Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 48
Bítlaæðið i V> CCCADWir MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Óðinn kemur í dag með RÁN tíl Rvíkur VARÐSKIPIÐ Óðinn er væntanlegt til Reykjavíkur um klukkan 9 í dag með flak þylunnar TF-RÁN, sem hrapaði í sunnanverðum Jökulfjörð- um aðfaranótt miðvikudagsins fyrir viku síðan, en um miðjan dag í gær tókst að ná þyrlunni upp á yfírborðið og um borð í Óðin. I>að var strand- ferðaskipið Askja, sem fengið var til að lyfta þyrlunni um borð í Óðin, en það var á leið til Bíldudals frá Pat- reksfírði og var með nægilega sterka krana til að lyfta þyrlunni. Varðskip- ið er einnig með lík tveggja áhafnar- meðlima þyrlunnar um borð, en þau fundust í henni að kvöldi mánudags. Björgun þyrlunnar um borð í varðskipið gekk fljótt fyrir sig. Byrjað var um klukkan 12 og IV2 tíma síðar var þyrlan komin um borð í varðskipið. Þá hafði vélbát- urinn Siggi Sveins frá ísafirði híft þyrluna af rúmlega 80 metra dýpi á um 10 metra, og henni hafði ver- ið snúið við, en hún lá á hvolfi á sjávarbotninum. Þyrlunni var fyrst lyft upp á 30 metra dýpi, á böndum sem tókst að koma á bæði hjól hennar, þar sem hún lá á botninum. Þar gengu kafarar frá tryggari festingum við hana. Síðan var þyrlunni lyft á 16 metra dýpi, Rjúpnaskytta frá Akureyri komst í hann krappan: Skreið í skurði af ótfa við gamla konu með riffil Akureyri, 15. nóvember. RJÚPNASKYTTA frá Akureyri varð fyrir óvenjulegri og allsérstæðri lífs- rcynslu í síðustu viku, er hún gekk til rjúpna austanmegin Eyjafjarðar. Kom skyttan að bæ einum, þar sem býr öldruð kona ásamt syni sínum og var gamla konan ein heima á bænum. Konan varð vör mannaferða, en þar sem hún hefur slæma sjón greip hún til forláta veiðiriffils sonar síns sem á er góð- ur kíkir, og hugðist konan komast að því hver þarna væri á ferð. Beindi hún rifflinum að rjúpna- skyttunni og skoðaði hana í gegn- um kíkinn. Af rjúpnaskyttunni er það að segja að henni brá eðlilega við er hún sá að riffli var að henni beint og stökk hún hvatlega í næsta skurð. Var skyttan síðan öðru hvoru að gægjast upp fyrir skurð- barminn, en gamla konan fylgdist með þessum skrýtnu tilburðum af miklum áhuga. Af ótta við riffilinn og þann sem á honum hélt, taldi rjúpnaskyttan öruggast að skríða eftir skurðinum, þar til hún var komin í hvarf frá bænum, en það er nokkur hundruð metra vega- lengd. Ekki er Mbl. kunnugt um hvort skyttan fékk einhverjar rjúpur í þessari veiðiferð, en til Akureyrar komst hún heil á húfi, þótt illa horfði um sinn. — G.Berg. en þá voru lík mannanna tveggja, sem í henni voru, sótt. Þyrlan var síðan dregin á grynnra vatn og henni sökkt í fyrrakvöld. Eftir að Askja kom á staðinn var þyrlunni lyft að nýju, böndum komið á vængjaás hennar og henni snúið. Askja hífði hana síðan um borð í varðskipið. „Ég get ekkert sagt um ástand þyrlunnar að svo komnu máli. Björgunaraðgerðum er nú lokið og rannsókn slyssins getur hafist," sagði Skúli Jón Sigurðarson, hjá rannsóknanefnd flugslysa í sam- tali við Morgunblaðið um borð í Óðni í gær, eftir að þyrlan var komin þar um borð. „Það er mönnunum á Óðni og á fiskibátnum, samvinnu þeirra, mjög góðri sjómennsku, ásamt mikilli og erfiðri vinnu að þakka hversu vel tókst til og þeir gerðu okkur starfið auðvelt," sagði annar köfunarsérfræðinganna, sem feng- inn var frá Bandaríkjunum vegna björgunaraðgerðanna, í samtali við Morgunblaðið í Jökulfjörðum í gær. Sjá frásögn, viðtöl og myndir á miðsíðu og á bls. 36 og 37 í blaðinu í dag. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar: Hitalögnum verði kom- ið fyrir í Bankastræti HEILBRIGÐISRÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti á fundi sínum ný- lega að leggja það til við borgarráð að komið verði fyrir hitalögnum undir gangstéttum í Bankastræti til þess að minnka slysahættu af völd- um hálku, en árlega verða þar slys á gangandi vegfarendum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Katrínu Fjeldsted, formanni heilbrigðisráðs, bar hún fram tillögu þessa efnis á síðasta fundi ráðsins og var hún samþykkt. Borgarráð vísaði síðan tillögunni til borgarverkfræð- ingsembættisins. Katrín sagði í gær að árlega yrðu slys af völdum hálku í Bankastræti og vonast væri til að slysum myndi fækka ef hitalögn- um yrði komið fyrir undir gangstéttunum. Einkum taldi Katrín nauðsynlegt að koma fyrir lögnum frá horninu á Ingólfs- stræti og niður eftir Bankastræti. Nýja stólalyftan í Bláfjöllum: Vírinn slitnaöi og stólar féllu niöur Frystihús Skjaldar selt á 7-7,5 milljónir Patreksfírði, 15. nóvember. LAUGARDAGINN 12. nóvember sl. var stofnað á Patreksfírði nýtt félag um rekstur fískvinnslu, sem hlaut nafnið Vatneyri hf. Tilgangur félags- ins er að starfrækja fískvinnslu í væntanlegu húsi félagsins, sem áður hét Skjöldur hf., en var síðast í eigu Kópaness hf. Ákveðið er að félagið kaupi húsið af Byggðasjóði, sem keypti það á uppboði í haust. Áætlað er að geng- ið verði frá kaupunum í næstu viku. Kaupverðið er 7,0—7,5 millj- ónir. Kostnaðaráætlun við fyrstu tvo áfanga endurbóta við húsið mun vera um 6,5 milljónir. Áætluð árshráefnisöflun er 2.000 tonn, af tveim vertíðarbátum og minni bát- um. Stefnt er að því að hefja vinnslu fljótlega upp úr áramótum. Stjórn hins nýja félags skipa: Hilmar Jónsson, Bolli Olafsson, Kristinn Friðþjófsson, Stefán Egilsson og Guðfinnur Pálsson. — Fréturiuri. VÍRINN í nýju stólalyftunni í Bláfjöll- um slitnaði um helgina og féll einhver hluti stólanna niður. Þetta mun hafa gerzt á tímabilinu frá því á fimmtu- dagskvöld og fram á sunnudag. Stjóm Bláfjallafólkvangs hafði ekki tekið við lyftunni af framleiðendum, en beðið var eftir því að starfsmaður, sem var á leið frá Bandaríkjunum, kæmi og próf- aði lyftuna áður en hún yrði tekin i notkun. Samkvæmt upplýsingum Elínar Pálmadóttur, formanns stjórnar Bláfjallafólkvangs, var strax sent skeyti til framleiðanda lyftunnar, Dobbelmeyers, og sendi hann strax hingað 3 menn og komu þeir í gærkveldi til landsins. Einn mann- anna er frá framleiðandanum sjálf- um, annar frá framleiðanda víranna og hinn þriðji er prófessor frá Zúr- ich-háskóla. Munu þeir fara upp í Bláfjöll strax og birtir í dag ásamt þeim verkfræðingum, sem stóðu að lyftukaupunum, Stefáni Hermanns- syni og Stefáni Stefánssyni. Elín Pálmadóttir kvað þetta óhapp óskiljanlegt og taldi það eins- dæmi. Vírarnir í lyftunni hafi verið sérstaklega styrktir að ósk Bláfjalla- nefndar til þess að þola meira álag af stólunum, en nauðsynlegt var tal- ið. Þeir eru 80 til 90 talsins og mun einhver hluti þeirra hafa hrapað niður við það að vírinn slitnaði. Elín kvað ekki hafa verið hreyft við lyft- unni og yrði það ekki gert, fyrr en sérfræðingarnir hefðu skoðað hana. Elín kvað hundruð slíkra lyftna í gangi víða um heim. Að lokum sagði Elín, að í haust hafi maður frá fyrirtækinu að venju yfirfarið alla víra í gömlu stólalyft- unni í Kóngsgili til þess að ganga úr skugga um, hvort þar gætti slits. Eftirlitsskylda er á lyftunum eftir ákveðinn notkunartíma og er skipt um víra eftir ákveðinn tíma. Ekki hafði verið farið yfir nýju lyftuna, þegar óhappið varð og því mun ekki unnt að fullyrða hvað olli. Fékk bók um sig í 91 árs afmælisgjöf FINNUR Jónsson, listmálari, varð 91 árs í gær. í tilefni afmælisins fóru þeir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri, og Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag., til lista- mannsins, og afhentu honum fyrsta eintakið af bók um iist Finns, sem Almenna bókafé- lagið er að gefa út um þessar mundir. Á myndinni afhendir Brynjólfur Finni fyrsta eintakið. Á veggnum fyrir aftan er listaverkið „Þrjár sólir", sem Finnur Jónsson fékk fyrstu verðlaun fyrir á listahátíð Norður- Noregs á árinu 1971, en sú hátíð var hald- in í Harstad. Þetta verk fékk og Amnesty International lánað til þess að nota það við útgáfu plakats til kynningar á mann- réttindabaráttu samtakanna. Morgunblaðíð/ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.