Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. desember SOVIET FORCED LABOR CAMP Sovéskar vinnubúðir teiknaðar eftir heimildum vestrænna lejniþjónustumanna. Fjórar milljónir sovétborgara stunda hegningarvinnu í ellefu bundruð vinnubuðum vios vegar um Sovétrikin. Sovétstjórnin veitir farandverkamönnum frá Víetnam aðbúnað, sem svipar um margt til vistar í hinum alræmdu vinnubúðum. RAUNASAGA VIETNAM ER F.KKI Á ENDA Víetnamar í Siberíu • Síðan „þjóðfrelsisöflin" í Ví- etnam og Kampútseu komust til valda eftir langvarandi baráttu 1975, hafa stuðningsmenn þeirra á Vesturlöndum snúið sér að því að styrkja önnur „þjóð- frelsisöfT* í stríðum þeirra víðs vegar um heiminn. • A meðan hafa ískyggilegustu tíðindi borist frá Suðaustur- Asíu, þar sem milljónir manna hafa verið sviptar I1T1 af komm- únistum, og hundruð þúsunda manna eru í fangabúðum eða í refsivist í frumskógarnýlendum. • í nokkur ár hafa fréttir verið á kreiki um það á Vesturlöndum og í Asíu, að þúsundir Víetnama hafi verið fluttar til Sovétríkj- anna og annarra Austur-Evrópu- ríkja, þar sem þeir eigi vonda ævi við allskyns erfiðisvinnu. Þótt örðugt hafi reynst að safna upplýsingum um þessa menn, liggur nú margt Ijósar fyrir um hagi þeirra eins og fram kemur í þessari athugun Mbl. Þegar fyrst fréttist um dvöl Vi- etnama í Síberíu, töldu margir víst, að þeir hefðu verið fluttir þangað nauðugir í hegningar- vinnu. Hafa nokkrir flóttamenn frá Víetnam reyndar haldið því fram allt til þessa, að fangar úr hinum alræmdu vinnubúðum Hanoistjórnarinnar hafi verið Allt að hálfri milljón Víet- nama hefur ver- ið flutt til lang- dvalar í Sovét- ríkjunum, þar sem þeir stunda erfiðisvinnu við verstu skilyrði. Sovétstjórnin tekur til sín stóran hluta af launum þeirra upp í viðskipta- skuld Hanoi- stjórnarinnar fluttir til þrælkunar í Sovétríkj- unum. Ekkert hefur þó enn sann- ast í þeim efnum, enda óhægt að koma við sönnunum. Flestum heimildum virðist nú bera saman um það, að skortur, fátækt og atvinnuleysi reki unga Víetnama til að ráða sig til starfa og verknáms í Austantjaldsríkj- unum. í stað þess að beina kröft- unum að friðsamlegri endurreisn í Víetnam, hafa stjórnvöld í Hanoi efnt til innrása i nágrannalönd sín, Laos og Kampútseu, og eiga auk þess í tíðum landamæraskær- um við Kínverja. Hernám ná- grannalandanna hefur kostað linnulausan og mannskæðan ófrið, sem dregur til sín drjúgan hluta af þjóðarframleiðslunni. Efna- hagslífið er einnig mjög bágborið fyrir þá sök, að stjórnvöld eru með afbrigðum kredduföst og fylgja fyrirmynd sinni, sovéska hagkerf- inu, út í æsar. Allt hefur þetta lagst á eitt við að skapa hörmung- arástand í landinu. Þjóðin getur ekki lengur brauðfætt sig fremur en flestar aðrar þjóðir, sem búa við stjórn marxista, og alþjóða- stofnanir greina frá því, að Víet- namar þjáist af vannæringu, sem stofnar framtíð þeirra í hættu. Þar sem atvinnulíf er allt í mol- um, fær mikill hluti þjóðarinnar engan starfa. Skortur er á öllu nema vopnum, sem Sovétstjórnin eys inn í landið í stríðum straumi til að gera Hanoi-stjórninni kleift að stunda landvinninga og berjast við Kínverja. Þetta ástand hefur valdið þvi, að ein og hálf milljón manna hef- ur flúið Víetnam og sest að víða um heim, m.a. á íslandi. Er „báta- Járnbrautarvinna í Síberíu. Verkamennirnir frá Víetnam þjást m.a. af kulda og þungu vinnuálagi í vistinni hjá „bræðraþjóðinni". fólkið" kunnast úr þeim fjölmenna hópi, sem flæmst hefur úr landi. Þeir, sem gerst þykjast þekkja til flutninga Víetnama til Sovétríkj- anna og annarra Austantjalds- ríkja, segja, að svipaðar ástæður liggi oft til þess, að menn flýi Ví- etnam og hins, að þeir leiti eftir vinnu í „bræðraríkjunum", sem Hanoi-stjórnin kallar svo. Þótt fátt bendi til þess, að menn séu fluttir nauðugir úr landi, eru kjör þeirra og aðbúnaður, einkum í Sovétríkjunum, með þeim hætti að minnir um margt á vist í vinnu- búðum. Draga margir í efa, að far- andverkamönnum sé gerð grein fyrir því, hvað bíði þeirra í Sovét- ríkjunum. Svo mikið er víst, að samningar, sem gerðir hafa verið um starfsdvöl og iðnnám Víet- nama í Sovétríkjunum hafa aldrei verið birtir, enda virðist ljóst, að þeir brjóta í bága við alþjóðlegar vinnumálareglur og mannrétt- indasamþykktir. Laun upp í skuld Hanoi-stjórnin neitar því ekki, að hluti af vinnulaunum farand- verkamannanna í Austantjalds- ríkjunum sé dreginn af þeim til að greiða fyrir vörukaup Víetnama frá þessum ríkjum. Víetnam er að- ili að Comecon, efnahagsbandalagi kommúnistaríkja, og á í miklum erfiðleikum með að kaupa vörur frá bandalagsríkjum sínum. Bandaríkjastjórn telur líklegt að þriðji hluti verkamannalaunanna sé gerður upptækur til að standa straum af þessum vörukaupum. Aðrir segja, að verkamennirnir beri enn skarðari hlut frá borði, og tapi allt að tveimur þriðju hlut- um af launum sínum í skulda- greiðslur. Ekki er hins vegar deilt um það, að Hanoi-stjórnin, sem kennir sig við „þjóðfrelsi", notar sér neyð þegna sinna til að láta erlenda vinnuveitendur hýrudraga þá með þessum hætti. Kremlverj- ar mega vel við una, því að þá skortir vinnuafl, einkanlega í Síb- eríu. í ánauð Eitt af því, sem tortryggni vek- ur, er lengd ráðningartímans, sem sagður er fimm til sjö ár. Hafa ýmsir, sem til þekkja, látið í ljósi ugg um, að ráðningarskilmálarnir séu svo strangir, að farandverka- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.