Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 13

Morgunblaðið - 16.11.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 AFINNLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Sjónvarpsfréttin um óflillgerðu stýriflaugina „í skvrslu sem unnin hefur verið á vegum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins um hvar æskilegt gæti verið að koma fyrir eldflaugakerfum án kjarnorkuvopna er Keflavík talin koma til álita...“ sagði Ögmundur Jónasson í upphafi fréttar sem hann flutti sjónvarpsáhorfendum á sunnu- dagskvöldið og varð tilefni umræðna utan dagskrár á mánudag. í þing- umræðunum kom fram að strax sama kvöldið og Ögmundur flutti fréttina hafi utanríkisráðuneytið og formaður Alþýðubandalagsins fengið um- rædda skýrslu hjá fréttastofu sjónvarpsins. Var hún til umræðu í utanrík- ismálanefnd alþingis á mánudagsmorgun og neðri deild síðdegis þennan sama dag. r VÖÐVIUIM ttHilnAskAnMil Sjá sidu 2 15. nóvembcr 1983 þriöiudagur Jtvl tolublaó 48- argangur Eldflaugaskýrslan um ísland í Pentagon Ráðherrann vissi ekkert Alþvðubandalagið krefst mótmæla af hálfu íslenskra stjórnvalda og boðar lagafrumvarp um friðlvsingu landsins gagnvart kjarnorkuvopnum Geir Hallgrimsson utanrikisraðherra sagði a alþingi i gær að hann teldi skyrslugerð bandariska varnarmala- Ur því að svo mikið er látið með þessa skýrslu mætti ætla að í henni væri að finna fastmótaðar áætlanir sem snertu ísland. Svo er þó alls ekki. í skýrslunni er fjallað um vopn, stýriflaug sem skjóta mætti frá stöðvum í landi á herskip á hafi úti, sem ekki hef- ur verið smíðað og því velt fyrir sér, hvort slika flaug eigi að smíða og til hvers mætti nota hana yrði hún smíðuð. Skýrslan er unnin á vegum einkaaðila, Science Applications, Inc. í Virg- iníu í Bandaríkjunum fyrir for- stjóra kjarnorkuvarnadeildar í varnarmálaráðuneytinu í Wash- ington. Ég fæ ekki betur séð en að í umræðum á alþingi hafi menn talið að hér væri um að ræða stýriflaugar svipaðar þeim sem koma á fyrir í Vestur-Évrópu og geta borið kjarnorkusprengjur inn í Sovétríkin. Þetta er mikill misskilningur sem skýrist við lestur skýrslunnar sem Ög- mundur Jónasson vitnaði til án þess þó að draga nægileg skil í frásögn sinni á milli þeirra stýriflauga sem mest hefur verið rætt um undanfarið og þeirrar flaugar sem Science Applica- tions er að velta fyrir sér hvort ástæða sé til að smíða. Stýri- flaugarnar með kjarnaoddana draga um 2500 km en þær sem nota ætti til að granda skipum frá stöðvum í landi myndu draga tæplega 500 km. Orðið stýriflaug hefur á ís- lensku verið notað um eld- flaugar sem auðveldast er að lýsa með því að segja, að þær séu eins og mannlausar flugvélar. Þeim er ekki skotið upp í gufu- hvolf jarðar. Þær eru tiltölulega hægfara af eldflaugum að vera og það má koma fyrir í þeim tölvubúnaði sem hefur að geyma landfræðilegar upplýsingar er gera flauginni kleift að skríða, ef svo má að orði komast, skammt frá jörðu í áttina að skotmarki sínu. Stýriflaugarnar með kjarnaoddana eru búnar slíkri tölvu. Hins vegar yrði nauðsyn- legt að koma annars konar mið- unartækjum fyrir í stýriflaugum sem skjóta ætti frá landstöðvum á skip á hafi úti. Um slíkan tæknibúnað er meðal annars fjallað í skýrslu Science Applica- tions. í skýrslunni velta sérfræð- ingar fyrir sér öllu því sem mælt geti með því að ráðist verði í smíði þessarar landföstu stýri- flaugar til árása á skip. Eitt at- riðið er hvar koma mætti flaug- unum fyrir og í því samhengi er Island nefnt með Tyrklandi, Jap- an, Danmörku, Vestur-Þýska- landi, Noregi, Kóreu, Sikiley, Al- aska og Diego Garcia á Ind- landshafi. Eftir að kostum og göllum hefur verið velt fyrir sér er komist þannig að orði í þess- ari skýrslu: Sé litið á málið af raunsæi og hagsýni eru helstu ííndranirnar í vegi þess að Bandaríkin framleiði landfasta stýriflaug gegn skipum meðal annars þessar (1) til þess að flaugarnar komi að notum verð- ur að koma þeim fyrir í stöðvum utan Bandaríkjanna (sem dregur úr áhuga Bandaríkjaþings á að samþykkja smíði flauganna) og (2) gerð flaugarinnar myndi keppa um knappar fjárveitingar við aðrar áætlanir heraflans sem hver grein innan hans telur mik- ilvægari en slíkar flaugar. Sagan sýnir að þróun og framleiðsla nýrra vopnakerfa hefur jafnan tekið langan tíma og kostað mik- ið.“ Með þessi orð í huga kemur ekki á óvart þótt Marshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna í Reykjavík, hafi sagt við Ingva Ingvarsson, ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins, að skýrslan sem var kveikja sjón- varpsfréttarinnar „væri alger- lega marklaus", svo að vitnað sé til ræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, á alþingi á mánudag. að er ekki einleikið hve Al- þýðubandalagsmenn og Þjóðviljinn bregðast skjótt við eftir að fréttamenn Ríkisút- varpsins segja furðusögur af málum sem snerta sjálfstæði, öryggi og varnir íslands. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd var forsíða Þjóðviljans lögð und- ir þetta mál. Þar er meðal ann- ars vitnað til ræðu Svavars Gestssonar á þingi með þessum hætti: „Svavar sagði rétt að alþingi fslendinga mótmælti slíkum vinnubrögðum þarsem skýrslan hefði meiraðsegja verið gerð án vitundar og vilja utan- ríkisráðherra íslendinga.“(!) Svavar Gestsson telur sem sé að einkaaðilar í Bandaríkjunum eigi að bera það undir utanrík- isráðherra íslands, þegar þeir taka sig til og semja skýrslur um það hvort smíða beri ákveðin vopn eða ekki. Hvaða kröfur ger- ir Alþýðubandalagið næst í varnar- og öryggismálum? Inni í Þjóðviljanum er að finna grein undir fyrirsögninni: Tomahawk stýriflaugar i Kefla- vík og telur sá sem greinina skrifar sig byggja hana á skýrsl- unni sem Ögmundur Jónasson kynnti í sjónvarpinu á sunnu- daginn. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að skýrslan bendi til þess að í Keflavík eigi að gera „dulbúinn skotpall fyrir kjarn- orkueldflaugar". Þjóðviljagrein- inni lýkur með þessum orðum: „Jafnframt má draga þá ályktun af skýrslunni að varnarmála- ráðuneytinu (bandaríska, innsk. Bj.Bj.) sé ekki bein nauðsyn á leyfi íslenskra stjórnvalda fyrir því að gera ísland að slíku skotmarki, þar sem aðstaðan sé þegar fyrir hendi og ekki þurfi nema skotflaug til þess að koma þessum búnaði á staðinn." Af Þjóðviljanum má sem sé ráða að sjónvarpsfréttin um ófullgerðu stýriflaugina sem enginn í bandaríska hernum virðist hafa sérstakan áhuga á að smíða hafi komið alþýðu- bandalagsmönnum í hátíðarskap fyrir landsfundinn og gert þeim að nýju kleift að „tengja ísland friðarumræðunni í Evrópu". Jólakort Áskirkju JÓLAKORT Safnaðarfélags Ás- kirkju eru komin á markað. Mjög smekkleg kort með mynd af kirkj- unni, sem Sveinn Kaaber teiknaöi. Ginnig er jólabókin í ár að verða tilbúin. Sælgæti er i öðrum kili bókar- innar en smádót í hinum. Þessar rjafaöskjur í bókarformi voru •njög vinsælar í fyrra. Á vegum 'él. eru einnig til sölu tuskudúkk- ír sem nældar eru saman úr 5—8 rorðtuskum og þannig búnar til 3 terðir af dúkkum. Aðalsöludagur á jólakortunum verður laugardag- inn 19. nóvember og verður þá far- ið í húsin í Ásprestakalli og þau boðin til sölu. Jólabókin verður vonandi til sölu í flestum verzlun- um sóknarinnar eins og var í fyrra. Sérstök áhersla er lögð á fjöl- breyttar fjáröflunarleiðir nú vegna þess hversu stutt er í vígslu Áskirkju, þann 11. desember. nk., og fjárþörfin því mjög mikil. Von- umst við því til, að vel verði tekið á móti sölufólki okkar. Safnaðarfélag Áskirkju. 13 VIKU06 HElðAR FERÐIR L0ND0N Kiktu á okkar ágætu London- pakka. í þeim eru freistingar sem einstaklega gaman er að falla fyrir. Helgar- og vikuferðir, með glæsilegum gistimögu- leikum. Verð frá: 12.035. GLASG0W Það er örstutt til Glasgow, aðe- ins tveggja tíma flug. Helgar- ferðir á laugardag, verð frá: 8.202 kr. Vikuferðir á þriðjudag, verð frá: 13.077 kr Innifalið: flug, gisting, morgun- verður. EDINBORG Vikuferðir: 13.248. Helqarferðir 8.208. LUXEM BURG Til allra átta frá Luxemburg. Það er hægt að þyrja góða Ev- rópuferð í Lux, vegna legu landsjns. En að dvelja i Lux til að eta, drekka og versla er auðvita líka stórsnjallt. Viku- og helgarferðir, og flug og bíll. AMSTERD Helgarferðir. Brottfarir þriðju- daga og föstudaga. Verð frá: 8.145. PARIS helgar- og vikuferðir fra 12.754 KÖBEN „Besta vinkona íslenskra utan- landsferða", helgar- og viku- ferðir. Helgarferðir alla laugar- daga frá kr: 8.804. Vikuferðir alla þriðjudaga frá kr 12.618. Jólafargjald frá 8.430 STOCK HOLM Jólatargjald frá 9.611 OSLO Jólafargjald frá: 7.688 HELSINKI Alla föstudaga, flug til Stokk- hólms og með luxus-ferju til Finnlands frá föstud.-mánu- dags. Verðfrá: 12.285 kr. GAUTAB Jolafargjald frá 8.333 FERÐA MIOSTOÐIINi ADALSIHÆ Ti 9 S. Pfíl33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.