Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983
25
Irnór og hinn frægi Maradona kljást í leik, nú eru þeir bádir meiddir og leika
:kki knattspyrnu í næstunni.
[janesbrautar:
mkvæmd
tilefni af fyrirhugðu útboði fram-
kvæmda við Reykjanesbraut frá Kapla-
krika að Vifilsstaðavegi.
Bæjarstjórnin krefst þess að
áfangaskipting framkvæmdanna,
reynist hún nauðsynleg, verði við
Arnarnesveg en ekki við Vífilsstaða-
veg. Bæjarstjórnin minnir á, að
Vegagerð ríkisins hafi lagt fram
gögn sem sanni, að lagning Reykja-
nesbrautar milli Hafnarfjarðar og
Breiðholts sé „arðbærasta vega-
framkvæmd á landinu öllu. Þannig
er lagning vegarins gífurlegt hags-
munamál landsmanna", segir í álykt-
un bæjarstjórnarinnar.
„Við lausn deilumála um lagningu
Hafnarfjarðarvegar var eitt af úr-
slitaatriðum samhljóða yfirlýsing
allra þingmanna kjördæmisins um
að þeir myndu beita sér fyrir að
framkvæmdum yrði hraðað við lagn-
ingu Reykjanesbrautar", segir enn-
fremur. „Af umræðum um forgangs-
röðun vegaframkvæmda í Garðabæ á
árunum 1980—1981 er öllum ljóst
mikilvægi þess, að létta umferð af
Hafnarfjarðarvegi. Það sem bæjar-
stjórn fer fram á, er að staðið verði
við þær yfirlýsingar, sem þá voru
gefnar munnlega og skriflega. Það
hefur ávallt verið skoðun bæjar-
stjórnar að ekki sé fært að hleypa
umferð á Reykjanesbraut að sunnan
frá Kaplakrika nema með tengingu
við Arnarnesveg. Önnur áfanga-
skipting framkvæmdanna, eins og
t landinu
tenging við Vífilsstaðaveg, eykur
umferð um íbúðahverfi í bænum m.a.
vegna ljósastýringar Hafnarfjarð-
arvegar. Bæjarstjórn getur því alls
ekki fallist á, að vegurinn verði
opnaður fyrir umferð fyrr en hann
hefur a.m.k. verið tengdur Arnar-
nesvegi", segir í niðurlagi ályktunar
bæjarstjórnar Garðabæjar.
fsögn þingmennsku:
tin almennt
ssagutta?“
lags jafnaöarmanna, ástæöu tillöguflutnings
flokksins eða ríkisstjórnarinnar.
Stefán sagði að ekki hefði verið
neitt við kjörbréfið sjálft að at-
huga og Sjálfstæðisflokkurinn
hefði bjargað leyfisbeiðni þing-
mannsins með því að láta hann
skrifa nýtt bréf með tilgreindum
tímatakmörkunum. „Við erum
með þessu fyrst og fremst að fá
þeirri spurningu svarað, hvort
þingmenn hafi það almennt á til-
finningunni að þeir séu að gera
ekki neitt," sagði hann að lokum.
Ellert B. Schram sagði aðspurð-
ur um efni þingsályktunartillög-
unnar: „Mín persóna er miklu
merkilegri heldur en ég hafði vit-
að úr því heill þingflokkur tekur
þetta sérstaklega fyrir sem sitt
fyrsta mál.“ Hann sagðist að-
spurður fara að hugsa sitt ráð, ef
til þess kæmi að Alþingi sam-
þykkti tillöguna. „Ef Alþingi sam-
þykkir að skora á mig að hætta, þá
er spurningin hverjir ráða: Al-
þingi, kjósendur eða viðkomandi
menn,“ sagði hann.
Frambjóðendur við formannskjör
Þrír þingmenn Sjálfstæöisflokksins, þeir Birgir ísl. Gunnarsson, Friörik
Sophusson og Þorsteinn Pálsson, hafa ákveöiö aö gefa kost á sér viö for-
mannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst hinn 3. nóvember nk.
Morgunblaöið óskaði eftir því við þingmennina þrjá í gær, aö þeir geröu
grein fyrir því, hvers vegna þeir hefðu tekið ákvöröun um aö leita eftir kjöri
formanns og fara svör þeirra hér á eftir:
Birgir ísl.
Gunnarsson
„Eftir að það spurðist að Geir
Hallgrímsson myndi væntanlega
ekki gefa kost á sér til áframhald-
andi formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum hafa ýmsir flokksmenn
víða um land haft samband við
mig og hvatt mig til að gefa kost á
mér. Nú þegar ákvörðun Geirs
liggur fyrir hef ég tekið þá ákvörð-
un að vera í framboði.
Sjálfstæðisflokkurinn á að vera
víðsýnn og frjálslyndur stjórn-
málaflokkur. Innan hans vébanda
rúmast ýmsir þjóðfélagshópar t.d.
launþegar og vinnuveitendur,
menntamenn og bændur, sjómenn
og útvegsmenn. Þessir ólíku hópar
hafa fundið sameiginlegum hug-
sjónum sínum farveg í Sjálfstæð-
isflokknum.
Ég lít á það sem eitt höfuðverk-
efni formanns flokksins að
tryggja að svo verði áfram.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú
sterkt og sameinað þjóðfélagsafl
og þegar á bjátar í þjóðfélaginu er
til hans leitað. Fólk trúir honum
og treystir, þegar mikið liggur við.
Flokkurinn er brjóstvörn borgara-
legs lýðræðis á íslandi. Það er því
höfuðnauðsyn að samhæfa alla
krafta hans og koma í veg fyrir
sundrungu innan hans.
Kosningabarátta um formanns-
sætið fer nú fram fyrir opnum
tjöldum. Það sýnir styrk flokksins.
Aðalatriðið er að baráttan verði
drengileg og að allir uni úrslitum.
Fyrir mitt leyti mun ég stuðla
að því að svo verði."
- • -
Birgir ísl. Gunnarsson er fæddur
19.7. 1936 í Reykjavík. Foreldrar:
Gunnar E. Benediktsson, hrl. og
Jórunn Isleifsdóttir. Stúdent frá
MR 1955. Lögfræðipróf frá Há-
skóla íslands vorið 1961. Fram-
kvæmdastjóri Sambands ungra
sjálfstæðismanna 1961—1963. Rak
eigin lögfræðistofu 1963—1972.
Borgarfulltrúi í Reykjavík og
jafnframt í borgarráði 1962—
1982. Borgarstjóri í Reykjavík
1972—1978. Alþingismaður Reyk-
víkinga frá 1979. Formaður Vöku,
fél. lýðræðissinnaðra stúdenta
1956—1957. Formaður Stúdenta-
ráðs 1957—1958. Sat í Háskólaráði
sem ful'trúi stúdenta 1958—1959.
í stjórn Heimdallar 1956—1962,
þar af formaður 1959—1962. For-
maður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna 1967—1969. Formað-
ur framkvæmdastjórnar Sjálf-
stæðisflokksins frá 1979. Hefur
setið í stjórn Landsvirkjunar frá
1965. Er nú formaður Stóriðju-
nefndar á vegum iðnaðarráðu-
neytisins. Kvæntur Sonju Back-
man og eiga þau 4 börn.
Friðrik
Sophusson
„Ég hef ákveðið að gefa kost á
mér sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins nú, þegar Geir Hall-
grímsson hefur kunngert, að hann
láti af forystu í Sjálfstæðisflokkn-
um. Síðastliðin tvö ár, sem hafa á
ýmsan hátt verið flokknum erfið,
hef ég starfað við hlið Geirs sem
varaformaður og er það dýrmæt
reynsla.
Á tímum hraða og örra breyt-
inga er höfuðnauðsyn, að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði áfram
sterkt, sameinað afl, sem stendur
vörð um þau verðmæti, sem hafa
verið kjölfestan í íslenzku þjóðlífi.
Um leið verður hann að sýna
dirfsku á nýjum tímum og svara
kröfum breyttra viðhorfa.
Það er verkefni næstu ára fyrir
formann stærsta stjórnmála-
flokksins að leiða hann af festu og
lipurð inn í nýjan tíma og berjast
fyrir því, að flokkurinn nái meiri-
hluta á Alþingi á sama hátt og í
borgarstjórn Reykjavíkur. Það er
baráttumál, sem allir sjálfstæð-
ismenn munu sameinast um á
næstu árum.
Ég er tilbúinn til að leiða flokk-
inn í þessari baráttu og mun því
keppa að því að fá traust til þess á
landsfundinum.
Þessi formannskosning verður
keppni milli samherja og ég veit
að sjálfstæðismenn munu standa
þétt og einhuga saman að lands-
fundi loknum."
- • -
Friðrik Sophusson er fæddur i
Reykjavík 18.10. 1943. Foreldrar
hans eru Sophus A. Guðmundsson,
skrifstofustjóri og Áslaug
Frðriksdóttir, skólastjóri. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1963 og lauk lögfræði-
prófi frá Háskóla íslands árið
1972. Hann var framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands
1972—78, þegar hann tók sæti á
Alþingi. Hann hefur stundað
kennslu og unnið við fram-
kvæmdastjórn í frystihúsi auk
annarra starfa. Friðrik var for-
maður Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, og sat í Stúd-
entaráði Háskóla Islands. Hann
var kjörinn í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins 1969 og formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna
var hann 1973—77. Hann hefur
síðastliðin 2 ár verið varaformað-
ur Sjálfstæðisflokksins. Friðrik er
kvæntur Helgu Jóakimsdóttui
hárgreiðslumeistara. Hann er 5
barna faðir.
Þorsteinn
Pálsson
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur
strítt við innri vandamál nokkur
undanfarin ár. Hann er nú sam-
einaður á ný og hefur í tvennum
undangengnum kosningum sótt
aukinn liðsstyrk. Geir Hallgríms-
son hefur haft forystu á hendi á
þessum erfiðu tímum. Hann hefur
nú ákveðið, þegar flokkurinn er í
sókn á ný, að láta af formennsku.
Hann sagði í ræðu í Varðarferð í
sumar, að eðlilegt væri, að menn
undirbyggju kynslóðaskipti í for-
ystu flokksins. Síðan hafa farið
fram umræður innan flokksins.
Ég hef fundið víðtækt traust til
þess að takast þetta vandasama
verkefni á hendur. Ég tel eðlilegt,
að landsfundurinn geri út um mál-
ið og velji einn mann úr hópi sam-
herja til starfsins. Það er liðin tíð,
að svo veigamikil mál séu afgreidd
á bak við tjöldin.
Sjálfstæðismenn munu ganga
til landsfundar með þessu hugar-
fari og Sjálfstæðisflokkurinn mun
að leikslokum verða sterkari og
samhentari en fyrr. Ég er reiðubú-
inn að þjóna hugsjón Sjálfstæðis-
flokksins þar sem stétt starfar
með stétt í þeirri vissu, að þessi
frjálslynda borgaralega samfylk-
ing sé það hreyfiafl er skili þjóð-
inni bezt fram á við.“
- • -
Þorsteinn Pálsson er fæddur á
Selfossi 29.10. 1947. Foreldrar:
Páll Sigurðsson og Ingigerður
Þorsteinsdóttir. Stúdentspróf frá
Verzlunarskóla íslands 1968.
Embættispróf í lögfræði 1974.
Vann við stjórnmálaskrif á Morg-
unblaðinu 1970—1975. Ritstjóri
Vísis 1975—1979. Framkvæmda-
stjóri VSf 1979-1983. Var á
námsárum formaður Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta og
Orators, félags laganema, auk
setu í stúdentaráði og háskólaráði.
I stjórn SUS 1975—1977 og í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins frá
1981. Kvæntur Ingibjörgu J. Rafn-
ar, lögfræðingi, og eiga þau 3 börn.