Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 71 Ráðstefna BHM um rannsóknir á íslandi Háskóli Islands Vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun Ólafur Bjarnason prófessor flytur mál sitt. Bandalag háskólamanna efndi til ráðstefnu um rannsóknir á ís- landi þann 5. nóvember síðastlið- inn. Ráðstefnan var haldin í Nor- ræna húsinu og hana sóttu um eitt hundrað manns. Tildrög þessarar ráðstefnu voru þau að í apríl síð- astliðnum var haldin ráðstefna um markmið og skipulag háskóla- náms á vegum Háskóla Islands og BHM. Þar var nokkuð fjallað um rannsóknir sem þátt í starfsemi háskóla. Augljóst varð þá að mik- ill áhugi var á að ræða um aðstöðu til rannsókna á íslandi, þýðingu þeirra fyrir háskólann og þjóðfé- lagið í heild, svo og ýmislegt sem lýtur að skipulagi, stjórnun og fjármögnun rannsókna, jafnt grunnrannsókna sem hagnýtra. Fyrir fundinn þann 5. nóvember störfuðu tveir vinnuhópar í nokkr- ar vikur. Fjallaði annar hópurinn um ýmis atriði varðandi gildi rannsókna, aðstöðu til rannsókna, einkum við Háskóla íslands og svo hvaða rannsóknarverkefni einkum bæri að leggja áherslu á hér á landi. Hinn hópurinn fjallaði um skipulag rannsókna, stjórnun þeirra og fjármögnun. Báðir þess- ir hópar skiluðu ýtarlegum skýrsl- um, sem lágu fyrir ráðstefnunni til umræðu. Framsögumenn á fundinum voru Helgi Valdimarsson, læknir, Mikael M. Karlsson, heimspeking- ur og Þórður Jónsson, eðlisfræð- ingur. Umræðum stýrði Guðrún Agnarsdóttir, læknir. Gunnar G. Schram, formaður BHM, setti ráðstefnuna og minnt- ist þar m.a. á mikilvægi vísinda- legra rannsókna fyrir þjóðina og benti á, að íslendingar veittu mun minna fé til rannsókna en flestar, ef ekki allar vestrænar þjóðir. Fyrsta framsöguerindið „Há- skóli sem vísindastofnun", flutti Helgi Valdimarsson og gerði hann þar grein fyrir hugmyndum sínum um breytt skipulag starfsemi Há- skóla tslands sem miðar að því að stórauka rannsóknir. Hann kvað það skoðun sína að vísindaleg þekkingaröflun væri ámóta mik- ilvæg fyrir sjálfstæði þjóðar eins og listsköpun, viðhald sérstakrar þjóðtungu og tengsl við þjóðar- sögu. íslendingar leggja minna af mörkum til vísindastarfsemi en nær allar rótgrónar menningar- þjóðir og skipa að þessu leyti bekk með nýfrjálsum nýlenduþjóðum. Helgi taldi ennfremur að við- leitni til vísindalegrar þekk- ingarsköpunar eigi svo erfitt upp- dráttar hér á landi að menningar- legu sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin þegar til lengdar léti. Orsakir þessa ástands væru marg- ar og samverkandi og hefðu flest- ar verið rækilega tíundaðar áður. Með nokkrum einföldum skipu- lagsbreytingum væri hægt að hraða þeirra þróun að Háskóli ís- lands verði sú þekkingarsmiðja sem þjóðin þarf að eiga. f þessum tilgangi voru eftirfarandi hug- myndir settar fram: 1. Rekstur háskólans verði endurskipulagður á þann hátt að innan hans verði unnt að starf- rækja sérstaka Vísindastofnun sem einbeitti sér að þekkingar- sköpun. Prófessorar, dósentar, lektorar og sérfræðingar, sem starfa við þessa stofnun, geti varið a.m.k. 80% af starfsorku sinni til vísindarannsókna og kennslu sem tengdist beint vísindaverkefnum þeirra. Þær rannsóknarstofur og stofnanir sem þegar hafa verið settar á laggirnar í tengslum við Háskóla íslands eigi þess kost að eflast sem hluti af hinni nýju Vísindastofnun. 2. Við Vísindastofnun háskólans verði unnt að stunda vísindalegt framhaldsnám, svo sem meistara- prófsnám, doktorsnám og þjálfun að loknu doktorsprófi, í þeim greinum og að því marki sem raunhæft er talið á hverjum tíma. í þessu sambandi þarf að efla mjög tengsl við erlendar vísinda- stofnanir til þess að þeir sem hér ljúka doktorsprófi geti átt kost á frekari þjálfun erlendis í Post Doctoral-stöðvum og jafnframt haga þannig til að þeir sem ljúka doktorsprófi erlendis geti tekið slíka Post Doctoral-þjálfun hér á landi. 3. Vísindastofnunin þyrfti að fá sjálfstæða fjárveitingu af fjárlög- um, en jafnframt yrði umtalsverð- ur hluti rekstrarkostnaðar greidd- ur með þriggja ára verkefna- styrkjum og 5 ára prógram- styrkjum úr Vísindasjóði sem yrði verulega efldur í samræmi við til- lögur vísindasjóðsnefndar frá 5.12., 1978. Jafnframt þessari nýju Vísinda- stofnun yrði eftir sem áður rekin öll sú starfsemi sem í dag fer fram innan veggja háskólans, þar með talin ýmis konar fag- og tækni- fræðileg kennsla. Með þessu móti taldi Helgi að unnt væri að komast að nokkru leyti nær því að uppfylla vilja löggjafarvaldsins eins og kemur fram í 1. grein laga um Háskóla fslands, en þar segir, að háskólinn skuli vera „vísindaleg rannsókna- stofnun og vísindaleg fræðslu- stofnun, er veiti nemendum sínum menntun til að sinna sjálfstætt að vísindalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu. Annar framsögumaður á ráð- stefnunni var Mikael M. Karlsson. í erindi sínu sem hann nefndi „Að ræða um rannsóknir", benti hann meðal annars á að það sé lítt SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.