Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 95 Janice Wheeler orku til þess að fást við lífið. Af því að Guð skapaði okkur til þess að finna tilganginn með lífinu í samfélagi við sig og til að finna uppsprettu lífsins, þá gef- ur hann okkur svar. Líf án Guðs mun ævinlega leiða til þess að við hverfum í tómhyggju, verð- um einmana og verðum fyrir vonbrigðum með lífið almennt og yfirleitt. Margir eyða lífi sínu í að reyna að vinna þessa erfiðleika án Guðs. Menn eru að leita að öryggi, vernd og ánægju í lífinu. Síðan þegar þessir hlutir falla, fær fólk tilfinningalegt niður- brot. Þegar einhver brotnar niður, þá hefur viðkomandi ekki meira þrek til þess að takast á við lífið eins og það birtist hon- um. Hann getur ekki staðist í eigin mætti og er þá e.t.v. til- búinn til þess að leita Guðs. Leita eftir nýrri uppsprettu eða tilganginum með lífinu. í meðferðarstofnuninni í GFI eru margir menn frá mörgum menningarsamfélögum í heimin- um, sem gengizt hafa undir með- ferð hjá sálfræðingi, en hafa ekki fundið neina raunverulega hjálp. Þessir menn uppgötva nýja uppsprettu lífsins í Drottni okkar Jesú Kristi, sem sagðist hafa komið til þess að menn hefðu líf og nægtir. Stofnunin hefur 10 ára reynslu í kristinni sálgæzlu varðandi hjálp við að koma til- finningalegu ójafnvægi i jafn- vægi. Er verið að byggja sjúkra- hús í Sviss um þessar mundir, þar sem þessi Bibliuskilningur á manninum er grundvöllurinn að allri meðferð. Þar vinna saman kristnir sálfræðingar, læknar, sóknarprestar og leikmenn að þessu markmiði. Þið bendið mönnum á að Kristur eigi að vera í miðjunni en ekki maðurinn sjálfur í bar- áttu sinni við vandamálin í líf- inu? — Hinn venjulegi sálfræðing- ur hvetur viðkomandi til þess að vera sterkari i eigin mætti. Ráðsályktun Guðs er sú, að við sjálf skulum víkja úr miðjunni og Kristur skuli vera kjarni lífs- ins. — pþ Námskeið um kynlíf fyrir fatlaða DAGANA 21,—23. október sl. var haldið námskeið sera hét „Fatlaðir og kynlíf í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, R. Undirtektir voru mjög góðar og færri komust á námskeiðið en vildu þar sem fjöldi þátttekanda var tak- markaður. Að námskeiðinu stóð undirbún- ingsnefnd í kynferðisfræðslu fyrir fatlaða. í henni eru Elísabet Jóns- dóttir formaður og Jóhann P. Sveinsson fulltrúar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni, Baldur Bragason fulltr. Sjálfsbjargar landss. fatlaðra og Hafþór L. Jóns- son fulltr. SEM-hópsins. Einnig störfuðu með nefndinni Magnús B. Einarsson læknir og Þorgeir Magn- ússon sálfræðingur. Nefndin fékk Ragnar Gunnarsson sálfræðing til að koma frá Danmörku og halda fyr- irlestra og hafa umsjón með hóp- vinnu. Ragnar hélt einnig opinn fyrirlestur um fötlun og kynlíf í Fé- lagsstofnun stúdenta og kom á fund hjá Félagsstofnun Kópavogs um þetta efni. Aðrir fyrirlesarar voru Ásgeir Sigurgestsson sálfr., Þorgeir Magnússon sálfr., Högni Óskarsson geðlæknir, Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfr., Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir og Magnús B. Einarsson endurhæfingalæknir. Sýndar voru litskyggnur og filma um fatlaða. Markmið námskeiðsins var að fræða fólk um mikilvægi kynhvatarinnar, um kynlíf, kynörvun, getnaðarvarn- ir, kynlífsvandamál og leiðir til úr- bóta, vekja fólk til umhugsunar um eigið kynlíf og leiðir til að auðga það. Að auka samstöðu meðal fatlaðra um hugtökin fötlun og kynlíf og fjalla um þetta í þröngum hópi. Óskir komu til þeirra sem að nám- skeiðinu stóðu að áframhald þurfi að vera á námskeiðum um þetta efni. (Fréttatilkynning.) LÍÐUR ÞÉR ILLA í svartasta skammdeginu Lausnin er Bláa lónið Já, þeir eru margir íslendingarnir sem eru búnir aö fá nóg af stressi og orðnir steinuppgefnir á öllu. Nú erum viö búin aö opna Bláa lónið sem er 1. flokks hvíldarhótel og stendur við hiö frábæra Bláa lón. Dvöl þar hressir, bætir og kætir alla. GISTING AÐEINS: Herbergi ein nótt kr. 1.000 __ tyrir 2 m/fullu feeói kr. 1.600 --------- fyrir 1 m/fullu fteói kr. 2.200 .—.... fyrir 2 3 degar m/fullu ftaói kr. 4.500 _ fyrir 1 3 dagar m/fullu faaói kr. 6.000 — fyrir 2 7 dagar m/fullu faaói kr. 10.000 .... fyrir 1 7 dagar m/fullu faaói kr. 14.000 .... fyrir 2 1. flokks herbergi með baöi og nuddsturtu, sjónvarpi og vídeói á öllum her- bergjum. Allar veitingar á lágu verði. Gott útivistarsvæði í nágrenninu tilvalið til göngutúra og þess háttar. Sund- sprettur í Bláa lóninu gerir öllum gott. Þú færð bót í Bláa lóninu. Gestir sem ætla að dvelja hjá okkur um jólin eru beðnir að staðfesta pantanir. Heimilistæki hf. hafa til sölu jólaseríur frá kr 300. og eilífðarjólatré frá kr. 960. Það hefur aldrei verið fjölbreyttara úrval af jólaljósaseríum hjá Heimilistækjum hf ., einfaldar, skrautlegar, fallegar. Jólatré úr varanlegum gerfiefnum. sem endast heila eilífð 100 cm, 150 cm og 170 cm. Tré - ljós - gjafir fyrir alla fjölskylduna Komið, skoðið, kaupið. Heimilistæki hf. Sætúni - Hafnarstræti k Kynnist töfratónum kristalsins... Matta rósin er komin! Þetta gullfallega mynstur sem svo margir hafa safnað er nú komið Nýkomin glæsileg matar- og kaffistell í NORITAKE- postulínu frá Japan 3£/örtur° k/} KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. — í hjarta borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.