Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983
Hluti útsölukjötsins:
Sala stöðvuð
vegna skemmda
HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkursvæðisins hefur stöðvað sölu á 30 til
60 tonnum af kindakjöti frá síðustu sláturtíð vegna skemmda sem vart hefur
orðið í kjötinu vegna frostþurrkunar. Yfirkjötmatsmanni hefur verið falið að
endurmeta kjötið.
Frostþurrkun kjötsins hefur
áhrif á bragðgæði kjötsins og útlit
en gerir það ekki heilsuspillandi á
neinn hátt að, sögn Hróbjarts
Lútherssonar, heilbrigðisfulltrúa.
Sagði Hróbjartur að kæra hefði
borist vegna galla í kjöti sem
reynst hefði af birgðum, sem Af-
urðasala SÍS geymir í gamla
frystihúsi ísbjarnarins á
Seltjarnarnesi. Væru skemmdirn-
ar bundnar við þau rúm 30 tonn af
kjöti sem þar voru, en þær hefðu
orðið til vegna sveiflna í hitastigi í
geymslunum. Sagði Hróbjartur að
sala á öllu kjöti úr þessari
geymslu hefði verið stöðvuð en
það kæmi ekki fram fyrr en eftir
endurmat yfirkjötmatsmanns
hvað af því væri heilt, hvað væri
hæft til vinnslu og hvað væri
dæmt óhæft til neyslu.
Steinþór Þorsteinsson, deildar-
stjóri, í Afurðasölu SÍS sagði að
innan við 60 tonn væru í geymslu
ísbjarnarins en kjötið væri þar
vegna þess að sláturleyfishafarnir
hefðu ekki haft aðstöðu til að
geyma það heima fyrir. Ekki sagð-
ist Steinþór vita hvað mikið hefði
verið afgreitt þaðan síðustu vikur
en það skipti tugum tonna. Sagði
Steinþór að ekki hefði borið neitt
á kvörtunum vegna galla í kjötinu
fyrr en þessi kæra hefði komið, en
hafa beri í huga að þetta kjöt væri
orðið eins árs gamalt og væri
40—50% ódýrara og ekki hægt að
gera sömu kröfur um gæði og þeg-
ar kjöt af nýslátruðu væri keypt.
Andrés Jóhannesson, yfirkjöt-
matsmaður sagði að þessi frost-
þurrkun í kjötinu væri hlutur sem
alltaf mætti búast við en vildi ekki
tjá sig um málið að öðru leyti fyrr
en hann hefði lokið við að endur-
meta kjötið sem væntanlega yrði í
dag.
Morgunblaðift/Júlfus.
Ók á biðskýli SVR
NÝLEGRI fólksbifreið var ekið á biðskýli Strætisvagna Reykjavíkur við Austurbrún laust fyrir klukkan
fimm í gær. Skýlið lagðist að hluta saman, en sem betur fer var enginn í skýlinu þegar slysið átti sér stað.
Lést af slysföriim
í Bremerhaven
SKIPVERJI á flutningaskipinu
Svaninum, sem er í slipp í Brem-
erhaven í Þýskalandi, féll niður af
vinnupalli við skipið á þriðjudags-
morguninn og íést samstundis.
Hann hét Garðar Ólafsson, til heim-
ilis að Yrsufelli 7 í Reykjavík.
Fregnir af slysinu eru enn óljós-
ar en það mun hafa viljað þannig
til að Garðar heitinn var að vinna
við málningu á vinnupalli þegar
hann mun hafa hrasað og fallið
niður í slippinn, skv. upplýsingum
útgerðar skipsins. Annar maður
var og á pallinum, en sá leit af
Garðari andartak og sá hann því
ekki hvernig slysið vildi til.
Garðar Ólafsson lætur eftir sig
sambýliskonu, tvö fósturbörn og
tvö börn af fyrra hjónabandi.
iA
Garðar Ólafsson háseti,
bana i Bremerhaven.
beið
6 sækja um stöðu fram-
kvæmdastjóra BÚR
SEX umsóknir bárust um stöðu
framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar
Reykjavíkur en umsóknarfrestur
rann út um sl. helgi. Útgerðarráð
mun fjalla um umsóknirnar á morg-
un en ráðið verður í stöðuna frá og
Fræðslustjóraembættið
í Reykjavflí:
__
Aslaug sett
til eins árs
„ÉG HEF sett Áslaugu til eins árs
þannig að hún missir ekkert í laun-
um. Þessi niðurstaða hefur verið
kynnt henni og ég veit ekki betur en
að hún sé sátt við hana,“ sagði
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, en hún setti í gær Ásl-
augu Brynjólfsdóttur yfirkennara
fræðslustjóra í Reykjavíkurumdæmi
um eins árs skeið, frá 1. október að
telja.
Ragnhildur sagði einnig að það
væri mikill misskilningur sem
fram hefði komið í þessu máli, að
lögin veiti rétt til skipunar. Hún
sagði síðan: „Það má hins vegar
skipa hana. En með hliðsjón af
niðurstöðu meirihluta fræðsluráðs
og því að ég tel rétt að skipu-
lagsbreyting sú, sem gerð var til
bráðabirgða með samningi milli
Reykjavíkurborgar og ráðuneytis,
frá í vor verði gerð með lagabreyt-
ingu. Þegar sú lagabreyting hefur
tekið gildi tel ég rétt að skipa
fræðslustjóra og þá gilda öll rétt-
indi einnig fyrir skipunartímann."
með næstu áramótum.
Umsækjendur eru báðir núver-
andi framkvæmdastjórar BÚR,
Björgvin Guðmundsson og Einar
Sveinsson, en aðrir umsækjendur
eru Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Almenna bókafélagsins, Jón
Ármann Héðinsson, fyrrv. alþing-
ismaður, Hilmar Victorsson,
skrifstofustjóri Sölu varnarliðs-
eigna, og Björn Jóhannsson, for-
stjóri Ofnasmiðjunnar.
Ráðið er í nýja stöðu hjá BÚR,
þar sem framkvæmdastjórar hafa
verið tveir en með skipulagsbreyt-
ingum verður einn framkvæmda-
stjóri og fjórir deildarstjórar.
85 milljóna tjón vegna
kartöfluuppskerubrests
TJÓN kartöflubænda vegna upp-
skerubrestsins í haust er talið nema
85 milljónum, en uppskeran dugar
rétt rúmlega sem útsæði næsta vor.
Þetta kom fram á fundi kartöflu-
bænda sem haldinn var að tilhlutan
landbúnaðarráðherra á Hellu í fyrra-
kvöld. Fundinn sóttu um 100 kart-
öflubændur og var þar rætt um
vanda bænda vegna uppskerubrests-
ins og leiðir til úrbóta.
I máli landbúnaðarráðherra
kom fram að engar aðgerðir hafa
verið ákveðnar til stuðnings kart-
Jón Nikódemusson á
Sauðárkróki er látinn
Sauðárkróki, 12október.
LÁTINN er á Sauðárkróki Jón Nikó-
demusson, fyrrverandi hitaveitustjóri.
Hann fæddist í Holtskoti í Seylu-
hreppi 7. apríl 1905, sonur hjónanna
Nikódemusar Jónssonar og Valgerð-
ar Jónsdóttur. Jón nam vélsmíði á
Siglufirði og Akureyri og var meist-
ari í þeirri iðngrein. Hann starfaði
iengi við vélgæslu hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga en rak einnig eigið
vélaverkstæði. Vatnsveitustjóri á
Sauðárkróki varð Jón 1946 og þegar
hafist var handa með lagningu hita-
veitu til bæjarins 1952 hafði hann
umsjón með því verki. Jón vann það
einstæða afrek að smíða af eigin
rammleik jarðbor, sem notaður var í
nokkur ár með góðum árangri. Þegar
Hitaveita Sauðárkróks tók til starfa
1953 var Jón ráðinn hitaveitustjóri
og gegndi hann því starfi til ársins
1973. Hann var einn af stofnendum
Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks,
formaður þess í nokkur ár og síðar
heiðursfélagi. Jón Nikódemusson var
orðlagður hagleiksmaður og marg-
fróður um tæknileg efni. Hjá honum
leituðu margir ráða og liðsinnis,
enda greiðvikni hans rómuð.
Eftirlifandi kona Jóns er Anna
Friðriksdóttir.
— Kári.
öflubændum en sett hefði verið á
laggirnar starfshópur með full-
trúum fjögurra ráðuneyta til að
finna leiðir til lausnar málsins. í
iok fundarins var samþykkt álykt-
un þar sem skorað er á ríkisstjórn
og alþingi að útvega Bjargráða-
sjóði fé og leita annarra leiða til
stuðnings kartöflubændum vegna
hins alvarlega uppskerubrests.
Karlsefni RE:
Fékk 31,23
krónur fyrir
kflóið af
blálöngu
SKUTTOGARINN Karlsefni RE
seldi gær samtals 229,5 lestir í Cux-
haven. Meirihluti aflans var karfi en
11 lestir voru blálanga og fengust
31,23 krónur að meðaltali fyrir kfló-
ið af henni.
Heildarverð aflans var 4.848.000
krónur, meðalverð 21,12. 197,7
lestir aflans voru karfi og var
meðalverð þess hluta 21,61 króna.
12 lestir fóru í gúanó fyrir 32 aura
kílóið og dró það meðalverðið lít-
illega niður.
Steingrímur Hermannsson um undirskriftalista verkalýðshreyfingarinnar:
Ekkert undrandi á þessum fjölda
— Ákaflega erfitt að neita að skrifa,
þegar ákveðið er gengið eftir
„ÉG ER út af fyrir sig ekkert
undrandi á þessum fjölda. Ég held
að það hljóti að vera ákaflega erf-
itt að neita að skrifa undir svona
lista, þegar ákveðið er gengið eftir.
Það er verið að skoða listana. Við
höfðum eiginlega hugsað okkur að
senda öllum þeim sem skrifuðu á
listana ákveðnar upplýsingar um
þróun mála og skýringar á því
hvers vegna afnám samningsréttar
var talið nauðsynlegt, en það vant-
ar heimilisróngin á iistana, þannig
að sú ákvörðun er líklega ófram-
kvæmanleg,“ sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
er blm. Mbl. spurði hann álits á
niðurstöðum undirskriftarherferð-
ar verkalýðshreyfingarinnar, en
honum og aldursforseta Alþingis
voru afhentir undirskriftarlistarnir
sl. mánudag.
Steingrími barst einnig þann
sama dag hraðbréf frá Húsavík.
Hann sagði að þar hefði verið
um að ræða undirskriftir um 120
Húsvíkinga þar sem þeir lýsa yf-
ir vilja sínum til að ríkisstjórnin
fái lengri frest til að ná niður
verðbólgunni.
Áritunin á listunum er svo-
hljóðandi að sögn Steingríms:
„Við undirritaðir erum tilbúnir
að gefa ríkisstjórninni lengri
frest til að ná niður verðbólg-
unni og ná meiri festu í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, áður en
hafnar séu aðgerðir í kaup-
gjaldsmálum." Steingrímur
sagði að í meðfylgjandi bréfi,
stíluðu á sig, hefði komið fram
að listar þessir voru látnir liggja
frammi á þeim sömu vinnustöð-
um og listar ASl lágu frammi. í
bréfinu var tiltekið að listum
þessum hefði hvergi verið otað
að fólki, en þeir hefðu aftur á
móti verið eyðilagðir á stærsta
vinnustaðnum á Húsavík. Einnig
var sagt í bréfinu, að þeir sem
undirrituðu listana væru ekki að
mæla með afnámi samningsrétt-
ar heldur að biðja um að friður
haldist á vinnumarkaði meðan
festa kæmist á efnahag þjóðar-
innar.