Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 27 Skúli Alexand- ersson (Abl.) taldi ratsjárstöð í Gufuskálum á Snæfellsnesi vera góða stað- setningarstöð, en eigi að síður hernaðarmann- virki, þó hún þjónaði fiskiskipaflota og hefði ís- lenzkt starfslið. Mikilvæg í fridi, mikilvægari í ófriði Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, taldi umferðar- og öryggis- eftirlit ratsjárstöðva mikilvægt í friði. Eftirlitsgildi þeirra er þó enn meira í ófriði. En vonandi þurfum ekki að hugsa til ófriðar í Norðurálfu. Ratsjárvernd á ís- landi, í höndum íslendinga og fyrir íslendinga, er mikilvæg. Við- leitnin til að koma í veg fyrir ófrið skiptir þó ekki síður máli. Ég er sammála Ingvari, sagði Geir efn- islega, að við eigum að fara með gát, taka ákvörðun að vel athug- uðu máli. Hér yrði um það að ræða að íslendingar tækju við störfum, sem Bandaríkjamenn gegna nú, svo í raun þýddi breytingin, ef til hennar kæmi, að verið væri að draga úr „umsvifum Bandaríkja- manna", eins um sumir orða það. Loran-stöðin á Snæfellsnesi er undir stjórn Pósts og síma. Sami háttur yrði hafður á um nýjar ratsjárstöðvar, ef til þeirra kæmi. 400—500 Bandaríkja- menn störfuðu í eldri ratsjárstöðvum Tómas Árna- son (F) sagði fjórar ratsjár- stöðvar hafa starfað hér á vegum varnar- liðsins: í Sand- gerði, á Vest- fjörðum, á Langanesi og á Stokksnesi. Þar hefðu starfað samtals milli 400 og 500 Banda- ríkjamenn. Tvær stöðvanna hefðu verið lagðar niður, tvær störfuðu enn, með 230 manna starfsliði frá varnarliðinu. Ef sú breyting yrði gerð að fjórar ratsjárstöðvar, bún- ar fullkomnustu tækjum, leystu þær tvær af hólmi, sem fyrir eru, myndu 10—15 íslendingar starfa í hverri hinna nýju stöðva, en 230 Bandaríkjamenn hverfa af þess- um starfsvettvangi. Þetta getur naumast kallast að auka umsvif Bandaríkj amanna. Leitin að samtákni fyrir landsfund Alþýðubandalags Árni Gunnarsson (A) spurði m.a.: Hversvegna þessi skyndilegi áhugi Alþýðu- bandalags á ratsjárstöðvum; hversvegna þetta algera áhugaleysi með- an það átti sæti í ríkisstjórn til skamms tíma? Er máske verið að búa til „sameiningartákn" fyrir landsfund Alþýðubandalagsins, sem framundan er? Halda alþýðubandalagsmenn að ratsjárstöðvar séu okkur hættu- legri en t.d. kjarnakafbátar, sem sigla á fiskislóðum, berandi geislavirk tæki? Ekki efna þeir til mótmæla af því tilefni. Siglt inn á kreppuslóðir Stefán Bene- diktsson (BJ) taldi það sýna skort á ábyrgð, þegar siglt væri ínn í kreppu, að veifa framan í fólk, sem á í vændum at- vinnuleysi, framkvæmdum á borð við þessar ratsjárstöðvar. Hann taldi undrun sæta að utanríkisráðherra hefði í máli sínu neitað að hugsa um mögulegt styrjaldarástand. Hvenær varð sjónauki ögrun? ”^| Ólafur Þ. Þórð- ^ , arson (F) spurði riær ^glMtuöu ís- **SkaUrÆt landhelgi sinni, me5 þeim tæknibúnaði er bezt hentar örygg- is- og eftirlitsgæzlu? Síðan hven- ær höfum við glatað rétti til að koma upp í landi okkar slysavörn- um af því tagi sem her er um rætt? Og síðan hvenær var sjón- auki ögrun, en ratsjárstöð er í raun sjónauki nútímatækni? Aldrei rætt í fyrri ríkisstjórn Svavar Gestsson (Abl.) fullyrti að ratsjárstöðvar hefðu aldrei verið ræddar í fyrri ríkisstjórn. Mál • þetta fjallaði um aukinn vigbúnað Bandaríkjamanna hér á landi. Það sem til þarf til að auka eftirlit og öryggi á sjó og í lofti eigum við sjálfir að kosta og koma upp. Steingrímur Sigfússon (Abl.) sagði vígtól vera vígtól, hvað nafni sem þau væru nefnd. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) taldi íhugunarefni að utan- ríkisráðherra gæti ekki hugsað sér þann möguleika, að ófriður kæmi til í Norðurálfu. Skyldur sjálf- stæðrar þjóðar Friðrik Sophus- son (S) taldi sjálfstæða þjóð þurfa að tryggja öryggishags- muni sína og fylgjast grannt með, hvað gerð- ist í loft- og landhelgi henn- ar. Hann spurði Skúla Alexand- erson, hvort Loran-stöðin á Snæ- fellsnesi þjónaði ekki öryggis- hagsmunum sjómanna. Við verð- um að vita, hvað er gerast um- hverfis okkur; það þjónar engum tilgangi að stinga höfði í sand eins og strúturinn. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, taldi það horfa til góðs, ef talsmenn Bandalags jafnaðar- manna og Kvennalista vildu nú gera sér grein fyrir styrjaldar- hættu á norðurslóðum, en ekki síður, ef þeir glöggvuðu sig á, hvað tryggt hefði frið í okkar heims- hluta og hvað fyrirbyggt gæti ófrið. Ratsjárstöðin í Keflavík Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kvað upplýsinga vant til að taka ákvörðun í þessu máli. Hann minnti á að ratsjár- stöðin í Keflavík hefði hlutverki að gegna vegna íslenzkra flugvéla, til og frá Keflavíkurflugvetli, og flugs inn á Reykjavíkurflugvöll. Vill Alþýðubandalagið afþakka þessa þjónustu? Skúli Alexanderson (Abl.) taldi löngu fyrir séð að Gufuskálastöðin yrði lögð niður. Ef hún hefði ekki verið til staðar hefðum við leyst þetta mál með öðrum hætti. ríkis og sveitarfélaga skuli reiknast sem ákveðinn hundr- aðshluti af fasteignamati fast- eigna, þar með talið mat fast- eigna til eignar vegna álagn- ingar eignarskatts, skal lækka gjaldstofn álagningarinnar um 20% við álagningu 1984 fyrir | gjöld, sem reiknast árlega, en frá og með 1. des. 1983 að því er önnur gjöld varðar. Jafnframt er óheimilt að hækka viðkom- andi álagningarprósentur frá því sem í gildi var hinn 25. maí 1983. 3. Við 2. gr. bætist nú mgr. sem verði 3. mgr. og orðist svo: Frá og með gildistökudegi laga þessara og þar til öðruvísi um semst skulu lágmarksheild- arlaun vera kr. 15.000 á mánuði fyrir fulla dagvinnu og tilsvar- andi fyrir hlutastörf. Til heild- arlauna teljast í þessu sam- bandi taxtalaun að viðbættum hvers kyns álögum, en án orlofs." ★ ★ Jóhanna Sigurðardóttir (A), flytur frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Markmið breytinga, sem frumvarpið felur í sér, „er að við fráfall sjóðfélaga gangi lífeyrisréttindi til barna hans undir sérstökum kringum- stæðum," þ.e. þegar ekkjur, ekklar eða einstæð foreldri hafa átt í hlut og börn að hluta eða öllu leyti ver- ið á þeirra framfæri. í annan stað „ef sjóðfélagi er einstætt foreldri, sem láti eftir sig maka, sem sjóð- félagi hefur fyrir andíátið slitið samvistir við, skuli makalífeyrir- inn við sambærilegar aðstæður skiptast að jöfnu milli makans og barnanna". ★ ★ Páll Pétursson og Guðmundur Bjarnason, þingmenn Framsóknar- flokks, spyrja iðnaðarráðherra: 1) Hvert er starfssvið samstarfs- nefndar um iðnráðgjöf í lands- hlutum og að hvaða verkefnum hefur hún unnið? 2) Hverjir sitja í nefndinni og hverjir eru starfs- menn hennar? Hver er kostnaður við störf nefndarinnar? ★ ★ Hjörleifur Guttormsson o.fl. þingmenn Alþýðubandalags flytja tillögu um fiskeldi og rannsóknir á klaki og eldi sjávar- og vatnadýra. Tillagan felur ríkisstjórninni að undirbúa heildarlöggjöf um fisk- eldi, þar sem m.a. verði ákveðin yfirstjórn þessara mála og stuðn- ingur hins opinbera; að koma upp tilraunaaðstöðu vegna fiskeldis og klaks á vegum Hafrannsókna- stofnunar; að undirbúa fjármögn- un þessa; að kanna almennar for- sendur fyrir fiskeldi hérlendis; að meta gildi jarðvarma og aðrar staðbundnar forsendur fyrir fisk- eldi o.fl. ★ ★ Magnús H. Magnússon og Árni Gunnarsson, þingmenn Al- þýðuflokks, flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, sem felur m.a. í sér að „kjósendur viðkom- andi framboðslista, og þeir einir, ráði alfarið röðun listans". Vinnu við mótun ferðamálastefnu verður haldið áfram og hún framkvæmd — sagði Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra á Ferðamálaráðstefnu 1983 Borgarnesi, 15. nóvember. MATTHÍAS Bjarnason, samgöngu- rádherra, lýsti því yfir á Ferðamáia- ráðstefnu 1983, sem haldin var á Hótel Borgarnesi um helgina, að hann myndi beita sér fyrir því að vinnu við mótun ferðamálastefnu yrði haldið áfram og hún fram- kvæmd í framhaldi af þeim tillögum um ferðamálastefnu sem þegar liggja fyrir. Samgönguráðherra sagði í ávarpi sínu á ráðstefnunni frá því helsta, sem unnið hefði verið að á sviði ferðamála í samgönguráðu- neytinu síðan hann kom í ráðu- neytið fyrir um hálfu ári. Gat hann um tvær nefndir sem hann hefði skipað. Önnur undir forystu Friðjóns Þórðarsonar alþingis- manns til að endurskoða ýmis lög um skipulag ferðamála. Hin er undir forystu Lúðvíks Hjálmtýs- sonar ferðamálastjóra til að endurskoða 20 ára gömul lög um veitinga- og gististaðahald og fleira. Auk samgönguráðherra flutti Gísli Kjartansson, oddviti Borg- arneshrepps, ávarp við upphaf ferðamálaráðstefnunnar. Sagði hann frá uppbyggingu í Borgar- nesi á sviði ferðamála síðustu ár og þeim miklu breytingum sem Borgarfjarðarbrúin hefði haft í för með sér fyrir ferðamál í Borg- arnesi. í skýrslu Lúðvíks Hjálmtýssonar ferðamálastjóra um störf Ferðamálaráðs á árinu 1982 kom fram að það ár komu samtals rúmlega 82 þúsund er- lendir ferðamenn til landsins og hafði þeim fjölgað um 4 þúsund eða 5% frá árinu áður. Gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna voru 655,6 milljónir króna árið 1982, sem er 86 milljón- um króna meiri framreiknaðar" gjaldeyristekjur en árið á undan, sem er 15,1% aukning. Lúðvík gat þess að þetta yrði síðasta árs- skýrsla Ferðamálaráðs, sem hann hefði hönd í bagga með útgáfu á. Samkvæmt lögum um skipulag ferðamála er ferðamálastjóri skipaður af ráðherra til 4 ára í senn og samkvæmt því mun Lúð- vík láta af því starfi 30. september á næsta ári en því starfi hefur hann gegnt í tæpa tvo áratugi. Ferðamálaráðstefnuna sóttu nokkuð á annað hundrað manns fyrri daginn og hátt í hundrað þann seinni. Var þetta að sögn fjölmennasta ferðamálaráðstefn- an sem haldin hefur verið og þótti hún takast mjög vel. Fyrri daginn var auk ávarpa og skýrsluflutn- ings -erindaflutningur en seinni dagurinn var nokkru helgaður ferðamálum á Vesturlandi en að lokum voru almennar umræður og afgreiðsla ályktana. Meðal álykt- ana sem samþykktar voru var ályktun þar sem þátttakendur á ferðamálaráðstefnunni lýsa ánægju sinni með þá viðurkenn- ingu sem ferðaþjónustan hefði nú hlotið sem atvinnugrein í landinu og var þar vísað til yfirlýsingar samgönguráðherra á ráðstefn- unni. Hvatt var til sameiginlegs átaks allra aðila ferðaþjónustunn- ar um að efla ferðir íslendinga um eigið land, vakin athygli á þeim vaxtarmöguleikum sem ferðaþjón- ustan veitir til aukinna atvinnum- öguleika í framtíðinni og skorað á fræðsluyfirvöld að efna til fræðslu í skólum landsins um ferðaþjón- ustu sem atvinnugrein, svo nokkur atriði séu nefnd úr ályktunum ráðstefnunnar. - HBj. Bæ, Höfðaströnd: Þíðviðri hvern dag og snjó tekur upp Bæ, Mofrta-strond. 15. nóvember. NÚ ERU Skagfirðingar ánægöir því um lengri tíma hefur veðrátta verið eins og á sumardegi. Þó nokkrar frostnætur hafi komió hefur þíðviðri verið hvern dag og snjó, sem áður var töluverður, hefur tekið upp svo aðeins er snjór í skurðum og giljum. ís er að taka af Höfðavatni. Það má nú segja að t.d. í Fljótum og úthéraði hafi næstum verið hita- veður suma daga og orðið jafnvel meiri munur þar en í framhéraði. Sauðfé sést víða úti og hross eru í haustholdum. Fram að þessu hef- ur slátrun stórgripa staðið yfir á Sauðárkróki. Óstillt hefur verið til sjávar á djúpmiðum, en Skaga- fjörðurinn virðist vera átulaus og þar með fisklaus. Aðeins togarar hafa verið að fiska og þó ekki sam- fleytt og hefur atvinna í frystihús- um verið stopul. Verið er að undir- búa skelfiskveiði frá Hofsósi. — Bjöm m nl il £ Gódan daginn! OPIÐ TIL SJÖ í KVÖLD Vöruniarkaðurinn hl. eioistorgi » mánudaga — þriðjudaga - — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.