Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS Um mánuði ársins Fyrir nokkrum dögum var minnst á kvæðið um mánuði ársins, hina tólf syni tímans, hér í blaðinu (í Dagbókinni). Aðalbjörg Baldursdóttir, Rvík, og Guðrún Helgadóttir, Hafnarfirði, höfðu samband við okkur og hjálpuðu upp á sakirnar. Kvæði þetta birtist í lestrarbókinni „Ungi litli“, sem Steingrímur Arason tók saman, og eftir því sem næst verður komist, mun kvæðið vera eftir hann. Hinir tólf synir tímans Tólf eru synir tímans, sem tifa fram hjá mér. Janúar er á undan með árið í faðmi sér. Febrúar á fannir rí læðist geislinn lágt. mars þó blási oft biturt, þá birtir smátt og smátt. í apríl sumrar aftur rí ómar söngur nýr. maí flytur fólkið og fuglinn hreiður býr. í júní sest ei sólin, brosir blómafjöldi. júlí baggi er bundinn og borðuð töðugjöld. í ágúst slá menn engið og börnin tfna ber. í september fer söngfugl og sumardýrðin þverr. í október fer skólinn að bjóða bðrnum heim. í nóvember er náttlangt í norðurljósa geim. Þótt desember sé dimmur dýrðleg á hann jól. Með honum endar árið og aftur hækkar sól. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til lostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. í anda friðar- hugsjónarinnar Auðbjörg skrifar: „Hvernig geta friðargöngur talist róttækar? Þar er verið að berjast fyrir lífinu, sem er íhaldssamasta og elsta bar- áttuefni mannsins. Þetta sögðu þær María Jó- hanna Lárusdóttir og Guðrún Agnarsdóttir þingmaður á blaðamannafundi, þegar þær komu aftur heim úr friðar- göngu kvenna í sumar. Þessar tvær konur eiga vissulega skilið þakklæti okkar, af því að þær voru full- trúar íslands í friðargöngu norrænna kvenna, sem farin var frá New York til Washing- ton. Þær eru búnar að upplifa fagra og dýrmæta reynslu, sem verður vonandi upphafið að því sem þær vilja og geta gert ásamt öðrum konum fyrir frið- arhugsjónina hér heima. Og þar sem Guðrún Agnars- dóttir er þingmaður, þá er von- andi að hún taki nú upp bar- áttu fyrir því á næsta þingi, að fóstureyðingafrumvarpið verði rækilega endurskoðað og helst að lögin um frjálsar fóstureyð- ingar verði numin úr gildi og fóstureyðingar ekki leyfðar nema í neyðartilfellum. Slíkt væri í anda friðarhugsjón- arinnar." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Honum var orðið það afhuga. Rétt væri: Hann var orðinn því afhuga. SIGGA V/öGA £ ‘ÍILVE&W 'MFA' Félagsmálaskóli alþýöu 1. önn 30. október til 12. nóvember. 1. önn verður haldin í Félagsmálaskóla alþýðu dagana 30. okt.—12. nóv. nk. í Ölfusborgum. Viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfarandi: Félags- og fundarstörf, ræðumennska, framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, saga verkalýöshreyf- ingarinnar, vinnuréttur, stefnuyfirlýsing ASÍ, kjara- rannsóknir, og vísitölur, undirstööuatriði félags- fræði, vinnuvernd og hópefli (leiöbeining í hóp- vinnu). Námstafið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og al- mennum umræðum. Flesta daga er unnið frá 08.30—19.00 með hléum. Nokkur kvöld á meðan skólinn starfar verða menningardagskrár, list- kynningar, upplestur og skemmtanir. Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist í Félagsmálaskólanum. Hámarksfjöldi á önninni er 25. Umsóknir um skólavist þurfa aö berast skrif- stofu MFA fyrir 26. október. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar- og fræöslusamband alþýöu. Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ** Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu, antikeik, mahogany, palesander oa •• 10 tegundir til viöbótar. I BJÖRNINN HF V«rð frá aöelns kr. 75 pr m’. Skúlatúni 4 - Simi 25150 - Reykjavík EG GET EKKI BORGWÞÉR FYRR EN R MORGUN, MRGGfl. ÞEIR ORBGR EKKl i HRPP-) DR'CTTINU FVRR EN ÞR, izt 'J/OG HVERT /KFUlPfl^ VMiÐny

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.