Morgunblaðið - 16.11.1983, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983
Um sálfræðiþjónustu í skólum
Nokkur orð að gefnu tilefni
— eftir Askel
Örn Kárason
í Mbl. 30. október sl. birtist
grein eftir Guðmund Magnússon,
blaðamann, þar sem fjallað er um
sálfræðiþjónustu í skólum. í
greininni er varpað fram efasemd-
um um nauðsyn þessarar þjónustu
og virðist henni ætlað að vekja
spurningar um gildi hennar. Slík-
ar spurningar eru réttmætar og
umræða um þessi mál mætti
gjarnan vera meiri og skynsamleg
gagnrýni nauðsynleg. Umfjöllun
blm. í þessari grein er hins vegar
þannig, að ekki verður hjá því
komist að gera við hana athuga-
semdir. Greinin ber vott óvand-
virkni, vanþekking á umræðuefn-
inu er sláandi og blm. mistekst
gersamlega að hafa taumhald á
hleypidómum sínum í garð sál-
fræðinga.
Sálfræðingar hættulegir?
Blm. virðist telja lítt til bóta að
sálfræðingar hafi afskipti af nem-
endum sem á einhvern máta stíga
feilspor í sinni skólagöngu, valda
kennurum og foreldrum áhyggj-
um. Svo er að sjá að meginfor-
sendur hans séu tvær:
Annars vegar að sálarfræðin sé
ómerkileg vísindagrein og að
miklu leyti fúsk, störf sálfræðinga
séu þar af leiðandi hálfkák hið
mesta og þeir raunar hættulegir
menn að öðru jöfnu. Svo heppilega
hafi þó tekist til að í stéttinni sé
að finna nokkra öndvegismenn,
sem hafi til að bera sæmilegt
brjóstvit og mannþekkingu, þrátt
fyrir að þeir séu sálfræðingar.
Hins vegar gefur hann sér þá
forsendu að sálfræðingar hafi
einkum afskipti af því sem
afbrigðilegt er í fari barna og leit-
ist þá við (a.m.k. óbeint) að flokka
þá einstaklinga afbrigðilega og á
einhvern hátt sjúka sem til þeirra
er vísað. Blm. dregur þá ályktun
að afskipti sálfræðings af nem-
anda hafi gjarnan í för með sér
stimplun á viðkomandi og hátt-
erni hans, sem e.t.v. sé bundið til-
teknu aldurs- og þroskaskeiði en
að öðru leyti fullkomlega heilbrigt
og aðeins hluti af þeim vanda að
vera manneskja.
Þessi umfjöllun er í meira lagi
ORUGGT -
ÚTIUÓS í
SKAMMDEGINU
KOMBI-PACK-útiljósið er með 80 watta
kvikasilfursperu, sem gefur mikla birtu.
Það er sterkbyggt og auðvelt
í uppsetningu.
KOMBI-PACK eykur öryggi hvar sem er,
á vinnusvæðum, við útihús, á
skólasvæðum og við hvers manns dyr
Lýsið umhverfið
með KOMBI-PACK
Heimilistækí hf
undarleg. Blm. veltir fyrir sér
vandanum að vera til, þeim krepp-
um sem einstaklingurinn lendir í
og einkennum sem á hversdags-
máli eru nefnd „óþekkt", „óeirð“,
„feimni", o.s.frv. Hann minnir á
að mörk heilbrigðis og afbrigði-
leika eru á engan hátt skýr og
bendir á þá hættu að hátterni sem
kunni að virðast afbrigðilegt sé,
vegna skorts á mannþekkingu,
stimplað sjúkt. Allt er þetta gott
og biessað, svo langt sem það nær.
Blm. virðist hins vegar sjást yfir
þau einföldu sannindi, að einmitt
þessi málefni, sem hann telur svo
mikilvæg — og ég er sama sinnis
— hefur sálarfræðin afhjúpað og
fjallar stöðugt um. Mörk (eða
markaleysi) eðlilegs og afbrigði-
legs atferlis, þroskaferill og
þroskakreppur, vandinn að vera
manneskja, allt eru þetta við-
fangsefni hennar. Sú yfirsýn sem
sálfræðimenntun og reynsla í
starfi gefur sálfræðingum er ákaf-
lega mikilvæg forsenda þess að
takast á við þessi tilvistarspurs-
mál.
„Vinaþjónusta“ í
staö sálfræðiþjónustu?
Fuliyrða má að sálfræðingar
hafi almennt ekki þörf fyrir að
stimpla eitt barn afbrigðilegt
fremur en annað — til þess eru
margir aðrir boðnir og búnir —
heldur beita sinni fræðilegu þekk-
ingu, þeim aðferðum sem henni
fylgja og sínum persónulegu eigin-
leikum til þess að leysa vandann,
sé til þeirra leitað. Það er sjálfs-
agt mál að við höfum öll þörf fyrir
umhyggju góðhjartaðs og skiln-
ingsríks fólks, en ég á bágt með að
sjá að fræðileg þekking sé eitt-
hvert handikapp í því sambandi.
Því miður er það svo að suma
skortir þessa umhyggju og stund-
um verður vandinn að vera mann-
eskja meiri en að við hann ráðist
án utanaðkomandi aðstoðar. Það
er e.t.v. hugmynd Guðmundar
Magnússonar að þetta verði leyst
með því að að í stað sálfræðiþjón-
ustu verði sett á stofn „vinaþjón-
usta“, þar sem þeir fengju starf
sem væru góðhjartaðir og skiln-
ingsríkir, hvernig sem það væri
svo mælt og metið.
Mannskilningur á
grundvelli þekkingar
Blm. segir, að deila megi um að-
ferðir sálfræðinga. Það er rétt.
Það er nauðsynlegt fyrir þróun
fræðigreinarinnar og hina enda-
lausu leit að endanlegum sann-
leika um manninn. Engu að síður
koma þær aðferðir sem nú eru til-
tækar að góðum notum ef rétt er á
haldið. Engar ábendingar koma
fram í greininni um hvað betur
mætti fara í þessum aðferðum.
Sálfræðileg próf eru nefnd og tal-
in vafasöm, án þess að nánar sé
farið út í þá sálma. Vísast veit
blm. ekkert um sálfræðileg próf,
enda er sannleikurinn sá að þessi
tæki eru mjög gagnleg til grein-
ingar á stöðu og ástandi hins próf-
aða, ef vel er unnið og þau eru í
höndum sérmenntaðs fólks. Túlk-
un niðurstaða krefst þekkingar
sem sálfræðingar hafa á valdi
sínu, en aðrar stéttir góðhjartaðra
hafa ekki fengið réttindi til þess
að nota þessi próf, enda menntun
þeirra ekki við þau miðuð.
Þegar skólabarn hefur með
hátterni sínu gengið lengra en
umhverfið þolir, eða sýnir einhver
þau merki vanlíðunar að vekur
áhyggjur aðstandenda, er gjarnan
leitað til sálfræðideildar skóla um
aðstoð. Þá er hætt við að heim-
spekilegar vangaveltur um
„vandann að vera maður" lini ekki
áhyggjurnar eða breyti hátterni
barnsins. Við vandanum þarf að
bregðast, þótt hann sé „eðlilegur".
Að það sé gert af fólki sem hefur
til að bera mannskilning grund-
vallaðan á staðgóðri fræðilegri
þekkingu, með aðferðum sem
byggja á sama grunni, er besta
tryggingin fyrir að árangur náist.
„Reynsla kynslóðanna“
Eftir að hafa greint frá starfi
Sálfræðideilda skóla í Reykjavík
með því að vitna í ársskýrslu,
varpar blm. enn fram efasemdum
um gildi þjónustunnar og störf
sálfræðinga að henni og lýkur
greininni með svofelldum orðum:
„ ... að starfið sé ekki eingöngu
byggt á hinum vafasömu vísindum
sálfræðinganna heldur allt eins
þeirri mannþekkingu sem sprottin
er af hversdagslegri íhugun og at-
hygli venjulegs fólks og reynslu
kynslóðanna?"
Hvað er maðurinn að fara? Skil-
ur hann það sem hann er að
skrifa? Þessi niðurlagsorð bera
vott um ótrúlega grunnhyggni.
Hvaða aðferðir eru það sem byggj-
ast á „reynslu kynslóðanna"?
Hvers konar þjónusta er það sem
á að byggja á slíkum grunni?
Misskilningur blm. í þessu efni
byggist á því að hann virðist ekki
skilja, eða vita, hvað sálfræði er
og þekkja vinnubrögð hennar
nema ákaflega yfirborðskennt.
SÆTUNI8-S: 27500
„Orð, orð innantóm“
Orð. Hvað er orð? Það er birt-
ing, eða ættum við að segja fæð-
ing hins ósýnilega með auðveld-
ustum hætti inn í hinn sýnilega
heim.
Hugsun, andi, kraftur, tilfinn-
ing, duldar orkulindir streyma
þar fram með ýmsum hætti og
geta síðan orðið áður en varir að
athöfnum og framkvæmdum,
húsum og höllum, skipum og
flugvélum, frjósömum ökrum og
fögrum aldingörðum, sælum
samleika sálna og þjóða eða
sundrung og djöfulæði haturs og
hefnda.
Þess vegna hefur orð og orka
orðið eitt, og þá nefnt andi í
hugsun og tjáningu trúar og
óska. Því hefur verið lyft á æðsta
trón hins mannlega og gert að
Guði, það er að segja látið tákna
lífsorkuna sjálfa. Og þá hafa
jafnvel hinir verstu meðal
manna rænt sæti þess, með
blekkingum eða valdi, og gert sig
að Guði orðsins, fulltrúum hins
ósýnilega í samfélagi og siðum,
með öllum þess fjötrum og for-
dæmingum.
Æðsta tákn orðs í þessum lík-
ingaleik hefur orðið Kristur,
boðberi frelsins og elsku, sem
æðstu verðmætatilveru í mann-
heimi. En jafnvel því tákni hafa
voldugir boðendur orðsins rænt,
svo hryllilega að orðið hefur ver-
ið táknað með sverði og vopnum
til fordæmingar, eyðingar og
glötunar.
Kristindómur hefur verið
æðsta starfssvið orðs hér á Vest-
urlöndum. Hið frjálsa orð hefur
orðið framfarakraftur vísinda og
lista. Innstreymi hins ósýnilega
heims inn í hversdagsins hljóð-
látu önn og fjölbreyttu sam-
skipti. Og myndað þar eftir göfgi
þess og þroska, sem notaði töfra-
Uexr.t.
við
gluggann
eftirsr. Árelius IMíelsson
lykil orðsins, gæfu eða böl, gleði
eða sorg, sælu eða kvöl.
Þess vegna skulum við nú,
þegar flaumi orðanna er með
komandi hausti og vetri veitt inn
í skólana og þannig til æsku og
framtíðar, litast um og hlusta á
notkun orðsins á okkar hvers-
dagsbrautum. íhuga hvað og
hvernig við, einstök og umkomu-
lítil, eigum samt þátt og aðild að
þessum mikla krafti í töfrum
orðsins.
Ekkert, sem við teljum okkur
hafa framyfir dýrin gæti verið
að öllu æðra en málið — myndun
og notkun orðsins.
Þar birtist það daglega sem
tæki andans, hið mikla undur
hversdagsins.
Engin furða, þótt sú trú hafi
myndast að það hafi verið tæki
Alföður til að skapa og móta alla
hluti.
Og umfram allt, er það talið
sýna þann, sem talar á andlegan «
hátt öllu öðru fremur, bæði
hugsun hans, tilfinningu og
óskir. Þar gilda hér orð skálds-
ins flestu fremur.
„Oft má af máli þekkja
manninn, hver helzt hann er.“
„Og vel skal það vanda,
sem lengi skal standa."
Þar er bæði lýst spegli orða,
sem sýnir okkar eigin sálar-
mynd. Og hins vegar krafti orðs,
sem getur mótað ævi og örlög,
bæði einstaklings og fjölda til
gæfu og ógæfu.
Því orðið er tvíeggjað sverð og
öllu beittara. Hættulegt í notkun
heimskingja og blekkjenda.
„Mikið er skraddarans pund,“
syngja sumir. En ekki væri síður
hægt að segja:
Mikið er pund — það er að
segja gullgildi orðs á vörum
kennara, prests og móður, en
samt ekki síður af munni stjórn-
enda, leiðtoga og valdhafa, sem
hafa laumast upp í hásæti þess
við hlið hins allsvaldanda, upp
eftir hliðarstiga blekkinga og
valds, sem nú er hættulegra en
áður á helvegum kjarnorkunnar.
Samt gætu núverandi helbrautir
þeirrar orku orðið æðsta heilla-
gjöf mannheimi til handa ef orð
elskunnar ættu þar yfirtök.
En lítumst nú um á hvers-
dagsstigum okkar, barna hvers-
dagsins.
Þar má einnig nota orð á svo
margvíslegan hátt, meira að
segja til að gleðja og græta, sam-
eina og sundra, villa og trylla
eða sefa og leiða á réttan veg.
Þar eigum við öll okkar hlut á
svo heillavænlegan hátt, ef við
notum hlýlega og ljúflega þenn-
an lykil hins ósýnilega að leynd-
ustu afkimum í svip og sögu
samferðafólksins. Og þar er ekki
sama, hvernig við tölum. Jafnvel
orðin í kveðju og upphafi sam-
tals, þegar sagt er „góðan dag“
geta haft svo margVíslegan