Morgunblaðið - 16.11.1983, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
Betra og bætt mannlíf
— eftir Bergþóru
Jóhannsdóttur
Góðtemplarareglan var stofnuð
í Norður-Ameríku, í smábæ í New
York-ríki, sem heitir íþaka.
Hingað til lands kom þessi hreyf-
ing með norskum iðnaðarmanni,
Ole Lied. Hann settist að á Akur-
eyri. Eftir sumardvöl þar birtist í
nóv. 1883 grein eftir hann í Akur-
eyrarblaðinu Fróða, þar sem hann
gerir grein fyrir reglunni og
markmiðum hennar. Friðbjörn
Steinsson, bóksali á Akureyri,
mikill áhugamaður um bindind-
ismál, kom til liðs við Ole Lied við
allan undirbúning að stofnun
stúku á Akureyri.
Þann tíunda janúar 1884 var svo
stúkan ísafold nr. 1 stofnuð í húsi
Friðbjarnar Steinssonar. Stofn-
endur voru 12 en fleiri bættust við
fljótlega. Þann þriðja júlí 1885 var
svo fyrsta stúkan stofnuð hér í
Reykjavík. Var það stúkan Verð-
andi nr. 9. Þann 2. ágúst sama ár
er stúkan Morgunstjarnan nr. 11
stofnuð í Hafnarfirði. Nú var ísinn
Bergþóra Jóhannsdóttir
„Aö vinna að fyrirbyggj-
andi starfi, að koma í veg
fyrir að lengra sé haldið á
óheillabraut."
brotinn. Fleiri stúkur voru stofn-
aðar út um allt land.
Skipulagsmáttur reglunnar
sýndi sig greinilega hér sem ann-
ars staðar. Góðtemplarareglan
hefur ávallt haft innan sinna vé-
banda fólk úr öllum stéttum þjóð-
lífsins, bæði karla og konur, því
þar ríkir jafnrétti á milli kynja.
Góðtemplarareglan var frá önd-
verðu helsti félagsmálaskóli al-
þýðu manna hér á landi. Úr henn-
ar röðum komu konur og karlar,
sem voru kjörin til starfa í hinum
ýmsu félögum, sem síðar voru
stofnuð. Má geta þess að fjölmarg-
ir úr hennar röðum tóku að sér
forystu í verkalýðsmálum.
Góðtemplarar hafa fastmótaða
stefnu í áfengismálum og hafa
ekki látið merkið falla þótt oft
hafi á móti blásið. Reglan hefur
staðið með reisn í þessi eitt hundr-
að ár. Það er stórkostlegt og segir
sína sögu. Markmiðið er að skapa
frjálsara og betra líf fyrir ein-
staklinga og þjóðir, gefa mönnum
fagurt eftirdæmi með algeru bind-
indi. Skapa heilbrigðar lífsvenjur í
þjóðfélögunum og undirbúa jarð-
RAWLPLUG
Allar skrúfur,
múrfestingar,
draghnoð og
skotnaglar
^SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033
veginn fyrir menningu án áfengis.
Stundum heyrast raddir um það
að templarar séu ekki dómbærir á
ástand og afleiðingar fyrir þá sem
eiga við vímuefnavandamál að
stríða. Eru þá helstu rök þau að
þeir hafi ekki bragðað vín sjálfir.
Þessi hugsun er alröng því til eru
þeir menn innan bindindishreyf-
ingarinnar sem einmitt hafa horf-
ið frá þeirri braut sem áfengis-
neysla í óhófi leiðir oft út á og
hafa gerst félagar í bindindis-
hreyfingunni. Margir hafa líka átt
vini eða vandamenn, sem neytt
hafa áfengis í mismiklum mæli og
sumir sér til tjóns, og getað rétt
hjálparhönd. Það er einmitt þann-
ig sem hjálparstarf Templara fer
fram. Að vinna að fyrirbyggjandi
starfi, að koma í veg fyrir að
lengra sé haldið á óheillabraut.
Við lesum um eða heyrum næst-
um því daglega sagt frá óhöppum,
oftast alvarlegum, sem eiga mörg
hver rætur sínar að rekja til of
mikillar neyslu vímuefna. Fyrir
nokkrum árum las ég frásögn fé-
lagskonu í Góðtemplarareglunni,
sem greinir frá því hver var
ástæðan fyrir því að hún gerðist
félagi í reglunni. Þessi vitnisburð-
ur gæti alveg eins átt við í dag.
Frásögn konunnar var eitthvað á
þessa leið: „Það undruðust margir
að ég skyldi ganga í regluna. Mér
var sagt að það væri fyrir
drykkjumenn en ekki fyrir reglu-
samt fólk. Ég hef ekki drukkið
áfengi um mína daga en ég hef séð
að áfengið getur leitt af sér böl og
tjón sem óbætanlegt er. Það var
þess vegna að ég gerðist félagi."
Svo heldur hún áfram sögu sinni:
„Einu sinni var ég í heimsókn hjá
aldraðri vinkonu minni, sem var
snauð af veraldlegum auði. Guðs-
orðabók átti hún sem hún hafði
yndi af. Er ég hafði setið hjá vin-
konu minni góða stund kemur son-
ur hennar inn til okkar og var með
hávaða mikinn. Þá sá ég í fyrsta
sinn hvernig ofdrykkjan birtist í
sinni verstu mynd í þessum unga
manni. Sonurinn æsti sig upp,
vildi fá eitthvað, sem hægt væri að
selja svo hann gæti fengið meira
brennivín. Hann taldi sig ekki
finna neitt nýtilegt. Hann kemur
nú auga á guðsorðabókina og tek-
ur hana. Móðirin grátbændi son
sinn að fá sér bókina aftur. Sonur-
inn hlustaði ekki á hróp móður
sinnar, heldur sló til hennar og
hljóp út úr húsinu með bókina."
Þannig sagðist henni frá. Hver
hefur ekki einhvern tíma orðið
vitni að einhverju álíka í fari
drukkins manns.
Síðan þessi atburður gerðist
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Enn er margt óunnið í þessum
málum. Áfengismálin eru ekkert
sérmál einstaklina eða Templara.
Þarna þarf þjóðin öll að standa
saman og vinna að fyrirbyggjandi
starfi, fyrst og fremst sem felst í
fræðslu um áfengi og afleiðingar
ofneyslu þess og annarra vímu-
gjafa. Tengja þarf þessa fræðslu
t.d. heilsufræðikennslu í skólum
eða öðrum skyldum greinum inn-
an þeirra veggja. Koma þarf til
hugarfarsbreyting hjá fólki al-
mennt. Fólk sem vill neyta áfengis
þarf að breyta drykkjusiðum sín-
um úr ofdrykkju í hófdrykkju og
helst af öllu að láta Bakkus víkja
að fullu úr lífi sínu.
Það er sannfæring mín að hið
háleita markmið Góðtemplara-
reglunnar sem hefur að leiðarljósi
trú, von og kærleika, muni leiða til
mikils sigurs og betra mannlífs.
Bergþóra Jóhannsdóttir er hús-
móóir l Reykjavík.
Lífeðlisfræði
eftir Örnólf
Thorlacius
ÚT ER komin hjá Iðunni Lífeðlis-
fræði, kennslubók handa fram-
haldsskólum, eftir Örnólf Thor-
larius.
I frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Þetta er fyrsta bókin skrifuð á
íslensku gagngert sem kennslubók
í lífeðlisfræði. Efnið er tekið sam-
an handa náttúrufræðibrautum
menntaskóla og annarra fram-
haldsskóla, „en von mín er að það
megi nýtast til náms við aðrar
brautir framhaldsskólanna", segir
höfundur í formála, „ekki síst við
heilsugæslubrautir þar sem veru-
leg áhersla hlýtur að vera lögð á
lífeðlisfræði. „Einnig er gert ráð
fyrir að bókin nýtist sem kennslu-
bók og handbók í ýmsum sérskól-
um og til sjálfsnáms og fróðleiks.
Örnólfur Thorlacius er líffræð-
ingur að mennt og á að baki langa
reynslu með kennari. Hann starf-
aði um skeið sem kennari í líf-
eðlisfræði við sænskan háskóla og
fékkst einkum við að þjálfa verð-
andi framhaldsskólakennara í
verklegri kennslu í greininni. Síð-
ar dvaldist hann árlangt í Skot-
landi og lagði stund á kennslu-
fræði, einkum í tengslum við
kennslu í líffræði."
Lífeðlisfærði er 380 blaðsíður,
með myndum til skýringa. Hún er
prentuð í Odda.
5 daga áætlun —
Hættum að reykja
ÍSLENSKA bindindisfélagið, með
aðstoð Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, gengst fyrir nám-
skeiði fyrir þá sem vilja hætta
reykingum. Námskeiðið verður
haldið í Reykjavík dagana 20.—24.
nóvember nk. Stjórnandi verður
Jón Hjörleifur Jónsson.
Námskeiðið ber heitið „5-daga
áætlunin". Auk Jóns Hjörleifs
annast leiðbeiningar sérfróðir
læknar. Námskeiðið verður haldið
í Lögbergi, Háskóla ísiands og
hefst kl. 20 nk. sunnudagskvöld.
Námskeiðsgjald greiðist fyrsta
kvöldið, en innritun fer fram í
símum 13899 og 19820 á skrif-
stofutímum.