Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 n |?e.r\nc\r\ náunga parna. Ir\\r\um meg'm víé Qöiuna. Langar til cub vita hvdb þú ertaÁ elda'! Afsakaðu ég tafðist, því ég fór og lét klippa mig! HÖGNI HREKKVlSI Fólki var gerð grein fyrir því frá upphafi að Furugerði 1 væri aðeins fyrir þá sem gætu hugsað um sig sjálfir Er ekki hægt að jafna að- stöðuna dálítið á Dal- braut 27 og Furugerði 1? H.B. skrifar: .Velvakandi. Oldruð kona mér tengd býr I svokallaðri verndaðri Ibúö fyrir aldraöa á vegum Reykjavikur- borgar í Furugeröi 1. öll vorum viö glöð þegar hún fékk þarna inni eftir langan vinnudag. Þarna bua 80—90 gamalnfenni, mörg komin yfir áttrætt. Það, sem mér þykir að, er að verndun- in er í lágmarki, vægast sagt, aö Oöru leyti en því, að þarna er þak yfir hofuöiö. Okkur var sagt, aö bjöllur yröu I hverri íbúð til þes9 að hægt væri aö hringja á aöstoö í nauö- um, en þessar bjOllur hafa aldrei veriö tengdar, enda enginn til að svara þeim. 1 húsinu býr hús- vOrður og kona hans, sem þrlfur sameign. Annaö starfsfólk Sigrún Björnsdóttir skrifar: „Velvakandi. H.B. skrifar grein í dálka þína 15. þ.m. og gætir þar óánægju vegna aðbúnaðar íbúa í Furugerði 1. Greinarhöfundur ætti að kynna sér þessi mál betur. Hann gerir samanburð á Dalbraut 27 og Furugerði 1 og nefnir m.a. að vist- fólk á Dalbraut geti fengið heitan mat daglega. Hann getur þess hins vegar ekki, að alla virka daga geta íbúar í Furugerði 1 fengið heitan mat og nú nýlega var gerð könnun á því, hvort einhverjir íbúanna vildu mat um helgar. Einnig hefur mér verið sagt að húsvarðarhjónin færi fólki, kom- ist það ekki (t.d. vegna veikinda) til að ná í matinn. Þá vel ég benda á mikið og gott tómstundastarf, sem fram fer í húsinu, m.a. margs konar handa- vinna, svo sem leður- og leirvinna, bókband o.fl. Hárgreiðslustofa er á staðnum, svo og fótsnyrting og leikfimi. Móðir mín hefur búið í Furu- gerði 1 frá því að húsið var tekið í notkun, og hefur ætíð verið ánægð með fyrirgreiðsluna á staðnum. H.B. talar um að gangar í Furu- gerði 1 séu auðir og snauðir. Mér er hins vegar kunnugt um, að blómaker eru á öllum göngum, einnig borð og stólar, svo að fólk getur sest niður og rabbað saman, ef það vill. Og á þeirri hæð, sem móðir mín býr á, eru myndir á gangveggjum, en ég veit ekki hvort svo er á hinum hæðunum. Það er aðeins lyftan, sem ég get verið sammála H.B. um að ekki sé alltaf í lagi, en upplýst hefur verið á húsfundi í Furugerði 1 og einnig hér í dálkunum, að það stendur til bóta. 1 upphafi var fólki gerð grein fyrir, að þessi bygging yrði aðeins fyrir þá, sem gætu hugsað um sig sjálfir, en auðvitað væri mjög gott fyrir alla, að vakt yrði höfð til ör- yggis ef eitthvað kemur fyrir hjá fólki. En það vissu sem sagt allir um það, hvernig búa átti um hnút- ana þarna, m.a. að ekki stóð til að tengja bjöllunar sem H.B. nefnir. Ég hef ekki komið á Dalbraut 27, en ég get vel ímyndað mér, að það sé hægt að gera byggingu, sem er aðeins tvær eða þrjár hæðir, vistlegri en átta hæða háhýsi." í hverra þjónustu starfar lögreglan? Skúli Helgason prentari skrifar: „{ allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum undan- farna daga um störf og starfsað- ferðir lögreglunnar finnst mér al- gjörlega hafa fallið úr ein spurn- ing, sem nauðsynlegt er að fá svar við frá æðstu mönnum lögregl- unnar. Spurningin er eftirfarandi: í hverra þjónustu telur lögreglan sig starfa? Það er ekki alveg að ástæðu- lausu að ég spyr þessarar spurn- ingar og raunar er ég undandi á því að þessari spurningu skyldi ekki hafa verið beint til forsvars manna lögreglunnar í sjónvarps- þætti þeim sem við sáum á þriðju- dagskvöldið síðasta. Astæða spurningarinnar er sú, að per- sónulega reyndi ég af einum æðsta manni lögreglunnar í Reykjavík svo furðulegan hroka, að mér virt- ist, að hann áliti sig hátt hafinn yfir alþýðu manna. Mér varð það nelmlega á í viðtali, sem ég átti við hann, að segja að starfssvið lögreglunnar væri í þjónustu al- mennings. Maðurinn brást ókvæða við og tjáði mér að svona þvætting liði hann ekki í sínum húsum. Hótaði hann að slíta talinu, ef ég héldi áfram svona bulli. Þá var ég einna „hissastur" á ævinni, en sá, að manninum var slík alvara, að eigi þýddi að rökræða þetta frekar við hann og felldi því talið. Ég er persónulega ekki skýrasta kýrin í hjörðinni, en hingað til hefði ég haldið, að lögreglan væri undir dómsmálaráðherra gefin, dómsmálaráðherra væri ábyrgur gagnvart þinginu og þingið gagn- vart almenningi. í hverra þjón- ustu er lögreglan svo? Eða er hún kannski einkastofnun, sem til er orðin aðeins fyrir eigið ágæti? Ef viðhorf þorra lögreglumanna í landinu eru svipuð því sem fram kom hjá þessum yfirmanni í við- talinu við mig, þarf engan að undra framkoma sú, sem lögregl- an er sökuð um í Skafta-málinu fræga.“ Þessir hringdu . . . • • Omurlegt hvað við getum lagst lágt K.Á. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Er þetta ekki alger skrípaleikur að vera að þrátta um bjór eða ekki bjór í þinginu, en leyfa á hinn bóginn óheftan innflutning ölgerðarefna, svo og sölu þeirra og meðferð? Mér finnst það hiægilegt og þætti mannlegra að banna hvort tveggja. Það er hálfömurlegt, hvað við fslendingar getum lagst lágt í þessum málum, enda eru afleið- ingar þess augljÓ3ar hvarvetna í þjóðfélaginu. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Mestur hluti sjúklinganna hafði fótavist. Betra væri: Flestir sjúklinganna höfðu fótavist. („Mestur hluti sjúklinganna ..." kynni að merkja, að búk- ur sjúklinganna hafi verið á flakki höfuðlaus.) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.