti saltfisks- og skreiðarverkunina sem allra fyrst,“ sagði Rögnvald- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf., en húsin sem brunnu eru í eigu þess fyrirtækis. „Það brann allt til kaldra kola nema salthúsin, fiskimjölsverk- smiðjan, skreiðarskemman og ein geymsla. En þannig hagaði til að við notuðum fiskmóttöku, aðgerðarhús og kælda móttöku sameiginlega fyrir frystingu, saltfisk og skreið. Til þess að geta hafið rekstur sem fyrst er nauðsynlegt að endurbyggja kældu móttökuna, aðgerðarhús, vélhús, vinnusal, kaffistofu og hreinlætisaðstöðu. Það er hörku- lið sem vinnur i þessu og vonir standa til að hægt verði að taka á móti fyrsta fiskinum til sölt- unar strax í þessum mánuði. Frystingin verður hins vegar að bíða fyrst um sinn. Það var tekin ákvörðun um það að endur- reisa frystihúsið ekki á sama stað, heldur byggja nýtt á Rifi í um þriggja kílómetra fjarlægð. Það er að vísu óhagræði að hafa rekstur fyrirtækisins á tveimur stöðum, en það hefur einnig ýmsa kosti að reisa nýtt frysti- hús á Rifi. Þetta er framtíðar- staður og höfnin þar er mjög góð. Auk þess var það vilji skipu- lagsstjóra ríkisins, hreppsnefnd- Rögnvaldur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hell- issands. ar og mikils meirihluta íbúanna að nýtt frystihús yrði byggt á Rifi. Nýja frystihúsið verður um 2.100 fermetrar að flatarmáli, eða lítillega stærra en það gamla. Bygging frystihússins var boðin út og bárust níu tilboð. Við tókum því lægsta, frá ístak hf., og hófu þeir verkið fyrir skömmu. Húsið verður sett sam- an úr steyptum einingum, sem gerðar verða í Reykjavík og fluttar á staðinn. Þessi uppbygging kostar sitt og tryggingarféð dugir engan veginn til að endar nái saman, svo við verðum að treysta á lána- stofnanir með fjármögnun," sagði Rögnvaldur Ólafsson að lokum. Á þessum stað kemur nýja frystihúsið til með að rísa. Uppbyggingu fiskhúsa Hraðfrystihúss Hellissands miðar vel áfram og reiknað með að starfsemin hefjist aftur í þessum mánuði. Samþykkt að aflétta forkaups- réttinum eftir 30 ár Á fundi borgarstjórnar Reykjavík- ur á fimmtudag var tillaga Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, um að af- létta forkaupsrétti á íbúðum í verka- mannabústöðum eftir 30 ára sam- fellt eignarhald samþykkt með 12 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 9. Tekur ákvörðunin gildi frá og með 1. nóvember nk. í máli borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins kom fram að eðlilegt sé að maður, sem átt hefur íbúð í 30 ár, fái að selja hana á frjálsum markaði, þótt um verkamannabú- staðaíbúð væri að ræða. Það væri hagkvæmt bæði fyrir einstakling- inn og þjóðfélagið. Skynsamlegra væri að stefna að nýbyggingum á verkamannabústöðum en að ríg- halda í forkaupsrétt á 30—60 ára gömlum íbúðum. Á árinu 1983 hefði byggingarsjóður verkamanna haft 420 milljónir til ráðstöfunar og þar af færu 90 milljónir króna til kaupa á eldri íbúðum, sem byggðar hafa verið á félagslegum grundvelli. Dregst sú fjárhæð frá þeim fjármunum sem til reiðu eru til nýbygginga. Á sl. tveimur árum hafa verkamannabústaðir aðeins keypt 7 íbúðir, sem verið hafa í samfelldri eign seljenda í 30 ár eða meira. Þannig væri ljóst, að sala á þessum íbúðum hefði nánast engin áhrif á möguleika fólks til að eign- ast húsnæði á félagslegum grund- velli. Tveggja og þriggja herbergja íbúðir í verkamannabústöðum væru þær íbúðir sem mest gengju kaupum og sölum í kerfinu og eftir þeim væri eftirspurnin mest. Næðu flestar þeirra aldrei 30 ára sam- felldu eignarhaldi. Sú gagnrýni kom fram á umsögn stjórnar verkamannabústaða um þessa til- lögu, að hún hefði ekki verið fag- lega unnin, þannig að kostir henn- ar og gallar væru metnir. Borgarfulltrúar minnihlutans lýstu sig andvíga þessari tillögu með þeim rökum m.a. að afsal á forkaupsrétti myndi draga úr möguleikum til þess að leysa hús- næðisvanda efnalítils launafólks og að vafasamt væri að aðrir en erf- ingjar seljenda myndu hagnast á slikri ráðstöfun. Skákmót Tímaritsins Skákar: Um þúsund manns hafa skráð sig „UM ÞÚSUND manns hafa nú skráð sig til þátttöku í skákmótið. Gífurleg- ur áhugi er á mótinu og því hefur verið ákveðið að framlengja frest til þess að skila þátttökulistum um nokkra daga,“ sagði Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar, en hann hyggst halda fjölmennasta skákmót fyrr og síðar þann 19. nóv- ember næstkomandi. „Allar símalínur hafa verið rauðglóandi og fjölmargir einstakl- ingar hafa síðustu daga verið að biðja um gögn. Sérstaklega er ánægjulegt hve mikill áhugi er úti um landsbyggðina," sagði Jóhann Þórir. Verðmæti verðlauna verða þau hæstu sem verið hafa á móti hér á landi — eða sem nemur tveimur milljónum króna. Höfóar til .fólksí öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.