Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Fjárveitingar til Vísindasjóds rýrna verulega rannsóknaverkefna og kaupa á sérhæfðum dýrum rannsókna- tækjum eiga hins vegar að koma úr öflugum rannsóknarsjóði eða sjóðum sem hafa tryggðar tekjur. Nauðsynlegt er að rannsókna- styrkir verði lengdir verulega eins og fyrr sagði þannig, að hægt verði að fá t.d. fimm ára styrki til langtímaverkefna. Úthlutun þarf að vera í höndum stjórnar, sem er í stakk búin til þess að leggja fræðilegt mat á efni umsóknanna og fylgjast þarf með framvindu verkefna með árlegum skýrslum. Ein hugmynd er sú að stórefla Vísindasjóð frá því sem nú er. Þá var bent á nauðsyn þess, að tryggja ungum kennurum, sem ráðast til háskólans, fullnægjandi rannsóknarmöguleika þegar í upp- hafi. Eins og ástandið er nú er háskólinn beinlínis barnadrepur, þ.e. ungir kennarar, sem hefja störf við skólann eru þegar í upp- hafi svo yfirhlaðnir af kennslu og hvers kyns almennum stjórnunar- og skrifstofustörfum, að þeir eiga erfitt með að koma í gang nokkr- um rannsóknum og bera þess aldrei bætur. Talsvert var rætt um ófullnægj- andi aðstöðu til rannsókna og hvað helst væri til úrbóta í því efni. Rannsóknaraðstaða og hús- næði ætti að tengjast þannig, að þegar byggt er yfir rannsóknar- starfsemi þá sé nauðsynlegt að sjá jafnframt fyrir rausnarlegri fjár- veitingu til kaupa á undirstöðu- tækjum. Þetta á ekki síst við í náttúruvísindum og tæknigrein- um. Jafnframt þarf að tryggja kennurum nægilegt aðstoðarfólk og skrifstofuþjónustu. Menn voru sammála um að at- huga bæri gaumgæfilega hvort ekki væri til bóta að efla verulega tengsl háskólans við ýmsar rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna. Var í því sambandi reifuð forsaga þess máls. Tengsl háskólans við rannsókn- arstofnanir atvinnuveganna má rekja til þingsályktunartillögu frá árinu 1928 og laga nr. 17, líjúní, 1929, sem heimiluðu ríkisstjórn- inni að setja á stofn rannsókna- og tilraunastofu við þarfir atvinnu- veganna. Undanfari rannsóknar- stofnana atvinnuveganna var Rannsóknastofnun Háskóla fs- lands, sem skiptist í þrjár deildir, fiskideild, iðnaðardeild og búnað- ardeild. Hús stofnunarinnar var reist fyrir einkaleyfisgjald af Happdrætti háskólans og tekið í notkun 1937. Stofnunin var í há- skólalögum 1936 talin ein af deild- um háskólans. í ársbyrjun 1939 var stofnuð Rannsóknarnefnd rík- isins og henni falin yfirstjórn Rannsóknarstofnunar háskólans. Árið 1940 er nefndin skírð Rann- sóknarráð ríkisins og stofnunin Atvinnudeild háskólans. Eftir heimsstyrjöldina fór rannsóknar- starfsemi Atvinnudeildar ört vax- andi og starfsliði fjölgandi. Fljótlega fór að þrengjast um starfsemi í Atvinnudeildarhúsinu og ljóst þótti að nægilegt rými til frambúðar væri ekki fyrir hendi á háskólalóðinni eins og hún var þá. Þess vegna varð Keidnaholt fyrir valinu, þar sem Reykjavíkurbær veitti Rannsóknarráði og Raf- orkumálastjóra 48 hektara lands. Ennfremur var byggt yfir starf- semi Fiskifélagsins og Fiskideilar Atvinnudeildar að Skúlagötu 4. Skipulagsbreyting varð með setn- ingu laga nr. 48,1965, um almenn- ar náttúrurannsóknir og nr. 64, 1965, um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna. Komst þá á sú skipan Rannsóknarráðs og rann- sóknastofnana atvinnuveganna og Náttúrufræðistofnunar sem enn gildir og formleg tengsl við há- skólann rofnuðu. Þetta er ef til vill hörmulegasti einstaki atburður- inn í sögu raunvísindarannsókna á íslandi. Einkaleyfisgjald af tekj- um af Happdrætti Háskóla ís- lands rann áfram til rannsókna í þágu atvinnuveganna og var lagt í byggingasjóð þeirra. A árunum 1968—70 hófst kennsla til BS-prófs í raunvísind- um og lokaprófs í verkfræði við Háskóla Islands. Á fyrstu árum verkfræði- og raunvísindadeildar var höfuðáhersla lögð á að byggja upp kennslugetu og aðstöðu til kennslu. Þessu skeiði er nú að mestu lokið og farið að gefa meiri gaum að rannsóknarþættinum og aðstöðu fyrir rannsóknir. Það er því fyrst nú að aðstæður gefa til- efni til virkrar samvinnu kennslu og rannsókna í þágu atvinnuveg- anna. Hins vegar er öll samvinna nú orðin örðugri, þar sem formleg tengsl eru rofin og margar stofn- anir atvinnuveganna fluttar langt frá háskólalóðinni. Þátttakendur í starfshópi 1 voru sammála um að auka bæri sam- starf háskólans við rannsóknar- stofnanir utan háskólans. Aukið samstarf Háskóla íslands og stofnana utan háskólans gæti ver- ið mjög örvandi og árangursríkt fyrir viðkomandi aðila. Nánara samstarf mundi stuðla að betri nýtingu aðstöðu og mannafla til rannsókna og kennslu. Jafnframt kæmi til greina að flytja einhverj- ar af þessum stofnunum á há- skólalóðina. Slíkt nábýli mundi bæði efla starfsemi þeirra og skyldrar starfsemi háskólans. Samstarfið mætti einnig efla með gagnkvæmum hlutstöðum þ.e. samvinnu um kennsiu og rann- sóknir. Vísir að slíku er þegar fyrir hendi. Mikið var rætt um tillögur að frumvörpum til laga um Vísinda- ráð og Rannsóknarráð. Ólafur Bjarnason reifaði forsögu þess að skipuð var nefnd til þess að endur- skoða tillögur um vísindasjóð sbr. greinargerð með tillögum að frumvarpi til laga um Vísindaráð ríkisins. Ólafur Bjarnason var for- maður nefndarinnar en hún komst upprunalega að þeirri niðurstöðu að mæla bæri með að eitt rann- sóknarráð yrði sett yfir rann- sóknir í landinu (National Re- search Counsil) og tæki yfir verk- svið Vísindasjóð og Rannsókn- arráðs (Vísindasjóðsnefnd, Tillaga I.). Með þessu móti var talið að mun meiri hagkvæmni næðist með núverandi skipulagi og auk þess samræmdari rannsóknarstefna. Sveinbjörn Björnsson ræddi nokk- uð um störf nefndar þeirrar er endurskoðaði lög um rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu at- vinnuveganna, þ.e. rannsóknar- ráðsnefndarinnar, en sú nefnd gerði ekki ráð fyrir sameiginlegu vísindaráði fyrir allar rannsóknir í landinu, hagnýtar- og grundvall- arrannsóknir. Eftir nokkra sam- eiginlega fundi beggja nefndanna komust þær að málamiðlun og lögðu fram samræmdar tillögur þar sem gert var ráð fyrir tveimur ráðum, Rannsóknarráði ríkisins með 7 manna stjórn og Rannsókn- arsjóði annars vegar og svo Vís- indaráði hins vegar. Þar að auki var gert ráð fyrir deildarskiptingu á Vísindaráði í 3 deildir, Náttúru- vísindadeild, Líf- og læknisfræði- deild og Hug- og félagsvísinda- deild með 7 manna stjórn hver. Til samræmingar, samstarfs og sam- ráðs skyldi starfa samstarfsnefnd Rannsóknarráðs og Vísindaráðs (Vísindasjóðsnefnd, Tillaga II.). í hópnum komu fram margar raddir um það að þetta síðar- nefnda fyrirkomulag væri óþarf- lega flókið og þeirri skoðun var haldið mjög á loft að fagleg yfir- stjórn allra rannsókna í landinu ætti að vera undir einum hatti. Þó voru menn ekki á einu máli um þetta. Á hitt er hins vegar að líta að þessar tillögur liggja frammi núna á þessu samræmda formi til meðferðar hjá ráðherra. Því má einnig bæta við að áratuga hefð er fyrir núverandi og ráðgerðri að- greiningu, og ýmsir óttast afleið- ingar samruna af ýmsum og e.t.v. ólíkum ástæðum. Þá er einnig rétt að hafa í huga að ef þessi frum- vörp verða að lögum er ekkert sem mælir gegn því að ráðin tvö sam- nýti húsnæði, útbúnað og starfs- fólk. Með því móti yrði samvinnan líklega mest og best og samvöxtur gæti orðið á stuttum tíma og með auðveldu móti, ef ástæða þætti til í ljósi fenginnar reynslu. Líklega gæti núverandi Rannsóknarráð rúmað bæði fyrirhuguð ráð með lítilli kostnaðaraukningu. Um hitt voru menn algjörlega sammála, að alltof litlar umræður hefðu farið fram um þessar íillögur og ástæða væri til þess að kanna þær mun betur. í umræðum á ráðstefnunni komu fram efasemdir um að gáfu- legt væri að auka yfirbyggingu eða miðstýringu og þeirri spurn- ingu var varpað fram hvort ekki væri nóg að auka fjárveitingu til Vísindasjóðs. Ólafur Bjarnason gerði ýtarlega grein fyrir því starfi sem lá á bak við tillögur Vísindasjóðsnefndar og kvað það ekki hafa verið ætlun- ina að auka skrifstofubáknið, þvert á móti að gera það einfald- ara og koma á svipuðu fyrirkomu- lagi um fjárveitingar til allra rannsókna í landinu hvort sem þær væru hagnýtar rannsóknir eða grunnrannsóknir. Vísinda- sjóður er einungis fjárveitandi að- ili eins og málinu er háttað, en ekki stefnumótandi. Rannsóknar- ráð er hins vegar ráðgefandi aðili og á vissan hátt stefnumótandi auk þess sem það fylgist með starfsemi rannsóknastofnana í þágu atvinnuveganna. Rannsókn- arráð hefur hins vegar engar fjár- veitingar á sinni könnu. Með til- lögunum væri stefnt að því að gera þetta flókna kerfi einfaldara. í máli Ólafs kom einnig fram að fjárveitingar ríkisins til Vísinda- sjóðs hafa rýrnað verulega. I upp- hafi var sjóðnum tryggður tekju- liður sem var fast framlag Seðla- banka Islands og nam það framlag þá um helmingi fjárveitingar til sjóðsins af fjárlögum. Síðan hefur verðbólgan eytt framlagi ríkisins þannig að hlutur Seðlabanka er nú 52 sinnum stærri en hlutur ríkis- ins. Vísindasjóður lifir því nær eingöngu á framlagi Seðlabank- ans. Með tillögunum er hins vegar gert ráð fyrir að Vísindasjóður fái fast framlag sem nemi 0,1% af heildarupphæð fjárlaga á ári hverju auk framlags Seðlabank- ans. Þessar tillögur miða einnig að því að gera allt samstarf við aðrar þjóðir auðveldara og þá einkum Norðurlandaþjóðirnar. Þær eru raunar sniðnar eftir því fyrir- komulagi á stjórnun rann- sóknarmála sem viðhaft er á öðr- um Norðurlöndunum. Rannsókn- arráð er nú eini aðilinn sem er fulltrúi fyrir íslenskar rannsóknir út á við en eins og komið hefur fram, skiptir rannsóknarráð sér fyrst og fremst af hagnýtum rann- sóknum í þágu atvinnuveganna. Helgi Valdimarsson benti þá einnig á að dýrar og umfangsmikl- ar rannsóknir eins og t.d. líffræði- legar rannsóknir væri ekki hægt að stunda án faglegrar yfirstjórn- unar þar sem takmarkaðar fjár- veitingar gerðu það nauðsynlegt að raða þeim í forgangsröð. En rannsóknir sem stundaðar eru í einrúmi með pappír og blýanti eins og til dæmis stærðfræðilegar eða heimspekilegar rannsóknir þyrftu síður á að halda. Hann vildi samt leggja á það áherslu að stjórnun skyldi vera fagleg en ekki í höndum stjórnmálamanna. Höskuldur Þráinsson ræddi lít- iilega um, hvernig staðið er að fjárlagagerð hvað snertir háskóla- rannsóknir. I stuttu máli fer það þannig fram að rökstudd beiðni um fjárveitingu er send frá við- komandi deild eða rannsóknar- stofnun til háskólaráðs. Sam- starfsnefnd háskólans og mennta- málaráðuneytisins semur svo til- lögu sem síðan er send til fjár- laga- og hagsýslunefndar. Þar eru teknir upp hnífar og skorið, að því er virðist blindandi. Þarna eru líka framkvæmdar skipulags- breytingar á tillögunum. Þannig getur verið veitt fé í verkefni, sem sótt er um í nafni ákveðinnar stofnunar, en veitingin ekki færð undir þá stofnun heldur einhverja aðra. Páll Skúlason benti á, að ekki þyrfti endilega að kenna minna heldur rannsaka meira og í heim- spekilegum fræðum væri kennsla samofin rannsóknum. Hann taldi ennfremur að háskólamenn hefðu gert of lítið af því að fræða al- menning um störf sín. Raunvís- indamenn mættu gjarnan kynna almenningi fræði sín með alþýð- legum fyrirlestrum. Til er félag áhugamanna um heimspeki þar sem leikmenn og sérfræðingar geta skipst á skoðunum. Æskilegt væri að slík samskipti ættu sér stað á fleiri sviðum. Stjórnun rannsókna ætti að vera sem allra minnst vegna þess að rannsóknar- frelsi væri aflvaki rannsókna. Hans Kr. Guðmundsson taldi að það þyrfti að koma til hugar- farsbreyting sem þyrfti að byrja hjá starfsmönnum háskólans. Þeir væru í hugum almennings fyrst og fremst kennarar og titluðu sig þannig sjálfir. Minna bæri hins vegar á því að starfsmenn háskól- ans töluðu um sig sem vísinda- menn. Lokaorðin í pallborðsumræðun- um átti Guðmundur Sigvaldason sem sagði: „Ef íslenskir vísinda- menn stunda góðar rannsóknir og koma þeim á framfæri við al- menning, munu hugumstórir og gáfaðir stjórnmálamenn veita þeim allt það fé sem þeir þurfa." „Nú þarf ■Cl y' enginn að vera loðinn um lófana“ til þess að kaupa „gufu- kokkinn frá GIRMI, en gufu- kokkurinn frá GIRMI er pottur sem sýður mat á skemmri tíma en venjulegur pottur. Verðið á GIRMI gufukokk er___________________________ frá kr. 2A20.~ Um ágæti GIRMI gufukokks má margt segja en látum staðreyndir í neðangreindri töflu nægja: Suða í venjulegum potti Suða með GIRMI gufukokk Kartöflur 15-20 mín. Kartöflur 2-3 mín. Gulrætur 15 mín. Gulrætur 4 mín. Fiskur 20mín. Fiskur 2-3 mín. Kjöt (eftir teg.) 60mín. K jöt (eftirteg.) 14mín. Nú geta allir reiknað út hve margar mínútur af rafmagni má spara á hverju ári með GIRMI gufukokk. GIRMl gufukokkur bíður eftir ykkur í verslun okkar og fæst í stærðunum 3 Itr., 5 Itr., 7 Itr. og 9 Itr. GIRMI gufukokkur er úr ryðfríu stáli og hefur tvö- falt öryggiskerfi sem útilokar öll slys. Við sendum í póstkröfu um allt land. ■ ■ KJOLUR SF. HVERFISGÖTU 37 SÍMAR 21490-21846

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.