Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 65 U.Sh. 280.- Til þess að útiloka allt gjaldeyrisbrask býður ríkisstjórn- in vikulega út sölu á þrem milljón- um Bandaríkjadala til hæstbjóð- anda. Árangur þessara efnahags- aðgerða er að gjaldeyrissala er frjáls til þeirra sem vilja eða þurfa að kaupa gjaldeyri og sem á annað borð hafa shillinga til greiðslu fyrir gjaldeyriskaupum sínum. Á sama tíma er fólk hvatt til framleiðslu á óhefðbundnum útflutningsvörum vegna þess að það á nú von á raunsæjum tekjum í shillingum fyrir hvern Banda- ríkjadal sem ávinnst í gjaldeyri. Árangur efnahags- aðgerða farinn að segja til sín Það var einnig önnur áríðandi efnahagsaðgerð, sem dr. Obote hefur jafnframt framkvæmt, en það var að hækka allt afurðaverð til bænda. Það var vitað mál að bændur myndu ekki hefja aftur aukna ræktun á útflutningsafurð- um nema að tryggt væri að sölu- verð yrði hærra en framleiðslu- kostnaður þeirra. Ríkisstjórnin ákvað því að hækka afurðaverð til bænda átt- til tífalt fram yfir verð ársins 1980. Fyrstu framleiðslu- skýrslur sýna nú þegar árangur af þessum efnahagsaðgerðum með aukningu í kaffirækt og bómull- arrækt. Er t.d. áætlað að bómull- arframleiðsla muni aukast frá 20.000 böllum (1981) í 250.000 balla (1983). Útflutningur á te og tóbaki hófst að nýju 1982 eftir margra ára hlé. Verðmyndun á vörum og þjón- ustu á markaðnum er frjáls og stjórnast verð af lögmáli fram- boðs og eftirspurnar. En einmitt vegna þessa var fyrirfram vitað að framfærslukostnaður myndi til að byrja með rjúka upp úr öllu valdi og varð það og raunin á. Kom þetta sérlega hart niður á þéttbýl- isfólki. Verð á innfluttum vörum rauk einnig upp. Verð á bensíni var hækkað tífalt í júnímánuði 1981 og aftur í október 1981, í júní 1982 og í júní 1983. Með hækkuðu bensínverði gerði ríkisstjórnin sér vonir um að verulega mætti draga úr bensínnotkun, og þar með draga verulega saman innflutning á olíu og bensíni. Menn verða að hafa í huga að efnahagsaðgerðirnar voru ekki sérstaklega ætlaðar til að bæta hag launþega vinnumarkaðs borg- anna heldur til að bæta hag bænda, en þeir eru einmitt helsta stoðin undir allri gjaldeyrisöflun landsir.3. Þéttbýlisfólkið á ennþá rætur sínar að tekja til sveitanna og þess vegna á þetta fólk létt með að drýgja launatekjur sínar með því að draga i búið margvísleg matvæli, ávexti og grænmeti frá sveitabýlum ættingja sinna. Laun- þegar og opinberir starfsmenn hafa einnig fengið stórar launa- hækkanir samt sem áður síðan 1981. „Perla Afríku“ mun rísa aftur upp og varpa skærri birtu Áætlanir og ýmis önnur aðstoð veitt af Alþjóðabankanum, Al- þjóða gjaldeyrissjóðnum og Efna- hagsbandalagi Evrópu gefur góð- an möguleika á aukningu og endurhæfingu hinna ýmsu fram- leiðsluþátta í efnahag landsins. Dr. Obote hefur lagt drögin að djarfri efnahagsstefnu, sem kem- ur við kaunin á mörgum þjóðfé- lagsþegnum og sjást nú þegar merki þess að lækning muni nást á efnahag, sem var gjörsamlega f molum. En vegurinn til bata verður langur og strangur, en það er al- menn skoðun alþjóða fjármála- stofnana að endurhæfingaráætl- unin á efnahag Uganda muni tak- ast og þar með mun „perla Afríku" skína bjart aftur á himni Afríku eins og áður. lagi Þorsteinssoa er ræðismaður íslaads í Nairobi I Kenya. Sérherbergi Virginiu Woolf Bókaforlagið Svart á hvítu hef- ur gefið út bókina Sérherbergi eftir Virginiu Woolf. í frétt frá útgef- anda segir: „Bók þessi er frumlega skrifuð ritgerð um kynjajafnrétt- ismál, og er athyglinni einkum beint að aðstöðu kvenna til list- starfs og skáldskapar. Bókin kom fyrst út á ensku árið 1929 og vakti strax mikla athygli, enda höfund- urinn þá þegar heimsfrægur ... Sérherbergi er sígilt verk og hefur haft mjög mikil áhrif á viðhorf manna til jafnréttis kynjanna." Helga Kress bókmenntafræð- ingur þýddi Sérherbergi, kápu- mynd er eftir Halldór B. Runólfs- son. Bókin er 176 blaðsíður að VIRGINIA WOOLF * stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Metsölublad á hverjum degi! # ISLANDS LEITAÐ um allan heim „ísland er einnig erlendis," segir Matthías. í þessu úrvali íerðasagna íer hann með okkur um Skaítaíellssýslu, Dali og Djúp, Austíirði og Óddðahraun, Bandaríkin og Norður- og Suður-Evrópu. Matthías er hinn besti leiðsögumaður, íundvís d menningarverðmœti og kryddar íerðasögur sínar skemmtilegum hugdettum og léttum ljóðum. Sameiginlegt einkenni rispanna er írjdlsrœði stílsins, léttleiki ___ og gamansemi. Jóíasfareytmgar Gerið jófin fiátíðCeg með jatíecjum jóíaskreytíngum frá Borgarbíómimu Saýrceðingar í fiátíðaskrextínqum Opið ki 10-21 ft)BORGARBLÓMÍÐ r SKÍPHOLTÍ 35 SÍMh 32213

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.