Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 7

Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 7 Alúðarþakkir fyrir þá vinsemd, sem mér var sýnd á 70 ára afmœli mínu. Sérstakar þakkir færi ég Kvenfélagasambandi íslands og félagskonum þess um land allt, sem heibrubu mig meb samsœti og stórgjöfum. Sigríður Thoríacius. I snjó og sól Austurríki Skíðaferðir til Austurríkis Lech Am Arlberg 7 frábær skíðasvæði, Lech, Oberlech, Ziirs, Zufí, Stuben, St. Anton ojí St. Christop. Sérstök jólaferð 20. desember. Brottfarardagar: 22. janúar, 5. og 19. febrúar og 4. mars. Verð frá kr. 18.030. Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. Sterkur stóll kostar ekki mjög mikið Viö erum meö ótal geröir af allskonar hægindastólum bæöi í áklæöi og leöri Hagsýnn velur það besta „Borgaralegt lýðræði viss tegund kúgunar“ „Afnám borgaralegs lýöræöis í Alþýðubandalaginu“ „Nú eru á döfinni í Alþýðubandalaginu tillögur um að breyta skipulagi flokksins. Kjarni þessara skipulagsbreyt- inga miðar einmitt að því að efla raunverulegt lýðræði í flokknum og skeröa (og vonandi afnema) hiö borgara- lega lýðræði meirihlutavaldsins." Þetta eru eigin orð frammámanns í Alþýöubandalaginu, Ásmundar Ásmunds- sonar, í grein í blaðinu „Kópavogi", sem Alþýðubandalagið gefur þar út. Asmundur Ásmundsson, einn af yngri forystu- mönnum Alþýðubandalags og fyrrum formaður mið- nefndar Samtaka her- stöðvaandstæðinga, gerir því skóna í blaðagrein í flokksblaði Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi, að stefna beri að því að af- nema „lýðræði meirihluta- valdsins" enda sé það „viss tegund kúgunar"! Orðrétt segir hann m.a.: „Meirihlutavaldið er fólgið í því að geta gengið að trausti meirihluta hreyf- ingarinnar burtséð frá því hvort skoðanir eða frum- kvæði eru traustsins verð- ar. Þetta vald, sem jafnan er bundið við eina eða fáar persónur, gerir það að verkum, sé því misbeitt, að ýmsar góðar skoðanir njóta aldrei sannmælis... í raun er þetta borgaralega lýd- rædi meirihlutaralxinn ákreðin tegund kúgunar. t>að gerir a.m.k. mismiklar kröfur til einstaklinganna í hreyfingunni við öfiun fylg- is við skoðanir sínar og því vart samboðið sósíalistum eða jafnaðarraönnum." Hér þarf ekki frekari vitna við. Þrátt fyrir full- yrðingar um, að Alþýðu- bandalagið standi vörð um — og vilji starfa innan — borgaralegs lýðræðis, eins og það gerist á Vesturlönd- um, er grunnt á hinu gagn- stæða, enda liggja rætur Alþýðubandalagsins í Sósí- alistaflokki og Kommún- istaflokki, sem aðild átti á sinni tíð að Komintern, al- þjóðasambandi kommún- ista, með lögheimili í Moskvu. Asmundur Ásmundsson er hreinskilnari en aðrir forystumenn Alþýðubanda- lagsins, en orð hans sýna ótvírætt, að fiokkurinn stefnir í raun að afnámi „borgaralegs lýðræðis meirihlutavaldsins", eins og hann kemst að orði, og er í hans munni „viss teg- und kúgunar". Breytingar á byggingu Alþýðubanda- lagsins stefni í þá veru. Þessi orð ÁÁ hefðu sæmt sér vel í Rauðu stjörnunni og öðrum álíka „frelsisbókmenntum" Kremlverja. „Breiðfylking verkafólks, án verkafólks“ Alþýðublaðið kemst svo að orði í forystugrein í gær: „Og nú er fjórði fiokkur- inn kominn af stað í þenn- an skilgreiningarleik; Al- þýðubandalagið heldur landsfund sinn um næstu helgi. Og hvað skyldi A>- þýðubandalagið nefna sig á því herrans ári 1983? Jú, nú heldur Alþýðubandalag- ið landsfund sinn undir nafninu hin „alþýðlega breiðfylking" — hvorki meira né minna. Kinu sinni var það Kommúnistaflokkurinn, svo Sameiningarfiokkur al- þýðu, Sósíalistaflokkurinn, síðan Alþýðubandalagið og nú er það „alþýðlega breiðfylkingin". Nafngift- irnar hafa aldrei staðið í kommunum og hálfkomm- unum. I*eir hafa reglulega gert andlitslyftingu, sem hefur verið fólgin í þvi einu, að skipta um nafn. ■ Stefnubreyting eða áherslubreyting hafa engar orðið í raun þrátt fyrir ný slagorð, ný nöfn. Sömu persónurnar hafa staðið að baki. Grundvöllurinn verið óbreyttur. Auðvitað kemur Alþýðu- bandalagið aldrei til með að verða nein breiðfylking íslenskrar alþýðu. Til þess eru kreddumar of miklar, þröngsýnin og afturhaldið of rótfast, staóa gömlu til- beiðenda Kremiarvaldsins of sterk, og í raun enginn áhugi til opnunar hins staðnaða og þrönga flokks- kerfis og til að hnekkja for- ingjaalræðinu. Það hljómar líka eins og verstu öfugmæli þegar .41- þýðubandalagið á hátíða- stundum vill kenna sig við verkalýðinn, því á sama tíma vita allir að gáfy- mannafélagið eða mennta- mannaarmurinn í Alþýðu- bandalaginu hefur mark- visst hrifsað til sín allar helstu lykilstöður í Alþýðu- bandalaginu á kostnað þeirra Alþýðubandalags- manna, sem starfað hafa innan verkalýðshreyfingar- I innar. Hver er til að mynda staða Guðmundar J. Guð- mundssonar innan Alþýðu- bandalagsins í dag? Ein- hver skyldi nú ætla að formanni Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins væri ætlaður heiðurssess á landsfundi hinnar „alþýð- legu breiðfylkingar". Nei, það er öðra nær. Formaður Verkamannasambandsins hlaut kosningu til lands- fundarins á hlutkesti. Menntamennirnir i Al- þýðubandalaginu gerðu allt til þess að koma í veg fyrir, að þessi forystumaður í verkalýðshreyfingunni fengi að sitja landsfund hinnar „alþýðlegu breið- fvlkingar", og tókst það næstum. Og fieiri Alþýðu- bandalagsmenn úr verka- lýðsarmi flokksins hlutu svipaða meðferð og Guð- mundur J. Guðmundsson. En kannski er hugmynd slagorðasmiðanna á Þjóð- vilja og í gáfumannafélag- inu, að halda landsfund hinnar „alþýðlegu breið- fylkingar", án þess að fulÞ trúar alþýðunnar og verka- fólks verði þar staddir." Pallborösumræður — Pallborðsumræður — Pallborðsumræður — Pallborðsumræður UPPSTOKKUN eða óbreytt ástand? INGVI HRAFN JÓNSSON, fréttamaður stýrir pallborðsumræðum á almennum félags- fundi hjá Verzlunarráði íslands, þriðjudaginn 22. nóvember nk., klukkan 16:00 til 18:00. Ýmsar breytingar eru í undirbúningi í efnahagslífinu og veröur fjallaö um þær á fundinum undir heitinu: Uppstokkun eöa óbreytt ástand? ÞÁTTTAKENDUR í umræðunum verða þeir Davíð Ólafsson, Seðlabankastjóri, — endurskoöun gjaldeyris- og viðskiptamála. — Geir H. Haarde, aðstoöarmaður fjár- málaráðherra, — sparnaður í ríkisrekstri og sala nkisfyrirtækja. — Ólafur Nilsson, endurskoðandi, — breytingar á skattalögum og fjárfestingar í atvinnulifinu. — Þor- steinn Pálsson, alþingismaður, — endurskoöun laga um banka og sparisjóði. FUNDURINN veröur haldinn í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, og hefst hann meö stuttu ávarpi Ragnars S. Halldórssonar, formanns VI. Þátttaka tilkynnist til skritstofu VÍ, síma 83088, fyrir 21. nóvember. 4 VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.