Morgunblaðið - 16.11.1983, Page 31

Morgunblaðið - 16.11.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Foreldrafræðsla á meðgöngu - eftir Kristínu I. Tómasdóttur Vegna greinar er birtist í Morg- unblaðinu 7. september ’83, „Fæð- ing án sársauka” eftir Marjatta ísberg, langar mig að koma eftir- farandi upplýsingum á framfæri: Árið 1953 byrjaði Hulda Jens- dóttir, ljósmóðir og forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur, með fræðslu- og slökunarnám- skeið fyrir verðandi foreldra. Hún hefur alla tíð síðan verið með námskeið, um tíma á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur en aðallega á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Ár- ið 1969 byrjaði fyrsti vísir að fræðslu á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, komu verðandi for- eldrar þá í eitt skipti og sáu kvikmyndir um meðgöngu og fæð- ingu og aðra um meðferð ung- barna. ísienskir textar þessara mynda voru gerðir af Guðjóni Guðnasyni, lækni, og Huldu Jens- dóttur, ljósmóður. Einn fyrirlest- ur var haldinn af fæðingarlækni. Þetta fyrirkomulag hélst til ársins 1972 að námskeið hófust með þátttöku læknis, ljósmóður, heilsuverndarhjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, barnalækni og fleiri. Síðan 1976 hefur Helga Daní- elsdóttir, ljósmóðir, séð um fram- kvæmd foreldrafræðslu á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og árið 1982 komu 370 verðandi mæður og í flestum tilfellum makar þeirra á námskeið. Hver hópur kemur að jafnaði 8 sinnum, er þá byrjað á fyrirlestri, síðan er leikfimi og slökun. Á eftir gefst verðandi for- eldrum kostur á að skoða fæð- ingarstofnanir. Hin síðari ár hafa námskeiðin haldið þessu formi, eða með líku sniði og á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur og Kvennadeild Landspítalans. Síðan haustið 1969 hafa fræðslu- og slökunarnámskeið verið haldin í sambandi við mæðra skoðun Kvennadeildar Land- spítalans, í frystu eingöngu fyrir verðandi mæður. Hin síðari ár hafa feðurnir bæst í hópinn, þó í of litlum mæli. Þeir koma í einn kvöldtíma þegar sýndar eru myndir af fæðingu og er þá Fæð- ingardeildin jafnframt skoðuð. Erfitt reyndist að fá leyfi fyrir þessari starfsemi og verð ég að viðurkenna að ég hóf hana áður en leyfi stjórnarnefndar rfkisspítal- anna lá fyrir hendi, en í bréfi hennar dags. 18. febrúar ’70 stóð eftirfarandi: „Stjórnarnefndin fellst á að starfsemi þessari sé haldið uppi, en hún leggur áherslu á, að hún verði ekki meiri en þarf með tilliti til kennslu ljósmæðranema." Þótt allstaðar sé viðurkennt að þessi starfsemi sé nauðsynlegur liður í undirbúningi verðandi for- eldra vegna fæðingar og tilkomu barns, hefur stjórnarnefnd ríkis- spítalanna enn ekki veitt neinar stöðuheimildir fyrir starfseminni, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um á hverju ári. Ljósmæður sem vinna á fæðingargangi hafa hing- að til annast þessa fræðslu að mestu leyti, og oft orðið að bæta á sig aukavinnu til að gera hana framkvæmanlega. Árið 1982 komu 470 konur á námskeið á Kvennadeild Land- spítalans og færri komust að en vildu, en sama ár fæddi 2421 kona á deildinni. Víða um land halda ljósmæður uppi fræðslu fyrir verðandi for- eldra og get ég nefnt sem dæmi Sauðárkrók, Keflavík, Seyðisfjörð, Selfoss og fleiri staði. Foreldrafræðsla hefur verið einn þáttur í námi ljósmæðra- nema síðan 1969 og hin síðari ár einnig í námsbraut í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands. Ljósmæðrafélag íslands hefur gengist fyrir námskeiðum fyrir ljósmæður þar sem foreldra- fræðsla hefur sérstaklega verið tekin fyrir. Eftirtaldar bækur með efni fyrir verðandi foreldra hafa komið út síðan 1940: 1940 — Heilsufræði handa hús- mæðrum eftir Kristinu Ólafsdótt- ir, lækni. 1957 — Mæðrabókin þýdd úr norsku af Stefáni Guðnasyni, lækni. 1962 — Slökun og eðlileg fæðing eftir Huldu Jensdóttur, ljósmóður. 1973 — Bókin um barnið eftir Benjamin Spock, ný endurskoðuð og aukin útgáfa þýdd af Bjarna Bjarnasyni, lækni. 1980 — Meðganga og fæðing eft- ir Laurence Pernoud, þýdd af Sig- urði Thorlacius, lækni. 1982 — Barnið okkar eftir Pen- elope Leach þýdd af Sigurði Thorl- acius og Jóni Sigkarlssyni. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur gefið út eftirfarandi bækl- inga sem notaðir eru víða um land: „Meðan við bíðum" og „Leið- beiningar um meðferð ungbarna" hafa komið út í áratugi. „Góð ráð fyrstu vikur sem mæður hafa börn á brjósti" hefur komið út síðan 1978. Kvenfélagasamband Islands 31 (sími: 12325) hefur opna skrifstofu þar sem hægt er að fá ýmsa bækl- inga'um mataræði, og hafa gildi fyrir verðandi mæður. Erlendar bækur um meðgöngu og fæðingu fást í ýmsum bókabúð- um og einnig er hægt að fá þær pantaðar eins og aðrar bækur ef fólk óskar þess. Af ofanskráðu má sjá að ýmis- legt hefur verið unnið að þessum málum í okkar landi á undanförn- um árum, þótt alltaf megi segja „betur má ef duga skal“. Kristín I. Tómasdóttir er yfirljós- móóir Kvennadeildar Landspítal- ans. EIGENDUR SPARID BENSIN LÁTID STILLA OG YFIR- EARA BÍLINN FYRIR VETURINN 1. Vélarþvottur. 14. Ath. slag I kúplingu og bremsu- 2. Ath. bensín, vatns- og olluleka. pedala. 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og 15. Smyrja hurðalamir. geymissambönd. 16. Setja silikon á þéttikanta. 4. Stilla ventla. 17. Ljósastilling. 5. Mæla loft I hjólböröum. 18. Vélarstilling með nákvæmum 6. Stilla rúðusprautur. stillitækjum. 7. Frostþol mælt. 19. Skiptum bensinslu. 8. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðu- sprautu. Verð með söluskatti kr. 1.770.00 9. Athuga loftsíu. Innifalið i verði: Platinur, kerti, ventla- 10. Skipta um kerti og platínur. lokspakkning og frostvari á rúðusprautu. 11. Timastilla kveikju. 12. Stilla blöndung. 13. Ath. viftureim. Þér fáið vandaða og örugga þjónustu hjá sérþjálfuóum fagmönnum MAZDA verkstæðisins. Pantið tíma I símum: 81225 og 81299. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23. Dalvík: Þrír bílar skemmdir — ökumenn sluppu ómeiddir Dalvík, 14. nóvember. TVÖ umferðaróhöpp urðu í Svarfaðardal um liðna helgi og eru þrír bílar mikið skemmdir. Skammt frá Tjörn í Svarfaðardal valt bíll út af vegi og urðu töluverðar skemmdir á honum en ökumaður slapp ómeiddur. Þá varð árekstur tveggja bfla á „Hvarfinu" í Svarfaðardal og skemmdust báðir bflarnir allmikið en engin meiðsl urðu á ökumönnum. Mikil hálka var á vegum og má rekja bæði þessi óhöpp til hennar. f gær valt svo vörubifreið, sem Hjalteyrar, þegar óhappið varð. var á leið frá Hjalteyri til Akur-‘ Litlar skemmdir urðu á bílnum eyrar með skreið. Bíllinn var við og ökumaður slapp ómeiddur. Kambhól, á vegamótunum til Fréttaritarar. I YNINGIN 1 B|fcDSHOEÐANUM SKRIFSIOFAI iframtiðar LYKUR I KVOLD KL. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.