Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 „En það bar til um þessar mundir ... — eftir Böövar Guðlaugsson „En það bar við um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi Keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina." Þannig hljóðar upphaf jólaguð- spjailsins í Lúkasarguðspjalli, og áreiðanlega hef. ég ekkert prentað mál lesið jafnoft upphátt. Ég hef sem sé lesið jólaguðspjallið upp- hátt nokkrum sinnum um hver jól síðastliðin 20 ár. Nú fer því fjarri, að ég sé á nokkurn hátt kristnari eða meiri „jólamaður" en gengur og gerist, þessi guðspjallslestur minn er einfaldlega liður í starfi mínu, miklu frekar skyldustarf en trúarleg ástríða. Ekki vil ég þó bera á móti því, að þrátt fyrir reyttum saman alls konar útbún- að til að nota fyrir búninga; gard- ínur, sjöl, slæður af ýmsum stærð- um og gerðum, lök og borðdúka. Var síðan þessum búnaði tyllt á leikendur með sikkersnælum, jafnvel títuprjónum, og eins og gefur að skilja var það mikið þol- inmæðiverk, tímafrekt og vanda- samt. Einna verst voru þrengslin á stigapöllunum, t.d. man ég, að jólastjarna var skorin út í pappa og varpað svo á veginn yfir tröpp- unni, sem María sat í, með mynd- varpa, og það var mikið stímabrak að koma myndvarpanum fyrir á efri stigapallinum, þannig að sem minnst bæri á honum, en stjarnan kæmi þó sæmilega vel út á veggn- um. En þetta blessaðist nú allt saman. Kirkjuklukknahljómur var tekinn upp á segulband til að leika hins vegar verða þeir að vera til- búnir að segja hana þar sem við á, og vera samtaka. Þetta hefur jafn- an tekist furðulega vel. Strax á, fyrstu uppfærslu helgileiksins í gamla Höfðaskólanum reyndust leikendurnir taka hlutverk sín al- varlega og skila þeim með ærnum sóma. Og það hafa þeir gert allar götur síðan. Það kom í hlut höfundar þess- ara lína að lesa jólaguðspjallið sjálft upphátt á fyrstu sýningu helgileiksins í Höfðaskólanum, og síðan hef ég lesið það á hverjum „litlu jólum", eða í tuttugu ár. Og þótt ég sé, eins og áður var sagt, langt frá því að vera kristilegar innrættur en almennt gerist, kemst ég alltaf í eitthvert sérstakt hátíðaskap, þegar ég les jólaguð- spjallið, það gagntekur mig ein- Engillinn og fjárhirðarnir (úr gamla Höfðaskólanum). þennan marg-endurtekna upplest- ur, kemst ég alltaf í mun hátíð- legra skap en ég er í hversdags- lega, þegar ég hef yfir þennan tæra, einfalda texta. Og eins og ósjálfrátt reynir maður að gæða röddina inniieika og jafnvel lotn- ingu, þegar maður les þessa frá- sögn af atburðunum austur í Betlehem fyrir nær tvö þúsund ár- um. Það mun hafa verið nokkrum vikum fyrir jólin, árið 1964, að kennaralið gamla Höfðaskólans fór að huga að jólaskemmtun fyrir nemendur, „litlu jólunum". Kom þá fram sú hugmynd, að setja á svið helgileik, byggðan á jólaguð- spjallinu sjálfu, en leikendur skyldu valdir úr hópi nemenda. Hygg ég, að þáverandi skólastjóri, Magnús Magnússon, hafi átt frumkvæðið. Én hugmyndin fékk strax mjög góðan hljómgrunn, og nú lögðust allir á eitt að koma henni í framkvæmd. Aðstaða til leiksýninga var í rauninni engin, enginn samkomusalur né leiksvið. Skólinn var til húsa í félagsheimili íþróttafélagsins Ármanns við Sig- tún, og það var þá ekki einu sinni fullbyggt. Eini möguleikinn var að sviðið sjálft yrði í stiga milli hæða, en áhorfendasalur gangur- inn neðan stigans. Auðvitað voru þetta frumstæð- ar og erfiðar aðstæður, en þegar samhent áhugafólk leggst á eitt, má ýmsu góðu til leiðar koma, þótt ytri skilyrði virðist óhagstæð. Og á vissan hátt var stiginn og stigapallurinn ágætt svið, sem í einfaldleika sínum og fátæklegum sviðsbúnaði gaf sýningunni inni- lega hátíðlegan blæ. Leikendur voru nú valdir og byrjað að æfa hlutverkin, sem upphaflega voru aðeins fimm, María og Jósef og þrír fjárhirðar. Engir saumaðir búningar eða sérhannaðir voru til- tækir við þessa fyrstu uppfærslu, engin leiktjöld eða leikmunir. Við í upphafi sýningar og að sýn- ingarlokum, en orgel var fengið að láni til að spila undir sálmasöng- inn. Organistar voru ýmist úr hópi kennara eða velviljað „utanskóla- fólk“. Þessir sálmar voru sungnir: „Nóttin var sú ágæt ein“, „Heims um ból“, „í Betlehem er barn oss fætt“ og „Bjart er yfir Betlehem". Þótt leikendur þyrftu ekki að læra og flytja neinn texta á þess- ari fyrstu sýningu helgileiksins, þá kröfðust þó hlutverkin æði mikils af þeim. T.d. þurfti María að sitja grafkyrr og hátíðleg á svip andspænis áhorfendum fast að því i tuttugu mínútur, og það er ekk- ert smáræðis álag. Sama máli gegndi um Jósef. Eg hef dáðst að því á hverri sýn- ingu öll þessi tuttugu ár, hvað krökkunum hafa farið hlutverkin vel úr hendi. Það hafa sannarlega verið margar innilegar og fallegar Maríur hjá okkur, og ábúðarfullir, alvarlegir Jósefar,-Smám saman hefur hlutverkum verið bætt við í þessum helgileik, bæði til þess að fá meiri heildarsvip í túlkunina á jólaguðspjallinu, og eins, og ekki síður, til þess að gefa fleirum kost á því að fara með hlutverk. Fjár- hirðunum var fjölgað um einn, vitringarnir þrír frá Austurlönd- um látnir koma fram, Heródes konungur settur í hásæti og þjónn látinn fylgja honum, og síðast en ekki síst hefur engillinn, sem birt- ist fjárhirðunum, komið fram og haft yfir sama texta og í guð- spjallinu. Það er þó nokkuð langt mál, em engillinn þarf að flytja, og í þessu hlutverki reynir mikið á örugga kunnáttu og áheyrilegan flutning. Það hvorttveggja hefur jafnan reynst fara prýðilega sam- an hjá þeim mörgu nemendum, sem farið hafa með hlutverk eng- ilsins, síðan það var tekið upp í helgileiknum. Aðrir leikendur þurfa yfirleitt ekki að læra nema eina setningu, hver innileikakennd, einhver hlý jólagleði. Og aldrei finnst mér ég vera jafnfjarri yfirborðskenndu glysi og háværu auglýsinga- skrumi, eins og einmitt meðan ég les þennan texta. Þessi tilfinning hefur síst dvínað með árunum. Tæknilega séð hefur ýmislegt, sem varðar helgileikinn okkar, færst til betri vegar smám saman. Nú eru komnir saumaðir búningar á leikendur, leiktjöld eru sett upp, og svo framvegis. Þó finnst mér, þegar ég rifja upp sýningarnar þessi tuttugu ár, eiginlega alltaf mest til um fyrstu, frumstæðu uppfærsluna í gamla Höfðaskól- anum. Hún markaði tímamót í litlu jólahaldinu hjá okkur og er tvímælalaust merkur þáttur í sögu skólans. Eftir að Höfðaskóli var lagður niður og Öskjuhlíðarskóli tók við, var einu atriði bætt framan við helgileikinn, eins konar forspjalli. Borði var komið fyrir framan við aðalsviðið, og kringum það sátu fjölfötluð börn, sem fötlunar sinn- ar vegna áttu enga möguleika á því að vera virkir leikendur í nein- um hlutverkum, sem útheimtu einhverjar hreyfingar eða tal. Síð- an var lesið kvæði Matthíasar Jochumssonar „Fullvel man ég fimmtíu ára sól“. Börnin, sem við borðið sátu, áttu sem sé að tákna móðurina og bræðurna, sem kvæð- ið fjallar um. Þessu atriði hygg ég að hafi verið bætt við til þess að gefa fleiri nemendum kost á því að vera virkir þátttakendur, og þá einkum þeim nemendum, sem voru þess vanmegnugir að takast önnur hlutverk á hendur. Ég get ekki skilið svo við þessa upprifjun, að ég minnist ekki á einstaklega vel gerðar og fallegar helgimyndir, sem eldri nemendur Höfðaskólans gerðu einn veturinn undir handleiðslu kennara síns. Þótt myndirnar tilheyrðu ekki í Betlehem (úr gamla Höfðaskólanum). María og Jósef (úr Öskjuhlíðarskóla). beinlínis sviðsbúnaði í helgileikn- um (það var jú ekkert svið), þá settu þær sérlega hátíðlegan svip á jólahaldið hjá okkur. Þetta voru gluggaskreytingamyndir, skornar út í pappa af mikilli natni og vandvirkni, og sýna ásamt fleiru ýmis atriði úr sjálfu jólaguðspjall- inu. Myndirnar eru enn við lýði, og obbinn af þeim er enn þá festur upp hjá okkur um hver jól. Auk þess hafa þær verið lánaðar til skreytinga á öðrum stöðum, m.a. í Neskirkju, ef ég man rétt. Þótt hlutverkin í helgileiknum okkar krefjist ekki mikillar texta- kunnáttu hjá leikendunum (nema engilshlutverkið), þá fer jafnan talsverður tími í samæfingar. Leikendur verða að læra nákvæm- lega, hvenær þeir eiga að koma fram og hvernig þeir eiga að bera sig til. Reynir þá verulega á góða samvinnu milli þularins, sem les guðspjallið og leikendanna. Þrengslin á sviðinu og smæð þess skapa og talsverða erfiðleika hverju sinni. Það eru t.d. aðeins 3—4 skref, sem María og Jósef þurfa að fara frá búningsherbergi upp á sviðið, eða frá Nasaret til Betlihem. Aftur á móti eru inn- skotssetningar margar í frásögn- inni af þessari ferð þeirra, og maður er miklu lengur að lesa textann en leikendur að komast á áfangastað (ég hef raunar alltaf verið í hálfgerðum vandræðum með að lesa þessa frásögn vegna innskotssetninganna). Þaðer einmitt í svona tilvikum, sem talsvert reynir á góða samæf- ingu leikenda og lesara. Ekki skal því gleymt, að ýmis brosleg atvik hafa iðulega komið fyrir á æfingum hjá okkur. T.d. man ég, að einu sinni, þegar telp- an, sem lék Maríu, var komin í dyrnar á fjárhúsinu í Betlehem, mundi hún, að hún hafði gleymt Jesúbarninu inni í búningsher- bergi, snaraðist til baka og sótti það, og hélt þá í fátinu, sem kom á hana, á því eins og hún væri með skólatöskuna sína í hendinni! En á aðalsýningum hafa leik- endur jafnan staðið sig frábær- lega vel, enda ekki svo lítið í húfi, þar sem meðal sýningargesta hafa stundum verið sjálfur mennta- málaráðherra íslands og borgar- stjórinn í Reykjavík. Itödvar Cudlaugsson er kennari viö Öskjuhlídarskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.