Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Á tímum friðar og ófriðar 1924—1945 Ljósmyndir Skafta Guðjónssonar Út er komin bókin Á tímum friðar og ófriðar 1924—1925 og hefur hún að geyma mvndir Skafta Guðjóns- sonar bókbindara og áhugaljós- myndara í Reykjavík. Skafti fæddist í Laxárholti á Mýrum árið 1902, en fluttist ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1915 og átti þar heima alla tíð síðan. 19 ára gamall eignaðist hann ljósmyndavél og um nærfellt þriggja áratuga skeið var ljósmyndun helzta áhugamál hans. í formála segir Guðjón Frið- riksson blaðamaður og höfundur bókartexta, en Skafti var föður- bróðir hans: „Það sem gerir ljós- myndasafn Skafta Guðjónssonar einstakt er einkum tvennt: í fyrsta lagi raðaði hann myndunum nost- ursamlega í þykk albúm og ná- kvæmlega í rétta tímaröð. Þessi albúm eru því eins og árbækur. Upplýsingar eru skrifaðar við hverja mynd og eru jafnvel ná- kvæmar dagsetningar við fjölda þeirra. Þá hélt hann filmunum vel til haga, setti þær í umslög og merkti. Myndasöfn frá sama tíma eru oftast á tvist og bast, ekki síst filmurnar, og verður æ erfiðara að finna út hverjir eru á myndunum og af hverju þær eru. í öðru lagi hafði Skafti auga fyrir myndefni sem margir létu eiga sig. Oft á tíðum vann hann eins og þaulvan- ur blaðaljósmyndari. Ef eitthvað var um að vera í Reykjavík var hann óðar þotinn út með mynda- vélina og „skrásetti" atburðinn með því að taka mynd.“ Myndabókin skiptist í níu kafla, en þeir eru: Alþingishátíðin, Bæj- arbragur í Reykjavík, Flugvélar og loftför, tákn hins nýja tíma, Viðburðir í bæjarlífinu, Stjórnmál og stéttaátök, Ófriður nálgast, Hernámið, íslendingar og stríðið og Stofnun lýðveldis. Einungis ör- fáar þeirra 118 mynda sem í bók- inni eru hafa áður komið fyrir al- menningssjónir, en þúsundir mynda eru í því safni sem Skafti lét eftir sig. Bókaútgáfan Hagall gefur út bókina, en Hafsteinn Guðmundsson hefur annazt útlit hennar. Bókin gæti eins heitið Reykja- víkursaga í myndum, því efni hennar gefur til kynna hvernig staðurinn breytist úr smábæ í borg. Mannlífsmyndir eru margar og gjörla má sjá að Reykvíkingar hafa ekki verið seinir að semja sig að siðum tízkunnar á hverjum tíma. — Á.R. 15. marz 1942 hrapaöi bandaríak flugvél í Vatnamýrinni og lóruat maó hanni átta menn. Vegtarendur á Barónaatíg tyigjaat meó en veggurinn aem aéat til vinatri á myndinni var vió Rannaóknaratotu háakóiana. Húaió til hrngri er Kennaraakóiinn. Þrjár atartaatúlkur á Hótel íalandl 19. ágúat 1924. Frá vinatri: Seaaelja Þorateinadóttir, afóar kona Arreboea Clauaena, Þorbjörg Albertadóttir, aíöar kona Sigurðar Skjaldberga, og Arndía Jónadóttir aem lengi atarf- aói í eldhúai hótelaina. Frá þingaetningu aumariö 1931, aó loknum koaningum aem komu í kjölfar hina umdeilda þingrofa Tryggva Þórhallaaonar. Þingmennirnir Guörún Láruadóttir og Bjarni Snæbjörnaaon koma úr kirkju. Á tröpp- unum eru Pétur Magnúaaon og Ingvar Pálmaaon. Peyaufatakonur hafa hópazt aó. Ungir menn „í atælnum“ áriö 1927, þeir Sveinn Marteinaaon frá Traó- arkoti, aíöar bitvétavirki í Reykjavík, og Ingimar Siguröaaon, lengi þjónn á Hótel falandi og aíóar á Hótel Borg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.