Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 15 T-deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri: Enn lokuð síðan fyrir sumarfrí Mismunandi sjónarmið sérmenntaðs starfsfólks veldur deilunni Akureyri, 11. október. TAUGADEILD Ejóröungssjúkrahússins á Akureyri hefur enn ekki verið opnuö fyrir sjúklinga, síðan fyrir sumarfrí. Eins og Mbl. hefur áöur skýrt frá, sagöi Brynjólfur Ingvarsson, yfirleknir deildarinnar, upp starfi sínu í ág- ústmánuði. Stjórn FSA fór fram á það við yfirlækninn, að hann gegndi starfi sínu áfram út uppsagnarfreststímann. Ekki féllst læknirinn á það, nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum varðandi rekstur deildarinnar, sem stjórn sjúkrahússins gat ekki fellt sig við. Um tíma leit út sem einhverjar sættir væru að nást, en nú er Ijóst að svo veröur ekki. Eftir upplýsingum, sem Mbl. telur áreiðanlegar, en hafa þó ekki fengist staðfestar, mun Brynjólfur Ingvarsson því hafa verið tekinn út þessa mánaðar. Eins og áður hefur komið fram í Mbl. mun vera um ágreining að ræða milli yfirlæknisins og félags- ráðgjafa FSA varðandi verkstjórn og fyrirkomulag hjúkrunar á deildinni. Af því tilefni sneri Mbl. sér til Unnar Ólafsdóttur, félags- ráðgjafa á FSA, og spurði hana um ástæður deilnanna. Unnur sagði: „Ég vil undirstrika, að ekki er um að ræða sérstakar deilur milli félagsráðgjafa stofnunarinn- ar og yfirlæknis T-deildar, heldur mismunandi sjónarmið sérmennt- aðs starfsliðs T-deildar og yfir- læknis varðandi starfstilhögun. Ekki er um að ræða meðferðarleg- an ágreining. Ég vil að skýrt komi fram, að Brynjólfur Ingvarsson hafði sagt upp störfum áður en stærsti hluti starfsfólks kom til starfa að sumarleyfum loknum og tel ég því uppsögn hans engan veg- inn standa i beinum tengslum við þær skiptu skoðanir, sem komið af launaskrá sjúkrahússins í byrjun hafa fram varðandi fyrrgreint at- riði“. „Unnið er af fullum krafti að lausn þessa máls,“ sagði Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri FSA, þegar Mbl. hafði samband við hann. „Við höfum þegar aug- lýst eftir umsóknum um stöðu yfirlæknis á deildinni, en engin umsókn hefur enn borist. Við fór- um fram á það við Brynjólf Ingvarsson, þegar umsókn hans barst, að hann sinnti sínum störf- um út uppsagnartímann, sam- kvæmt öllum venjum og ákvæðum kjarasamninga. Um það hefur ekki náðst samkomulag. Við telj- um afar brýnt að leysa þetta mál hið allra fyrsta. Starfsfólk T-deildar er nú í öðrum störfum innan FSA, auk þess sem einhver hluti þess er í starfsþiálfun annars staðar," sagði Asgeir Höskuldsson að lokum. GBerg. Verslunarmenn þinga á Húsavík LANDSÞING Landssambands ís- lcn.sk ra verslunarmanna verður haldið um helgina á Hótel Húsavík. Þingiö hefst árdegis á lostudag, og því lýkur síðdegis á sunnudag. Á Húsavík fara svo einnig fram venjuleg aðalfundarstörf, þar sem kosin verður stjórn og formaður LÍV. Það er staðreynd, að Danfoss ofnhitastillareru orkusparandi og borga sig því upp á skömmum tíma. Auk þess veita þeir mikil þægindi með jöfnum óskahita í hverju einstöku herbergi. Fyrir nokkru var skipt um á öllum ofnum í Empire State byggingunni í New York, sem er 102 hæðir, og settir upp Danfoss ofnhitastillar. Erekkifull ástæöa til að þú setiir upp ofnhitastilla hjá þér þótt starfsemin sé aöeins á einni hæð ? = HÉÐINN = SEUAVEGI2, REYKJAVÍK.SÍMI 24260 * Að sögn Björns Þórhallssonar formanns Landssambandsins, munu fulltrúar félaga alls staðar að af landinu sækja þingið, en inn- an vébanda sambandsins eru nú um 9.800 félagar, og koma þeir úr 21 félagi og úr tveimur deildum verslunarmanna í öðrum verka- lýðsfélögum. — Félagar í Lands- sambandi verslunarmanna eru að- eins þeir sem vinna verslunarstörf í hálfu starfi eða meira. Björn Þórhallsson sagði, að á Húsavíkurþinginu um helgina yrðu fjölmörg mál tekin til um- ræðu. Mætti þar nefna vinnutíma- mál, tæknimál, skipulagsmál, kjaramál, lífeyrissjóðamál og margt fleira. Mörg þessara mála væru rædd á flestum eða öllum þingum, þar sem fjallað væri um hin mikilvægustu öllum stundum, svo sem kjaramál og lífeyrissjóða- mál. ,4 Wterkur og L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Metsala á MICROLINE! Af tilefni flutnings okkar í nýtt og rúmgott húsnæði í Síðumúla 6, buðum við Microline 80 tölvuprentara á kr. 9.900.00 í septembermán- uði. Viðtökur urðu slíkar, að í mánuðinum slógum við öll fyrri sölumet. Við höfum fengið nýja sendingu og ákveðið að framlengja tilboðið út októbermánuð. Athugið ennfremur allar aðrar gerðir Microline prentara hafa lækkað um ca. 40% vegna hag- stæðra innkaupa. MICROLINE Mest seldu tölvuprentarar á íslandi. MÍKRO Síðumúla6 Sími39666

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.