Morgunblaðið - 16.11.1983, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
HeimsmeisUrarnir, Denise Weavers
og David Sycamore.
Danskennarasambandið
20 ára:
Heimsmeist-
arar í dansi
á Broadway
Nú eru liðin tuttugu ár frá því að
Danskennarasamband íslands var
stofnað, en Hermann Ragnar Stef-
ánsson hafði forgöngu um stofnun
þess á sínum tíma. í tilefni afmælis-
ins koma hingað til lands Bretarnir
Denise Weavers og David Syca-
more, en þau eru heimsmeisUrar í
tíu dönsum, þ.e. svokölluðum
ballroom-dönsum og suður-amer-
ískum-dönsum.
Þau koma fram á þremur sýn-
ingum í veitingahúsinu Broadway
dagana 18.,19., og 20. þessa mán-
aðar og verður sýningin þann 19.
að degi til þannig að yngstu dans-
unnendurnir fái tækifæri til að
berja heimsmeistarana augum. Á
sýningunum verða flestir dans-
skólarnir með skemmtiatriði, en
einnig verður danstónlist stjórnað
úr diskótekinu.
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu ný íslensk barnabók eftir Sig-
ríði Eyþórsdóttur, sem heitir LENA-
SÓL. Sigríður hefur áður gefið út
bækur handa börnum auk þess sem
hún annast barnatíma í Ríkisútvarp-
inu.
f frétt frá útgefanda segir m.a.
um efni sögunnar: „Sagan gerist
daginn sem Lena-Sól fer í skólann
í fyrsta sinn. Hún er nýflutt í bæ-
inn með mömmu sinni og þekkir
engan ennþá, þess vegna er það
henni mikið tilhlökkunarefni að
byrja í skólanum. En margt fer
öðruvísi en ætlað er og dagurinn
verður afdrifaríkari en nokkurn
gat grunað."
Bókin er 40 bls. Teikningar í
bókinni eru eftir Önnu Cynthiu
Leplar. Högun og filmuvinnu ann-
aðist Repró, Formprent setti bók-
ina og prentaði en Bókfell batt
hana.
Duftið breytti
henni í svín
Hér sjáiði Fassbinder heitinn eins og hann var orðinn undir það síðasta.
Veróníka er mun hressari, ekki satt?
Kvíkmyndír
Olafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: Die Sehnsucht
Der Veronika Voss
Kvikmyndun:
Xaver Schwarzenberger.
Tónlist: Peer Raben.
Klipping: Juliane Lorenz.
Leikstjóri:
Rainer Werner Fassbinder.
Sýningarstaður: Kegnboginn.
Regnboginn við Hverfisgötu
heiðrar þessa stundina minn-
ingu hins þýskættaða kvik-
myndagerðarmanns Rainer
Werner Fassbinder með sýningu
á lokaverki meistarans: Die
Sehnsucht der Veronika Voss.
Fyrir þá sem ekki þekkja til er
Rainer Werner Fassbinder ein-
hver afkastamesti leikstjóri
Þjóðverja og sá sem er hvað
þekktastur af kvikmynda-
gerðarmönnum þeirrar bylgju í
kvikmyndasögunni sem kölluð er
„Þýska nýbylgjan". Hvort sú
bylgja er nú hnigin skal ósagt
látið en þeir félagar Fassbinder,
Schlöndorff og Herzog hafa
sannarlega borið hana til himins
og ég hef þá trú að valkyrjurnar
Margarethe von Trotta og
Helma Sanders-Brahms muni
ekki detta af brimbrettinu. Ég
bara vona að svo sé því þýskir
(v-þ-'skir) kvikmyndaleikstjórar
hafa horfst í augu við veruleik-
ann af meiri einurð en starfs-
bræður þeirra víðast hvar ann-
ars staðar. Ekki svo að skilja að
kvikmyndir þýsku nýbylgjuleik-
stjóranna lúti einvörðungu
lögmálum hins raunsæja frá-
sagnarmáta, því þar á bæ eru
menn oft tilfinningasamir og
skáldlegir í hæsta máta, á þetta
kannski einkum við um Werner
Herzog sem reynir gjarnan að
umbylta skynjun áhorfandans
og fá hann til að upplifa áður
óþekkt sjónhorn, til dæmis sjón-
horn hins hálfvillta Kaspar
Hauser eða hinnar trylltu hetju
Woyszek í samnefndri sögu
Búchners.
Fassbinder leitast einnig við
að krukka í vanahugsun áhorf-
andans en með nokkuð öðru móti
en Herzog. Það er einsog hann
vilji spanna á filmu þann veru-
leika sem við blasir í V-Þýska-
landi — ekki bara þröngt sjón-
horn utangarðsmannsins, heldur
hið víða sjónsvið sem aðeins
verður tjáð í þúsund kvikmynd-
um. Því miður gætti Fassbinder
ekki meðalhófs í eigin lífsmáta
og því „brann hann upp“ ef svo
má segja og lést fyrir aldur
fram. f|,Die Sehnsucht Der Ver-
onika Voss“ finnst mér hann ein-
mitt lýsa þeim eldi sem brenndi
lífsþráð hans til ösku. Aðalsögu-
hetjan, Veronika Voss, er fræg
kvikmyndastjarna. Hún er þó á
hraðri niðurleið vegna ofnotkun-
ar á ópíum. Er nánast um
stjörnuhrap að ræða því hún
lætur sér nægja að koma andar-
tak fram í kvikmynd — svona til
að gleymast ekki alveg. En þrátt
fyrir að þessi kvikmynd gæti
þannig hugsanlega lýst baráttu
Fassbinder sjálfs við hið hvíta
duft djöfulsins, þá vill svo til að
söguþráðinn spinnur hann út frá
staðreyndum í lífi leikkonunnar
Sybille Schmitz sem var mjög
vinsæl á fimmta áratugnum.
Leikkona þessi framdi sjálfs-
morð og getur Fassbinder sér
þess til að hún hafi verið fangi
læknis nokkurs sem rekur einka-
hæli og falsar þar lyfseðla í sam-
vinnu við heilbrigðisfulltrúa og
bandarískan hermann.
Annars fer Fassbinder frjáls-
lega með heimildir og einbeitir
sér mjög að þjáningum þessa
ógæfusama listamanns. Hann
beitir mjög andstæðum ljóss og
skugga til að magna upp óhugn-
aðinn sem umlykur Veroniku.
Ekki dregur það úr áhrifunum
að myndin er ekki í lit og kvik-
myndataka Xaver Schwarzen-
berger með slíkum ágætum að
sjónhornið kemur sífellt á óvart.
Hinsvegar verður smáspennufall
er söguþráðurinn tekur á sig
mynd hefðbundinnar glæpasögu
þar sem læknirinn er í hlutverki
skúrksins og Veróníka í hlut-
verki hins varnarlausa sakleys-
ingjans. Það er ekki hægt að
stilla upp í verki sem þessu
myndastyttum sem annars veg-
ar eru málaðar svartar og eru
hinsvegar hvítar sem marmari.
Þó má ekki gleyma því að Ver-
óníka Voss er hvergi góða litla
stúlkan sem við sjáum gjarnan í
amerískum hasarmyndum. Hún
er í raun sterkur persónuleiki
sem hið hvíta duft hefir svín-
beygt og gert skepnu líkasta.
Hvílíkt vald hafa ekki þeir menn
sem ráða yfir slíkum efnum?
Guð gefi að börn okkar lendi
aldrei í klóm þeirra, að þögnin
nái ekki að hylja verk þeirra.
Okkur ber að bregða við skjótt
vakni hinn minnsti grunur um
að hin hvíta hönd sé á ferli, ann-
ars er aldrei að vita nema við
horfumst í augu við Veróníku
Voss, inná okkar eigin heimili.
Hér gildir ekki lögmálið að hver
sé sjálfum sér næstur. Rainer
Werner Fassbinder virðist hafa
skilið þá staðreynd er hann fest-
ir síðasta meistaraverk sitt á
filmu en því miður skildi hann
það of seint.
V andamálið
úr sögunni?
Undirritaður ritaði hér grein á
dögunum í tilefni samals við
fréttastjóra sjónvarpsins. En svo
var mál með vexti að ég hugðist
kynna í þættinum Á döfinni sýn-
ingu sem ég kom fyrir í veitinga-
húsinu Mensu. Fréttastjórinn
vildi ekki birta tilkynningu um
sýninguna á þeim forsendum að
„ ... þeir vildu ekki prómótera
veitingarekstur". I grein minni
bendi ég á að leiksýningar sem
sýndar eru á veitingahúsum njóti
þeirrar auglýsingar sem þáttur-
inn Á döfinni óneitanlega veitir.
Og hægt sé að nefna fleiri dæmi
er veiki röksemdafærslu frétta-
stjórans. Ég ætla ekki frekar að
fjalla um sjálfan mig í þessu
samhengi en víkja að kjarna
málsins sem er stefnuleysi þessa
áhrifamesta fjölmiðils hvað varð-
ar listkynningu almennt.
Ég hef rætt þetta mál við
myndlistarmenn og fundið að hér
eru menn ekki á eitt sáttir. Gísli
Sigurðsson ritstjóri Lesbókar,
sem hefir einsog mönnum er
kunnugt staðið prýðilega að
kynningu myndlistar þau ár sem
hann hefir setið við ritstjórn, var
þannig ekki alveg sáttur við það
sjónarmið er ég viðraði í grein
minni. Heyrðist mér helst á Gísla
að hann vildi að myndlistarkynn-
ing sjónvarpsins markaðist af
fáum viðurkenndum sýningarsöl-
um á höfuðborgarsvæðinu en
einnig að sýningar sem haldnar
væru í menningarmiðstöðvum
dreifbýlisins — einkum í félags-
heimilum — nytu forgangs. Mér
finnst tillaga Gísla Sigurðssonar
athyglisverð að því leyti að þar er
tekin afdráttarlaus afstaða til
þess myndlistarefnis sem skal
kynnt á skjánum. En spurningin
er bara, hver á að dæma um hvar
er sýnd alvörulist og hvar ekki.
Persónulega er ég þeirrar skoð-
unar að tilefni sýningarhaldsins
skipti meira máli en sýningar-
staðurinn og þess vegna mætti
geta um verk sem hengd eru upp í
biðskýlinu á Hlemmi.
Annars held ég að ég hafi á
takteinum tillögu, sem gæti brú-
að bilið milli mín og Gísla í þessu
efni.
Hvernig væri að í stað þáttar-
ins Á döfinni, sem líkist fremur
safnþró en listkynningarþætti, og
Gluggans, sem er fyrirmyndar-
þáttur en nær aðeins að spanna
örlítið svið listframleiðslunnar —
kæmu fjórir stuttir listkynn-
ingarþættir á viku? Þessir þættir
tækju fyrir afmörkuð svið listar-
innar, þannig fjallaði einn um
myndlist, annar um leiklist og
kvikmyndir, sá þriðji um bók-
menntir og hinn fjórði um tónlist.
Þessir þættir væru í höndum sér-
fróðra manna líkt og leiklistar-
framleiðsla sjónvarpsins er nú
þegar, eða er ekki Hrafn Gunn-
laugsson enn í hálfu starfi sem
leiklistarráðunautur sjónvarps-
ins? Ég veit ekki betur en við eig-
um prýðilega færa myndlistar-
fræðinga, aðra sem kunna að
flokka bókmenntir, jafnvel
kvikmyndafræðinga. Eigum við
ekki að gefa alþjóð kost á að
njóta leiðsagnar þessa fólks um
huliösheima listarinnar?
Þannig væri sérfræðingunum í
sjálfsvald sett hvaða listsýningar
þeir veldu til nánari skoðunar í
þessum þáttum. Þar væri að
sjálfsögðu um persónulegt val að
ræða, val sem byggðist á smekk
sérfræðingsins og þeirri þekkingu
er hann hefði aflað sér á listsvið-
inu. Klíkuskapur snertir alla list-
kynningu og því verður að telja
hann með líka. Menn hrökkva
kannski við að heyra þetta orð
nefnt en sannleikurinn er sá að í
litlu samfélagi ræður kunn-
ingsskapur miklu um veraldar-
gengi. Þess vegna má ekki fá
þessu fólki það vald uppí hendur
að meina mönnum aðgang að list-
kynningarþáttunum. Én það vald
hefur fréttastjóri sjónvarpsins
nú tekið sér einsog ég gat um í
fyrri grein.
í alvöru talað, líst ykkur ekki
vel á þessa hugmynd? Hér gætu
allir þeir, er fást við listiðkun í
voru listelska landi, fengið að
kynna framlag sitt á skjánum og
sérfræðingar látnir um að kynna
nánar það sem þeir teldu merkast
í augnablikinu. Það skipti ckki
máli hvort myndir héngju fyrir
ofan kaffibolla eða blómavasa —
aðeins listin sjálf réði á skjánum.
Þá ber þess að gæta að áhugi
manna beinist í misríkum mæli
að listsviðum — sumir myndu
vafalaust límast við skjáinn á
mánudögum þegar músikin væri
kynnt, aðrir á fimmtudögum þeg-
ar myndlistina bæri fyrir og enn
aðrir á föstudögum er leiklist og
bíó skörtuðu á skjánum. Þá má
skjóta inní þessa þætti auglýsing-
um sem oft eru hrein listaverk í
sjálfu sér. Þannig mætti tengja
grafíksýninguna í Norræna hús-
inu við það nýjasta sem er á
boðstólum í húsgagnaverslunum
svo dæmi sé tekið. Listin er ekki
eitthvað sem svífur í hæðum, hún
er veruleikinn í svolítið skraut-
legu bandi. Minnumst þess að
hún hefir löngum gert lífið bæri-
legt í voru harðbýla landi. Hvað
stoða annars milljón þorskar ef
við sjálf breytumst í þorsk með
fótbolta í stað heila?
DREGIÐ19. NÓVEMBER.
í byggingarhappdrætti SÁÁ