Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Friðarhreyfíng eða feigðarboði? — eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Það er árátta þeirra sem tala fyrir friðarhreyfingarnar að telja sig vera sérstaka málsvara al- mennings og segja jafnvel: Al- menningur vill ekki kjarnorku- stríð. Þetta er alveg rétt, en það er eðlilegt að spurt sé: Hver vill kjarnorkustríð? Það hefur ekki frétzt af neinum enn sem komið er, en það er vitað að Sovétríkin búa sig undir það hernaðarlega að geta sigrað í slíku striði. En af staðhæfingum á borð við þessa um vilja almennings er dregin sú ályktun að það beri að koma í veg fyrir aukinn vopnabúnað Atlants- hafsbandalagsins. Þetta er röng niðurstaða af réttri forsendu. í fyrri grein minni vakti ég at- hygli á því að stefnumál friðar- hreyfingarinnar og hagsmunir Sovétríkjanna væru hin sömu. Þetta bendir til þess að mjög var- asamt sé að halda sjónarmiðum friðarhreyfingarinnar á loft vegna þess að það geti haft þveröfug áhrif við það sem ætlað er. En ég hygg að fæstir muni láta sér segj- ast, þótt á þetta sé bent, kæri sig kollótta og segi sem svo, að ekki þurfi allt að vera slæmt sem frá Sovét komi. Aðrir munu kalla þetta lygar og þvætting, hér sé einungis um að ræða tilraun til að sverta friðarhreyfingarnar, koma höggi á þær. Oþægilegar staöreyndir Það er ekkert við því að segja ef menn vilja lifa í fáfræði. Þeir mega það í friði fyrir mér. En hér er ekki verið að sverta friðar- hreyfingarnar, einungis bent á óþægilegar staðreyndir. Af þeim má síðan draga skynsamlegar og óskynsamlegar ályktanir. En hvað með þá sem kæra sig kollótta og segja að Sovétríkin geti haft á réttu að standa stundum. Við þá er í sjálfu sér ekkert annað að segja en að þeir séu skeytingar- lausir um eigin hag og átti sig alls ekki á afleiðingum þess sem þeir gera. Það hefur verið nefnt að ekki sé einhugur um það hvort afvopnun- in á að vera einhliða eða marg- hliða innan friðarhreyfingarinn- ar. En það er rétt að benda á eina afleiðingu þess að friðarhreyf- ingarnar fá að starfa óáreittar á Vesturlöndum, hafa uppi kröfu- spjöld og mótmæli. Það er óhjákvæmilegt að slíkar athafnir eigi sér einungis stað á Vesturlöndum. Friðarsinnar fyrir austan tjald eru settir bak við lás og slá. Það er líka eðlilegt að mót- mælin beinist gegn því sem fram fer í eigin landi eða löndum en ekki annars staðar. Afleiðingin er þrýstingur á eigin stjórnvöld en ekki á stjórnvöld annars staðar. Þótt svo sé látið í veðri vaka, að markmið friðarhreyfinganna sé gagnkvæm afvopnun, um hina þarf ekki að fjölyrða, þá væri það fullkomið óraunsæi að ætla að að- gerðir friðarhreyfinganna stuðl- uðu að því. Eina fyrirsjáanlega af- leiðing af starfsemi friðarhreyf- inganna er sú að vestræn stjórn- völd hiki við að setja upp meðal- drægar kjarnaflaugar. Önnur áhrif eru ekki fyrirsjáanleg, jafn- vel þótt menn vilji annað. Ef svo færi, hefðu Sovétríkin náð einu markmiði utanríkisstefnu sinnar og lítt friðvænlegra í veröldinni. Ef eitthvað væri, hefðu líkurnar á ófriði aukist. Vesturlönd hefðu veikzt og Sovétríkin sæju sér leik á borði. Þetta er afleiðing sem ekki ætti að koma nokkrum á óvart, ef menn einungis vilja sjá veröldina í kringum sig. Friður er pólitískt mál Það hefur verið látið í veðri vaka, að friðarhreyfingar væru ópólitískar. En það stenst ein- faldlega ekki, vegna þess að stríð og friður eru einhver pólitískustu mál sem til eru. Þau eru dæmigerð verkefni stjórnmálamanna. Það má ekki draga þá ályktun af þess- ari staðreynd að öllum sé ekki heimilt að hafa skoðun á því, hvort stjórnvaldsaðgerðir á hverj- um tíma stuðli að friði eða ekki. Það getur hver haft sína skoðun á því, en þær skoðanir eru dæmi- gerðar pólitískar skoðanir. Því er líka haldið fram, að frið- armál gangi þvert á öll flokks- bönd. Þar séu svo miklir hags- munir í húfi að enginn geti verið ósnortinn. Það kann vel að vera að allir eigi að láta friðarmál til sín taka. Það gera allir sem taka þátt í stjórnmálum, sérstaklega þeir sem fjalla um stefnu vestrænna ríkja í öryggis- og friðarmálum og tekið afstöðu til hennar. Hér á ís- landi hafa Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn verið í grundvallarat- riðum sammála um stefnuna í ut- anríkismálum síðastliðna áratugi. Arbók Akureyrar ÁRBÓK Akureyrar 1982 er komin ÚL Þetta er þriðji árgangur Árbókar- innar, sem Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri sendir frá sér. í Árbókinni eru fréttir og mái- efni ársins í máli og myndum. Fjölmargir ljósmyndarar og höfundar leggja til efni. Frétta- annáll ársins er fyrirferðarmest- ur, en mjög skreyttur ljósmynd- um. Sérkaflar eru um heilbrigð- ismál, æskulýðsmál, kvennafram- boð, Iðnaðardeild Sambandsins, skipasmíðar, KEA, sjávarútveg, RÚVAK, leiklist, myndlist, tón- list, söfnin í bænum, íþróttir ’82, siglingaíþróttina, skák, bridge, hestamennsku, módelflug og fall- hlífarstökk. Skrár eru birtar yfir látna, fermda, þá sem sitja í nefndum og voru I framboði. Árbók Akureyrar 1982 varðveit- ir sögu Akureyrar í aðgengilegu formi. Auk þess eru þar almennar upplýsingar um samfélagsmál og tómstundir. Þessi þriðji árgangur af Árbók- inni er 224 síður og í henni eru um 150 myndir. Ritstjóri Árbókarinnar er ólaf- ur H. Torfason. Kuðmundur Heiðar Frímannsson „Það viröast nefnilega sumir trúa því að frið- arhreyfingarnar stuðli að friði. Það gera þær ekki. Það ber öllum að hafa það í huga og hafa orð á því að það eru ekki friðarhreyfingarn- ar sem hafa haldið frið- inn í Evrópu sl. 38 ár.“ Seinni grein Stuðningur við Atlantshafsbanda- lagið er dæmigerð stefna í friðar- málum. Þáttur í baráttu vinstri manna Eitt eiga friðarhreyfingarnar sameiginlegt, andúð á stjórnvöld- um í Bandaríkjunum. Þetta þarf alls ekki að koma á óvart. Frið- arhreyfingarnar hafa verið stór liður í baráttu vinstri manna á Vesturlöndum gegn Atlantshafs- bandalaginu og Bandaríkjunum. í Bretlandi hefur Verkamanna- flokkurinn tekið upp stefnu frið- arhreyfingarinnar þar í landi nán- ast óbreytta: Vill afvopnast ein- hliða án nokkurs samráðs við önn- ur lönd. Hér á íslandi hefur Al- þýðubandalagið haldið málum friðarhreyfinganna mjög á loft. Nú síðast gekk það svo langt að ein deild flokksins sem nefnist Samtök herstöðvaandstæðinga gekk árlega Keflavíkurgöngu og skírði hana upp á nýtt og kallaði friðargöngu. Ef menn einungis vilja sjá það sem fram fer og draga ályktanir af því, þá þurfa þeir ekki að leita lengra. Það sem nefnt hefur verið „barátta fyrir friði", er ekkert annað en þáttur í baráttu vinstri manna og flokka gegn NATO og varnarkerfi Bandaríkjanna. I þessari baráttu er leikið á þann ugg sem menn bera eðlilega um framtíð sína. Það er háskalegur leikur. Heybrókin flæm- ist undan Eflaust vilja einhverjir skilja orð mín svo, að það bæri að banna friðarhreyfingarnar vegna þess að þær skaða málstað Vesturlanda. Það er misskilningur. Þær hafa fullan rétt til að láta skoðanir sín- ar í ljósi, en þær verða líka að sætta sig við að allir eru þeim ekki sammála, þær verði fyrir gagn- rýni eins og þær eiga skilið. Það virðast nefnilega sumir trúa því að friðarhreyfingarnar stuðli að friði. Það gera þær ekki. Það ber‘ öllum að hafa það í huga og hafa orð á því, að það eru ekki friðar- hreyfingarnar sem hafa haldið friðinn í Evrópu sl. 38 ár. Brýnasta verkefni Vesturlanda þessi árin er að bæta þann ójöfnuð sem skapast hefur með tilkomu SS-20-flauga Sovétmanna. Það er verið að gera með því að staðsetja stýriflaugar og Pershing-flaugar í Evrópu. Það gera sér allir grein fyrir því að kjarnorkuvopnum verður ekki beitt í stríði. Til þess er áhættan of mikil. En til að draga úr hættunni á að svo verði gert, þurfa Vesturlönd að koma sér upp þessum flaugum. SS-20- flaugarnar hafa raskað jafnvæg- inu. Sovétmenn verða að trúa því að Vesturlönd geti svarað fyrir sig til að þau freistist ekki í stríð. „Ógn kjarnorkuvopna okkar er í beinu hlutfalli við að svara fyrir okkur, ef á okkur er ráðist. Þetta merkir, að einber tilvist þessara vopna er ekki ógn ef árásaraðilinn trúir því að hann geti með vel tím- asettri og vel útfærðri árás ónýtt öll okkar tæki til að gjalda líku líkt,“ segir Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna. (The New York Review of Books, 18. ágúst 1983.) Þótt kjarn- orkuvopnum verði ekki beitt í stríði, þá má beita þeim sem póli- tískum þrýstingi til að hafa áhrif á gerðir ríkisstjórna. Þessar tvær ástæður, viðhald jafnvægis og hætta á pólitískum þrýstingi, liggja til þess að þörf er á þessum flaugum. Veiklyndi hvetur menn ekki til að halda hlut sínum í þeim jafn- vægisleik sem stjórnmál í Evrópu eru. Það eykur líkurnar á átökum, af því að heybrókin flæmist und- an, andæfir ekki yfirganginum. Friðarhreyfingarnar eru vottur um veiklyndi Vesturlanda. Það væri sögulegt stórslys ef þær næðu markmiðum sínum. Gudmundur Heiöar Frímannsson er menntaskólakennari i Akureyri og skrifar reglulega um bókmennt- ir i Morgunblaðið. Veistu hvað? Vió höjitm tekið \iÖ Mondi merkinu ft'd tískuversluninni Unði Skólavörðustíg og erum meó jullann lageraf Mondi vörum sem við adlum að selja á alveg œöislega góðu verði. Komdu bara og sjdðu! Tískuverslunin Laugavegi 118 Sími 28980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.