Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. DESEMBER 1983 Alftaneskirkja Vkrakirkja Hvað á verða um kirkjur Mýramanna — eftir Jóhönnu Björnsdóttur Lengi hefur mér fundist kirkjur landsins bera söfnuðum sínum þögult vitni. Snyrtilega og vel hirta kirkju er eins ánægjulegt að skoða og ömurlegt er að koma í kirkjur sem eru í meiri eða minni niðurníðslu. í októbermánuði kom ég í tvær af þrem kirkjum á Mýrum vestur, og sá mér til sárrar raunar, að enn eru þær að hrörna. Þarna eru þrjár kirkjur í Álftanesi, Ökrum og Álftártungu. Allnokkuð er síð- an ég heyrði, að þær fengju ekkert viðhald af því að uppi væru áfrom um að rífa þær allar og byggja í staðinn eina kirkju meira mið- svæðis (við Arnarstapa — þar sem félagsheimilið Lyngbrekka er). Sem betur fer virðist nú hafa orð- ið þarna hugarfarsbreyting, þó enn sýnist ekki afráðið hvað gera skuli. Allir eru þessir aðilar gamlir kirkju- og sögustaðir. Skallagrím- ur Kveldúlfsson átti bú á Álfta- nesi og Ökrum og í Alftanesi var veizlan fræga sem Egill sonur hans reið til í óleyfi föður síns, sællar minningar. Þar lifði Mar- teinn biskup Einarsson síðustu æviár sín og dó þar. I kirknaskrá Páls biskups um 1200 var getið um kirkju á Álfta- nesi. í kaþólskum sið var hún helguð Maríu Guðsmóður og þar var heimilisprestur. Kirkjan sem þar er nú, var byggð af Böðvari Benediktssyni árið 1904. Greinilega hefur verið vel til hennar vandað — útskurður er yfir hurð og gluggum, turninn einstæður að gerð, sérkennilegt milliverk milli kórs og kirkju og upphaflega málningin er enn að innan. Enn heldur hún sínum upp- runalega reisulega og glæsilega svip, þo hún sé farin að láta tals- vert á sjá. Altaristöfluna málaði Sigurður Guðmundsson, málari, eftir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Akrar eru fornt höfuðból í Hraunhreppi og þaðan er komin mikil ætt, Akraætt, frá Arnóri Finnssyni, sýslumanni (Laga- Nóra) sem þar bjó um skeið. Getið er um kirkju að Ökrum í máldaga Sigvarðar biskups um 1250 og var hún í kaþólskum sið helguð Maríu, Pétri og Klemensi og þar munu hafa setið prestar fram að siðaskiptum. Kirkjan, sem þar er nú, er timburkirkja sem Guðmundur Jakobsson byggði árið 1900. Hann byggði einnig Akraneskirkju og eru þessar kirkjur mjög svipaðar að ytra út- liti. í Álftártungu er getið kirkju í kirknatali Páls biskups um 1200. Hún var í kaþólskum sið helguð Maríu Guðsmóður. Þegar Reykja- víkurkirkja var rifin skömmu fyrir aldamótin 1800, keypti Álft- ártungubóndi timbur úr henni til þess að byggja úr sína kirkju og mun hin nýja Álftártungukirkja hafa fengið skrúða og gripi úr Reykjavíkurkirkju. Þessi kirkja stóð til 1873, en þá var hún rifin og sama ár var byggð litla timbur- kirkjan sem enn stendur í Álftár- tungu. I lýsingu kirkjunnar segir, að hún sé „ný að viðum og veggjum, SERKENhÍLEGASTA BLOMAVZRSLUN LANDSÍNS l FJÓSÍ & HLÖDU OArXLA B>REJBHOírSB,Ví.jSÍNS ia-W**} fjósiy>u Mt>n&nQ.k ofinn Míaoart &t*£**d jotanna v< Sur-kmg jfvm kj: $\A w y> ^ 'estniisla J . i A/t Jj -¦¦ A \ k jSkojJurinn. JT^_ C3 -r mw: ^ V -sa^* c£.~ £-: ? Z^S\jSStf^ ST^idM? & -(> tUgta i** Í* •&** ^Tdiclo k>e>rncn moÁ í JólatréasAzéginn. 'Á mohan f>bbmn f*.r út í k.uLdan og velur faLlojOLsla. Jólatréb i JóLatris- Akóginmm utandyro., \selurmamman £>ér jólasierau.líb vih fj'ósi/Linn InnanaLyra og krakkamir /tjálpa tiL. Mjá okkur hofa jólatrán ald.ra.i Jzomio unatir fx>k . Vio s>i.e>nHum úti i kuLa'.vtnun-i i JóLatrésskóginum ao setja Jólatrén je,vo ^ou haldi k>a.rr'ncA jssm k>e%i. BKEÍÐHOLTÍ ^ímí i09ZZYKIAVÍZ 76225 Álftártungukirkja Útekurður yfir gluggum Álftaneskirkju. nema norðurveggurinn er gamall". f bréfi til biskups, dags. 28.11.1874 segir m.a.: „Álftártungukirkja er frá grundvelli nýbyggð trékirkja úr fallinni torfkirkju." Samkvæmt þessu er mjög líklegt að enn sé í kirkjunni viður úr hinni gömlu Reykjavíkurkirkju. f vísitasíu frá 1907 er getið um, að búið sé að járnklæða Álftártungukirkju, en annars mun hún alveg óbreytt. Hún stendur á hlöðnum grunni og virðist verst farin af umræddum kirkjum. Hún er gott dæmi um litla sveitakirkju frá lokum síð- ustu aldar. Að mínu mati eru þessar kirkj- ur menningarverðmæti, sem þyrfti að gera upp sem allra fyrst áður en þær eyðileggjast alveg. Þær eru einu mannvirkin á um- ræddu sviði sem uppistandandi eru frá því um og fyrir síðustu aldamót. Hver þeirra er með sínu lagi og sínum einkennum og þyrfti að varðveita þær komandi kyn- slóðum. Það að þær eru óbreyttar ætti að auðvelda að mun viðgerð þeirra, sem þyrfti að vinna undir stjórn manna sem kunna vel til verka við viðgerðir gamalla húsa og sjá um að í engu verði skertur glæsileiki þeirra eða einfaldleiki. Víst yrði þetta mikið átak fyir fámenna söfnuði, en ýmsar fjár- öflunarleiðir hafa verið notaðar, þegar farið hefur verið út í fram- kvæmdir af þessu tagi. Oft hefur þá komið í ljós, að sterkar taugar liggja milli brottfluttra sóknar- manna og gömlu kirkjunnar heima og illa trúi ég því að brott- fluttir Mýramenn yrðu þar undan- tekning. Vonandi er að allar niðurrifs- hugmyndir séu úr sögunni og að hafizt verði handa sem allra fyrst við björgunarstarfið. Mun þá verða ánægjulegt að koma á kirkjustaði Mýramanna. Jóbanna Björnsdóttir er húsmóðir í Kóparogi. Egilsstaðakirkja. Egilsstaðir: Aðventuljós loga víða EKÍIsstödum, 27. nóvember. AÐVENTAN eða jólafasUn gekk í garð hér um slóðir í hinu fegursta vetrarveðri. Samkvæmt venju var messað í Egilsstaðakirkju, þar sem sóknarpresturinn, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, prédikaði, og kirkju- kórinn söng undir stjórn David Knowles, organista. í morgun var barnaguðsþjónusta og barnsskírn fyrir fullsetinni kirkju. Undanfarna daga hefur veður verið nokkuð umhleypingasamt á Héraði, en í morgun var komið bjart veður og stillt en frost tals- vert. Sæmilegasta færð er á vegum. Þegar tíðindamaður fór um þorpið í dag mátti víða sjá aðventu- ljós í gluggum húsa. . — Olafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.