Morgunblaðið - 07.12.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.12.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 51 mænusótt og var það fyrsta árið sem ekkert sjúkdómstilfelli kom upp, fram til þess voru 80—100 til- felli á ári. 1982 fengu 6.000 bændafjöl- skyldur land til ræktunar, 52.000 heimili á landsbyggðinni fengu rennandi vatn og 13.000 rafmagn. En svona smámál skipta litlu á síðum Morgunblaðsins. Þar er lít- ill gaumur gefinn að þeim vanda- málum sem íbúar bananalýðveld- anna þurfa að kljást við til að halda lífi. Lágmarkstrygging á fæði, klæði og húsnæði angrar ekki hugi þeirra sem hafa línurit Wall Street að leiðtoga lífsins. Þess vegna þótti skrifurum Morg- unblaðsins harla gott þegar stjórn Allendes var steypt í Chile, þótt eitt fyrsta verk Chicago-drengj- anna hafi verið að stöðva daglega mjólkurgjöf til barna fátækra- hverfanna. Tugþúsundir myrtra skilgreinast auðveldlega óvinir. Stríðið gegn Nicaragua Á fyrstu 4 mánuðum þessa árs myrtu innrásarsveitir Somoza- liðsins, sem Bandaríkin reka, ríf- lega 500 íbúa Nicaragua. Það sam- svarar 38.000 manns í Bandaríkj- unum. Sérstaklega hefur verið ráðist á þá sem aflað hafa sér einhverrar þekkingar. Kennarar sem unnið hafa að lestrarherferðinni út um land hafa verið vinsæl skotmörk gagnbyltingarsinna. Skorið hefur verið á samgöngur við Nicaragua beggja vegna eftir Pan-American-hraðbrautinni. Reynt er að brjóta Nicaragua á bak aftur efnahagslega. I okt. 1982 rauf Standard Fruit samninga sína við Nicaragua um banana- kaup. I maí sl. tilkynnti Banda- ríkjastjórn að hún skæri niður kaup á sykri frá Nicaragua um 90%. Nú nýverið voru eldsneytis- birgðir Nicaragua eyðilagðar og í kjölfarið tilkynntu bandarísku olíurisarnir að þeir myndu ekki lengur leigja Mexíkó flutningaskip til að flytja olíu til Nicaragua. En Mexíkó hefur verið aðalútflytj- andi olíu til landsins. Hondúrasher er farinn að taka beinan þátt í hernaði gegn Nicar- agua og þar samræmir Banda- ríkjaher krafta argasta afturhalds álfunnar. Notkun Bandaríkjahers á Hondúras minnir einna heUt á notkunina á Thailandi í Víetnam- stríðinu. Green Berets-sveitir æfa þar 3.000 salvadorska hermenn. Þess dagana eru þar 6.000 banda- rískir hermenn að æfa innrás í Nicaragua. Útifyrir lónar flotinn. Við ráðum ... I Newsweek þann 20. júní sl. er haft eftir bandarískum stjórnar- erindreka að vissulega geti Banda- ríkin unnið sigur í Mið-Ameríku: „Við unnum hernaðarsigur í Chile, í Bólivíu, í Guatemala ... Það er það eina sem þeir skilja, sannleik- urinn liggur i valdinu." Augljós- lega er erindrekinn ekki einn um þessa skoðun. Þann 7. apríl sl. birtist í New York Times frásögn af fundi er Reagan átti með helstu ráðgjöfum í apríl 1982. Umræðuefnið voru aðgerðir Bandaríkjastjórnar í Mið-Ameríku til ársloka 1984. Þar var m.a. farið hörðum orðum um Mexíkó fyrir það að „styðja leynt og ljóst öfgafull vinstri öfl með áróðri, fjárframlögum og pólitísk- um stuðningi". Mexíkóstjórn var vöruð við og í ágúst 1982 barst henni skýrsla þar sem fjallað var um mögulegar efnahagsþvinganir gegn Mexíkó. Mexíkó er algerlega háð Banda- ríkjastjórn efnahagslega vegna skulda og annarra fjármála- tengsla sem landið er fjötrað í. Panama hefur einnig fengið sín- ar hótanir. Við Panama-skurð eru 10.600 bandarískir hermenn. Stjórninni hefur verið hótað beinni hernaðaríhlutun gangi hún í einhverju gegn stefnu Banda- ríkjastjórnar. í Panama eru einn- ig æfingabúðir fyrir Salvador-her. í plagginu frá 8. apríl 1982 var gert ráð fyrir að aðgerðir Banda- ríkjanna í Mið-Ameríku muni kosta um 1 milljarð dollara fram til ársins 1984. CIA hefur beðið um 80 milljónir dollara fyrir fjár- hagsárið 1984 til að efla gagnbylt- ingarher Somoza-manna upp i 12—15.000 manns. ...ykkur í baráttu íbúa Rómönsku Amer- íku felast kröfur milljóna vinn- andi fólks sem krefst þess að endir sé bundinn á rányrkju bandarísku auðhringanna á vinnuafli þess og auðlindum landa þeirra. Þessar kröfur eru gjörsamlega andstæðar hagsmunum Wall Street. Fyrir múltímillana sem ráða stefnu Bandaríkjanna er þetta meira en nægileg ástæða fyrir stríði; þetta er ástæðan fyrir stríði. Þetta er einnig ástæðan fyrir því að Kúba er og verður eilífur þyrnir í augum valdhafanna í Washington. Kúba braut af sér hlekki auðhringanna og fyrir það er aðeins ein refsing — dauöi. Kúbanskir útlagar stunda opin- skátt heræfingar á Miami undir handleiðslu Bandaríkjahers. Þar eru um 600—700 CIA-ráðunautar og 2.000 manna bandarískt herlið til þjálfunar. Það er ekki lengra síðan en 1981 að Alexander Haig lagði til að komið yröi á hafnbanni á Kúbu og því fylgt eftir með hugsanlegum loftárásum á skotmörk í Nicar- agua og á Kúbu. Ekki var lagt i aðgerðir Haigs, en Kúbustjórn vöruð við að veita stjórninni í Nic- aragua aðstoð, þá yrði gripið til beinna hernaðaraðgerða gegn Kúbu. Þetta vita ráðamenn Morgun- blaðsins, enda er leikurinn til þess gerður; að vera reiðubúnir að réttlæta hið versta er að því kem- ur. Stríðshundurinn Kissinger er kominn á vettvang. I kjölfar ferð- ar hans um Mið-Ameríku var ráð- ist inn í Grenada. Það er ekki ein- ungis tímaspursmál hvenær látið verður til skarar skriða gegn Nic- aragua, heldur er það ekki síst komið undir viðbrögðum við inn- rásinni á Grenada. Verði Morgun- blaðsviðbrögð ráðandi mun al- menningur i Nicaragua ekki kemba hærurnar. Þess vegna er mikilvægt að bregðast harkaleg gegn dauðadómnum sem lófaklapp landsfundarins fól i sér. 22. nóv. 1983. Birna Þórdardóttir er skrifstofu- maður hji læknafélögunum í Reykjavík. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Þú svalar lestrarþfkf dagsins y ' Stóum Moggans! TÖRBUlENCES frá Hovillon angan engri lík TURBULENCES er afurð náttúrunnar. Angan engri l(k, - frá blómum og jurtum óspilltrar náttúru. Samsetningin er síðan fullkomnuð í háborginni París. TURBULENCES frá REVILLON FRANSKUR SEIÐUR FYRIR NÚTlMAKONUR Hvað er meðferð? í bókinni Furðuheimar alkóhólismans, er hulunni svipt af starfsháttum AA. Höfundurinn, Steinar Guömundsson fer á kostum I umfjöllun sinni um meðferó og I hverju hún sé fólgin. Bókin kostar aóeins 500 kr. og er hægt að fá hana senda gegn póstkröfu (ekkert kröfugjald). Hringiö I sima 33370 eða fylliö út með- fylgjandi mióa og sendið okkur. m -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.