Morgunblaðið - 17.12.1983, Page 16

Morgunblaðið - 17.12.1983, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 UGANDA perla Afríku — eftir Inga Þorsteinsson Uganda kom eftir langt hlé aft- ur í heimsfréttirnar sl. helgi, þeg- ar sú frétt barst að David Oyite- Ojok hershöfðingi og forseti her- ráðs Uganda hefði farist ásamt átta öðrum mönnum í þyrluslysi, sem átti sér stað skömmu eftir flugtak á Entebbe-flugvelli þann 2. desember sl. Þjóðhetjan Maðurinn, sem Idi Amin í stjórnartíð sinni óttaðist mest og hét tugum milljóna shillinga í verðlaun fyrir lífs eða liðinn er nú látinn. Þjóðhetjan, sem frelsað hafði Uganda úr greipum ógnarstjórnar Idi Amins í aprílmánuði 1979 var skyndilega horfinn af sjónarsvið- inu. Röddin, sem fyrst tilkynnti al- heimi á öldum ljósvakans að Ug- anda hefði verið frelsað undan oki Idi Amins og skósveina hans, er nú slokknuð. Þegar frelsisherir Uganda og Tanzaníumanna sóttu gegn vel vopnum búnum her stjórnar Idi Amins, þá gekk David Oyite-Ojok ávallt fremstur í víglínu á undan mönnum sínum og stappaði þann- ig stáli og kjark í þá. Hann varð þjóðsagnakennd persóna meðal hermanna sinna og andstæðinga, sem töldu hann ódauðlegan því að byssukúlurnar sem stemmt var að honum, flugu ávallt framhjá og hittu aldrei í mark. David Oyite-Ojok útskrifaðist á sínum tíma úr Sandhurst, helsta herskóla Bretlands, og var orðinn háttsettur herforingi í her Ug- anda, þegar Idi Amin hrifsaði völdin í sínar hendur frá dr. Obote í janúarmánuði 1971. Hann fylgdi dr. Obote í útlegðina ásamt nokkr- um öðrum traustum stuðnings- mönnum forsetans. Af ýmsum öryggisástæðum, gekk David undir dulnefninu Omari og var aðeins þekktur undir þessu nafni þau 7 ár sem hann dvaldi í útlegðinni í Tanzaníu. Þar sá hann fyrir sér og öðru flótta- fólki frá Uganda með því að reka kjúklinga- og eggjabú ásamt rekstri á smávöruverslun og um- boði erlends útflutningsaðila, sem seldi til Tanzaníu. A þessum tíma var ástandið frekar erfitt hjá Uganda-fólki í flóttamannabúðun- um í Tanzaníu vegna skorts á ýmsum föngum og aðbúnaði. Sér í lagi var ástandið erfitt í sambandi við mikinn fjölda ekkna og barna, sem misst höfðu föður sinn eða fyrirvinnu í hinni fyrstu mis- heppnuðu innrásartilraun sem gerð var 1971 til að reka Idi Amin frá völdum. Eftir frelsun Uganda var David skipaður forseti herráðsins og jafnframt hækkaður í herfor- ingjatign og gerður að hershöfð- ingja. En hann átti sér öfundar- menn, sem sáu að þar fór fyrir þrándur í götu og skyldi nú losa sig við hann. Binaisa, forseti núm- er tvö eftir frelsun Uganda, til- kynnti snemma á árinu 1980 að engin ástæða væri til að leyfa starfsemi allra stjórnmálaflokka í landinu og skyldi aðeins Þjóðfrels- ishreyfing Uganda UNLF bjóða fram. Binaisa forseti ákvað síðan að setja David Oyite-Ojok af sem forseta herráðsins og skipaði hann sendiherra í Alsír. Það liðu ekki margar klukku- stundir frá tilkynningu forsetans að David Oyite-Ojok gekk á fund hans og hafnaði skipun sinni í sendiherraembættið. Jafnframt því að hann tilkynnti forsetanum að hann væri sjálfur settur í stofufangelsi. Skömmu síðar var tilkynnt að öllum stjórnmála- flokkum skyldi leyft að hefja starfsemi sína, en með valdatöku Idi Amins var öll slík frjáls starf- semi að sjálfsögðu bönnuð. Skyldu þingkosningar fara fram í landinu í desembermánuði 1980. Má því með sanni segja, að Dav- id Oyite-Ojok hershöfðingi hafi ásamt dr. Obote verið einn af traustustu kyndilberum lýðræðis og tjáningafrelsis í Uganda. Að- eins tvö önnur ríki innan einingar- samtaka Afríkjuríkja ásamt Ug- anda hafa margra flokka kerfi og þar með stjórnarandstöðu, en það eru Nígería og Mauritíus. Þegar frelsisher Uganda og her- menn frá Tanzaníu ráku Idi Amin og stjórn hans frá völdum, þá hafði átta ára harðstjórn ótta, morða og ýmissa skelfinga ekki aðeins skilið eftir í valinum áætl- aðan fjölda látinna manna um 250.000 til 500.000, heldur var efnahagur landsins einnig í al- gjörum molum og í kalda koli. Því miður hélt óstjórn efnahagsmála landsins áfram næstu tvö árin eða til ársloka 1980 vegna veikra ríkis- stjórna tveggja „erfðar“forseta, sem tóku við völdum eftir Idi Am- in, þ.e.a.s. þeirra Joseph Lule og Geofrey Binaisa. Stafaði þetta vegna þess að ríkisstjórnir þess- ara tveggja forseta eyddu meiri tíma og meiru af eigin orku i að ná pólitískum tökum í landinu í stað þess að gera áætlanir sem stefnt yrði að endurbyggingu efnahags landsins. Gósenlandið Uganda Uganda var í sinni tíð (1950—1970) eitt af auðugustu og efnahagslega traustustu löndum í allri Afríku og var það ekki út í hött að Winston Churchill gamli lýsti einu sinni Uganda í ræðu sem „perlu Afríku". Landið hefur frjósaman og góðan jarðveg og hafði upp á að bjóða margbreyti- legan landbúnað, sem framleiddi nægjanlega fæðu fyrir landsmenn alla (9,5 milljón manns 1960, nú tæplega 14 milljónir) ásamt fram- leiðslu á útflutningsafurðum svo sem kaffi, bómull, te og tóbaki. Auk þessa var mikið magn af ýms- um þýðingarmiklum málmum og jarðefnum, svo sem kopar, kópalt, límsteinn og ýmsar tegundir járn- efnislausra málma unnið úr jörðu. Iðnaður landsins stóð 1970 að baki 8% GDP þjóðarinnar og var þar með orðinn veigamikill efnahags- legur þáttur í framleiðslu á vör- um, sem áður höfðu verið fluttar inn til landsins, auk þess sem þessi sömu iðnfyrirtæki fram- leiddu nú afurðir til útflutnings. Aðal umsvif iðnaðarins voru í matvælaiðnaði, gosdrykkjafram- leiðslu, tóbaksframleiðslu, vefnað- ariðnaðarframleiðslu, leðri, skó- framleiðslu, trjá- og viðarfram- leiðsiu, pappírsiðnaði, efnaiðnaði ásamt stál- og málmiðnaði. Hinn blómlegi sykuriðnaður landsins hrundi frá 144.000 tonnum af árs- framleiðslu 1970 niður í 5.300 tonna ársframleiðslu 1979. Allur iðnaður og verslun hrundi saman við brottrekstur Idi Amins á fólki, sem var af indversku bergi borið. Framleiðsla á aðalútflutnings- afurðum Uganda féll sem áður er sagt saman á valdaárum Idi Am- ins. Kaffið, sem var aðalgjaldeyr- isforðaframleiðandinn féll frá 201.000 tonna ársframleiðslu 1970 / Ingi Þorsteinsson í 6.000 tonn. Teframleiðsla féll frá 18.200 tonna ársframleiðslu niður í 1.800 tonn. Aðal orsök þessarar öfugu þróunar var hið lága af- urðaverð, sem bændum var greitt fyrir afurðir sínar. Sömuleiðis brotnaði dreifingakerfi landsins allt niður vegna skorts á varahlut- um og flutningatækjum. Bændur fengu heldur ekki greiðslu fyrir afurðir sínar nema með höppum og glöppum og fór svo að lokurn að þeir gáfust hreinlega upp við ræktun útflutningsafurða og sneru sér í stað þess að ræktun og framleiðslu á matvöru, ávöxtum, grænmeti og kartöflum til þess að geta dregið fram líf sitt og fjöl- skyldu sinnar. Útganga úr efna- hagsvandræðum Það er ekki fyrr en eftir þing- kosningar í desember 1980 að jafnaðarmannaflokkur (UPC) dr. Miltons Appolo Obote nær tæp- lega 70% kjörinna þingmanna, að ábyrg tilraun hefst við að endur- hæfa efnahag Uganda. Ríkis- stjórnin gerði áætlun, sem kynnt var í júnímánuði 1981 um þriggja mánaða jafnvægisáætlun, sem síðan var fylgt eftir með tveggja ára endurhæfingaráætlun 1982—1984, sem lagði höfuð- áherslu á að verja öllu aflögufæru fjármagni til þeirra þátta efna- hagslífsins, þar sem talið var að með góðu móti mætti treysta á skjótan árangur. Tíu ára skamm- tíma, meðaltíma og langtíma endurhæfingaráætlun og áætlun um auknar framkvæmdir ákvarð- aði fjármagnsþörf Uganda til þessara mála um 25 milljarða Bandaríkjadala. Vegna margvíslegs skorts á ýmsum tækjum, vélum, varahlut- um og síðast en ekki síst skorts á hæfum stjórnendum og tækni- menntuðu fólki hjá fyrirtækjun- um svo og tilfinnanlegs skorts á gjaldeyrisforða, varð Uganda að Milton Obote, forseti Uganda. leita út á við eftir aðstoð til útveg- unar fjármagns til að standa straum af kostnaðinum við endur- hæfingaráætlunina. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (IMF) veitti árið 1981 um 130 milljónir Bandaríkja- dala lán ásamt 30 milljóna dala láni með vissum skilyrðum fyrir ákveðnum efnahagsaðgerðum sem Uganda framfylgdi til að leiðrétta ýmislegt ójafnvægi, sem fengið hafði að þróast í stjórnartíð Idi Amins og herforingjastjórnar UNLF. Ein af þeim mest áríðandi efna- hagsaðgerðum, sem framkvæmdar voru, var að taka ákvörðun um að fleyta gjaldmiðli landsmanna gagnvart erlendum gjaldeyri. Fram til júnímánaðar 1981 hafði hið opinbera gengi Uganda-shill- ingsins verið 8 fyrir hvern einn Bandaríkjadal. Þar sem þessi gengisskráning var hvergi nærri raunvirði Bandaríkjadalsins, var í reyndinni að mestum hluta er- iends gjaldeyris sem inn í landið kom var skipt á ólöglegan hátt á svörtum markaði. Skipulagt smygl í stórum stíl átti sér stað yfir landamæri nágrannaríkjanna, sem var jafnframt önnur orsök og afleiðing rangrar gengisskrán- ingar. Skráð gengi Bandaríkjadals í dag jafngildir um U.Sh. 280.- Til að víkja undan hvers kyns mögulegum neikvæðum áhrifum á fjárfestingu í sérhverri mynd inn- leiddi ríkisstjórn Uganda tvenns- konar gengisskráningu. Til að standa straum af öllum forgangs- greiðslum ríkissjóðs svo sem endurgreiðslum opinberra lána og vaxta ásamt innflutningi á nauð- synlegum varahlutum og hráefni, þá geta hin ýmsu ráðuneyti keypt gjaldeyri í gegnum „Glugga núm- er eitt“, þar sem einn Bandaríkja- dalur er skráður á U.Sh. 100.- All- ir aðrir aðilar og einnig útflytj- endur á óhefðbundnum útflutn- ingsafurðum geta skipt gjaldeyr- istekjum sínum og keypt gjaldeyri úr „Glugga númer tvö“, þar sem einn Bandaríkjadalur jafngildir TVÆR ATHYGUSVERÐAR RÆKUR FRÁ SKÁLH0LTI Af hverju, afi? eftir dr. Sigurbjörn Einarsson Hvað er þetta meinvill í myrkr- unum lá, afi? Af hverju fæddist Jesú í jötu? Af hverju, afi? í þessari bók talar afinn, Sigur- björn Einarsson biskup, við börn í jólahug og svarar spurn- ingum þeirra með slíkri hlýju, glettni og visku að allir geta notið þess, á hvaða aldri sem er. Er dauðinn kveður dyra í þýöingu Björns Jónssonar. Nauösynleg öllum er fræöast vilja um líf og dauða. Viötöl og samtöl viö lækna, presta, deyjandi fólk og aö- standendur. Bókin hefur hlotiö frægö um allan heim vegna þess aö höfundur braut „samsæri þagnarinnar er áður um- lukti deildir dauövona sjúklinga." Útgáfan SKÁLHOLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.