Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 79 Gefið henni fallegt gull Kjartan Asmundsson gullsmiður, Aðalstræti 8. LYGl\ BílJl’NCA Nt’NES Dóttir línudansaranna Frá Manchester á Englandi skrif- ar 38 ára karlmaður, bókavörður. Getur ekki um áhugamál: Dr.David Brady, 467 Kings Road, Stretford, Manchester, England. Þrettán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og skautum: Katsura Sekiya, 3-4-18 Saginuma, Miyamae-ku Kawasaki-shi, Kanagawa-ken, 213 Japan. Sextán ára piltur í Ghana með áhuga á íþróttum, dansi, ljós- myndun og bréfaskriftum: Eric Oppong Boateng, P.O.Box 6, Chiraa-B/A, Ghana. Fjórtán ára stúlka í Nýja Sjálandi með áhuga á tónlist (spilar á pí- anó og gítar), hestum, frímerkjum og dansi: Juliette Hurley, 51 Manurere St., Christchurch 4, New Zealand. Dagur á barnaheim- ili í máli og myndum KOMIN er út bókin Kátt í koti „dagur á harnaheimili" eftir Kristján Inga Einarsson og Sigrúnu Einarsdóttur. Á bókarkápu segir: Kátt í koti er bók ætluð börnum og fullorðnum. I bókinni er lýst í máli og myndum einum degi á barnaheimili. Fylgst er með börnunum í námi, leik og starfi, auk þess sem farið er í réttir. Fæst okkar vita hvað gerist á barnaheim- ilunum. Þangað er farið með börnin á morgnana og þau sótt á kvöldin. Þessi bók gefur því börnum og full- orðnum tækifæri til að skyggnast inn í þennan heim og tilefni til skemmtilegra umræðna. I bókinni eru um 60 svart/hvítar ljósmyndir eftir Kristján Inga, en þetta er þriðja barnabókin frá hon- um. Áður hafa komið út bækurnar Krakkar krakkar, og Húsdýrin okkar, sem kom út um síðustu jól og kemur nú um jólin út í annarri út- gáfu. Textinn í Kátt í koti er eftir Sigrúnu Einarsdóttur fóstru og kennara við Fósturskóla íslands, þetta er hennar fyrsta bók. Bókin er 34 síður, prentuð hjá Grafík hf. og bundin inn hjá Félags- bókbandinu hf. Útgefandi er Skíma sf. en dreifingu annast Innkaupa- samband íslands. enna- vinir Dóttir línu- dansarans HJÁ MÁLI og menningu er komin út brasilíska barnasagan Dóttir línudans- aranna eftir Lygia Bojunga Nunes. Guðbergur Bergsson þýddi bókina úr frummálinu. Fyrir þessa sögu fékk höf- undurinn H.C. Andersen-verðlaunin. Sagan segir frá Maríu, tíu ára, sem er dóttir línudansara og æfir sjálf línudans. Hún verður að flytja úr fjölleikahúsinu þar sem hún er alin upp og fara til ömmu sinnar, vegna þess að í fjölleikahúsinu gerast hræðilegir atburðir sem umbylta lífi stúlkunnar. Sagan lýsir á afar sér- kennilegan og spennandi hátt hvern- ig María nær jafnvægi eftir þetta rót í lífi sínu, segir í frétt frá útgefanda. Bókin er 144 bls. með myndum eft- ir Marie Gard. Setningu og prentun annaðist Prentstofa G. Benedikts- sonar. Bókfell batt bókina. Opið hús í Iðnó í dag kl. 14—18. Plötukynning — Vöfflur með rjóma og heitt súkkulaði á kr. 50. með Leikfélagi Reykjavíkur Leiftrandi lög og text- ar fyrir glaðlynt fólk á öllum aldri. Öll lögin úr sjónvarpsþættin- um ásamt mörgum öðrum, gömlum og nýjum. 399.- (Borgarleikhús innifalið) FÆST I OLLUM HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM UM LAND ALLT DREIFING — SKÍFAN ALLUR ÁGÓÐI AF SÖLU ÞESSARAR PLÖTU RENNUR í HÚSBYGGINGARSJÓÐ LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.