Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Snefim og áhrif á miðtaugakerfíð Úr riti próf. Þorkels Jóhannessonar, sem samið er með sérstöku tilliti til notkunar og misnotkunar vímugjafa Undanfariö hefur allmikil um- ræða orðið um notkun lífrænna leysiefna sem vímugjafa mcðal ungl- inga. Af því tilefni hefur orðið að samkomulagi, að Morgunblaöið birti hluta af 15. og næstsíðasta kafla í riti um Lyfjafræði miðtaugakerfis- ins, sem prófessor Þorkell Jóhann- esson, Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í lyfjafræði, hefur samið að tilhlutan menntamálaráðuneytisins og koma mun út á næsta ári. Rit þetta er samið með sérstöku tilliti til notkunar og misnotkunar vímugjafa. Menntamálaráðuneytið veitti góð- fúslega leyfi til birtingar þessarar. Lífræn leysiefni —Inngangur Lífræn efni eru gerð úr kolefni (C = kolefnisatóm) og vetni (H = vetnisatóm) með eða án annarra frumefna. Eitt kolefnisatóm getur bundið fjögur vetnisatóm eða jafngildi þeirra. Ef einungis eru kolefnisatóm og vetnisatóm í sam- eind (mólikúli) efnis, nefnist það kolvetni (stundum ranglega notað um sykrunga). Af öðrum frumefn- um er súrefni (0 = súrefnisatóm) algengast í lífrænum efnum. Súr- efnisafbrigði kolvetna eru marg- vísleg. Sum nefnast gjarnan kolhýdröt (oft notað um sykr- unga). Önnur nefnast alkóhól (t.d. etanól), ketónar (t.d. acetón) eða etrar. Einnig koma köfnunarefni, brennisteinn, fosfór og klór alloft fyrir í lífrænum efnum. Af þess- um frumefnum skiptir einungis klór máii í þessu samhengi. Lífræn leysiefni eru yfirleitt annað tveggja kolvetni unnin úr jarðolíu eða efnasambönd (einkum súrefnis- eða klórsambönd), sem líta má á sem afleidd af koi- vetnum, er fyrir koma í jarðolíu. Lífræn ieysiefni eru vökvar við venjulegt hitastig. Öfugt við vatn, sem er langveigamest ólífrænna leysiefna, eru flest lífræn leysiefni fleyg (gufa hratt upp). Sum þeirra eru bæði fleyg og rokgjörn (sjóða við minna en 100°C). Þau eru hins vegar yfirleitt lítt hvarfgjörn (hvarfast oftast lítið við þau efni, sem þau leysa). Fáein efni, sem talist geta líf- ræn leysiefni, eru notuð sem lyf, einkum svæfingarlyf. Auk þess má telja etanól, hinn dæmigerða vímugjafa, lífrænt leysiefni. Langsamlega flest lífræn leysi- efni, hvort sem þau eru notuð til vímu eða ekki, teljast hins vegar til eiturefna eða hættulegra efna samkvæmt lögum um eiturefni og hættuleg efni frá 1968. Eiturhrif þessara efna eru enn fremur oft umtalsverð. Við munum hér á eftir fjalla um helstu lífræn leysiefni og nokkrar lofttegundir þeim skyldar, gerð þeirra, notkun og eiturhrif á önn- ur líffæri en miðtaugakerfið (A). Þá verður rætt um áhrif þeirra á miðtaugakerfið og notkun þeirra til vímu, þ.e.a.s. snefun (B). Snef- un er þýðing á enska orðinu „sniff- ing“ og er látið merkja það athæfi, að menn anda að sér gufum líf- rænna leysiefna (eða lofttegunda) til þess að komast í vímu. A. Helstu leysiefni — Gerð, notkun og eiturhrif utan miðtaugakerfis í töflu 3 er yfirlit yfir helstu lífræn leysiefni, sem notuð eru. Þar eru í 2. dálki nefnd tólf fyrstu eða stystu alkönin, er fyrir koma í jarðolíu eða jarðgasi ( 1—12 kol- efnisatóm í keðju; C4—C12). í 3. dálki er tilgreint suðumark hvers alkans (einungis er átt við n-alkön og ísó-alkönum eða alkenum sleppt; n-alkön hafa hærra suðu- mark en samsvarandi alken). Fjögur fyrstu alkönin eru loftteg- undir (Ci—C4), en hin eru (C5—C12) eru litlausir eða nær litlausir vökvar. Þau eru annað- hvort lítt leysanleg í vatni eða nánast óleysanleg. f 4. og 5. dálki eru tilgreind helstu súrefnisafbrigði n-alkana og ísó-alkana, sem notuð eru sem leysiefni. Er afbrigðum þessum raðað út frá n-alkönum (2. dálkur) þannig, að ljóst megi vera, hve mörg kolefnisatóm eru í sameind þeirra. Sama gildir um klóraf- brigði, sem talin eru í 6. dálki (svo og efni í 7. og 8. dálki). Klórafbrigði alkana og alkena eru bæði fleyg og lítt leysanleg í vatni líkt og kolvetnin, sem þau eru leidd af. Eftir því sem súrefn- isatóm eru fleiri í sameindum leysiefna, því betur leysast þau i vatni og því minni verður fleygni þeirra (gufa síður upp). f 7. dálki eru talin fjögur fast- hringa kolvetni. Þá eru í 8. dálki talin fjögur efni, sem ekki urðu flokkuð á annan hátt. Loks eru í 9. dálki taldar þrjár blöndur kol- vetna, sem unnar eru úr jarðolíu og rétt þótti að taka með. Lífræn leysiefni eru yfirleitt notuð til þess að leysa eða þynna efni, sem geyma á í lausn eða bera á (málning, litir, lökk, lím o.fl.), eða til þess að leysa og draga efni úr plöntuhlutum (sbr. hassolíu) eða líffærum (úrhlutun). Þá eru lífræn leysiefni notuð til hreins- unar eða þvottar (affitun véla og vélahluta eða skinna; fatahreins- un; blettahreinsun). Lífræn leysi- efni eru og mjög notuð í efnaiðn- aði og tilraunum til þess að ein- angra efni og hreinsa. Loks eru sum lífræn leysiefni, en einkum blöndur þeirra, notuð til eldsneyt- is. Meginnotagildi lífrænna leysi- efna (auk notkunar til eldsneytis), er fólgið í því að leysa efni og efnasambönd, sem ekki leysast í vatni (olíur, fitur, vax, harpix, gúmmí o.fl.). Fleygni efnanna er yfirleitt kostur, ekki síst við máln- ingu, límingu eða lökkun. Leysi- efnin gufa þá upp og eftir verða efnin, sem þau leystu, áborin og föst. Eiturhrif lífrænna leysiefna eru venjulega fyrst og fremst bundin við miðtaugakerfið (slævandi verkun; sbr. B á eftir). Mörg þess- ara efna hafa þó einnig umtals- verð eiturhrif á önnur líffæri og líffærakerfi (úttaugakerfi, hjarta, iifur, nýru eða blóðmerg), er ekki má láta ógetið. Yfirleitt er því svo farið, að þau lífræn leysiefni, er umbrotna í önnur efni (umbrots- efni) í líkamanum eru öðrum lík- legri til þess að skaða líffæri önn- ur en miðtaugakerfið. B. Áhrif á miðtauga- kerfið og notkun til vímu (snefun) Lífræn leysiefni verka á mið- taugakerfið hliðstætt við róandi lyf og svefnlyf þannig, að í litlum skömmtum valda þau slævingu, er minnir á róun, og í stærri skömmtum svefni. í enn stærri skömmtum valda lífræn leysiefni svæfingu, enda eru sum veiga- mestu svæfingarlyf náskyld líf- rænum leysiefnum að gerð. Ef áverkun þessara efna er meiri en nemur svæfingu, valda þau dái og kunna að leiða til dauða vegna bil- unar á frumlífsviðbrögðum (stýr- ing öndunar, hjarta og blóðrásar) í heilastofni mjög svipað og fyrir kann að koma eftir róandi lyf og svefnlyf eða svæfingarlyf. Ef und- an eru skilin alkóhól (sbr. töflu 3), er áverkun lífrænna leysiefna á menn yfirleitt við innöndun á efn- unum í loftkenndu formi. Við venjulegar aðstæður er þannig oft erfitt að meta, hve stórir skammt- ar eru að verki hverju sinni. Ef menn anda að sér gufum líf- rænna leysiefna í heldur minna Prófessor Þorkell Jóhannesson magni en nemur svefni (eða sofna af einhverjum sökum ekki), kom- ast þeir gjarnan í vímu. Sum líf- ræn leysiefni (eða blöndur þeirra) virðast vera kröftugri vímugjafar en önnur (t.d. benzen og bensín- tegundir). Engu að síður virðist víma af völdum lífrænna leysiefna við snefun vera mjög svipuð og án tillits til þess, hvert eða hver efni eiga í hlut. Samstaða er einnig um, að víma eftir snefun sé öllu meiri en víma af völdum áfengis (etanóls) og sé enn fremur að verulegu leyti frábrugðin áfeng- isvímu. Við skulum hér á eftir reyna að lýsa vímu þessari nokkru nánar. Fyrst er þó rétt að virða aðeins fyrir sér helstu aðferðir við snefun. Ef um hrein efni eða blöndur þeirra er að ræða, má snefa þau beint úr ílátinu. Oftar verða snef- arar að Iáta sér lynda lím eða vökva þar, sem ýmis efni eru leyst í hlutaðeigandi leysiefnum. Er varningnum þá komið í bréfpoka eða plastpoka, honum haldið þétt að vitum og gufum efnisins andað að sér. Enn má hella varningnum í klút eða grisju og anda að sér guf- um leysiefna þaðan. Þessi aðferð er vel þekkt við snefun m.a. Freon-efna og amýlnítríts (sbr. á undan). Enn fleiri aðferðir eru þekktar við snefun. Byrjendum verður gjarnan á að snefa svo mikið, að þeir lognast út af. Reyndir snefarar gæta þess að anda ekki meira að sér en svo, að þeir haldi vökuvitund að meira eða minna leyti a.m.k. um sinn. Hjá vönum snefurum byrjar vím- an innan örfárra mínútna. Vellíð- an er í upphafi oftast mjög mikil. Er hún talin svipuð, en mun meiri en eftir neyslu áfengis. Þessu vel- líðunarástandi fylgir dofi, slökun á tengslum við umhverfið og stundum að því marki, að menn verða „fleygir". Svimi er ekki óal- gengur svo og ýmiss konar breyt- ingar á hegðun og framkomu (af- hömlun) og mikil ölvunareinkenni (slagar o.s.frv.). Á þessu stigi má segja, að víma af völdum snefunar lífrænna leysiefna minni á áfeng- isvímu, en sé jafnframt meira áberandi. Samt munu flestir telja, að menn, sem eru í vímu eftir snefun lífrænna leysiefna, „slái meira um sig“ og telji sig fremur vera „alltvitandi og alltgetandi" en menn í áfengisvímu. Þetta stig vímu af völdum lífrænna leysiefna er stundum á slangurmáli nefnt Jag“ (er einnig látið ná til vím- unnar í heild). Þegar líður á rás vímunnar og einkum ef mikið hefur verið snef- að, breytist víman. Nú tekur að bera á rangskynjunum. Hlutir breyta lögun og stærð og litaskyn brenglast. Fjarlægðarskyn og tímaskyn brenglast til muna. Stundum sjá menn og heyra fyrir- bæri, sem ekki eru til í veruleikan- um. Oftast gera menn sér grein fyrir því, að þessar rangskynjanir eru af völdum vímugjafans. Stundum eru rangskynjanirnar þó „ekta“ og kann það ástand að vera samfara hreinu stórmennsku- brjálæði. í þessu ástandi kann hlutaðeigandi að vera stórhættu- legur bæði sjálfum sér og öðrum. Fullmótuð víma af völdum líf- rænna leysiefna minnir meira á vímu af völdum kannabis eða lís- ergíðs en á vímu af völdum áfeng- is. Víma eftir snefun stendur venjulega skemur en eina klst. (oft 15—45 mín.). Að því Íoknu er hlut- aðeigandi venjulega mjög sljór og syfjaður í nokkrar klukkustundir, enda þótt eftirverkanir („timb- urmenn") kunni að standa lengur. Óminni á atburði í vímunni er mun algengara en í áfengisvímu. Vanur snefari, sem t.d. notar lím, getur margendurtekið vímuna á sama sólarhring. Athyglisvert er, að víma af völdum lífrænna leysiefna veldur hjá sumum einstaklingum einung- is deyfð og drunga og það svo, að menn hafa í skammvinnu vonleys- isástandi reynt að svipta sig lífi í vímunni. Snefun er langalgengust meðal ungmenna og gengur oftast í sveiflum. Ekki sjaldan skýtur snefun upp kollinum kringum einn eða tvo leiðandi unglinga í skóla eða í hópnum er býr í sama hverfi eða hittist í sömu götu. Á ensku kallast slíkir „leiðtogar" oft „peers“. Langflestir unglingar heykjast þó tiltölulega fljótt á því að snefa. Hinir, sem halda áfram, eru oftast frá erfiðleikaheimilum (drykkjuskapur, skilnaður, fjár- hagsörðugleikar) eða eiga við verulega örðugleika að etja í skóla (hegðunarvandamál, léleg náms- geta). Enginn vafi er á því, að ávani og fíkn getur myndast í lífræn leysi- efni. Hins vegar nota flestir snef- arar á ávanastigi eða fíknistigi einnig aðra vímugjafa, ekki síst áfengi. Reynslan virðist enn frem- ur benda til þess, að mjög erfitt sé að venja þá menn af snefun, er hafa vanist á það athæfi til lang- frama. Þol gegn vímugefandi verkun og öðrum verkunum lífrænna leysi- efna getur verið mjög mikið. Venjulega er krossþol milli verkana mismunandi leysiefna. Fráhvarfseinkenni eru hinsvegar oftast væg eftir þessi efni. Áður er nefnt, að mikil áverkun lífrænna leysiefna gæti leitt til dauða vegna bilunar á frumlífs- viðbrögðum í heilastofni. Þá kem- ur fyrir, að menn sofna út frá vímugjafanum í poka eða grisju fyrir vitum og kafna hreinlega Tafla 3. Talin eru tólf fyrstu (lægstu) n-alkön (Ci—C12), sem fyrir koma í jarðolíu eða jarðgasi og suðumark (°C) þeirra tilgreint. Því næst eru taiin helstu alkóhól-, ketón- og klórafbrigði hlutaðeigandi alkana (eða alkena), sem eru velþekkt leysiefni. Þá eru talin fjögur fasthringa kolvetni (C«— Cg), sem einnig eru velþekkt leysiefni, fjögur önnur efni og þrjár blöndur kolvetna. Fjöldi C atóma Heiti n-alkans Suðu- mark °C'X> Alkóhól- afbrigði Ketón- afbrigði Klór- afbrigði Fasthringa kolvetni Önnur efni Blöndur kolvetna 1 Metan +161 Metanól Metýlenklórfð Klóróform, Freon 2 Etan + 88 Etanól Etýlenglýkól Tríklóretýlen Tetraklóretýlen Metýlklóróform Etýlendfklóríð Etýletrixx* 3 Própan + 42 Própanól lsóprópanól Própýlenglýkól Acetón 4 Bútan + 0,5 Bútanól ísóbútanól Metýletýl- ketón Etýlacetat ísóbútýl- nftrft 5 Pentan 36 Amýl- nítrft 6 Hexan 69 Metýlbútýl- ketón Benzen 7 Heptan 98 Metýlamýl- ketón Tólúen 8 Oktan 126 Xýlen Stýren Bensín t.eldsn. 9 Nónan 151 10 Dekan 174 Terpentím 11 Úndekan 197 12 Dódekan 216 Steinolia x) Að mestu cftir Merck Index (9. útg., 1976). Suðumark fært að heilum tölum (nema fyrir bútan). xx* Er leitt af tveimur sameindum etans. Yfirlit yfír helstu lífræn leysiefni, sem notuð eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.