Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Sfldveiðar í Norðursjó: Norðmenn fá leyfi til að veiða á ný 08ló, 12. október. Frá Per A. Borglund, frétUriUra Morgunbladsins. NORSKUM skipum er nú heimilt að hefja síldveiðar á veiðisvæði Efna- hagsbandalagsins í Norðursjó að nýju. Er árskvótinn 31.000 tonn. Þetta varð fyrst ljóst eftir fund sjávarútvegsráðherra Efnahags- bandalagsins í byrjun síðustu viku. Var kvóti Norðmanna endur- skoðaður í kjölfar mikilla umræð- na um gagnkvæm fiskveiðiréttindi innan bandalagsins. Samkvæmt þessu nýja samkomulagi mega Norðmenn veiða 10.000 tonn af síld til viðbótar. Hundahald bannað með lögum í Peking Peking, 12. október. AP. BORGARYFIRVÖLD í Peking hafa bannað hundahald í borginni. Segja þau hunda ógna öryggi almennings og af þeim stafi jafnframt óþrifnaður, auk þess sem þeir geta borið með sér ýmsar pestar. Lögreglan er þó undanþegin banninu og fær að hafa hunda sína áfram og ennfremur munu einstaka undanþágur leyfðar að uppfylltum viðhlítandi skilyrðum. Að sögn borgaryfirvalda tekur bannið gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Brot á því hefur í för með sér sekt, sem nemur um 700 íslenskum krónum. Jafnframt verður viðkomandi hundi umsvifa- laust lógað. Gerist það, að hundur bíti mann, þarf eigandi hans að standa straum af öllum hugsan- legum lækniskostnaði fórnar- lambsins, auk þess sem sektin tvö- faldast. Fjöldi hunda hefur farið ört vaxandi í Peking á undanförnum árum. Hefur í síauknum mæli ver- ið kvartað undan hundum, sem flækst hafa að heiman og átt það til að glefsa í fólk eða hreinlega bíta. Þrátt fyrir þessi nýju lög yf- irvalda er talið, að erlendum sendiráðsstarfsmönnum líðist að hundsa bannið. Lest flutninga- skipa föst í ís Moskvu, 12. október. AP. LEST 15 sovéskra flutningaskipa er nú lokuð inni á Chukot-hafi á milli austasta odda Sovétríkjanna og Al- aska, þar sem óvenjumikill ís er nú á þeim slóðum miðað við árstíma. Eitt skipanna hefur þegar sokkið í sæ undan þrýstingi íssins og öðru er nú ógnað að því er skýrt var frá í Izvestia í gær. Segir blaðið þennan mikla ís stafa af því, að suðrænir vindar, sem ríkja þar að sumri til, hafi látið á sér standa að þessu sinni og því hafi hitastig sjávar verið mun lægra en venja ber til þegar vetur gengur í garð. Sovésk flutninga- skip sigla þessa leið með reglu- bundnu millibili og er þetta í fyrsta sinn í fjöldamörg ár, að þau lenda í slíkum vandræðum á þess- um slóðum. Hárgreiðslan kost aði hann vinnuna Bristol, Englandi, 12. október. AP. ATJÁN ára gömlum starfsmanni hefur verið sagt upp hjá Rolls Royce-verksmiðjunum í Bristol. Uppsögn þessi þykir kannski ekki tíðindum sæta, nema fyrir þá sök, að ástæðan fyrir henni þykir harla óvenjuleg. Porráðamönnum fyrir- tækisins töldu öðrum starfs- mönnum fyrirtækisins nefnilega stafa hætta af hári piltsins. Sá, sem hér um ræðir, heitir Peter Mortiboy og er einlægur unnandi svonefnds pönk-rokks. Til þess að undirstrika áhuga sinn enn frekar fylgir Mortiboy hártísku pönkaranna út í ystu æsar. Er hárið greitt í langa brodda og feiti borin í svo þeir standi út í loftið. Reyndar var Mortiboy öllu stórtækari og not- aði þykkt lím, sem síðan varð grjóthart. Og það voru einmitt þessir broddar, sem forráðamenn fyrir- tækisins óttuðust. Töldu þeir hættu á, að þeir kynnu að rekast í augu annarra starfsmanna og valda þannig alvarlegu tjóni á sjón þeirra. Broddarnir voru enda ekki af styttri gerðinni, 20-22 sm langir. Sjálfur unir Mortiboy þessum úrskurði illa og segir röksemda- færslu fyrirtækisins á sandi byggða. „Ég hef farið allra minna ferða án þess nokkurn tímann að valda fólki meiðslum. Eina vandamálið er þegar ég sef. Þá verð ég alltaf að liggja á maganum." Ausíurriki: Vilia halda áskorendaeinvígið Vín, 12. október. AP. Borgarstjórnin í austurrísku borg- inni Hollabrunn hefur boðist til að halda áskorendaeinvígið í skák, sem nú hefur verið ákveðið að halda að nýju, milli þeirra stórmeistaranna Zoltan Riblis frá Ungverjalandi og Vasily Smyslovs frá Sovétríkjunum. Forseti austurríska skáksam- bandsins, Kurt Jungwirth, sagði, að borgarstjórnin í Hollabrunn hefði boiðist til að skipuleggja ein- vígið eftir að keppendurnir fyrr- nefndu hefðu báðir lýst áhuga sín- um á Austurríki sem keppnisstað. Sagði hann ennfremur, að hitt einvlgið, milH þeirra Korchnois og Kasparovs, færi að öllum líkind- um fram í Rotterdam í Hollandi. Florencio Campomanes, forseti Fide, vék þeim báðum, Smyslov og Kasparov, frá keppni 9. ágúst sl. vegna þess, að þeir vildu ekki tefla í Pasadena og Abu Dhabi, en nú hefur samist um að halda einvígin þrátt fyrir allt. Gekk berserksgang og myrti þrjá menn í SÍÐUSTU viku gekk ungur maður berserksgang í Quezon, einni útborga Manila á Filipps- eyjum, og stakk þrjá menn til bana áður en hann féll sjálfur fyrir byssukúlum lögreglunnar. A efri myndinni sést hvar lög- reglumaðurinn Epifano Canson, sem skarst í leikinn þótt hann væri ekki á vakt, skýtur að unga manninum en skotið geigaði og þegar hann reyndi aftur var byssan tóm. Canson ætlaði þá að flýja en hrasaði og féll í götuna. Hér er ungi maður- inn kominn yfir Canson með hníf- inn og því lauk þannig, að hann stakk lögreglu- manninn til bana mörgum stungum. Þá kom annar lög- reglumaður aðvíf- andi og skaut unga drápsmanninn til bana. Fjölmennustu mótmæli í Chile í áratug: Margir báru myndir af horfnum ættingjum Santiago, Chile, 12. október. AP. TUGIR þúsunda almennra borgara efndu til mikilla mótmæla í höfuð- borg Chile, Santiago, í gærkvöldi. Eru þetta fjölmennustu mótmæli gegn stjórnvöldum í áratug, eða frá því herstjórnin tók við völdum. Mót- mælin voru haldin með samþykki yfirvalda, en lögregla beitti síðan vatni og táragasi til að sundra mannfjöldanum. Samkoman í gærkvöldi var sú sjötta í röð mánaðarlegra mót- mæla gegn herstjórninni. Beinist óánægja fólksins einkum gegn miklu atvinnuleysi í landinu og öllum þeim þvingunum, sem al- menningur er beittur af stjórn Pinochet. Mótmælin í gær fylgdu í kjölfar skipulagðra hverfisbund- inna mótmæla undanfarna daga. Mótmælafundurinn í gærkvöldi var haldinn í skjóli mánaðargam- alla laga, sem kveða á um aukið fundafrelsi í landinu. Yfirvöld voru hins vegar ekki sátt við upp- haflegan samkomustað, þar sem 25.000 manns efndu til fundar í síðasta mánuði og lýstu yfir stuðningi við stjórnvöld. Var fundurinn í gær haldinn fáum kílómetrum frá þeim stað og er talið að 50.000 manns hafi safnast þar saman. Margir fundarmanna báru mót- mælaspjöld og þá sáust einnig nokkur stór líkneski af Salvador Allende, fyrrum forseta landsins, sem hrundið var frá völdum í bylt- ingu hersins 1973. Þá bar fjöldi fólks stórar myndir af ættingjum, sem horfið hafa í valdatíð herfor- ingjastjórnarinnar. Viðurkenna slys við geimskotið Moskru, 12. oklóber. AP. HEIMILDIR á meðal sovéskfa yfír- valda hafa tjáð vestrænum frétta- mönnura, að þrír geimfarar hafi slas- ast þegar slys varð við geimskot fyrir þann 27. september síðastliðinn. Fyrstu fregnir af slysi þessu bárust frá Bandaríkjamönnum í byrjun mánaðarins. Þá var ekki vitað hvort manntjón hefði orðið þegar eldflaugin, sem bera átti geimfarið, sprakk. Geimfararnir þrír, þar af ein kona, áttu að halda til móts við Salyut-7 geimfarið, sem er á braut um jörðu. Var ætlunin að þeir dveldust í vikutíma í Salyut-7. Tveir geimfarar eru þar um borð og hafa verið frá 28. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.